Ísafold


Ísafold - 07.07.1881, Qupperneq 2

Ísafold - 07.07.1881, Qupperneq 2
62 brjef fyrir eptirlaunum, og fer um þessa uppáskript eptir 14. gr. 18. gr. Dómurinn setur sjálfur sína em- bættismenn og víkur þeim frá. 19. gr. hljóðar um laun dómenda. 20. gr. Enga breytingu má gjöra á starfs- reglugjörð dómsins, nema með samþykki neðri deildar þingsins. 21. gr. nemur eldri lagaboð um þetta efni úr gildi. Fyrirkomulagið á reikningsdómi Hol- lendinga er í því tilliti frábrugðið þvi, sem á sjer stað í Belgíu, aff konungur setur dómsforseta, aff konungur kýs einn af hverjum þremur, sem neðri deild þingsins stingur upp á fyrir dóm- endur, og aff allir dómendur (7), eru óafsetjanlegir, nema eptir dómi, eins og aðrir dómendur rikisins (Grundvallarlög Hollands, 14. okt. 1848, 176. og 163. gr.). Að öðru leyti er eptirlitið með fje landsins og reikningum, eins og síðar mun sýnt verða, fullt eins strangt, ef ekki strangara en í Belgíu. Hollend- ingar eru, eins og allir vita, sparsamir og reglusamir, og líða ekki stjórn sinni neitt óhóf, nje óspilsemi. Hjá Itölum eru reikningsdómendur einnig settir af konungi, eptir uppástungu fjármála- ráðherrans og dómsins sjálfs. Dómur- inn hefir þar meira vald, en í Belgíu og á Hollandi (lög 14. ág. 1862). í Svípjóð er, eins og kunnugt er, fjárforræði ríkisþingsins meira en í flest- um öðrum löndum, þegar England líð- ur. Bæði „framkvæmist hinn eldgamli rjettur hinnar svensku þjóðar til þess að leggja á sigskatta eingöngu afríkis- þinginu" (Regeringsform, 57. gr.), ríkisskuldirnar standa eingöngu undir stjórn og umsjón ríkisþingsins (RF. 66. gr.), „ríkisbankinn stendur undir um- „sjón og tryggingu ríkisþingsins, „þannig að honum veita óhindraða „forstöðu þeir fulltrúar, sem ríkis- „þingsdeildirnar þar til setja, eptir „þeim reglum og ákvörðunum, sem „ríkisþingið ákveðið hefir eður á- „kveða kann framvegis. Ríkispingið „eitt hefir heimild til pess, fyrir með- „algöngu iankans, að gefa út seðla, „sem ríkinu er skylt að taka gilda, „sem peninga, skal bankinn, þegar „krafizt er, skyldur að innleysa seðl- „ana með þeirri upphæð, sem þeir „hljóða upp á, í gulli“ (Regerings- form, 72. gr.), ríkisþingið kýs sjer málaflutnings- mann ('justitieombudsmand), sem, með- al annars, einnig lítur eptir búskap ríkisins (RF. 89, 96.—102. gr.), og þess utan kýs hvort reglulegt þing 12 yfir- skoðunarmenn fyrir hvert ár, tilþess að rannsaka meðferðina á fjárhag krónunnar, ríkisbankans og ríkis- skuldanefndarinnar, og er skýrsla lögð fyrir næsta þing. Alrnenningur getur nú dæmt um, hvort ekki er strangara eptirlit á brúk- un opinbers fjár í sumum öðrum löndum, en hjá oss. þ>að er satt, það • er líkt hjá oss og hjá Dönum og Norðmönnum, en hjá hvorumtveggja eru þó reistar skorður við ofeyðslu, sem vjer þekkj- um ekkert til hjer á landi. þar eru ávallt fleiri menn, ráðherrarnir, ríkis- ráðin, ávísunarskrifstofurnar í ráðum um brúkun á landsfje; hjer kemur allt til eins manns kasta, og enginn getur hindrað ofeyðsluna ; það má finna að henni á eptir, þegar ekki verður leng- ur aðgjört. í Noregi bætist það við, að þar hefir stórþingið öll yfirtökin; konungur hefir ekki neitunarvald (veto) í fjármálum, og ábyrgðarlögin leggja háa sekt við ofeyðslu (2. gr.). fað hlýtur því að verða hverjum manni Ijóst, sem ekki vill einræði í brúkun á opinberu fje, að hjer á landi þarf strang- ara eptirlit með brúlcun fjárins, meðan d henni stcndur, en brjefaskriptir á stangli milli ráðherra og landshöfðingja, sem báðir, og þó einkum hinn síðar nefndi, eru búnir að sýna, að þeir eru ekki stórhræddir við neina yfirskoðun eptir á. Enda vantar alla endurskoðun hjer á landi á reikningunum yfir það landsfje, sem ráðherrann tekur inn og gefur út í Kaupmannahöfn. Reikn- ingsbók ráðherrans fylgja engin fylgi- skjöl, og öllu verður að