Ísafold - 21.12.1880, Qupperneq 3
127
urmúlasýslu telur »Fróði« sjálfsagt, »að kos-
„ið muni verða urn aptur í vor, því að svo
»stóð á, að fundarboðin voru ekki komin um
»alla hreppa sýslunnar, er kosið var* .—Er
mælt, að 1 Norðurmúlasýslu bjóði sig fram
hinn fyrri þingmaður kjördæmisins Eggert
Gunnarsson, síra Lárus Halldórsson á Val-
þjófsstað, |>. Kerúlf læknir, Skapti kand.
Jósepsson, Benedikt sýslumaður Sveinsson,
Sigurður verzlunarstjóri Jónsson á Vestdals-
eyri og ef til vill fieiri.
Af ísafirði er oss skrifað, að »á kjörfund-
inum þar hafi greítt atkvæði 6—7 menn,
sem ekki höfðu kosningarrjett«, og er auð-
sætt, hver áhrif þetta getur hafa haft á
kosningar, þar sem ekki var nema eins eða
tveggja atkvæða munur á þórði í Hattardal
og Lárusi yfirdómara Sveinbjörnsen.
Á MÖÐEUVALLASKÓLANN voru, þeg-
ar síðast frjettist, komnir 34 lærisvöinar.
»EGILL SKALLAGRÍMSSON«, vest-
firsk fiskiskúta, sem þeir eiga eður áttu,
síra Stefán prófastur í Holti í Önundarfirði
Stephensen o. fl., með 9 manns á, var ekki
fram komin þegarsíðast frjettist. Skipiðvar
nýtt og hið Yandaðasta að allri gjörð og öll-
um útbúnaði. Er það bagi, að Vestfirðingar
skuli ekki, líkt og Norðlingar, hafa ábyrgð-
arfjelag á þilskipum.
AF RJÚPUM voru hjer um bil 70 þús-
undir sendar hjeðan með póstskipinu.
HITT OG ÞETTA.
YFIRVALD SÚRSKU RÐ UR HJER Á
ANDI SEINT Á 19. ÖLD: »f>ar eð N. N„
»annaðhvort hann mætti hafa rjett til að
»hafa aðgang að sjó eða ekki, sem ekki þarf
»hjer að takast til úrslita, þar eð hann ekki
»hefir neitað, að aðgangur þessi yrði honum
»alveg bannaður með þessu uppboði, ekki
»upp á rjettindi sína sem kaupmaður getur
»byggt rjett til svæðisþess, sem hjer er upp-
»ástaðið, og hann ekki hefir tilgreint nokkurn
»sjerstakann rjett til að hafa veg þar, geta
»matmæli þessi ekki takast til greina.
»þ>ví firskurðast:
»f>essi matmæli N. N. geta ekki takast til
•greina, og ber því uppboðinu fram að fara«.
— f>að má segja, að flest er fátækum full-
boðið.—
VEL HUGSUÐ GÓÐGJÖRÐASEMI.—
f>egar Franklín, sem opt bar við, hjálpaði
nauðstöddum, brýndi hann allajafna fyrir
þeim, að, efþeir síðarmeirrjettu við, skyldu
þeir launa sjer, ekki með því að endurborga
styrkinn, heldur með því að hjálpa með
sömu ummælumöðrum þurfamönnum. Með
þessu móti, sagði hann, kemur min hjálp, ef
til vilt, mörgum að liði, þvi flestir vilja held-
ur hjálpa öðrum, en borga gamlar skuldir.
—Enska blaðið »Times« leggur það til, að
enskur verzlunarfulltrúi sje settur á Islandi,
og fleiri ensk blöð taka undir.
—Rússakeisari er giptur aptur furstinnu
Dolgorucki, á hann með henni uppkomin
böm.
