Ísafold - 28.07.1881, Blaðsíða 2

Ísafold - 28.07.1881, Blaðsíða 2
74 Gambetta hafði fram í fulltrúadeildinni 19. f. m. breyting á kosningarlögum tilþeirr- ar þingdeildar, er lengi hefir verið í brugg- gerð og áttu að hafa það til síns ágætis, að kosningar yrðu síður komnar undlr hjeraðs- ríki eða öðrum óviðkomandi ástæðum. Mál- ið hafði staðið mjög tæpt, og þóttu úrslitin frægur sigur fyrir Gambetta; varhannþakk- aður nær eingöngu framúrskarandi málsnilld hans. Hann tókst skömmu síðar ferð á hendur suður í land, til fæðingarstaðar síns Cahors og fornra átthaga, aðheimsækja föð- ur sinn o. s. frv. Á þeirri leið var honum fagnað með engu minni viðhöfn en keisaran- um forðum daga, svo sem væri hann þegar kominn í þaðsæti, erþjóðin hefir ætlaðhon- um fyrir löngu, ríkisforsetastólinn. Sam- þykki öldungadeildarinnar til kosningarlaga- breytingarinnar var talið sjálfsagt, þótt henni væri hún engan veginn geðfelld ; hún mundi eigi hafa áræði til að gjöra hinum volduga þjóðmæring í móti skapi. En það fór á aðra leið. Öldungadeildin felldi frumvarpið með töluverðum atkvæðamun, 9. þ. m., að ætlun manna í því skyni að hepta gengi Gambetta meðan tími væri til, þar eð sízt væri fyrir að vita nema sjálfsforræði landsins væri viðlíka hætta búin af hans völdum og raun varð á forðum um Napóleon þriðja. En slíkur ugg- ur er að dómi skynberandi manna mjög svo tilefnislaus. Enda hefir Gambetta nú tekið þessum atburði með mestu stillingu, og kveðst vona, að það muni hafast fram engu aðsíður, er sjer hafi mest gengiðtil aðhalda fram kosningarlagabreytingunni, en það er að sporna við háskalegri sundrungu á þing- inu, einkum af völdum einveldismanna. I sumar fara fram nýjarkosningar til fulltrúa- deildarinnar. Á Englandi ber mest á vandræðamálinu írska. Eóstur og illvirki eru fremur að auk- ast á írlandi á nýjan leik. Stjórnin er treg til að beita valdi sínu svo vægðarlaust sem við þarf til þess að bæla allan mótþróa. Hún vinnur nú annars vegar af miklu kappi að því, að koma fram á þingi nýju búnaðar- lagafrumvarpi handa Irum, sem mun verða hin mesta rjettarbót og bæta svo tir vand- kvæðum leiguliða sem auðið er með laga- fyrirmælum. — Spillvirkja-æði Ira er og far- ið að bregða fyrir heima á Englandi. Hefir hvað eptir annað í vor brytt á tilraunum að vinna tjón á eignum manna, hiisum og öðru, með sprengitólum. Er hið nýjasta dæmi þess frá Liverpool, 10. þ. m. |>á fundu lög- reglumenn þar af tilviljun í anddyri bæjar- þingshallarinnar poka með sprengivjel í og miklu sprengiefni, með logandi kyndli við. Morðvjelin náðist áður en hún sprakk. 111- virkjarnir fundust og, ogbíðanúdóms. þeir voru tveir, að sagt er úr sveit Fenía, sam- særisflokksins írska. Sahsbury lávarður hefir verið kjörinn höfuðoddviti Torymanna á Englandi eptir Beaconsfield. Hinn 9. þ. m. var hátíð haldin á Eng- landi í minningu þess, að þá voru 100 ár lið- in frá fæðing George Stephensons, járn- brauta-föðurins. Hann var fæddur í smá- kaupstað einum skammt frá Newcastle við Tyne og þar stóð því höfuðhátíðin. Bíkisþinginu þýzka var slitið 15. þ. m. Er það helzt af því að segja, að það var mjög óþægt Bismarck í þetta sinn og fjekk hann þar fáu eða engu framgengt af því er honum þótti mestu um varða, svo sem skatt- lagafrumvörpum sínum o. s. frv. í sumar eiga að fara fram nýjar kosníngar. Hins vegar hefir Bismarck unnið frægan sigur í Hamborgarmálinu er lengi hefir staðið um mikið þras. Hafa Hamborgarmenn nú lát- ið að vilja hans og fallizt á, að ganga inn i tollsamband ríkisins. Brúðkaup Eudolphs keisaraefnis Aust- urríkismanna og Stefaníu konungsdóttur frá Belgiu stóð 10. f. m. í Vín, með framúrskar- andi dýrð og viðhöfn. Carl Búmenakonungur hinn nýdubbaði ljet vígja sig og drottningu sína undir kórónu 22. f. m. Milan fursti í Serbíu kvað vera að út- vega sjer samþykki stórveldanna til þess að fara að dæmi granna síns og taka sjer kon- ungsnafn eins og hann. I Búlgariu er komið það ólag á stjórn landsins, að hinn ungi fursti, Alexander, skorar á þjóðina að fá sjer í hendur alræðis- völd um nokkur ár; kveðst verða að skila af sjer tigninni að öðrum kosti. Cairoli hefir sagt af sjer stjórnarfor- mennsku á Italíu, en Depretis tekið við. Spánverjar hjeldu stórmikla þjóðhátíð síðustu vikuna af f. m. til minningar um höfuðskáld sitt