Ísafold - 28.07.1881, Blaðsíða 3

Ísafold - 28.07.1881, Blaðsíða 3
75 því minni ástæðu til að svara þeim, sem jeg álít, að þau svari sjer bezt sjálf. En það eru nokkur atriði i tjeðrigrein, sem jeg finn mjer skylt að leiðrjetta. Hann ber mjer þá fyrstábrýn, að jeg segi, að tengiboginn breyti nótna- gildinu frá því, sem talað var um í 2. gr. iþessum áburði höf. mótmæli jeg sem ósönnum. Jeghefhvergi sagt það, að tengiboginn breyti nótnagildunum; en þaðhefijeg sagt, að nótnagildin geti breytzt frá því, sem um er talað í 2. gr., sbr. 3. gr. söngreglnanna, og þetta er satt. Jeg vil nú spyrja höf., hvernig hann ætli að setja svo saman nokkura triolu, sexlolu, septimolu, novemolu, eða hverja sem helzt slíka nótnaflokka, svo að hinar upprunalegu nótnamyndir hljóti ekki þar við að missa meira og minna af sínu upprunalega gildi ? Jeg þori fyrir fram að svara honum því, að það sje ómögulegt. Enn fremur finnur höf. að því, að jeg í 8. gr. söngr; um taktliði og sam- andregna takthluta skuli vera svo djarf- ur að segja, að áttundu partarnir í 6/g takt sjeu flokkaðir 3 og 3 saman, og ef taktinn sje 3/4, þá sjeu áttundu part- arnir flokkaðir í þrennt, 2 og 2 saman. J>etta getur höf. með engu móti skilið, og leyfir sjer því, að kalla það gagn- stætt sanni. Jeg vil leiða athygli höf. að því, að takt-tegund sú, sem hjer ræðir um, er út leidd af frum-takt-teg- undinni 2/r> og er Þyí 1 eÞli sínu tvískipt takt-tegund (sbr. 7. gr. söngr., bls. 12, og Haandbog ved Sangundervisningen i Skoler eptir EmilErslev, 7. kap., bls. ió. Enn fremur Veiledning ved Sang- underviisningen i Skolerne eptir A. P. Berggreen, 2. kap., § 6, bls. 19., og Kortfattet Musiklære eptir Chr. Bull, 2. kap., bls. 10). Jeg vona nú, þegar höf. hefir kynntsjer þessa staði, erjeg hefi bent honum á, að hann þá hætti að álíta það saknæma villu(!!) og það máskeþví heldur semjeg get sagt hon- um það, að bók sú, er jeg síðast skír- skotaði til, var kennd í lærða skólanum í Reykjavík frá því árið 1856—1870, og jeg vona þess, að höf. sje kunnugt, hver sá var, sem kenndi á því tímabili söng og söngfræði við lærða skólann. Við 14. gr. hefir hann það að at- huga, að á sjálfum nótnastrengnum geti ekki rúmazt fleiri en 9 nótur. Hann álítur þetta ekki í sjálfu sjer skaðlega viHu(H), en segir þó, að allt um það sje þetta rangt. Máske höf. vilji gjöra svo vel, að telja strykin í nótnastrengnum; mig minnir, að þau eigi að vera 5 og bilin á milli þeirra 4, og ef við setjum eina nótu á hvert stryk og millibil, hvað verða það margar nótur alls? Jeg hefi þess utan hvergi orðið þess var, að d eða g sje auðkennt með aukastrykum, þegar þessar nótur eru skrifaðar í G- lyklinum. Jeg vil því ráða höf. til, að kynna sjer betur 14.gr. söngr., bls. 24, l. og vona jeg þá, að honum aukist skiln- ingur. J>á kemur' höf. að 20. gr. Hann finnur það að henni, að kvartar og kvint- ar sjeu ekki kölluð stór og lítil tónbil, og segir að þetta sje hreinogbein vit- leysa, og að hver sá, sem þekki tónbil C-dúr-raddstigans, hljóti að viðurkenna, að hvorttveggja sje til. Jeg vil upp á þetta svara honum því einu, að enginn sá, sem rjettilega þekkir tónbil hins ó- blandaða (diatoniska) dúr-tónstiga, mun finna þar annað en hreina kvarta og hreina kvinta, en hvorki stóra nje litla, að undanteknu bilinu frá h til fj sem er minnkaður kuint, en ekki eins og höf. ætlast til, að hann sje annaðhvort stór eða lítill (sbr. 19. gr. söngr., bls. 42 og 43; enn fremur Leiðarvísi til þekking- ar á sönglistinni eptir P. Guðjóhnsen, 6. kap., bls. 21. Musikens Catechismus eptir J. Chr. Gebauer, bls. 19. Fr. Richter: Harmonilcere, bls. 3 og 4. Kirnberger : Kunst des reinen Satzes, o. fl.). Að vísu skal jeg játa, að þeir tónfræðis-rithöfundar eru til, sem kalla kvartinn og kvintinn stór tónbil, en ekki lltil, eins og höf. segir. En þótt ein- stakir menn sjeu til, er nefna þessi tón- bil stór, þá eru þau samt og verða áv- allt í eðli sínu hrein