Ísafold - 28.07.1881, Blaðsíða 1

Ísafold - 28.07.1881, Blaðsíða 1
r VIII19. Reykjavík, fimmtudaginn 28. júlímán. 1881. Útlendar frjettir. Khöfn, 25. júni 1881. Eússakeisari hefir nú brugðið þögninni um fyrirhugað stjórnaratferli sitt. Hann gaf út þann boðskap 11. f. m., að sjer væri keisaratignin af guði gefin í því skyni, að hann varðveitti og efldi alræðisvöldin gegn öllum árásum. Með öðrum orðum: engin von um stjórnarbót að svo komnu. Skömmu síðar baðst Loris Melikoff lausnar frá ráð- herramennskunni, og valdi keisari í sæti hans Nikulás Ignatieff, þann er lengi var sendiherra Eússa í Miklagarði, og kallaður mikill ráðagarpur, en orðlagður fyrir harð- fylgi og ófyrirleitni* Mun hann vera til þess kjörinn að ganga á milli bols og höfuðs á ó- aldarseggjunum, en öllu öðru minni þörf að sinna í bráð. Ekki hefirþetta ráð hins unga keisara hlotið lof eða hylli almennings, hvorki innanlands nje utan. Sjálfsagt hefir honum gengið það til að taka þennan kost, að hann heldur þegna sína engan veginn vaxna neinu stjórnfrelsi, fremur en hitt, sem sumir geta til, að honum sje unggæðislegur metnaður á að láta heiminn sjá, að hann sje hvergi hræddur við hótanir gjöreyðenda. En hvað sem því líður, þá er fjarri því, að enn sjáist nokkuð ljetta því óaldarmyrkri, sem legið hefir yfir landinu um hríð. Nýjar sögur um morðræði og önnur illvirki af hálfu gjöreyð- enda eru dagstæð tíðindi frá Eússlandi, og er svo að sjá sem bíræfni þeirra fari dagvaxandi. A fjórum stöðum í Pjetursborg hefir verið grafinn upp umbúnaður í jörðu niðri til að sprengja upp stræti og brýr, helzt þar sem líklegt var, að keisari mundi eiga leið um. Eyrir skömmu komst upp nýtt samsæri um að taka keisara af lífi. Lögreglumaður einn leyndist með ráði húsráðanda undir legubekk í herbergi því, er samsærismenn áttu fund með sjer og var heyrnarvottur aðþví, aðþeir þinguðu um það, hvern dauðdaga keisari skyldi hljóta. f>eir voru 20 saman og urðu allir handsamaðir. En litlu síðar fannst lík húsráðanda í Nevu-fljóti, og dreginn belgur yfir höfuðið. Fyrir fám dögum fluttist keis- ari og hirðin öll frá Gatschina til Peterhoff við Nevu-mynni, til sumarvistar. A herskipi því, er flytja átti keisara og fólk hans niður eptir ánni, og skipað var hinu dyggasta liði, er föng voru á, að því er ætlað var, fundust sprengitól í vörzlum nokkurra yfirmanna og þar með nýjustu boðsbrjef gjöreyðenda, og er mælt, að leitin hafi verið gjörð eptir nafn- lausri vísbending frá einum þeirra, er brugg- að höfðu banaráð þetta: að láta varðmenn keisara svíkja hann og fólk hans allt í tryggð- um, en reis hugur við slíku illvirki, er til kom. það hefir sannazt, að yfirmaður einn úr skipaliði keisarans hefir hjálpað banamönn- um föður hans í vetur um sprengiefni, stohð því handa þeim úr forðabúrum stjórnarinn- ar. — Snemma í vor urðu þeir atburðir í Kiew, og nokkrum bæjum öðrum í Suður- Eússlandi, að götuskríll og bóndamúgur veittu atgöngu öllum Gyðingum, sem fyrir þeim urðu, ogljeku þá grimmdarlega; gengu af sumum dauðum. þeir báru fyrir sig sum- ir boð keisarans, og er mælt, að gjöreyðend- ur muni að vísu hafa látið berast meðal þeirra falsaðar fyrirskipanir í þá átt með nafni keisara undir, en heimskan nóg og fá- fræðin að láta glepjast á slíku. þessi. ósköp eru nú stöðvuð aptur fyrir nokkuru. það er mælt, að lendirmenn og annar höfðingjalýð- ur muni eiga yfir höfði sjer viðiíka storm af hendi almúgaskrílsins, með ráðum gjöreyð- enda, og hafi Gyðinga-ofsóknirnar ekki ver- ið nema svo sem gjört til reynslu og undir- búnings, áður en meira væri færzt í fang. Auðvitað er nú líklega, að þetta sje ekki annað en hræðslu-spuni, en það lýsir bezt, hve öfundsverð er vistin á Eússlandi um þessar mundir. Yerzlun og fjelagslíf allt er í mesta doða og dái, sem nærri má geta, er fje og fjör saklausra manna er á valdi ill- ræðismanna að kalla má. Fimmtíu þúsund manna eru nú geymdir í fangelsum á Eúss- landi eptir veturinn og vorið til dóms eða Síberíu-vistar eptir yfirvalds-úrskurði. Erindrekar stórveldanna 1 Miklagarði hafa nú komið lyktum á landaþrætumálið Tyrkja og Grikkja, svo