Calderon; voru þá liðin 200 ár frá dánardægri hans. Eólksþingiskosningar hjer í Danmörku fóru fram 24. f. m., eins og til stóð. Bergs- liðar fjölguðu lítið eitt; hinir flokkarnir urðu hjer um bil jafnliðaðir og áður. Hall gamli hafði nú sagt af sjer þingmennsku; hefir set- ið á þingi alla tíð síðan stjórnarbótin komst á, 1849, fyrir sama kjördæmi, Friðriksberg m. m. Hið nýja þing kom saman 27. f. m., til að ljúka við fjárlögin fyrst ogfremst. En þar hefir rekið í sama þráhaldið og áður, og nú eru þau komin í samþingisnefnd, og er útsjeð um samkomulag þar líka. Er því helzt búizt við nýjum þingrofum. þingi Norðmanna, stórþinginu, er nú ný- lokið, í mesta styttingi milli þess og stjórn- arinnar. Hafði hvort gert öðru fátt að skapi en margt til ama. Stjómin hafði synjað samþykkis við flest það, er þinginu þótti máli skipta, þar á meðal við frumvarp um mjöghóflega aukinn kosningarrjett, ogþing- ið aptur á móti meðal annars af tekið að hækka árstillagið til rikiserfingjáns um 50000 kr., svo sem stjórnin hafði farið fram á, vegna þess að hann ætlar að kvongast í haust. Hann hefir 222000 kr. undir, en þar af raun- ar ekki nema 30000 kr. frá Norðmönnum; hitt úr ríkissjóði Svía. Slík bíræfni hneyxl- ar stórum allar konungræknar sálir, sem nærri má geta. Jaabæk o. fl. stungu og upp á, aðfæra niður lífeyri konungs sjálfs, enþað var fellt með miklum atkvæðamun. En Sverdrup veitti þingið 6000 kr. í eptirlaun sem endurskoðanda ríkisreikninganna, og Stang gamla annað eins en ekki meir. Annað hneyxlið í augum stjórnarsinna. — Á stjórnarskrárafmæli Norðmanna í vor, 17. maí, var afhjúpað í Kristjaníu líkneski af Wergeland, höfuðskáldi Norðmanna á fyrra hlut þessarar aldar, eptir Br. Bergslien. Yígsluræðuna flutti Björnstjerne Bjömson, þá nýkominn heim frá Ameríku. Mæltist honum snilldarlega. En það er til marks um, hve megn flokkarígurinn er orðinn í Norvegi, að stjórnarliðar ætluðu að hleypa höfuðstetðnum í uppnám út af því, að Björn- son varð fyrir kjöri til ræðuhaldsins, því hann fyllir flokk þjóðarinnar og er hinum opt óþarfur í orðum. I Ontario í Canada týndust um 300 manna 24. f. m. í vatnið þar af skemmti- skipi, Victoria að nafni; var ofhlaðið og hvolfdi, í myrkri. Nokkuru síðar, 10. þ. m., brann J hluti borgarinnar Quebec í Canada. Fjártjón um 5 milj. kr. DÁNIE MEEKISMENN. Hinn 27. apríl: Emile de Girandin, frægur blaðamað- ur og þingmaður í Paris, 79 ára. 15. f. m.: Noury laEonciére aðmíráll franskur, 68ára. 2. þ. m.: Emile Littré, orðabókarhöfundurinn frægi, í Paris, áttræður. 19. f. m.: Harry Arnim greifi, fyrrum sendiherra þjóðverja í Paris, síðan mikill mótstöðumaður Bis- marcks, 56 ára. 2. þ. m.: Fritz Eulenburg greifi, innanrikisráðherra Prússa 1862—1877. 27. apríl: Benedek marskálkur, hershöfðingi Austurríkismanna í ófriénum við þjóðverja 1866, 76 ára. Auitmaimscmbættið nyrðra. Hinn q. þ. m. var amtm. Chr. Christianson veitt lausn í náð frá amtmannsembætt- inu yfir norður- og austur-umdæminu og hann jafnframt sæmdur heiðursmerki dannebrogsmanna, en cand. juris Julius Havsteen, assistent í stjórnarráðinu fyr- ir Island, settur amtmaður í hans stað, frá i. júlí. Mislingar gengu framan af sumrinu í Suðurey á Færeyjum. Færeyingar hafa kært til stjórnar- innar, að með fiskiveiðarsamþykktum Suðurmúlasýslunga sje þegnrjettur sinn fyrir borð borinn, og kenna þeir það sýslu- manninum í tjeðri sýslu. Síld var ekki farin að veiðast nyrðra, þegar Arcturus fór þaðan. Afli hefir um tíma verið hinn bezti á innverum við Faxaflóa, mest þorskur. i Saltfiskur er nú borgaður með 55— |6o kr. skippundið. IJr brjeíi frá Arnartungu, u/71881. — Hjer um sveitir er ógurlegur gras- brestur, svo að til mestu vandræða horfir. J>að eru víða hjer tún, sem ekki líta út fyrir að verða slegin. — Ullarverð er hjer frá 65—75 a. pundið. Rúgur 25 kr., grjón 32 kr., kaffi 80 og 85 a. Saltfiskur 50 kr., harðfiskur 50 —90 kr. — í „Norðanfara", nr. 47—48 þ. á. er rituð all-löng grein með yfirskriptinni: „Söngbækur Jónasar Helgasouar44. Hvað inngangsorð og niðurlagsatriði þessarar greinar snertir, þá virðist mjer að þau sjeu þannig úr garði gjörð hjá höfundinum, að engum, sem les þau, geti blandazt hugur um, hver sje til- gangur þeirra og stefna, og jeg finn

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.