Ísafold - 07.02.1882, Blaðsíða 1

Ísafold - 07.02.1882, Blaðsíða 1
 Árgangurinn kostar 3 kr. innanlands, en 4 kr. er- lendis. Borgist í júlímán. ÍSAFOLD. Pöntun er bindandi fyrir ár. Uppsögn til áraskipta með tveggja mán. fyrirvara. Auglýsingar í blaðinu kosta 10 aura fyrir hverja línu með meginmálsletri, en 8 aura með smáletri. IX 2. Reykjavík, þriðjudaginn 7. febrúarmán. 1882. Hið suimlenzka síldarYeiðafjelag. Samkvæmt auglýsingu herra Egg- erts Gunnarssonar í síðasta blaði ísa- foldar, var fundur haldinn 18. þ. m., til að ræða um stofnun síldarveiðafjelags; á fundi þessum skrifuðu nokkrir sig fyrir tillögum, og kusu þeir því næst þá Eggert Gunnarsson, Jón Olafsson ritstjóra og Egil Egilsson til að semja frumvarp til laga fyrir fjelagið. Fje- lagsmenn áttu því næst fund með sjer 30. þ. m.; var fjelagið þá reglulega sett á fót og kallað hið sunnlenzka síldar- veiðafjelag; frumvarp það, er samið hafði verið til laga fyrir fjelagið, var samþykkt, og 5 menn kosnir í stjórn þess ; urðu fyrir kosningu : yfirdómari Lárus Sveinbjörnsson, alþingismaður Egill Egilsson og kaupmennirnir Eggert Gunnarsson, Jón Vídalín og Páll Eggerz. (Ritstjóri Jón Olafsson skoraðist undan að verða kosinn). Stjórnarnefndin hefir síðan kosið Eggert Gunnarsson fyrir formann, L. E. Sveinbjörnssen fyrir fje- hirðir og Egill Egilsson fyrir skrif- ara. A fundinum voru enn fremur kosnir endurskoðunarmenn: verzlunar- stjóri þorsteinn Stefánsson og Gunn- laugur Briem, og til vara ritstjóri Jón Ólafsson. Hlutir þeir, er menn þá voru búnir að skrifa sig fyrir, voru að upp- hæð eitthvað yfir 10000 kr. Upphæð hvers hlutar er 100 kr., og rjettur til eins atkvæðis fylgir hverjum hlut; fjar- verandi fjelagsmenn geta veitt öðrum fjelagsmanni umboð til aðmætaáfund- um fyrir sína hönd. Samkvæmt lög- unum á að borga upphæð hlutanna á fjórum gjalddögum, sinn fjórða part í hvert sinn; gjalddagarnir eru 15. marz og 15. júlí þ. á., 15. marz 1883 og 15. marz 1884 ; þetta er gjört til þess, að fjeiagið geti haldið áfram með fullum krapti, þótt veiðin kynni að misheppn- ast hið fyrsta eða annað ár. Af ágóða fjelagsins skal leggja töluverðan partí varasjóð, þangað til hann er búinn að ná ákveðinni upphæð. Auk þeirra, er gengið hafa í hið sunnlenzka síldarveiðafjelag, höfðu nokkrir aðrir menn hjer í bænum ráð- gjört áður en póstskip fór hjeðan síð- ast, að leggja fram fje til síldarveiða í fjelagi við Norðmenn. Að leita eptir, að fá Norðmenn til að standa fyrir veið- inni í sumar mun og vera tilætlun hins sunnlenzka síldarveiðafjelags. Auk þessa hefir frjezt að bæði í Eyjafirði og á Austfjörðum hafi menn verið í haust og vetur að stofna fjelög til síldarveiða. Jpað er vonandi að tilraunir þær heppn- ist vel, er íslendingar þannig hafa í hyggju að gjöra til að hafa líkan hag af síldarveiðunum hjer við land eins og útlendir menn hafa haft undanfar- in ár. Síldarveiðafjelag það, sem Tryggvi Gunnnarsson hlutaðist til um að stofna á Akureyri 1880 hefir haft svo stórkostlegan hag þau tvö sumur, sem liðin eru síðan, að mælt er að fjelagsmenn muni hafa fengið fje sitt fjórum eða fimm sinnum endurborgað. Svo miklum gróða geta menn eigi jafnaðarlega vænt eptir, en þótt arður- inn yrði miklu minni og veiðin kynni stundum að bregðast, þá er þó svo mikil reynzla komin á síldarveiði hjer við land, að full ástæða er til að treysta því, að þeir sem, leggja fje til hennar muni hjer eptir sem hingað til fá það yfir höfuð vel borgað. Eptir því sem frjezt hefir, hefir síld- araflinn á Austfjörðum verið í sumar um 75000 tunnur, og annað eins á Eyjafirði; þegar þar við bætist það sem afiazt hefir á Siglufirði og ísafirði, þá er auðsætt hvaða ógrynni