Ísafold - 04.06.1881, Side 1
ISAFOLD.
VIII 12.
Reykjavík, laugardaginn 4. junímán.
! 1881.
Alþingismál.
þau mál, sem bæði er nauðsynlegt
og líklegt að koma muni fyrir alþingi
1 sumar, eru að ætlun vorri helzt þessi:
I. Skólamál. Það er bæði eðlilegt í
sjálfu sjer, enda er það almenn lands-
ósk og landsvon, að meira verði gjört
fyrir uppfræðing almennings bæði í
bóklegu og verklegu, en hingað til
hefir verið gjört. Öllum kemur saman
um, að hjer megi ekkert til spara, sem
efnin leyfa, bæði efni landsins yfir höf-
uð, og efni sveitafjelaganna. En—allir
skynsamir menn eru einnig samhuga
um það, að þessu verði að tilhaga svo,
að uppfræðingin komi sem flestum að
sem beztum notum. f>að nægir ekki,
og er jafnframt ókljúfandi, að koma
allt í einu upp barnaskólum í hverjum
hreppi, alþýðu- eða jafnvel búnaðar- og
kvennaskólum í hverri sýslu; heldur
ríður eins mikið á því, að þær kennslu-
stofnanir, sem stofnsettar eru, sjeu þann-
ig vaxnar, að þær geti komið að til-
ætluðum notum, og að svo sje um þær
búið, bæði að efnahag og öðrum á-
stæðum (kennurum, húsakynnum, af-
stöðu í hverri sveit), að þeim sje líf-
vænt um lengri tíma, og að þær hjaðni
ekki innan skamms niður aptur eins og
vatnsbólur. Liggur því næst, að hlynna
fyrst betur að þeim skólum, sem þeg-
ar eru komnir í gang, að svo miklu
leyti, sem þeir eru þess þurfandi. þ>ví
sumir af skólum vorum, t. d. tveir i
Kjalarnessþingi, eru þegar svo vel efn-
um búnir, að landssjóður eptirleiðis
varla mun þurfa að styrkja þá að nein-
um mun; enda standa allir barnaskól-
ar í Kjalarnesþingi að því leyti betur
að vígi, en aðrir barnaskólar landsins,
að þeir njóta styrks af sjóði, sem sjer-
staklega er þessu þingi ætlaður — Thor-
chillii sjóður. Með því lögin um upp-
fræðing barna í skript og reikningi
gjöra sóknarprestinum að skyldu að sjá
börnum í sóknum þeirra fyrir þessari
uppfræðslu, þá virðist og minni þörf á, að
koma hvervetna upp eiginlegum barna-
skólum, heldur en á hæfilega mörgum
ungmenna eða alþýðuskólum, eins og
Alþýðumnur einu sinni benti á í blaði
þessu. jþessir skólar — sem þá gæti
verið bæði fyrir konur og karla — eru,
að ætlun vorri nauðsynlegastir; þar
ætti hver fermdur unglingur, piltur
sem stúlka, að geta átt kost á að
byggja á þeim grundvelli, sem lagður
er fyrir ferminguna, ogþví til að fram-
ast í skript og reikningi, en nema þess
utan rjettritun, sögu, landafræði, dönsku
og með tímanum, ef til vill, fleira af
bóklegu, auk þess verklega, sem tiltök
væri að temja sjer, ef skólastaðurinn
og skólakennslan eru til þess hagan-
leg. Að sýslufjelögin og landssjóður
ætti hjer að vera samtaka í kostnaðin-
um, álítum vjer sjálfsagt. Stofnun eig-
inlegra bi'mað'arskóla verður nokkuð að
vera komin undir ástæðum búnaðar-
skólasjóðanna, sem til þess eru sjer-
staklega ætlaðir, og þar eð skólar
þessir fyrst um sinn varla gæti orðið
fleiri en einn í hverju amti, virðast
amtsjafnaðarsjóðirnir standa því næstir,
að styrkja þá eptir efnum og þörfum.
þ>að heyrast nú einnig raddir um að
koma fleiri gagnfrœðaskólum á gang,
sjer í lagi í vesturumdæminu, en þetta
virðist vera nokkuð snemmt tekið. þ>á
er rjettata að efla betur skólann á
Möðruvöllum, sem nú einu sinni er
kominn á gang, en, eptir áliti skóla-
stjóra í „Norðlingi11 enn þá þarf margs
með. Einnig hefir fyr meir verið stung-
ið upp á að stofna gagnfræðakennslu
í hinum lærða skóla í Rvík, og virðist
það bæði hægra og kostnaðarminna,
og Vestfirðingum, að öllu samtöldu
lítið óhaganlegra, heldur en að stofn-
setja heilan gagnfræðaskóla vestanlands.
