Ísafold - 30.11.1881, Síða 4

Ísafold - 30.11.1881, Síða 4
fræ geti spírað, því all flestar frætegundir mega ekki með góðu setjast dýpra en •|—j þuml., þó er það allt eptir því, hvað fræið er stórt að þvermáli. Lopt tekur sandurinn einnig í mjög litlum mæli til sín, og það svo, að vísindamenn segja, að sandurinn taki til sín af súrefni, sem er hin helzta af lopttegundum, er útheimtis við spíranina l,6°/» á einum mánuði (sbr. Klit- formationen af 0. C. Andersen« bls. 113). það er hjer um bil ^ af því sem alm : góð og »frjó« jörð drekkur í sig. |>etta hlýtur að standa urtunum mikið fyrir þrifum, að þær geti spírað á sandinum. 2. Hverjar urtir vaxi á sandinum af nátt- úrunni. því miður hefi eg ekki getað fengið tækifæri til þess í þessi 2 sumur, eður brot úr 2 sumrum, er eg hefi verið þar, til hlíta'r að rannsaka hverjar urtir helzt vaxa þar. J>ar fyrir læt eg það vera óskrifað, en mest er það sandmelgrasið (elymus). Af öðrum grastegundum er það mest »poa og »fes- tuca« tegundir samt nokkrar fleiri; en samt sem áður er það ekki annað en sandmel- grasið sem vex, þar sem sandfok er til muna, og sú einasta grastegund, sem hjer vex, sem til skoðunar getur komið, til að stöðva sandfokið með. Af öðrum urtum er það sandurtin eða fjöruarfinn (Arenaria), sem þar er merkust. Mest og blómlegast vex hann fram undan Meðallandi, út undir sjó, hvað breiðust er sandurtin undan Grims- stöðum og mjókkar þá til beggja enda, svo að hún er nær því horfin þá útundir Kúða- fljótogausturundirEldvatn kemur. |>ó hefi jeg sjeð einstaka plöntu á Mýrdalssandi að vestan og að austan alveg austur á Breiða- merkursand. Arfi þessi hefir í hallærum verið notaður til manneldis. Á sumrum er sauð- fje beitt á hann, og verður það miklufeit- ara en það fje, sem á afrjett er rekið. Til stöðvunar sandfoki getur aldrei orðið. gagn í honum, því hann fer í kaf svo fljótt veður gjörir. Blómlegastur er hann í júlím. Á vetrum fer hann í kaf (að sögn). 3. Væri nauðsynlegt að mæla og taka uppdrátt af allri sandeyðimörkinni, svo maður gæti fengið þess Ijósari hugmynd um ásigkomulag hennar. |>að er ómögulegt fyrir alveg ókunna menn, að gjöra sjer ímyndum um, hversu vofeiflegt sandfokið er fyrir þessar austursveitir, og það jafnvel fyrir þá, er halda sig því kunnuga, nema góður og skýr uppdráttur sje af þeim hjer- uðum, er verst eru komin. 4. Á hvaða tíma ársins, að sandfokið eyðileggur mest, og af hvaða átt og hjer um bil hvað opt af þeirri átt blæs, sem eyði- leggur mest, og 5. Hvað hjer um bil gengur mikið af sjer á ári. Til þess og næsta töluliðs á undan, þarf fleiri ára reynslu. Margt fleira þarf einnig að rannsaka. t. a. m.: Hæð yfir sjávarflöt (hafflöt); dýpt á sandinum; hita að jöfnuði, samanborinn við hita að jöfnuði á öðrum jarðtegundum; vindsins áhrif o. s. frv. Nokkrir hafa, ef til vill, þá skoðun, að plöntur ekki geti vaxið á sandi, þegar hann (o: sandurinn) yfir stígur vlst mál á dýpt, eða með öðrum orðum, að sandlagið megi ekki vera nema nokkrir þuml. eða í hæsta laginokkur fet á dýpt, þar til önnur jarðteg- und kemur (moldarjörð, leirjörð?), til þess að þessi eða þessi urtategund geti þrifizt. Um þetta get jeg ekki borið, því jeg hefi hvorki sjeð eða fundið að nokkurs- staðar hafi það verið rannsakað, og sízt hjerí Skaptafellssýslu eða öllu Islandi, hvað sandurinn má þykkúr vera. En hitt er það, svona mikið megi vera af sandi, þetta af moldarjörð og hitt af leirjörð, til þess að jörðin geti heitið »frjó«, eða sem ákjósanleg- ust, til ræktunar, en sú blöndun er víst ó- víða. Ef vjer nú förum til anjiara landa t. a. m. Jótlands, Hollands eða hvar sem helzt, sem sandur eða sandfok er, sem í öllum löndum annaðhvort hefir verið eður er enn, og spyrjum: Hvað sandurinn megi þykkur og djúpur vera hjá þeim, svo þeir geti hugs- að sjer að græða hann upp, þá fáum vjer varla annað svar en þetta: Hann (o: sand- urinn) má vera svo djúpur eður þykkur sem vera vill; því hann getur gróið upp samt. I »Klitten« á Jótlandi er sandlagið víða 30, 60 til 40 feta og það allt að 100—110 feta þykkt, þar sem nú stendur aðdáanlega fall- legur skógur af »pinus montana«, »abies alba«, o. fl. Mjer getur ekki komið annað í hug en kalla þetta fullþykkt lag af sandi, og engum getur víst komið til hugar að halda, að urtaræturnar nái annari jarðtegund, en sandi hin fyrstu árin (og aldrei). J>að er auðvitað, að loptslag er miklu mildara, og allt öðru vísi