Ísafold - 15.10.1881, Blaðsíða 1

Ísafold - 15.10.1881, Blaðsíða 1
ISAFOLD. VIII 25. Reykjavík, laugardaginn 15. októbermán. 1881. f>essa árs „ Andvari“ heíir meðal ann- ars inni að halda ritgjörð eptir Arnljót Olafsson, um nokkrar greinir sveitamála. Eru í henni margar góðar hugvekjur um sveitaþyngsli og orsakir þeirra. Höf. sýnir eptir skýrslum, sem hann hefir haft í höndum, allt til 1874, fram á, að þetta ár numu öll gjöld til fá- tækra á öllu landinu 248,134 kr. eða hjer um bil 5000 kr. meira, en skattar allir og tollar, eptir 2. gr. fjárlaganna 1880 og 1881, allt svo að meðtöldum brennivins- og tóbakstolli, ábúðar-, lausa- fjár-, húsa- og tekjuskatti o. s. frv. f>etta má hverjum manni blöskra, og sjá því allir, að sveitaþygslin liggja mun þyngra á landsbúum, en skattar til landssjóðs. þ>ví ofan á sveitaþyngslin bætast því næst jafnaðarsjóðs- og vegabótagjaldið, gjöld til prests og kyrkna o. fl. Höf. leitar nú að orsökunum til þess- ara óskaplegu sveitaþyngsla. þ>ótt hann kenni harðindunum meðfram og sigl- ingaleysinu um og eptir aldamótin, um sveitaþyngslin, sein þá voru, þá verður það þó ofan á hjá honum, að hrepp- stjórainstrúxið frá 1810 eigi mestan þátt í sveitavandræðunum. þ>að getur nú verið, að sá stjórnarháttur á sveita- málum, sem með því var innleiddur, hafi ekki verið hinn heppilegasti í alla staði, að hann hafi dregið úr „sjálfs- hugsun“ manna og „sjálfsdáð“, að hann hafi deyft framtak, sjálfstraust og sjálfs- ábyrgð, og mætti þá sama segja um jarða- bóta og garðyrkju tilskipanirnar frá síð- ari parti 18. aldar, sem engin efar, að gefnar voru í bezta tilgangi, eins og instrúxið, en jafnlíiið var hlýtt eins og því, nema kannske fyrstu árin eptir það þær og það voru útgefin. Með því höf. sjálfur í töflum sínum sýnir fram á, að þau sömu sveitaþyngsli,' sem uxu svo stórlega í þeim hreppi, þar sem hann þekkir til, 1810—1815, smáminnkuðu aptur 1816—1859, en jukust svo á ný í líku hlutflalli 1860—1876, þá ligg- ur sú spurning nærri, hvort þessu síð- ustu sveitavandræði einnig stafi frá instrúxinu, það getur varla verið. Sveitastjórnartilskipunin 4. maí 1872 var þá komin út og fjórum árum síðar (1876) hefði hún þó átt að vera farin að búa til batnaðar. Vér ætlum að sveita- þyngslin að miklu leyti renni frá öðr- um rótum. Höf. veit, að gagnstætt því, sem átti sér stað á fyrri öldum, getur hver og einn nú farið að búa, sem vill, þó ekkert eigi hann til og á engu sé að búa, nema í greninu graslausa. Nú býr hann með kvennmanni giptur eða ógiptur, kemur upp barnahóp, lifir á kaupstaðarlánum nokkur ár, og svo fer allt á hreppinn. Er þetta instrúx- inu að kenna? Eða er það instrúxinu að kenna, að svo margur vill heldur búa og vera í sjálfsmennsku, sem kall- að er, eða jafnvel fara til Vesturheims og lifa við þröngan kost þar og hjer, heldur en að vera í beztu vist? Eða er skortur á sparsemi og reglusemi, er verzlunarlagið (lánsverzlanin), er kaffi- austur og drykkfeldni, leti og lauslæti instrúxinu að kenna ? Höf. hefir rjett að mæla í því, að nauðsynlegt er að vakna til sjálfsdáðar og sjálfsábyrgðar; s,]k\ístrausíið er víð- ast hvar nægilegt. En hvernig vakna menn ? Allir vilja hafa sem mest frelsi, en minna er spurt um hitt, hvernig það er notað. f>að var og er, jafnvel hjá fullfrjálslyndum þjóðum, Rómverjum í fornöld, Bretum nú á dögum, álitið nauðsynlegt skilyrði fyrir frelsinu, að þegnarnir kynnu að hlýða. Ríkir sú skoðun meðal vor? Hefir allur hávaði manna hjer á landi náð þeirri mennt- unartröppu, að hann finni, að hlýðni