Ísafold - 28.07.1881, Blaðsíða 4

Ísafold - 28.07.1881, Blaðsíða 4
76 presta, að sjá ekkjum sínum borgið með fjárstyrk eptir sinn dag, og um stofnun prestsekknasj., ásamt nefndarál. Nefnd- in klofnaði. Meiri hl. (P. Pjeturss. og S. Melsteð) rjeði til að samþykkja stj.frv. með nokkrum breytingum, En minni hl. (Ben. Kristj.) lagði til, að frv. væri hafnað. M. Stephensen stakk upp á nýrri gr. í stað fyrstu gr., og var hún samþ. Að öðru leyti voru hinar einstöku gr. frumv. samþykktar með breytingum nefndarinnar. Vísað til 3. umr.—Við 3. umr., 22. júlí, var frv. samþ. og sent n. d. Á samafundi var fram haldið 1. umr. um frv. til laga um sölu nokkurra þjóð- jarða. Nefndin komst aðþeirri niðurst., að ráða deild. frá, að samþ. frv. 1. umr. frest. Á 13. fundi, 20. júli, var fram haldið 2. umr. um rannsókn og áteiknun skipa- skjala. Nefndin rjeði frá, að samþ. frv. Frumvarpið fjell frá 3. umræðu. Sama dag : 1. umr. um bann gegn niðurskurði á hákarli á Húnaflóa innan línunnar milli Hornbjargs og Skagatáar. Vís. til 2. umr,—Við 2. umr., 23. júlí, var samþ. breytingartill., sem komið hafði við málið, en við það var frv. sjálft fallið. Vísað til 3. umr. Sama dag : 1. umr. um löggild. verzl- unarstaðar við Kolbeinsárós í Skagafirði (frá neðri d.). Vísað til 2. umr.—Við 2. umr.var frv.-greinin samþ. Vis.til3.umr. Sama dag: 1. umr. um viðauka við lög 27. febr. 1880 um eptirlaun presta: Kapelánstíminn skyldi reiknaður með, þegar eptirlaun presta eru ákveðin. (Frá neðri d.). Vís. til 2. umr.—Fellt við 2. umr. Á 14. fundi, 21. júlí kom til 1. umr. frv. til laga um leiguburð af peninga- láni (frá neðri deild). Vísað til 2. umr. —Fellt við 2. umr., 23. júlí. Sama dag: 1. umr. um leysing á sókn- arbandi (frá neðri d.). Nefnd sett: Ben. Kristj., St. Eir., P. Pjet. 1. umr. frestað. Sama dag: 1. umr. um lög handa bæj- arstjórninni á Akureyri. Nefnd: Einar Ásm., M. St., Á. Thorst. 1. umr. frestað. Sama dag: 1. umr. um löggild. verzl- nnarstaðar á Hesteyri við Hesteyrarfjörð innan ísafjarðarsýslu (frá neðri d.). Vís- að til 2. umr. Við 2. umr., 23. júlí, var frv.-greinin samþ., og vísað til 3. umr. Sama dag : 1. umr. um upphafning landlæknisembættisins og stofnun heil- brigðisráðs í Reykjavík (frá neðri deild). Vísað til 2. umr.—Við 2. umr., 23. júlí, nefnd sett: M. St., S. Melst., Á. Thorst. Á 15. fundi, 22. júlí, voru þessi mál rædd: I. Frumv. til laga um borgun handa hreppstj. og öðrum, sem hafðir eru til að fremja rjettargjörðir. 3. umr. Frumv. samþykkt og afgreitt til neðri deildar. II. Frumv. um skyldu presta að sjá ekkjum sínum borgið o. s. frv. 3. umr. III. Frumv. um, að söfnuðirnir taki að sjer umsjón og fjárhald kirkna, ef þeir sjálfir óska. 2. umr. — Hinar ein- stöku greinir frumv. samþ. með nokkr- um breytingum. Visað til 3. umræðu. Á 16. fundi, 23. júlí, var, auk þeirra mála, sem þegar er getið, 1. umr. um viðauka við lög 27. febr. 1880 um stjórn safnaðarmála og skipun sóknarnefnda og hjeraðsfunda.—Rjett er, að hjeraðsfund- ur ákveði safnaðarfulltrúum 2 kr. í fæð- ispeninga um hvern dag, er þeir verja til að sækja hjeraðsfund. Fjenu skal jafnað niður á allar sóknir prófastsdæm- isins, en sóknarnefnd jafnar því aptur niður innan sóknar á alla, sem atkvæð- isrjett hafa á safnaðarfundi. (Frá Einari Ásm., og Bened. Kristj.). Vís. til 2. umr. — Varð höfuðlaust við 2. umr., 26. júlí. þ>ví, sem eptir var, var vísað til 3. umr. Á 17. fundi, 25. júlí, var fram haldið 1. umr. um þjóðjarðasölu. Vís. til 2. umr. — Fyrir gestarjetti Reykjavíkur kaup- staðar 26. þ. m. gerðist svo látandi sætt: Við undirskrifaðir höfum gjört þá sætt með okkur út af meiðyrðamálum þeim, er okkar hafa verið á milli, að við lýs- um sem ótöluð öll þau meiðandi orð, er við höfum haft hvor um annan í blöðunum, og kannast jeg Jón Olafs- son við, að hafa gengið nær hr. dr. Grími Thomsen, en hann mjer og játa því, að hann hefir meira mjer