það er, sem hjer við land mun mega veiða af síld; að eins að landsmenn hafi krapt og framkvæmd, kunnattu og lag til að færa sjer fyllilega í nyt þá auðlegð, sem þannig liggur fyrir framan land- steinana hjá oss. Um breyting á lögum um tckjuskatt. Á alþingi 1879 kom fram lagafrum- varp um að breyta skattalögunum, svo að eigi skyldi greiða skatt af embætt- istekjum fyrri en búið væri að draga frá þeim gjald það, er embættismenn verða að greiða til þess, svo sem lög á kveða, að útvega konu sinni fjár- styrk eptir sinn dag; frumvarp þetta var samþykkt af efri deildinni, en í VAENAEEIT MAGNÚSAE ETATSE. STEPHENSENS AFHENT KAAS DÓMSMÁLABÁÐ- HEEEA í KAUPMANNAHÖFN 19. SEPTEMBEE 1815 (Úe skjalasafni hins fyeveb. kansellíis). (Sent til Ísafoldae af De. Ge. Thomsen). þegar yðar Excellence um daginn voruð svo náðugur, að leyfa mjer að koma á yðar fund, skipuðuð þjer mjer að tilfæra í prívat- brjefi til yðar, þær ástæður, sem jeg hefði til þess að hrinda þeim bakslettum og undir- róðri, sem fjandinaður minn, Trampe greifi, sannanalaust og jafnvel líkindalaust fyrir nokkrum árum síðan hafði beitt við mig, svo að ekki að eins sakleysi mitt sannaðist sem mjer enganyegin nægir, heldur að það einn- ig kæmi í ljós, að jeg á háskalegri tíð fyrir fósturjörð mína, hefði eins og samvizka mín segir mjer, unnið landinu mesta gagn, og yrði svo grímunni svipt af óvildarmauni mín- um.—Feginsaml. tek jegþessuleyfi tíl þess að beravörnþessafyrir sakleysinu, þóttaðeinssé prívatim, fram fyrir þann göfugasta og æðsta handhafa rjettvísinnar næst eptir hátignina sjálfa, og vænti jeg ekki einasta rjettlæting- ar heldur og uppreistar fyrir margra ára hugarangur og hornauga stjórnarinnar á mjer í langan tíma. En því er miður, að þrennir erfiðleikar eru hjer á, sáfyrsti, að jeg á að ])robare non faotum (sanna jeg hafi ekki gjört það, sem mjer er borið á brýn), sem lögfræðingarnir kalla probationem dia- bolicam, íannan máta, að getamjer þess til, af hverjum áburði jeg á að hreinsa mig, með því áburðurinu og kærurnar hafa ekki verið mjertilkynntar, ogbeiðist jeg því þess auð- mjúklega, að þær eins og rjett, sanngjarnt og nauðsyidegt er, sjeu mjer birtar, og í þriðja máta, að jeg ekki með vörn minni og skil- ríkjum, sem jeg hefi nægð af, baki öðrum embættismönnum ábyrgð, sem Trampe greifi hefir hilmað yfir með og jafnvel mælt fram með, til þess að verða konunglegrar mildi aðnjótandi, enda þótt margir þeirra hafi verið breyskir mjög og veikir ásvellinu. Jpað er ekki meining mín, með því að verja hecdur mín- ar, að steypa neinum íslenzkum embættis- manni eða samþegn í vanda. Að upphafi verð jeg þó að taka það fram, að Y. E. má munaþað fráárinu 1808, þegar við Trampe greifi báðir vorum hjer saman í Kaupmannahöfn, að þetta gungumenni þá ekki svífðist óvildar við mig, þótt ekkert hefði á milli okkar borið, og þó við á Islandi hefðum umgengizt vinsamlega, sókt hvor annan heim og oss aldrei hefði lent saman hvorki munn- lega nje skriflega. En jafnsnemmaog stríðið byrjaði, og menn hjer urðu kvíðnir um ástand íslands, nauðsynjar og matarskort, þá hófst ogfjandskapurTrampe greifa gegn mjer, ein- göngu út af meiningamun í opinberum mál- efnum. Hann lagði það sem sje til, að hegningarhúsið íslenzka skyldi verða erfið- ishús fyrir grófa sakamenn, og þótt stofnun- in þá væri stórskuldug, að, ei að síður skyldi leggja skatta á landið því til viðurhalds. En j'eg sem var einn af æðstu embættismönnum landsins, ognákunnugurhinni ráðlausu stjórn hegningarhússins, fann mjer, landsins vegna, skylt að mótmæla þessari fyrirætlun, sýndi fram á, að húsið væri fullt og ekki fært um

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.