Ísafold - 07.07.1881, Síða 4

Ísafold - 07.07.1881, Síða 4
64 ná aptur, nema með kaupum, því, sem konungur áður var búinn að selja öðrum, og ekki lengur var til sem rjettindi, er fylgdu þeim jörðum, sem þeir höfðu keypt. Að taka undan jörðum veiðirjett þann sem fylgdi þeim, gat hver maður gjört, og hefði það haft sama lagagildi fyrir eptirkomendur þeirra eins og þó konungur hefði gjört það, jafnvel þó hjer við bætist að konungur þá var einvalds- konungur, og á þeirri tíð voru það lög sem hann setti. þetta er grundvöllur- inn, sem seinna hið konunglega afsals- brjef 11. d. des. 1853, og hæstarjettardóm- urinn af 16. d. febrm. 1875 er byggt á. Óll skjöl og allar skýrslur þessu við- víkjandi hafa komið fram í málinu milli herra Benedikts sýslumanns Sveins- sonar og mín, en það mál var loksins útkljáð með hæstarjettardómi 16. febrú- arm. 1875, og flutti herra Benedikt sjálfur málið fyrir hæstarjetti, svo að allir, sem þekkja herra Benedikt, og vita hversu ötull hann er í þvi, sem hann tekur sjer fyrir, geta hugsað sjer að hann muni hafa tekið allt það fram sem gat ^arið málstað hans. Sumarið 1875 voru viðaukalögin við Jónsbók landsleigubálks 56. kapítula um friðun á laxi búin til á alþingi en náðu fyrst samþykki konungs u.dag maím. 1876. þessi lög eru búin til, til þess að bæta úr þeim vandræðum, sem laxaveiðin hjer á landi átti að vera komin í, en ekki til þess að ná í veiði handa þeim jörðum, sem ekki höfðu hana áður, eða taka frá einstökum mönnum veiðirjett þann, er þeir höfðu keypt eða erft. J>etta verður að vera hinn eini rjetti skilningur á viðaukalögunum, því að ef þau hefðu gengið í þá átt, að þau hefðu átt að taka veiðirjett frá öðrum, sem áttu hana áður en lögin komu út, hefði þessu nýju lög verið brot gegn stjórnarskránni 5. d. janúarmán. 1874, 50. gr., og konungur hefði aldrei get- að samþykkt þau. J>ennan skilning hefir einn af Danmerkur helztu og beztu lögfærðingum haft á viðaukalög- unum, sjá brjef ráðgjafans yfir íslandi Dr. juris Nellemanns 26. maí 1877, sem prentað er í Stjórnartíðindunum 1877 B. bls. 95. Eptir að viðaukalögin höfðu náð lagagildi hjer, gjörði jeg mjer sum- arið 1878 ferð austur, til þess að kynna mjer veiðiaðferð þá, sem við væri höfð i Ölfusá, Hvítá og þjórsá, og varð jeg þá var við, að þýðing 2. greinar lag- anna n. maí 1876, þar sem í þeim segir svo fyrir: „enda sje eigi vatn dýpst þar, sem net, garður eða veiði- vjel liggur“, — hafi þar verið sú, að ekki væri bannað allt það svæði, þar sem vatn er dýpst, jafnvel þó greinina líka megi skilja svo, að alls eigi megi veiða, þar sem dýpst er vatn(!), enda væri það mjög ósanngjarnt, ef ákvörð- unin um bann á móti netalögnum, þar sem dýpst er, sem er mjög óheppileg, eins og hún er orðuð, gæti tekið af alla veiði eða mestalla fyrir einstaka menn, án þess að veiðiaðferð þessara einstöku manna skemmdi veiði fyrir öðrum. Síðan hafði jeg ásett mjer að ferðast upp í Borgarfjörð, til að skoða veiðiaðferðina þar, en hefi hingað til ekki komizt til þess. Líka hefi jeg síðar hugsað að þess mundi ekki þurfa, því líkast til mun þar einnig vera veitt þar sem vatn er dýpst, því að það er verulegt skilyrði fyrir að veiðin geti borgað sig, þar sem hún varla mun gjöra það ef menn eiga að fara að veiða laxinn á grynningum. Vand- ræðin, sem áttu að vera komin á lax- veiði hjer á landi, áður en viðaukalög- in komu út, þekki jeg ekki, en hægt er að sanna, að laxveiði hefir verið minni víðast hvar á eptir allt til þessa dags, nema í Grafarvogi, en þessi mikla veiði í Grafarvogi getur líka komið til af því, að þar getur veiðzt smálax, sem fær að sleppa gegn um laxakistur mínar, af því að jeg þykist auka lax- veiði mína, líka með því, að hleypa nokkru af stórum löxum upp fyrir til að gjóta, semjeg álít nauðsynlegra, en að eingöngu smálax