Ísafold - 14.05.1881, Blaðsíða 4
40
eða eptir mati rjettarins. Hinn stefndi
hefir aptur á móti krafizt, að hin áfrýjaða
fógetagjörð verði staðfest, og að áfrýjandinn
verði dæmdur til að greiða allan kostnað af
áfrýjun málsins skaðlaust, eðameð nægilegu
eptir rjettarins mati.
Bins og að framan er á vikið, hefir áfrýj-
andinn haldið því fram, að hann hafi verið
búinn að fullnægja hinum um rædda lands-
yfirrjettardómi löngu áður en hinn stefndi
beiddist fjárnáms eptir honum, með því að
hann 27. septembermán. f. á. hefði látið
hlutaðeigandinotariuspublicus afhenda hin-
um stefnda reikningsskil fyrir fje því, sem
hann (áfrýjandiún) hefði tekið við fyrir hönd
þjóðvinafjelagsins frá þinglokum 1877 til
þingloka 1879, sem og grein fyrir þeim
bókum nefnds fjelags, sem hann hefði veitt
móttöku, og hafa þessar skilagreinir, sem
hinn stefndi ekki hefir viljað viðurkenna að
fullnægðu dóminum, verið lagðar fram fyrir
fógetarjettinum. Að því er snertir reikn-
ingsskil áfrýjandans fyrir fje því, sem hann
hefir veitt móttöku fyrir hönd þjóðvinafje-
lagsins á áðurgreindu 2 ára tímabili, þá bera
skjöl málsins með sjer, að áfrýjandinn þegar
í ágústmánuði 1879 hefir afhent forseta
nefnds fjelags »uppteiknun« yfir fje það,
sem hann hefði tekið við á optnefndu tíma-
bili, eins og hann líka í septbr. s. á. hefir af-
hentfjelagsstjórninni sparisjóðsbók, fjelaginu
tilheyrandi, hljóðandiupp á 600 kr., en með
því að fjelagsstjórnin ekki vildi taka þessa
uppteiknun gilda, sem reikningsskil, höfð-
aði hún mál það á móti áfrýjandanum, sem
áður er um getið. Meðan á máli þessu stóð
fyrir undirrjettinum, sendi áfrýjandinn fje-
lagsstjóminni aptur eptirrit eptir áminnstri
uppteiknun, en hinn stefndi hjelt allt um
það málinu áfram, og var áfrýjandinn eins
og fyr segir, dæmdur til að gjöra fjelags-
stjórninni full skil fyrir fje því og bókum,
sem hann hefði veitt móttöku fyrir fjelag-
ið. Skilagrein sú, sem áfrýjandinn síðan
hefir látið notarialiter afhenda hinum stefnda
til þess að fullnægja optnefndum dómi, er
fólgin í svonefndum reikningsskilum, þar
sem tekjur og gjöld eru tilfærð hver um sig
með einni upphæð, án allrar sundurliðunar,
og með skírskotun til tveggja fylgiskjala;
en fylgiskjöl þau, sem skírskotað er til, eru
aptur eptirrit eptir hinni sömu uppteiknun,
sem áfrýjandi hafði afhent forseta þjóðvina-
fjelagsins sumarið 1879, og aptur sent fje-
lagsstjóminni eptirrit af 1880. Auk þess
sem þessi nýju reikningsskil þannig ekki
eru annað en eptirrit eptir hinum fyrri
reikningsskilum, sem stjórn f>jóðvinafjelags-
ins var búin að fá í hendur, áður en hún
höfðaði mál á móti áfrýjandanum og fjekk
hann dæmdan til að gjöra full reikningsskil,
þannig fær yfirdómurinn ekki sjeð, að þau,
einkum þar sem um skil fyrir opinberu fje
er að ræða, verði skoðuð sem formleg og því
síður sem full reikningsskil, því að þeim
fylgja engin skilríki, hvorki nein kvittun
fyrir fje því (1591 kr. 16 a.), sem áfrýjand-
inn segist hafa goldið út, nje nein skýrteini
viðvíkjandi fje því (2169 kr. 17 a.), sem
hann segist hafa tekið á móti, svo að eigi er
auðið að rannsaka, hvort hinar ýmsu upp-
hæðir, sem uppteiknanirnar ná yfir, erurjett
tilfærðar, nje einu sinni verður sjeð um sum-
ar þeirra, hvorki hver hafi goldið fjelaginu
þær, nje í hvaða skyni þær sjeu goldnar.