við lög og yfirvöld, búsbændur og for- eldri, þurfi að vera frjálsræðinu samfara, ef það á að koma að notum ? Sje allajafna prjedikað fyrir almenn- ingi um frelsi, þá þarf á hinn bóginn nauðsynlega að kenna honum takmörk og brúkun þess. Harðstjórn og ofríki eru, sem betur fer, horfinúr lögum og landsvenju, en þá verður eitthvað að koma í staðinn, til þess að kenna mönn- um að stjórna sjer sjálfir, og hvað get- ur það annað verið — en menntun og uppfræðing alpýðunnar. — Eitt af þeim lagafrumvörpum, sem á þingi síðast fjekk önnur afdrif, en það átti skilið, var frumvarp frá stjórninni um stofnun lánsfjelags hjer á landi. J>að er enginn efi á því, að þetta frum- varp, að minnsta lcosti að stefnunni til, er eitt hið bezta og þjóðhollasta, sem frá stjórninni hefir komið. J>að stefndi að tveimur verulegum umbótum á því ástandi, sem nú er: 1., að því, að gefa hverjum þeim, sem jarðarveð hefir að bjóða, kost á að fá óuppsegjanlegt lán upp á langan tíma (40—50 ár), svo að lánið smámsaman yrði endurgoldið, bæði höfuðstóll og vextir, með rúmum 5 af hundraði áári hverju, og 2., að því, að innstæða við- lagasjóðsins, sem nú liggur óhreyfð í Kaupmannahöfn, komist inn í landið og í veltu manna á milli. Með þeirri peningaeklu, sem í landinu er, með þeim erfiðleikum, sem nú eru á því fyrir margan mann, þótt gott veð hafi að bjóða, að fá lán með bærilegum kjörum, sjer í lagi nægilega löngum lánsfresti, til nytsamlegra fyrirtækja, jarðabóta, atvinnuvegs umbóta, verzlun- ar út i hönd o. fl., er auðsætt, hver hagur það hefði verið fyrir landið, hefði þessi rjettarbót fengizt. Landshöfðing- inn, nefndin, sem málið hafði til með- ferðar, og ýmsir aðrir þingmenn bæði í efri og neðri deild, sýndu ljóslega fram á alla þá hagsmuni, sem af þessu fyrirkomulagi myndi leiða. Málið komst með herkjum gegnum neðri deild, en strandaði í efri deildinni á mótstöðu eins merks þingmanns, sem heldur vildi hafa seðilbánka. Seðilbánki væri nú í sjálfu sjer mjög æskilegur, ef skilyrðin ekki vantaði hjer á landi, 1., veð, sem hægt er að gjöra í peninga með stuttum fyrirvara og skaðlaust, 2., greiðar og tíðar samgöng- ur í landinu á hverjum árstíma semer, og 3., aðhinir tilvonandi íslemku seðlar nœðu fullu gangverði, að minnsta kosti í Danmörku. Hvernig á t. d. kaupmað- urinn að geta tekið á móti íslenzkum seðlum fyrir varning sinn og upp í skuld sína, nema hann hafi vissu fyrir, að seðlarnir gangi með fullu verði út, þar sem hann þarf að brúka þá, sem sje erlendis. En — hvert traust getur hinn útlendi markaður haft á íslenzkumseðl- um, nema hann sje þess fullviss, að þeim, nær sem krafizt verður, verði skipt fyrir fullt andvirði í gulli og silfri. En—sjeu seðlarnir grundvallaðir meira á jarðarveðum á íslandi, en á ljett- hreyfánlegu veði, sem hægt er aðgjöra í peninga, nær sem vill, hver vill þá eiga þá, nema kannske með afföllum eða verðfalli? I.andssjóður átti, eptir frumvarpi uppástungumannsins, að vera skyldur að taka seðlana upp í opinber gjöld, aðrir ekki, og hefði afleiðingin þá orðið sú, að landssjóður hefði setið uppi með seðlana til sinna þarfa, en gull og silfur farið út úr landinu, og loksins rekið annaðhvort að fullkomn- um gjaldþrotum, eða að nauðsyninni á að selja veðin (jarðirnar) fyrir hvað sem fengizt gæti í þann svipinn. f>að er enginn efi um það, að þeir þingmenn, Einar í Nesi og síra Arn- ljótur, sem mest voru á móti lánsfje- laginu og með seðilbánkanum, töluðu af fyllstu sannfæringu og með fyllstu

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.