HJÁTRÚ. —I Mýrdalnum er á, sem opt,
og einnig í vor er var, gjörir stórskaða á
engjum manna, Hafursá. Föluðu því Mýr-
dælir nokkrir af margfróðum manni að breyta
farveg hennar, og buðu honum 10—20 kr. í
þokkabót. Maðurinn skipaði þeim að út-
vega algráan kött; en allt væri undir þvf
komið, að kötturinn væri algrár Sagan
segir, að Mýrdælir hafi haft út kött, og grá-
an kött, en — með ljósi í róunni. Sá marg-
fróði blótaði nú kisu ofan í ána, en hafi
Hafursá ekki skipazt við, þá kemur það til
af því, að ljósið var í róunni.
VEÐURÁTTUFAR I REYKJAVÍK
í nóv. 1880.
Veðurátta hefirverið þennan mánuð frem-
ur óstöðug, og um tíma (frá 13.—18.) mjög
köld; 2 fyrstu dagana var veður bjart, aust-
ankaldi; 3. hvass á sunnanmeð mikillirign-
ingu, en lygn að kveldi, og sama veður 4.,
en ð. var logn að morgni og dimmviðri, en
síðari hluta dags hvass á landnorðan með
krapasíettingi, og urðu öll fjöll hjeðan að sjá
alhvít; 6. hægur á austan með nokkurri
snjókomu, að kveldi rokinn á norðan; 7.
hvass á norðan; 8. blindbilur og hvass á
landnorðan að morgni, að kveldi genginn í
landsuður með rigningu og síðan á vestan ;
9. vestanútnorðan með brimhroða, en hægur
allandaginn; 10. og 11. hæg austangola með
rigningu; 12. aptur hvass á norðan með
blindbil; 13. hvass á norðan; 14.—20. hæg-
ur við austanátt, optast bjart veður; 21.
mjög hvass á landnorðan með rigningú, að
kveldigenginní útsuðurhægur; 22.—27.hæg
austanátt, opt logn ; 28.—29. nokkuð hvass
á norðan (með bil til sveita); 30. logn og
fagurt veður.
Réaumur.
Hitamælir hæstur (um hád.) 23..... + 3°
—»«— lægstur — — 13.14.16 -f- 9°
Meðaltal, um hád., ......... -^1°,23
Meðaltal á nóttu............. .... -4- 3°
Mestur kuldi á nóttu (aðf.n. h. 16.)... -4-12°
Ensk. þuml.
Loptþyngdarmælir hæstur 7........ 30.30
—»«— lægstur 28...... 28.20
Að meðaltali........................ 29.65
Rvík 80. J. Jónassen.
Skipskaðar.
Mánudaginn þ. 22. nóv. fórst áttróið skip
af Akranesi á ferð úr Rvík upp eptir með
7 manns. Mennirnir voru : Jón Jónsson
formaður frá Arnarholti í Stafholtstungum,
Halldór snikkari Halldórsson, Einar Jóns-
son, Einar Snorrason, allir af Skaga, Jón
Jónsson frá Leirárgörðum vinnumaður, Olaf-
ur Einarsson frá Tungu í Svínadal og Jón
bóndi Guðmundsson frá Múlastöðum í Bæj-
arsveit. Dimmt var farið að verða, er þeir
fóru af stað, og barst þeim á, eins og optar
vill til, á heimferðinni úr Reykjavík.
9. þ. m. fórst skip með 6 mönnum frá
Vatnsleysum á Vatnsleysuströnd. það hafði
lent (hleypt) úr róðri sunnar á Ströndinni, en
lagði þaðan heimleiðis um kvöldið í hálf-
dimmu, og ætla menn það hafi farizt skammt
fram undan Vatnsleysuvörinni. Forniaður-
inn var Gísli Bjarnason, ungur maður og efni-
legur, nýkvæntur.