þegar þar næst kemur til þeirrar skilagrein-
ar, sem áfrýjandinn hefir verið dæmdur til
að gjöra fyrir bókum, er hann hafi tekið við
fyrir f>jóðvinafjelagið, þá er skilagrein hans
í því efni þar í fólgin, að hann ekki hafi
tekið við neinurn bókum, nje heldur afhent
neinar ; að vísu getur hann þess, að meðan
hann var í forstöðunefndfjelagsins hafibæk-
ur fjelaginu tilheyrandi jafnaðarlega gengið
fram og aptur milli sín og hinna stjórnenda
fjelagsins, og slíkar bækur stundum verið
afhentar í húsi því, þar sem hann bjó, en
eins og hann ekki hafi veitt slíkum bókum
formlega viðtöku, þannig viti hann ekki
til, að nein slík bók sje enn í sfnum vörzl-
um.
Með því nú að áfrýjandanum í optnefnd-
um landsyfirrjettardómi er gjört að skyldu
að gjöra grein fyrir þeim bókum f>jóðvina-
fjelagsins, sem hann hafi tekið við, meðan
hann var í forstöðunefnd þess, og uppteikn-
anir hans bera með sjer, að hann hefir keypt
handa fjelaginu 360 landabrjef með skýr-
ingum við þau, og borgað fyrir Andvara og
Mannkynssögu yfir 900 kr., og að hann enn
fremur hefir selt Almanök fyrir fjelagið, þá
getur slík skilagrein ekki með neinu móti á-
litizt fullnægjandi.
f>ar eð yfirdómurinn þannig ekki fær sjeð,
að áfrýjandinn hafi verið búinn að fullnægja
landsyfirrjettardómi 19. júlímán. f. á., áður
fjárnáms var beiðzt eptir honum, og hin
áfrýjaða fjárnámsgjörð einnig að öðru leyti
virðist vera lögum samkvæm, en í því efni
skal sjerstaklega tekið fram, að tilskipun
fyrir Danmörku 6. apríl 1842 ekki er leidd
í lög hjer á landi, ber að staðfesta fjárnáms-
gjörðina, og ber áfrýjandanum þá einnig
eptir þessum úrslitum málsins að endur-
gjalda hinum stefnda málskostnað fyrir
yfirdóminum, sem virðist hæfilega metinn
15 krónur.
f>ví dæmist rjett að vera :
Hin áfrýjaða fjárnámsgjörð á óröskuð
að standa. Afrýjandanum, Jóni lands-
höfðingjaritara Jónssyni, ber innan 8
vikna frá dóms þessa löglegri birtingu
að greiða hinum stefnda, Dr. Grími
Thomsen, 15 krónur í málskostnað fyrir
yfirdómi.
— 25. apríl drukknaði merkisbóndinn
Ásgeir Fiimbogasoil, dannebrogsmaður,
frá Lundum 1 Borgarfirði, ofan um ís á
f>verá; var hann að fylgja ferðamanni yfir
ána.