að fyrir- gefa en jeg honum. Erum við svo al- sáttir af málum þessum oglátum allar sakir niður falla. Grímur Thomsen. Jón Olafsson. Rjett eptirrit vottar E. Th. Jónassen. PÓSTGUFUSKÍPIN VALDEMAR OG ARCTURUS. par eð nærri hafði viljað til slys á síðustu ferð strandferðaskipsins af því, að þeir, er höfðu fylgt, og flutt farþega um borð, fóru of seint frá því, eru all- ir þeir, er fiytja eða fylgja farþegum um borð, alvarlega beðnir, að yfirgefa skipið strax og búið er að blása með gufuvjelinni í annað skipti. Enn fremur tilkynnist hjer með hin- um heiðruðu farþegum, er ferðast með póstgufuskipunum, að þeir einungis mega hafa í fari sínu fatnað, ferðaföt, reiðtygi og annað því um líkt, er þeir þurfa að hafa með sjer til ferðarinnar; þar á móti mega þeir ekki hafa í fari sínu fiskæti, ull, æðardún, smjör, tólg eða annan varning. J>eir, er kunna að koma með einhverjar þær vörur, sem hjer erbannað að hafa með sjer, mega búast við að því ekki verði veitt mót- taka, jafnvel þótt viktin ekki nái 100 pd. Vegna hins sameinaða gufuskipafjelags íKaupm.höfn. Schoustrup. J>akkarávar|). Seinast liðinn sumar- dag hinn fyrsta gaf frú Guðrún Clausen 1 Stykkishólmi 100 kr. til útbýtingar milli fátækra í Staðarsveit. J>essa höfð- inglegu gjöf, sem og allar aðrar, er úr sömu átt hafa komið, þakka jeg fyrir hönd minna fátæku sveitunga. Arnartungu, 14. dag júlímán. 1881. Jón þorkelsson, oddviti. Samskot til minnisvarða yfir Hallgr. sál. Pjetursson, sem undirskrifaður hefir veitt móttöku: Ur Fells og Höfða sóknum, safn- Kr að af síra Einari Jónssyni á Felli 22,00 Ur Viðvíkur sókn, safnað af síra Páli Jónssyni í Viðvík . . . . 7,80 Úr Möðruvalla sókn, safn. af próf. síra D. Guðmundssyni á Reistará 38,65 Úr Barðs og Holts sóknum, safn. af síra Tómasi Bjarnasyni á Barði 25,54 Úr Knappsstaða sókn,. safn. af síra Páli Tómassyni á Knappsstöðum 3,14 Úr Goðdala sókn, safnað af síra Sófoníasi Halldórssyni á Goðdölum 19,18 Úr Hvanneyrar sókn. . . . . 55,15 Samtals 171,46 Siglufirði, 12. d. júlím. 1881. Snorri Pdlsson. AUG-LÝSINGAR. AÐALFUNDUR fornleifafjelagsins verður haldinn þriðjudag 2. ágústmán. í þinghúsi Reykjavíkur kl. 5 e. m. Vara- formaður fjelagsins Sigurður Vigfússon skýrir í fyrirlestri frá rannsóknum sínum í Dala- og Snæfellsness-sýslum; þar á eptir verða lagðar fram skýrslur og reikningar og ákveðið um störf fjelags- ins O. S. frv. Reykjavík, 26. d. júlim. 1881. A. Thorsteinson. 11. dag þ. m. hvarf hjeðan úr högum rauður hestur, klárgengur, lítt affextur, nýl. járnaður með sexboruðum dragstöppu-skeif- um ; eyrnamark (eptir því sem jeg bezt fæ munað) sýlt vinstra. Hesturinn er uppalinn í Skagafirði, en hefir 4 vetur ver- ið í Beykholtsdal en á sumrum í Digranesi nál. Bvík; hann er 9 vetra gamall. Hvern, sem finnur þennan hest, bið jeg vinsamlega að koma honum til skila til mín móti borg- un fyrir hirðing og fyrirhöfn. f>ingv. við Oxará, 17. d. júlímán. 1881. Jens Pálsson. Beiðbeizli með koparstöngum, með ljóns- mynd á kúlunum, fornu ólarhöfuðleðri og kaðaltaumum týndist 25. júnf á mýrarbletti norðanvert við götuna móts við Vilborgar- keldu á Mosfellsheiði; beizli þessu umbiðst skilað að Bfri-Beykjum í Biskupstungum gegn fundarlaunum, af þeim er finna kynni. Miklaholti, 19. júlí 1881. Eiríkur Eiríksson. Eptir næst liðna Jónsmessu hafa fund- izt 2 reiðbeizli með koparstöngum í Fóellu- vötnum, og geta rjettir eigendur vitjað þeirra hjá Jóni Eiríkssyni á Mjósundi í Villinga- holtshrepp gegn sanngjörnum fundarlaunum og borgun þessarar auglýsingar. WILLIAM JAMIESON FISKIVEBZLUN í STÓBKAUPUM, 15, Pitts stræti í Liverpool, stofnsett 1821, tekur að sjer að kaupa og selja í umboði fyrir aðra (Commission) farma af salt- fiski, löngu og ýsu frá Islandi og Færeyjum. Banki: Liverpool Union banki. Útgefandi: Björn Jönsson, cand. phil. Prentuð í Isafoldar prenUmicju.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.