að hvorirtveggju láta sjer lynda og eru nú sáttir að kalla. þykir þar hafa betur úr rætzt en á horfðist, svo nærri sem lá fullum fjandskap, og eru þau málalok mjög þökkuð Gladstone og umboðs- manni hans, Goschen sendiherra. Grikkjum verður afhentur landsaukinn smátt og smátt í sumar, 1 þrennu lagi, með tilsjón stórveld- anna; en það er megnið af þessahu og nokk- ur sneið sunnan af Epírus. Derwisch hefir tekizt að bæla niður að fullu uppreisnina í Albaníu gegn soldáni. Mikið hefir gengið á í Miklagarði í vor um rannsókn út af afdrifum Abdul Aziz soldáns, fyrir 5 árum. Talið fullsannað, að hann hafi verið myrtur, að fyrirlagi ráðherra soldáns, sem þá voru, þeirra Hussein Avni, Damats og Midhats o. fl., og sumir segja með ráði Múrads soldáns, er þeir hófu til ríkis þá er þeir tóku völdin af Abdul Aziz. Midhat hefir verið talinn langmestur skör- ungur meðal stjórnarherra Tyrkja hin síðari árin og er það sögn sumra manna, að Abdul Hamid soldáni muni hafa gengið það helzt til að láta nú fara að hreifa þessu máh, er honum muni ekki hafa verið ókunnugt um frá upphafi, að hann vilji koma Midhat fyrir kattarnef; óttist að hann muni verða sjer ofjarl ella. Midhat var landshöfðingi í Smyrna er rannsóknin var hafin. Honum kom njósn um fyrirætlun soldáns, og leitaði sjer skjóls hjá konsúlFrakka þar 1 borginni, er sendimaður soldáns kom þar að taka hann höndum. Konsúllinn fjekk þau skeyti frá stjórninni í París, að engin lög væri til að veita Midhat griðastað, og gekk hann þá á vald sendimanni. Bíður hann nú dóms í Miklagarði, ásamt þeim öðrum fjelögum. Frakkar hafa lokið erindum sínum í Túnis. En þau voru raunar að þröngva landinu til hlýðni við sig, eða vináttu og fje- lagsskapar, sem þeir kalla svo. f>eir þóttust ekki ætla annað fyrir sjer upphaflega en að lemja á Krúmírum, þjóðflokk þeim í Túnis, er farið hafði ránsferðir inn í Alzír. En er minnst vonum varði gerðu þeir lykkju á leið sína og sneru liði sínu þangað að, er stjórn- andi landsins, bey-inn, hafði atsetu. Hann hafði engan liðskost til viðtöku. Hershöfð- ingi Frakka lagði fyrir hann sáttmál þess efnis, að Frökkum skyldi heimilt að hafa hersetu í löndum hans þar erþeimþætti sjer nauðsyn á, til landvarnar fyrir Alzír, en hann mætti ekki gjöra neina samninga við önnur ríki að fornspurðum Frökkum; Frakkar skyldu aptur í móti halda hann til ríkis yfir landinu og niðja hans. Landsstjóra var sá einn kostur nauðugur, að ganga að þessu boði. Samningur þessi var gerður 12. f. m. Tyrkjasoldán kallar Túnis liggja undir sitt ríki oglandsstjóra jarlsinn, ogvildiþví gjöra samninginn ómerkan. En Frakkar töldu það hjegómamál, og hótuðu afarkostum, ef hann hjeldi slíkum kröfum fram. Soldán bar upp kveinstafi sína fyrir hinum stórveldunum, en fjekk enga áheyrn, og verður að hafa þetta svobúið. Itölum líkaði aðvísu tiltekt- ir Frakka stórilla og Bretum litlu betur, en Bismarck vildi ekki heyra neinar umtölur umþað, ogvarð svo aðvera, semhonum lík- aði. Hlaut hann lof fyrir af Frökkum, sem nærri má geta, en það er honum nýnæmi úr þeirri átt. Bretum var vandgert í þessu máli, ef það er satt, sem ekki hefir verið aptur borið af þeirra hálfu, að utanríkisráð- herra þeirra 1878, Salisbury lávarður, hafi þá heitið þeim að taka ekki hart á því, þó þeir hirtu Túnis, er færi gæfist, en fyrir það vilyrði lögðu Frakkar aptur samþykki sitt á, að Bretar klófestu þá eyna Kýprus undan Tyrkjum. Skömmu eptir að lokið var herförinni í Túnis, hófst uppreisn gegn Frökkum í Alzír sunnanverðri, af Aröbum þar. Heitir sá Bou Amema, er þeim ófriði stýrir, og kvað hafa gjört þeim mikinn skaða í mannaláti og fjár- rnissi. I Marseille urðu róstur nokkrar fyrir fám dögum út af því, að þegar leiðangurslið- ið kom heim aptur snnnan úr Túnis og var fagnað þar í borginni sem annarstaðar, svo sem lög gjöra ráð fyrir að sigri vegnum, stóðust Italir, sem eru fjölmennir mjög í Marseille, eigi mátið og gerðu hinum gleði- spjöll. Yeitti þá bæjarskríllinn Itölum at- göngu með höggum og hnífalögum, og fengu nokkrir bana, en margir meiðsl og sár.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.