Ísafold - 24.09.1881, Page 4
98
þýðingu, er þær væru gjörðar almenningi
kunnar. því þakklátari mun verzlunar-
stjett vor vera landa vorum í Barcelona
fyrir skýrslu þá, sem hann hefir gefið, og
sem hjer fer á eptir:
»það má sjálfsagt telja það víst, að fiski-
verzlunin á Spáni sje mikilsverð, sökum
þess, að þangað er mest flutt af fiski og
jafnframt einungis hinn bezti. J>að eru að
eins fá ár síðan, að farið var að gjöra mun
á gæðum fisksins. Verðhækkunin hófst
hjer um bil rjett fyrir 1860; í 3 eða 4 ár
hækkaði verðið á ári hverju; eptirsóknin
varð æ meiri, og salan jókst æ meir og meir
með ári hverju. f>ó hefir fiskisalan frá Isa-
firði eigi aukizt til neinna muna; en Spán-
verjar eru teknir að sækjast meir eptir góð-
um fiski, því að hin síðustu 25 ár hefir fiski-
salan frá Beykjavík og Hafnarfirði aukizt
eins mikið. Og það má telja það mjög vel
viðunandi, hversu íslenzka verzlunin á Spáni
hefir heppnazt, og við það bætist, að hún
hefir getað losað sig við millumflutninginn
frá Hamborg, sem átti sjer stað fyrir 20—25
árum. Hagfræðislegar skýrslur um þetta
atriði munu vissulega sýna, eigi að eins
eflingu og aukningu verzlunar þessarar,
heldur einnig þýðingu hennar í því, að verja
fje ogfámönnum atvinnu; en við það bætist
einnig, að hún er hagfelld og arðsöm fyrir
skipaútgjörð vora, og vafalaust einhver hinn
mest varðandi samtengingarliður millum
Danmerkur og miðjarðarhafsins.
En ef það er þannig auðsætt, hversu þýð-
ingarmikil verzlun þessi er, og hversu sjer-
staklega er mikið varið í hinn íslenzka fisk,
sem enn þá verður auðsærra á því, að þá
er Norðmenn selja fisk, segja þeir, að það
sje fiskur veiddur við Island, til þess að fá
meira fyrir hann, þá er auðskilið, að
Danmörku er mikið tjón búið og hætta sök-
um samkeppni þeirrar, sem leiðir af veiðum
Erakka og Norðmanna við Island, sem nefnd-
ar eru »veiðar úti á rúmsjó«.
(Niðurlag síðar).
PÓSTSKIPIÐ »VALDEMABn lagði af
stað hjeðan hinn 13. þ. m. Með því tóku
sjer far til Kaupmannahafnar: stúdentarnir:
Olaf og Arne, synir landshöfðingjans, og Jón
þórarinsson frá Görðum. Kaupmennirnir :
Consul N. Zimsen, Consul Smith með fóst-
urdóttur, F. Fischer, L. Snorrason frá Isa-
firði, verzlunarmaður Thomsen frá Eyrar-
bakka, frú I. Johnsen. Til Óðinsðyjar:
Kennari 0. Johnsen með frú sinni og tveim-
ur bornum og fröken |>órunn Thorsteinson.
MÁLþRÁÐUR TIL ÍSLANDS. Kaup-
menn í Stafangri hafa fyrir skömmu snúið
sjer til ráðherra Islands og hins »norræna
málþráðarfjelags« með tillögu um, að leggja
málþráð milli Noregs og Islands. |>eir
skýra frá, að hjer um bil 2000 Norðmenn
stundi nú fiski-, sjer í lagi síldarveiðar við
strendur Islands, og að fleiri og fleiri Norð-
mennbúsetji sig á Islandi, til þess aðstunda
þar verzlun. |>eir minna á, að veðrarann-
sóknarfundurinn (meteorologisk Congres) í
Bern hafi í fyrra sýnt sig þessu málefni
mjög hlynntan, og danska blaðið »Fædre-
landet« þykist ganga að því vísu, að bæði
ráðherra Islands og málþráðsfjelag Norður-
landa muni styðja að þessu fyrirtæki.
FISKIYEIÐAR FRAKKA VIÐ ÍSLAND
1880. |>á komu hingað 242 frakknesk fiski-
skip með 4400, eða upp og ofan 18 manns
á skipi. Af þeim voru 103 frá Dunkerque.
|>að skip, sem bezt aflaði, fjekk 70000 fiska.
SÍLDARVEIÐI NORÐMANNA við ís-
land er nú í höndunum á 10 fjelögum, einu
íslenzku og 9 norskum frá Stafangri, Hauge-
sund, Björgvin, Aalesund o. s. frv. Hin ís-
lenzka síld fer sjer í lagi til Svíþjóðar, Rúss-
lands og þýzkalands. A Islandi sjálfu selst
lítið sem ekkert
VERTÍÐIN í NOREGI 1881 var góð
á Hálogalandi, en lakari sunnar áNorðmæri,
Raumudal og Sunnmæri. Aflinn er alls
169,000 skpd. af saltfiski, 39,000 skpd. af
harðfiski, 46,000 ^tnr. lýsis, og 46,000 tnr.
af gotu. Frá Islandi fluttust 1879 alls
39,000 skpd., og 1880 alls 48,000 skpd. af
saltfiski. I ár verður það talsvert minna.
Embættispróf á prestaskólanum síðustu
dagana í ágústmánuði.
Magnús Helgason með i. einkunn 51
Sigurður StefánssOn — i. 5°
Lárus Eysteinsson — i. 45
Jón Ó. Magnússon — i. 43
Pjetur Jónsson — i. 43
Helgi Arnason — 2. 41
Spurningar í skriflega prófinu:
í b i flíuþý ðingu: i. Kor. 6,1.—io.