trúa eins og það er talað. þó á endurskoðun reikn- inga landsins að heita að vera flutt hjer inn ; hún er það að sumu leyti að eins í orði kveðnu. Gæti menn nú þess, hver óleikur, deilur og málaferli hafa hlotizt t. d. í Danmörku út úr fjárbrúkun stjórnar- innar, með þeirri yfirskoðun, sem þar er, án þess þó að það hafi getað lag- azt með ríkisdómum — sjer í lagi sök- um þess, að það þykir ávallt hart, að láta einn ráðherra greiða þaðfjeaptur, sem hann raunar hefir brúkað heimild- arlaust, en sem hann ekki hefir dregið sjer sjálfuni — þá mun hver maður með meðalgreind geta skilið, að eina ráðið er aÓ gjöra stjórninni ómögulegt, að brúka meira fje, en löggjafarvaldið hefir veitt, sjálfsagt með álíka undan- tekningum, eins og peim, sem Belgíu- menn og Hollendingar gjöra. Hver stjórn má í rauninni verða fegin, að hafa sem minnsta fjárábyrgð; „leið oss ekki í freistni-1; og um það, hvern hag landið hefði af því fyrirkomulagi, er óþarft að orðlengja. En — það er satt: í staðinn fyrir hina umboðslegu endurskoðun ogyfirskoðun þingsins fengi maður 2—3 helzt fasta, og óafsetjanlega embættismenn, sem bæði væru umboðs- og löggjafarvaldinu óháðir, og engu háðir nema lögunum, að meðtöldum fjárlögunum. Vjer erum nú sem fyr á því máli, að yfirdómur landsins, sem, eins og allir vita, hefir helzt til lítið að starfa, gæti fyrir hóf- lega og hæfilega launaviðbót, tekizt þetta aukastarf á hendur. Starfið er enginn galdur, ef þeir, sem fyrir því standa, eiga kost á að halda 1—2 skrif- ara, og þó landssjóður ætti að leggja rúmlega það í sölurnar, sem nú geng- ur til endurskoðunar og yfirskoðunar, þá er það vor sannfæring, að landið með þessu móti framvegis myndi spara krónur þúsundum saman. En—vilji lögggjafarvaldið heldur hafa sjerstakan reikningsdóm, þá er það á þess valdi. Að eins hlýtur hann þá að verða landinu dýrri. Eins og eptirlit með brúkun á landsfje nú er, mh pað ekki lengi vera með neinu móti. Og œtti sú breyting, sem vjer höfum lagt til, að minnsta. kosti að vera um garð geng- in fyrir fyrstu landshöfðingjaskipti. „ísafold“ mun eptirleiðis við og við færa lesendum sínum fleiri skýringar um þetta mikilvæga málefni, sjer í lagi þýðingu á lögum Belgíumanna frá 15. maí 1846 um reikningsfærslu ríkisins, lög Itala um reikningsdóm frá 14. ág. 1862, lög Hollendinga um sama efni, o. fl. Saiidhlamlaö koni og- ínjöl hefir í vor flutzt hjer til lands. Eru sjer í lagi brögð að því í Knudtsons verzlun í Hafnarfirði. Hafa nokkrir bændurtekið sig saman um, að geyma brauðgjörð úr þessu' mjöli, ef yfirvöldunum skyldi þóknast að láta rannsaka mjölið. Að öðru leyti mun þó fnjölið vera gott. En—af miklu sandáti hefir manneskjan að líkindum ekki betra en t. d. hest- urinn, sem stundum deyr af sandsótt. Tönnunum kvað sandur að minnsta kosti ekki vera sem hollastur, og með því verði, sem nú er á rúgi og rúg- mjöli, er hann nokkuð dýrkeyptur. Afli hefir á vorvertíð verið heldur góður, og talsvert fengizt af þorski, til uppbótar á vetrarvertíðinni. Grasvöxtur, sjer í lagi á túnum og vallendi, er, eptir því sem frjettist al- staðar að, í lakasta lagi. þó tíðin hafi verið kalsasöm, kemur gróðurleysið mest af þeim mikla klaka, sem enn þá er í jörðinni (á Jónsmessu víðast hvar x/2 alin). Má nú skilja, hvernig því er varið, að eptir harða vetur koma alla- jafna, eins og annálar vorir skýra frá, grasleysissumur. Og þegar nú engar fyrningar eru frá fyrra ári, en gras- leysi bætist ofan á árið eptir, þá und- irbúast hallærisárin síðarmeir, sje skepn- um ekki fækkað í tíma; en í öllu falli fer efnahag landsins aptur um hríð, og það tilfinnanlega. BÓlan gjörði talsvert vart við sig í Danmörku, áður en póstskip fór þaðan síðast. Vjer göngum að því vísu, að yfirvöldin hafi sjeð um, að nægt kúa-

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.