Sjáum fyrst, hvað stofnuninni í Ólafsdal
líður, sem þegar er búin að þiggja lag-
legan skilding af landsfje, og sjálfsagt
á von á meira. Loks skal þess getið,
að það að ætlun vorri, varla getur
komið til mála, að fjölga kvennaskól-
unum úr því sem er. f>eir virðast öllu
fremur vera tveim of margir. Kvenna-
skólarnir, í Rvík og Laugalandi ættu
að nægja fyrst um sinn, og gætu nægt,
ef þeim er meiri sómi sýndur. Vjer
höfum enga trú á því, að neitt sje unn-
ið við, að tvístra kröptunum og styðja
að því, að koma á legg stofnunum,
sem hætt er við að ekki hafi nægileg-
an lífskrapt. Er það nokkur frágangs-
sök fyrir Skagfirðinga að koma stúlk-
um sínum að Laugalandi eða fyrir Hún-
vetninga, að senda þær, hvort þeir
heldur vilja norður eða suður? Og
kæmist með tímanum á alþýðu- eða
unglingaskólar fyrir konur sem karla
í hverri sýslu, þá hverfur öll nauðsyn
til þess að hafa fleiri kvennaskóla, en
svo, að nægileg gróðrarstía sje til fyrir
kennslukonur í alþýðuskólunum.
2. Vegir og samgöngur. Reynslan er
þegar búin að sýna, að sá kostnaður,
sem landið hefir lagt í vegabætur, hefir
komið að góðum notum. Hefir Berg-
ur amtmaður Thorberg, í Tímariti bók-
menntafjelagsins II, sannað með tölum,
hve miklar vegagjörðir hafi hin siðustu
tvö ár farið fram í suður- og vestur-
umdæminu, en hann hefir jafnframt
sýnt fram á, að ef vel á að vera, þarf
nauðsynlega að verja talsverðu Qe til
umbóta á byggðavegum, sjer í lagi
þeim, sem jafnframt eru póstvegir.
En — þar sem hann leggur það til, „að
láta t. a. m. helming af gjaldi því, sem
nö er ætlað til sýsluveganna, renna í
landssjóð“, þá er aðgætandi, að gjald
þetta, eins og nú stendur, er fjarri því
að hrökkva til sýsluveganna, svo i
nokkru lagi sje. Og verða því að lik-
indum einu úrræðin, að veita einnig af
landsfje styrk til vegabóta á sýslu- eða
byggðavegum, þar sem þessir vcgir eru
þóstvegir. f>ó til þessa kunni að þurfa
breyting á lögum um vegina 15. okt.
1875, þá er það vandræðalaust. En —
auk þessa þarf nauðsynlega aðra um-
bót á samgöngunum, sjer í lagi þar
sem á sjó er almennt farið, og jafnað-
arlega eru miklir flutningar yfir firði
bæði af mönnum og farangri. Má sjer
í lagi til nefna Faxaflóa. þar virðist,
og ekki sízt póstanna vegna, öll þörf
á gufuferju. Norðan- og vestanpóstur
verða sumar og vetur og hvernig sem
viðrar, að fara landveg fyrir hvern
vog; og hefir þetta bæði tímatöf og
ýmsa erfiðleika í för með sjer, sjer i
lagi á vetrardag. Vegurinn liggur,
bæði norður og vestur, beint fyrir upp
á Akranes, en þó verður að krækja í
kring, því ekki má trúa opnum bátum
fyrir póstsendingum. þvi næst eru
miklar verzlunarsamgöngur milli Reykja-
víkur og Borgfirðinga og Mýramanna,
og myndi það mikill hagur fyrir alla,
sem hlut eiga að máli, ef vissar, fljótar
og áreiðanlegar samgöngur væri á
hverjum árstíma milli Rvíkur og Akra-
ness, og jafnyel upp á Brákarpoll.
þótt varla verði hjá því komizt, að
Rvík og þau sýslufjelög, sem hjer eiga
hlut að máli, leggi nokkuð í sölurnar
til að hreppa þetta hagræði, þá mun
landssjóður einnig hjer verða að hlaupa
ríflega undir bagga. Gott væri, að
Reykvíkingar, Borgfirðingar, Mýra-
menn og jafnvel Gullbringusýslubúar
hugsuðu þetta málefni, og sendu þing-
inu bænarskrá í þá stefnu, sem á er
minnzt hjer að ofan. Hefir það reynd-
ar komið fyrir amtsráð suðuramtsins,