Ísafold - 31.12.1881, Qupperneq 2

Ísafold - 31.12.1881, Qupperneq 2
122 ur eptir þá feðgana síra Jón Haldórs- son, Finn biskup og Hannes biskup, þá álít jeg að þeir þrír til samans haíi eigi unnið eins mikið að henni eins og hann einn. Oss, sem lítið gjörum, svo komst hann enn fremur að orði, oss er óskiljanlegt, hvernig Jón Sigurðsson hefir farið að afkasta svo miklu og leysa það jafnframt svo vel af hendi. þ>essu næst skýrði hann frá, hversu góða forstöðu Jón Sigurðsson hefði veitt Bókmenntafjelaginu, og hversu fjelagatal þess og framkvæmdir hefðu margfaldazt fyrir hinn framúrskarandi dugnað hans. Daginn eptir að minnisvarðinn var afhjúpaður, var á Hotel Alexandra haldið samkvæmi til minningar um Jón Sigurðsson og Ingibjörgu konu hans, og tóku þátt í því, rúmlega 60 manns, karlar og konur. Eptir að sungið hafði verið kvæði fyrir minni íslands eptir skólapilt J>orstein Erlingsson, mælti fyrir því skáldið Steingrímur Thor- steinsson; tók hann fram, að þegar minni íslands væri drukkið í sambandi við minningu Jóns Sigurðssonar, þá yrði það að vera framfara- og frelsis- minni íslands, en það frelsi, er framfar- ir íslands yrðu að byggjast á, væri eigi að eins hið ytra frelsi, heldur einkum hið innra frelsi, er sprytti af virðing- unni fyrir sjálfum sjer, og sem lýsti sjer í því, að menn þyrðu að kannast við það, er menn álitu rjett og hefðu hug og dug til að framfylgja því. J>að hafa verið þeir tímar þjer á landi, sagði hann, að menn hafa skammazt sín fyr- ir að láta í ljósi, að menn elskuðu ís- land, og þetta var eigi af því að menn þyrftu að vera hræddir um, að sjer yrði í raun og veru nokkuð illt gjört fyrir það, heldur af því, að menn báru eigi næga virðingu fyrir sjálfum sjer, og fyrirurðu sig því fyrir að láta það í ljósi, sem þeim bjó í brjósti; en hver sem einlæglega ann fósturjörðu vorri, hann verður að dæmi Jóns Sigurðssonar, að efla, eigi að eins hið ytra frelsi henn- ar, heldur og hið innra frelsi hjá sjálf- um sjer og öðrum; hann verður að líkja eptir honum í því, að sýna einurð og kjark til að framfylgja því, sem styð- ur framfarir íslands. Enn fremur var fyrir minni Jóns Sigurðssonar sungið kvæði það eptir Stgr. Thorsteinsson, sem prentað er hjer á undan og þvi næst mælti kaupmaður J>orlákur John- sen fyrir minni þeirra hjóna, Jóns og Ingibjargar konu hans ; tók hann það einkum fram, að eins og Jón eigi hefði gjört neinn greinarmun á einstökum stjettum, heldur metið hvern mann eptir því, hvernig hann stóð í stöðu sinni, svo væru nú og allar stjettir samtaka í að heiðra minningu hans og viðurkenna það gagn, er hann hefði gjört landinu í heild sinni. NOKKUR ORÐ UM SÍLDARVEIBI o. fl. Af því eg á næstl. vori hefi byrjað að leggja síldarnet á þeim stöðum, sem þau al- drei hafa verið lögð áður, en hinsvegar af því hlotizt misjafnir, og jafnvel ómildir dómar—eins og optast mun eiga sjer stað, þegar um einhverjar nýjar framfarir er að ræða—þá finn eg mjer skylt, að fara nokkr- um orðum í blöðunum um síldarnet, og síld- arveiðina yfir höfuð, jafnvel þótt eg ekki fengi tækifæri til þess að kynna mjer, ,að nokkrum mun. síldarveiði Norðmanna, helzt vegna þess, að einmitt það ár, sem eg dvaldi í Noregi, var næstum engin síldarveiði við Noreg. Eg vil þá fyrst í stuttu máli skýra frá notkun lagneta eptir því sem þau eru brúkuð við Noreg. Lagnet fyrir síld, má leggja á sama hátt og hrognkelsanet, nema hafa nokkuð þjettara milli steina,—hjer um bil 1 faðm—og nokkuð þyngri steina, ein- kum þar sem nokkur ókyrrleiki er í sjóinn, eins og víðast á sjer stað, þar sem þau væru lögð fyrir opnu hafi; stjórana má hafa bandingja, nokkuð þyngri enhrognkelsaneta- stjóra; en lengd steinalykkjanna má vera eptir því, sem maður vill hafa netin ofarlega eða neðarlega í sjónum. Til þess að netin endist betur, og einnig veiði betur, er bezt að taka þau upp á hverjum rnorgni, hreinsa úr þeim slí og hroða, er í jpau kann að koma, þurka þau á daginn, þar til maður legg- ur þau að kveldi. Sumstaðar þar sem sfld- arnet eru brúkuð, egna menn netin, á þann hátt, að í stampi fullum af sjó, eru hrærð sundur fiskihrogn, og netunum difið þar ofaní, áður þau eru lögð; með því setjast hrognkornin á riðil netanna, sem gefur frá sjer maurildi í sjónum, er síldin sækir í, því nærri má geta, að hún, eins og allar aðr- ar fiskategundir, tekur fæðu, þótt sumir ekki ætli það. Að nota lagnet fyrir síld, álít jeg nytsamt, og enda nauðsynlógt, sjer- ílagi sakir veiðiskorts, sem mönnum er kunnugt að opt á