tónbil. Höf. segir enn fremur: „og mun þetta“ (o: nöfnin á tónbilunum) „ekki hafa haft all-lítil áhrif á sönghepti hans, hvað raddasetninguna(H) snertir, að hann helzt til illa hefir skilið þetta mikilvæga atriði söngfræðinnar11. Af þessu hlýt jeg að draga þá ályktun, að höf. vaði í þeirri hrapalegu villu, að jeg hafi skrifað fylgi- raddir til sjerhvers lags í heptunum, og leyfir sjer pess vegna að segja um þau, „að illa sje hægt að sjá til hvers þau sjeu gjörð, nema hvað nóturnar gefi manni hugmynd um, að það eigi að vera söngbækur; að eigi sje hægt að sjá fyrir hvaða raddir þau sjeu skrifuð; að þau sjeu yfir höfuð sjerlega illa úr garði gjörð; að öll heptin í heild sinni úi og grúi af samsönglegum ritvillum, svo sem óleyfilegum oktövu- og kvint- gangi, óundirbúnum accordum, og Tvcer- stand“ (já, það skyldi þó ekki vera eitt- hvað, sem stæði þvers um í heila höf.). Ut af þessum ummælum höf., sem öll eru helber ósannindi, leyfi jeg mjer að segja honum, að jeg hefi ekki sett fylgiraddir við eitt einasta lag í hept- unum, utan að eins við þau fáu lög, sem jeg sjálfur hefi búið til. Jeg hefi tekið lögin eins og þau nú liggja fyrir stafrjett upp úr viðurkenndum ágætum útlendum söngbókum. Höfundana hefi jeg til fært við öll þau lög, sem mjer hefir verið mögulegt, og opt haft mik- ið fyrir að finna þann rjetta, því slíkt getur opt verið talsverðum erfiðleikum bunðið. Höf. Norðanfara-greinarinnar getur því víðast hvar sjeð til hvers hann hefir að halda sjer með slíkar athuga- semdir. En nú eru nafnlausu lögin; þau hlýt jeg að taka að mjer, og mun líka óhræddur gjöra það. En jeg óttast mjög svo fyrir því, að þeir, sem lögin hafa samið, taki ekki aðfinningar höf. fyrir góða og gilda vöru, og sízt, efþær ekki verða skynsamara orðaðar og á betri rökum byggðar en þær aðfinning- ar, sem hann hjer hefir látið sjer sæma að gjöra. — Yfir höfuð virðist það bera vott um ókurteisi, framhleypni og ó- stjórnlegt sjálfsálit, að vilja gjörast dóm- ari yfir verkum annara, án þess á rjett- an hátt að vera sannfærður um, að hafa nákvæma og grundvallaða þekking á því, sem dæma á. En það virðist mjer höf. Norðanfara-greinarinnar því miður ekki hafa. Reykjavík, 25. d. júlím. 1881. Jónas Helgasou. A L I N GI. (Framhaíd frá síðasta blaði). 1. Frumvörp, er borin hafa verið upp í neðri deild alþingis frá 19/7—25/7: Frumvarp til laga umbreyting á lög- um 27. febr. 1880 um skipun prestakalla (frá þingmönnum Húnv.): Holtastaða sókn sameinist Höskuldsstöðum, Hjalta- bakka sókn Jnngeyrakl. brauði, Undir- fell sje prestakall sjer og Tjörn fái frá fardögum 1882 300 kr. uppbót. Frumv. um gistingar og vínfanga- veitingar (frá þm. Vestm.) var vísað til 3. umræðu. Frumv. um lækningar þeirra, er eigi hafa tekið próf í læknisfræði (frá efri deild). Frumv. um breyting á lögum 2 7.febr. 1880 um skipun prestakalla (frá efri d.): Garpsdalur og Ögurþing fái hvort um sig 200 kr. uppbót. Frumv. um nýjan þingstað í Júngvalla- hreppi í Árnessýslu (frá 1. þm. Árness.). Frumv. um afnám fyrirmæla í opnu brjefi 22. marz 1855 um selaskot á Breiða- firði (frá þm. Snæf.) var vísað til 2. umr. Frumv. um sölu á fangelsinu á Húsa- vík (frá 1. þm. Eyfi). Frumv. til laga um breyting á tilsk. 4. maí 1872 um sveitastjórn á íslandi. Frumv. um afnám amtmannaembætt- anna (frá 2. þm. Suðurmúlas.). Frumv. um afnám biskupsembættis- ins (frá 2. þm. Suðurmúlasýslu). Frumv. um nýtt læknisumdæmi á Seyðisfirði (frá 2. þm. Norðurmúlasýslu). Frumv. um friðun hreindýra (frá 2. þingm. Norðurmúlasýslu). Frumv. um tollvörugeymslu (frá þm. Snæfellinga). Frumv. um skyldu presta að sjá ekkj- um sínum borgið með fjárstyrk eptir sinn dag etc. (Frá efri deild). Frumv. um borgun handa hreppstj. og öðrum. (Frá efri deild). 2. Frumvörp, er borin hafa verið upp i efri deild frá 19.—25. d. júlím.: Á 12. fundi, 19. júlí, var fram haldið 2. umr. um frumv. til laga um slcyldu

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.