í þessum löndum, og þjóðirnar miklu rikari, en vjer Islendingar, en meðan vjer höfum enga reynslu sjálfir, þá verðum vjer að láta oss nægja annara. Að Katla vofir yfir Álptaveri sem þrumu- ský, verður hver maður að játa, en jeg hygg að hvorki lærðir nje leikir, guðfræðingar nje lögfræðingar, eðurhverju nafni sem nefnast, hafi um það fengið boð, brjef eða önnnur skýrteini, hvenær hún muni eyðileggja það, hvenær hún muni hlaupa eðagjósa; ekki einusinni að hún nokkurntíma gjöri það framar; þó öllum sýnist það sannsýnilegt, þá er það þó ekki áreiðanlegt. En má jeg nú spyrja : Úr því það varð vort hlutskipti að byggjaþennan eldhólma, hvargetum vjer þá verið vissir um, að ekki eitthvað af höf- uðskepnum eyðileggi þetta eða þetta, hvort sem það er á suður- eður norðurlandi, austur- eða vesturlandi ? |>egar vjer höfum að berjast bæðiviðeld og ís, þá finnst mjer það liggja í hlutarins eðli, að vjer hvorugt megum óttast. |>að er líka víðar sandur, en í Álptaveri og eyðileggingu undir orpið af sandi, þarf því ekki að einstrengja sig við þetta hjerað. J>að er eyðilegging af sandi í því nær allri Skaptafellss., mikið í Kangárvallas. og tölu- vert íÁrness., þóþað sje ekki enn, þá getur það þó aukizt og margfaldazt. I Eangárvalla- sýslu, er eyðileggingin bæðifráfjalliogfjöru. Sandurinn kemur að ofan úr Hekluhraun- um, (máske alla lefð norðan af Sprengi- sandi?), og eyðileggur bæði Land og Rang- árvelli. Eram með sjávarströndinni er allt ein sandsljetta, sem blæs smátt og smátt innyfir þau hjeruð, er þar hggja; þó það sje máske lítið enn, þá hefi jeg þó hvergi sjeð líkara flandslag en í Meðallandi í Skapta- fellssýslu, og Landeyjum í Eangárvallasýslu. En að eyðileggingin sje miklumeiri í Meðal- landi, því get jeg ekki móti borið. Sandur- inn er heldur ekki orðinn eins mikill fram undan Landeyjum; en getur hann ekki orðið það með tímanum ? Ef maður nú hugsaði sjer, að Skaptafells- sýslur, Rangárvalla- og nokkuð af Árness- sýslu, eyðileggðist af sandi, vötnum o. fl., en sem þó mennirnir gætu mikið stuðlað til að ekki yrði, og eins mikið hjálpað til að eyðileggja, þá yrði það æðilangur fjallvegur eður sandvegur, þó ekki yrðinemafráþjórsá og að Lónsheiði. t Hinn 20. þ. mán. andaðist hjer í bænum eptir þunga legu, frú INGIGEEÐ- UE GRÖNDAL, kona skáldsins Benedicts Oröndal; hafði heim hjónum orðið þriggja barna auðið, og voru tvö þeirra dáin á undan móðurinni. AUGLYSINGAR. Svo er kveðið á, að minnisvarðinn á leiði Jóns heitins Sigurðssonar verði afhjúpaður miðvikudaginn 7. dag næstkomandi desem- bermánaðar um hádegi. þetta er hjer með auglýst þeim, sem gefið hafa fje til minnis- varðans, og öðrum^ er kunna að vilja vera þar viðstaddir. Eeykjavik, 22. dag nóvembermán. 1881. H. Kr. Friðriksson fyrir hönd nefndarinnar. Eyðublöð til útfyllingar við llfsábyrgð í lífsábyrgðarstofnuninni í Kaupmannahöfn (»Livsforsikkrings- og Forsörgelses-Anstal- ten« af 1871), geta mennfengið ásamt leið- arvísinum, hjá mjer. Rvík 28/xl ’81. J. Jónassen. |>ar Bjarni bóndi þórðarson á Reykhól- um, hefur talað það um mig við merka menn, og ekki viljað aptur kalla þau um- mæli, að í máli því, sem Páll bóndi Ingi- mundarson á Mýrartungu höfðaði gegn honum útaf meintri ólöglegri heytöku, hafi jeg sem vitni svarið það, að hann hafi tek- ið allt það hey, sem jeg og Pálsfólk vann aö þann dag, þá heytakan fór fram, þá lýsi jeg því yfir, að hvorki hefi jeg svarið nje verið krafinn til að sverja, hvemikið hey, að Bjarni hafi tekið eða látið taka við þetta tækifæri, eins og bókfærsla málsins í hjer- aði mun sýna. Segi jeg því ofangreind ummæli Bjarna um mig helber ósannindi, og hann krenktan á mannorði fyrir þessa lyga-sögn sína, sem án efa hefir átt að hafa þann miður góð- gjarna tilgang, að r.eyna til að gjöra minn framburð og eið í heytökumálinu ískyggileg- an, hjá þeim mönnum, sem nokkuð voru kunnugir málavöxtum; og hefir hann sjálf- sagt treyst því, að »sjaldan sje svo leiður til að ljúga, að ljúfur fáist ekki að trúa«. Brandsstöðum á Eeykjanesi, 24/10 1881. Ari JochUmsson. Á götu hjer í bænum hefir nýskeð fundizt gönguprik auðkennilegt, með silfur- eða ný- silfurplötu á ofan til. Sá, sem getur helgað sjer það, má vitja þess í húsi frú Herdísar Benediktsen gegn fundarlaunum og borgun fyrir þessa auglýsingu. Útgefandi: Björn Jónsson, cand. phil. Prentuð í Isafoldar prentsmiðju.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.