sjer stað hjer við Faxa- flóa ; og þótt að sumir menn álíti að síldar- beita spilli veiðinni, með þvf að fiskurinn flæmist af þeim stöðum, hvar hann er lagstur, þegar síldinni sje beitt, ímynda eg mjer, að það álit sje fremur byggt á ótta ogímynd- un, en fullum sönnunum, því t. d. í Lofot- en í Noregi, er mest megnis brúkuð síld til beitu og er þó fiskur þar mjög stöðugur{ Lagnetum verður hæglega viðkomið alstað- ar, þar sem ekki er mikill þari, eður skarpt hraun í botni; en bezt er að leggja þau við þarabrún, þar sem erleirbotn, eða flatahraun, því þegar síldin er í göngu, mun hún opt- ast ganga með þarabrún, og þá er eg sann- færður um, að hún verður alstaðar veidd, þegar hún gengur um, en óvíst er, að hún liggi jafnt á öllum stöðum, þar ásigkomu- lag sjávarbotnsins er mjög svo ólíkt, og á sumum stöðum aldeilis ekki lagað fyrir eðli hennar aðliggjaá; en hver fiskategund fyrir sig er stöðug þar sem botninn er bezt lag- aður fyrir eðli hennar, sem eg ekki þarf að lýsa fyrir sjómönnum. þó að lagnet fyrir síld yrðu með tímanum almennt notuð hjer við sunnanverðan Eaxaflóa, vil eg ráða mönnum frá að leggja þau framan-af vertíð, —sjerílagi þar sem þau væru lögð fyriropnu hafi—því þá er opt mjög mikill ókyrrleiki í sjónum, svo að netin, sem eru úr fínu garni, mundu fljótt skemmast, þegar þau eiga að mæta ókyrrleika sjávarins; einnig er hætt við, þegar síld er í netunum, að þorsk- ur vilji rífa þau, sjerflagi þá hann erí göngu. Af þessum orsökum, væri að mínu áliti heppilegast að leggja þau ekki fyr en síðari hluta vertíðar, t. d. eptir sumarmál. Ef menn veiddu meiri síld, en brúkuð* væri til til beitu jafnóðum, væri ánefa bezt aðleggja hana í ís, en þá þyrftu menn að hafa jarð- hús, sem ísinn gæti geymzt í yfir sumarið; að öðrum kosti verður að leggja síldina í salt- pækil, í heldu íláti, getur hún með því lengi haldizt fögur og óskemmd, jafnvelþótt hún sje þá ekki eins góð beita eins og þá hún er alveg ný. Eins og kunnugt er, eru ádráttarvörpur fyrir síld vanalega brúkaðar inni í fjörðum; en auk þeirra er ein tegund síldarneta, er nefnist flotnet (Drivgarn), sem enn þá 'eru lítið brúkuð við Noreg, en þar á móti mjög mikið við Skotland, og nú á síðari árum að nokkrum mun frá Svíþjóð ; þau eru höfð svo mikið trjáuð, að fláateinninn flýtur á yf- irborði sjávarins, en steinuð svo lítið, að þau að eins haldast bein í sjónum; netþessi eru því einungis höfð við síldarveiði ofan- sjávar, eru þau þá ýmist sigld, eða róin eptir skipunum eða látin bera með straumn- um, allt eptir því, sem menn sjá, að síld- artorfurnar haga sjer. Við Skotland eru við veiði þessa hafðir dekkbátar, og hafa þeir ástundum allt að 100 netum í einni trossu, er þeir sigla eptir sjer. Eg er fullviss um, að flotnet gætu opt orðið að góðum notum, hjer í Eaxaflóa—ef áhöld og kunnátta væru til að nota þau—því það er alkunnugt, að opt sjást síldartorfur ofansjávar úti í flóan- um, þó að engin síld gangi inn á fjörðu ; en það er auðvitað, að til þess að síldarveiði, með ■ flotnetum, gæti orðið að verulegum notum, þyrftu menn að kaupa þar tilheyr- andi áhöld, sem hefði mikinn kostnað í för með sjer, og naumast yrðigjört, nemastofn- að væri fjelag í þeim tilgangi; en þó ímynda eg mjer að tilraun mætti gjöra í þá átt, án stórkostlegs kosnaðar, helzt með því, að þilskipaútvegs bændur, sem hafa skip sín við þorskveiðar á sumrum, ljetu þau hafa með sjer nokkur flotnet til reynslu; því opt liggja þilskipin í lognum, sem þau alls ekki geta átt við þorskveiðar, getur þá opt bor- ið við, að síldartorfur slái sjer upp í nánd við skipið, væri þá hægt að Ifiggja skipsbát í veginn fyrir síldartorfuna; ef þetta lukkaðist, sem það að öllum likindum gæti gjört, gætu netin borgað sig í fáum lögnum. Jafnvel þótt að einstakir menn hafi látið í ljósi óánægju yfir því, að eg gjörði hina litlu tilraun við síldarveiði, og álitið óheppi- legt ef síldarnet yrðu almennt notuð, hefi eg þó nú þegan pantað nál. 40 síldarnet fyrir ýmsa útvegsbændur, og jafnframt orðið þess áskynja, að hjá mörgum er vaknaður áhugi á síldarveiði, og jafnvel laxveiði í sjó, sem, að öllum líkindum, gæti einnig orðið að góðum notum á mörgum stoðum, sjerílagi með fleygnót (Kilenot), sem jeg hefi áður lýst í ísafold. Eleygnætur þe'ssar eru að eins lagðar með landi frám, og væri þvi án ■efa bezt að leggja þær í fjörðu, hvar ár renna niður í, sem lax gengur upp i, því þeg- ar laxinn gengur uppað ánum, mun hann

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.