16. þ. m. drukknuðu 5 menn af skipi frá
Lambastöðum á Seltjarnarnesi. það var á
uppsiglingu vir fiskiróðri í norðanstórviðri,
hafði alda tekið sig upp rjett við skipið og
gengið yfir það, svo að fyllti og hvolfdi þegar.
komið því í móð að sá djúpt, það varn-
ar frostskaða, og eykur hálmstráum,
sje það eigi annars svo djúpt, að það
komist vel upp, og rótin nái til sólar-
hita og náttdaggarinnar. Hvorki er
gott að sá í stormi nje stórregni, held-
ur væri bezt ef hentugleiki væri á, að
berja um eptirmiðdaginn á akrinum,
sá á móti kveldi strax eptir, og láta svo
bæði akurinn og frækornið liggja undir
náttdögginni, en krassa fræið niður með
hrífu morgunin eptir, eða upp á ann-
an máta þekja það með moldu. Komi
stórregn upp á, eptir að sáð er, og
þurkar þar á eptir, þá er gott fyrir
kornið, sjer í lagi hafra og bygg, að
rífa upp með hrífu þá skurn, sem sezt
hefir á akurinn, að viku fresti eptir
sáninguna. það kann og að vera nauð-
synlegt, þegar djúpt er sáð, og kornið
á lengi í að komast upp.
Skömmu áður en kornið er fullvaxið,
fer það að verða laust í fræpungnum,
en festist aptur að liðnum 3 eða 4 dög-
um, og þá er beztur uppskerutímiþm
En það kann svo á að standa, að mem
geti ei eptir því beðið, og má þá upp-
skera kornið, en láta það heldur taka
sig, með því að láta það standa nokkra
stund úti í bindunum, þegar axbrodd-
urinn er eigi lengur grænn, en kornið
er orðið gult og farið að harðna i ax-
inu, ellegar og það sprettur úr fræ-
pungunum fyrir nögl manns, og þá
stráið er orðið hart, mest fyrir neðan
axið, þá er uppskerutíminn. Nú kann
svo til að bera, að menn geti eigi eptir
þessu neinu beðið, þá má þó af korn-
inu gott hafa með því að þurka það
við eld, eins og Skaptfellingar gjöra
við islenzka mjölið og hvar til Svenskir
byggja sjerleg hús, ellegar að mala
saman axið heilt með öllu saman, og
nokkuð af stráinu með, eins og gjört
er stundum í Dallandi í Svíaríki.
Jeg vil ekkert framar skrifa um hirð-
inguna á korni, því hún bestendur í að
þurka það sem bezt, áður en heim er
fært, að fara hægt með það, svo ekki
hrynji úr; nje geymsluna, sem bezt er
svo, að agnirnar sjeu saman við; nje
þreskinguna, sem betur lætur sig sýna
en með orðum skýra, hvar fyrir jeg
vil með einu orði minnast á þær sendu
korntegundir.
Rúgur þolir mestan kulda, en þó án
vætu, og er þess vegna af Svenskum
haldin hentugasta korntegund i köldum
löndum, í hverju einnig sál. hr. Hastfer
hefir fylgt löndum sínum hvað ísland
snertir; þegar frækornið er blágrátt,
þungt og hart á að taka, er það gott.
Hann þarf lengri tíma til að verða
fullvaxirn á, en bygg eða hafrar og
þau neðstu kornin í axinu verða fyrri
fullvaxin en þau efstu, svo þau fyrnefndu
eiga opt í því, að detta úr til skemmda,
Rúgur vill helzt hafa feita sandjörð.
Hann er tvennslags: haustrúgur, sem
sáð er seint í ágúst, eða snemma í sept.,
og vorrúgur, sem sáð er á vorin allra-
fyrst sem verður. Sje haustrúgur á
vorin orðin of hár, þegar snjóinn leysir
upp, þá má sleppa fje út á akurinn, ef
hann ekki er svo blautur að hann
skemmist af sparki, eða slá ofan af
broddinn, annars verður stráið hátt, en
lítið ax. Hann verður vel að þurkast,
áður en hann er til geymslu látinn.
Svo sem Svenskir hæla honum, svo kalla
Norskir hann vandlukkaðan hjá sjér.
Bygg þarf styztan tíma til fullkomn-
unar, og er þess vegna haldið hentast
á norðurlöndum. Dass segir, að í Senien,