— 15. dag júlí 1880 andaðist merkiskon-
an GUÐBJÖBG EYJÓLFSDÓTTIE, hús-
freyja í Fljótsdal í Fljótshlíð, eptir að hún
lengi hafði þjáðzt af kvalafullri innvortis
meinsemd. Hún fæddist 3. marz 1823, gipt-
ist sínum eptirlifandi ektamanni, Jónibónda
Jónssyni í Fljótsdal 27. maí 1847, og eign-
aðist með honum níu börn, átta syni og
eina dóttur; 4 synir lifa hana.
f>eim, sem þekktu Guðbjörgu sálugu,
mun víst ekki þykja of mikið sagt, að Bang-
árvallasýsla hafi misst eina sína mestu
merkiskonu og kvennskörung, þar scm hún
ljezt, því að þótt víðar hefði verið leitað um
suðurland, mundi trauðlega hafa fundizt
jafningi hennar meðal bændakvenna, þegar
á allt er litið. Af náttúrunni var hún búin
fjörugum og liprum sálargáfum, og hjer við
bættist framúrskarandi menntunarfýsn og
fróðleikslöngun, sem knúðu hana áfram og
styrktu hana til að yfirvinna alla hina miklu
og mörgu erfiðleika, sem hún átti við að
stríða á hinum örðuga vegi sjálfsmenntun-
arinnar, því aðGuðbjörg sáluga hafði engan
kennara, heldur kenndi hvin sjer sjálf þær
kvennlegu hannirðir, sem hún síðar meir
svo fúslega veitti mörgu kvennfólki hjer í
sýslu tilsögn í. Guðbjörg sál. var glaðlynd
kona og einkar skemmtileg í viðræðum, hún
var trygg og vinholl, úrræðagóð, þegar
hennar ráða var leitað, sem opt bar við,
hún kunni það sem fáir kunna, að stjórna
geði sínu; hún var einstök húsmóðir, um-
hyggjusöm og ástrík manni sínum og börn-
um, og þungbæran barnamissi bar hún með
stillingu og glaðri von um endursjón þeirra,
því að hún var trúkona. Heimili hennar
mátti heita fyrirmynd hvað reglusemi og
sparsemi snertir, við fátæka var húu örlát,
og hjartagæzku sína sýndi hún opt sjúkum,
því hún var mikið náttúruð fyrir lækningar.
„Einn af syrgjandi vinum hinnar framliðnu“.
AUGLÝSINGAR.
Mánudaginn hinn 16. og þriðjudaginn
hinn 17. þ. m. verða við opinbert uppboð
seldir allir þeir lausafjármunir, sem tilheyra
dánarbúi Nikulásar sál. Jafetssonar, svo
sem búsgögn, sængurföt, rúmstæði, borð-
búnaður, fatnaður og margt annað fieira.
Gppboðið byrjar kl. 11 f. m. á mánu-
daginn í húsi dánarbúsins, og verða þar
lagðir fram skilmálar fyrir sölunni.
Skrifstofu bæjarfógeta í Beykjavík
7. maí 1881.
E. Th. Jónassen.
— Hjer með kunngjörist, að við verzlun
mína fást nú strax og fram eptir þessu
sumri, móti borgun i peningum, skozk ofn-
kol af beztu tegund, skippundið á 3 kr. 25 a.,
einnig Newcastle ofnkol, skippundið á 3kr.
60 a. Beykjavík, 11. maí 1881.
M. Smith.
A næstliðnu hausti var mjer dreginn sunn-
an úr Hvítársíðu, hvíthyrndur hrútur 3 vet-
ur með fjármarki mínu : blaðstýft apt., biti
fr. hægra, tvístýft fr. vinstra, sem jeg á ekki.
Bjettur eigandi getur vitjað verðs fyrirhann
til mín, að frá dregnum kostnaði, og samið
við mig um markið.
Guðlaugsstöðum í Blöndudal, JT6- 1881.
Jón Guðmundsson.
Fjármark Jóhannesar Magnússonar á
Múlakoti í Stafh.t.: tvíst. fr. h., biti apt.,
sýlt vinstra, fj. fr. Mark þetta eru allir
þeir sem hafa undir höndum Markaskrá
Mýrasýslu frá 1880, beðnir að innfæra í hana.
Múlak. 5. apríl 1881. J. M.s.
Leiðrjetting: í seinasta blaði ísafoldar í fyrir-
sögninni stendur: aprílmán., en á
að vera maímán.
Útgefandi: Björn Jónsson, cand. phil.
Prentuð í ísafoldar prentsmiðju.