í trúfræði: Að útlista biflíulega og trúfræðis-
lega lærdóm opinberunarinnar um sköpun
mannsins í guðs mynd.
í siðfræði: Að meta gildi fegurðarinnar í sam
anburði við hugsjón hins góða.
Ræðutexti: 1. Pjet. 2,1.—5.
Prestvígsla í dóiukirkjuimi 18. sept.
Vígðir : Helgi Arnason til Sanda í Dýra-
firði, Jón Magnússon til Hofs á Skaga-
strönd, Lárus Eysteinsson til Helgastaða í
þingeyjarsýslu, Pjetur Jónsson til Fjalla-
þinga og Sigurður Síefánsson til Ógurþinga
í Isafjarðarsýslu.
LEIÐRJETTING í síðasta bl. 1. dálki:
skjóttr f. skjótur.
AUGLYSINGAR.
WILLIAM JAMIESON
FISKIYERZLUN í STÓRKAUPUM
15, Pitts stræti í Liverpool, stofnsett 1821,
tekur að sjer að kaupa og selja í umboði
fyrir aðra (Commission) farma af salt-
fiski, löngu og ýsu frá íslandi ogFæreyjum.
Banki: Liverpool Union banki.
Undirskrifaður óskar að fá til kaups:
Fjölni allau.
Ársrit Vestfirðinga allt.
fjóðólf allan.
ísafold alla.
Orðskviðasafn Guðin. Jónssonar 1830.
íslenzk sagnablöð 1817—1820.
Æíisögu Franklins.
■ Reykjavík, g. ágúst i88x.
Kr. O. þorgrímsson.
ENSKA.—Undirskrifaður veitir tilsögn í
ensku. Borgun 1 kr. um tímann, ef einn
er í tíma; 50 aurar af hvorum, ef tveir eru;
35 aur. af hverjum, ef þrír eru o. s. frv.
Jón Ólafsson.
KLUKKUR og ÚR takast til
aðgjörðar. Magnús Benjamínsson.
(Heimili: liús Á. Ámundasonar við Hlíðarhúsastíg).
ÚRSMÍÐAR.—Hjer með gef jeg hinum
heiðruðu bæjarbúum og öðrum til vitundar,
að jeg hefi sezt að í húsum Teits Finnboga-
sonar hjer í bænum sem úrsmiður. Er jeg
því fús á, að taka alls konar úr og stunda-
klukkur til aðgjörðar, ef menn vildu sýna
mjer þá velvild, að snúa sjer til mín. Einn-
ig panta jeg og sel alls konar úr og klukkur.
Reykjavík, iq. september 1881.
T. Tómas Ingimundarson,
úrsmiður.
Lýsing á óskilafje,
er selt var í Strandasýslu haustið 1880.
I Árneshreppi:
1. Hvítur geldingur, mark: miðhlutað,
fjöður framan hægra, stúfrifað, biti apt.
vinstra.
2. Hvítur hrútur, mark: sneitt apt. hægra,
tvístýft apt., biti fr. vinstra.
3. Hvít gimbur, mark: miðhlutað hægra,
hvatrifað vinstra.
4. Hvít gimbur með sama mark.
5. Hvítur geldingur, mark: biti fr., fjöð.
apt. vinstra.
6. Hvítur geldingur, með sama mark.
I Hrófbergshreppi:
1. Lamb mark: miðhlutað h., hvatrifaðv.
2. ------------ biti fr., hangfj. a. h., gat v.
3. ------------ sýlt, fj. a. h., sýlt v.
4. ------------ stýft, bragð a. v., blaðstýft
og bragð apt. vinstra.
I Kirkjubólshreppi:
1. Hvít ær, mark : Stýfður helmingur apt.,
biti fr. h., stýfður helm. fr., biti apt. v.
2. Hvítt lamb, sama mark.
I Broddaneshreppi:
1. Hvít ær, mark: Tvístýft aptan hægra,
hvatt vinstra. Brennim.: H. S.
2. Hvítt lamb, mark : sneitt fr. h., fj. fr. v.
3. Svartur hrútur, mark : biti og fjöð. undir
fr. hægra, heilrifað, fj. fr. vinstra.
4. Svartbotnótt ær, mark: sýlt, gagnbitað
hægra, hvatrifað vinstra,
5. Hvít dilkær, mark : hálftaf fr., fj. a. h.,
tvístýft fr., fj. a. v.
6. Hvítur hnitur (dilkurinn), mark : tvístýft
fr. h., hálftaf fr., biti a. v.
7. Grátt gimbrarlamb, mark: gat hægra,
hvatt gat vinstra.
8. Hvítt gimbrarlamb, mark : Stúfrifað, fj.
fr. h., sneitt a. v.
9. Bíldótt gimbrarlamb, mark: blaðstýft
fr. h., fj. fr. v.
I Bæjarhreppi:
1. Hvít gimbur, veturgömul, mark : sýlt h.,
afeyrt vinstra. J>að mark á maður hjer
í hreppi, en sagði að kindin væri ekki
sín eign.
|>eir, sem sanna eignarrjett sinn á ofan-
greindum kindnm, geta vit j að andvirði þeirra,
að frá dregnum kostnaði, til hlutaðeigandi
oddvita í hverjum hreppi, fyrir næstkomandi
októbermánaðarlok.
Lýsing á fje þessu var send til útgefanda
þjóðólfs snemma í vor, með pósti, en er
ekki komin til skila, og því kemur hún ekki
fyrri en nú.
Kjörseyri, 8. júlí 1881.
Finnur Jónsson.
Útgefandi: Björn Jónsson, cand. phil.
Prentuð í Isafoldar prentsmiðju.