geti gjört það. Grafarvogsmenn mega með síldarvörpu sinni ná öllum smálöxum, sem aðrir mega ekki veiða. (Niðurlag síðar). Alþingi var sett á vanalegan hátt þ. 1. þ. m. Síra Eirfkur Briem hjelt mjög góða ræðu í kirkj- unni. Forsetar kosnir: í sameinuðu þingi Bergur amtmaður Thorberg, í neðri deild Jón Sigurðsson frá Gautlöndum, í efri deild Bergur amtmaður Thorberg. Upp í efri deild voru kosnir Asgeir Ein- arsson, Sighvatur Amason, Stefán Eiríks- son, Skúli þorvarðsson, síra Benedikt Krist- jánsson, og Einar Asmundsson. Varafor- setar og skrifarar urðu í sameinuðu þingi Tryggvi Gunnarsson varaforseti, E. Kuld og E. Briem skrifarar; í neðri deild síra þórar- inn Böðvarsson varaforseti, síra E. Briem og Magnús Andrjesson skrifarar; í efri deild A. Thorsteinson varaforseti, síra Benedikt Kristjánsson og M. Stephensen skrifarar. þessi lagafrumvörp voru af hálfu stjórnar- innar lögð FYEIE NEÐEI DEILD : 1. Erumvarp til fjárlaga fyrir árin 1882 og 1883. 2. Frumvarp til fjáraukalaga fyrir árin 1878 og 1879. 3. Frumvarp til fjáraukalaga fyrir árin 1880 og 1881. 4. Frumv. til landbúnaðarlaga fyrir Island. 5. Frumvarp til laga um stofnun lánsfje- lags fyrir eigendur fasteigna á Islandi. 6. Framvarp til ‘laga um útflutningsgjald af fiski og lýsi. 7. ’Frumvarp til laga um að gefinn verði eptir nokkur hluti af skuldakröfum landssjóðsins hjá ýmsnm hreppum í Snæfellsnessýslu út af komlánum, sem þeim hafa verið veitt. 8. Frumvarp til laga um samþykkt á reikn- ingnum yfir tekjur og útgjöld Islands á árunum 1878 og 1879. Fyeie efbi deild : 1. Frumvarp til laga um víxlbrjef fyrir Island. 2. Frumvarp til laga um að stjórninni veitist heimild til að selja nokkrar þjóðjarðir. 3. Frumvarp til laga um breyting á tilsk. lð. des. 1865, 1. og 2. gr. 4. Frumvarp til laga um borgun handa hreppstjórum og öðrum, sem hafðir eru til að fremja rjettargjörðir. 5. Frumvarp til laga um gjald fyrir rann- sókn og áteiknun skipaskjala. 6. Frumv. til laga um skyldu presta, að sjá ekkjum sínum borgið með fjárstyrk eptir sinn dag og um stofnun prestsekknasjóðs. 7. Frumvarp til laga um víxlbrjefamál og vlxlbrj efaafsagnir. 8. Frumvarp til laga um breyting á lögum 27. febrúar 1880, um skipun prestakalla. NEFNDIB KOSNAE Á ALþlNGI. — I neðri deild: 1. Fjárlaganefnd: Tryggvi Gunnarsson. Magnús Andrjes- son. Arnljótur Ólafsson. þórarinn Böð- varsson. Jón Ólafsson. Benedikt Sveins- son. þorst. Thorsteinsen (þing.’ ísf.) 2. Landbúnaðarlaganefnd: E. Briem. þ. Kjerúlf. G. Einarsson. L. Blöndal. Fr. Stefánsson. þorl. Guð- mundsson. þorkell Bjarnason. ' AUGLÝSINGAR. Safnaðarfundnr. Af þvf að einungis örfáir menn sóttu safn- aðarfund þann, sem eg boðaði á Jónsmessu- dag, verður fundur haldinn á ný þriðjudag- inn 12. þ. m., kl. 4-J- á þingstofu bæjarins, til þess að kjósa sóknarnefnd og safnaðar- fulltrúa, samkv. lögum 27. febr. 1880, og ræða um þau safnaðamál, sem upp kunna að verða borin á fundinum. Eg leyfi mjer að skora alvarlega á þá limi safnaðarins, sem gjalda til prests og kirkju, að sækja fundinn með meiri áhuga en áður, svo að hann verði það sem hann á að vera: al- mennur safnaðarfundur. Reykjavík, 1. júlí 1881. Hallgrímur Sveinsson. Hrosshár af tagli og faxi, eru keypt af undirskrifuðum fyrir 65 aura pundið. Reykjavík, 27. júní 1881. . H. Th. A. Thomsen. Jörðin Ártún í Mosfellssveit fæst til leigu og ábúðar. Reykjavík, 27. júní 1881. H. Th. A. Thomsen. Lipur og reglusamur unglingspiltur get- ur fengið pláss við »Gamla-Bakaríið« í Reykjavík annaðhvort sem lærisveinn eða aðstoðarmaður við brauðágjörð. Listhaf- andi getur snúið sjer til undirskrifaðs og samið við hann nákvæmar í þessu efni. 25. júní 1881. D. Bernhöft. Útgefandi: Björn Jónsson, cand. phil. Prentuð i Isafoldar prentsmiðju.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.