Ísafold - 14.02.1882, Blaðsíða 1

Ísafold - 14.02.1882, Blaðsíða 1
Árgangurinn kostar 3 kr. innanlands, en 4 kr. er- lendis. Borgist i júlímán. ÍSAFOLD. Pöntun er bindandi fyrir ár. Uppsögn til áraskipta með tveggja mán. fyrirvara. Auglýsingar í blaðinu kosta 10 aura fyrir hverja línu með meginmálsletri, en 8 aura með smáletri. IX 3. Reykjavik, þriðjudaginn 14. febrúarmán. 188 2. Grein þá, sem hjer fer á eptir, hafði jeg ritað til upptöku í »Skuld«, sem svar uppá greiri í sama blaði 31. jan. þ. á. en ritstjór- inn færðist undan að taka hana, nema jeg stytti hana allt að helmingi. bað vildi jeg síður, og með því ritstjóri þessa blaðs heíir gefið henni rúm, þá birtist hún hjer. Svar upp á „Hálfyrði um kirkjuna í Reykja- vík og kirkjusiðina". Herra ritstjóri! Gjörið svo vel að ljá rúm í blaði því, sem þjer veitið forstöðu, nokkrum orðum frá mjer í tilefni af grein þeirri, sem stóð í blað- inu í gær með ofangreindri fyrirsögn. Greinin er að vísu þannig samin, að margir munu álíta, að hún sje eigi svaraverð, og hún er það ekki heldur að mínu áliti í sjálfu sjer; en vegna málefnisins, sem hún ræðir um, hygg jeg þó rjettara, að leiðrjetta ýmsar missagnir í henni, svo mönnum gefist kostur á að vita hið sanna. pað er annars næsta leitt, að rit- stjórar blaða vorra skuli vera í slíku hraki, með nýtilegt og boðlegt efni í blöð sín, að þeir neyðist eða leiðist til að taka á móti ekki að eins fá- nýtum aðsendum greinum, heldur grein- um sem þeirri, er hjer er um að ræða, sem undir yfirskini alvarlegrar vandlæt- ingar helgidómsins vegna er lítið ann- að en strákaleg hvespni, mishermi, ó- sannindi og afbakanir, sem vart sýn- ast geta haft annan tilgang, en að reyna að kasta rýrð á einstaka menn, sem höf. kann að vera kalt í þela við, og níða sem mest niður hvern hlut hjer í bænum, sem sannarlega ekki er eptir- lætisbarn blaðamanna. Og það er ekki síður leitt, að ritstjórar, sem eiga að hafa gagn almennings og virðingu sjálfra sín og blaða sinna fyrir augum, skuli af óaðgætni eða kæruleysi hleypa inn óþvegnum aðskotadýrum af illu kyni, eða láta blöðin flytja út á meðal al- mennings eins vanskapaðan og ótíma- bæran burð eins og hin ofannefnda grein er. Eptir ritningartextanum, sem höf. hefir valið sjer: „Mitt hús skal vera bænahús, en þjer hafið gjört það að ræningjabæli", skyldu menn ætla, að hann þurfi að vanda um eitthvert rán- skapar-atferli, einhver gróðabrögð, sem framfari í kirkjunni í Reykjavík. Nei nei, svo áræðinn er hann ekki, þótt dirfska hans og ósvífni gegni furðu, og þótt honum auðsjáanlega sje fjarska mikið innanbrjósts, og fyrmánú lika vera en svo sje. Hann lætur á sjer skilja, að ef Kristur kæmi á hátíðisdegi inn í dómkirkjuna í Reykjavik, þá mundi hann sjá mart hneykslið svipað þvi, er hann sá í musterinu, er hann rak kaup- mennina út þaðan. Og hvert er þá hið voðalega hneiksli, sem gjörir guðs- hús að ræningjabæli ? Eptir höf. eigin orðum þetta : kongulóar vefur í öllum hornum, ryk og kolareykur á veggjum, gólfið óhreint mjög, og skökk eitt sinn „að minnsta kosti ein sálmatalan að minnsta kosti á annari töflunni" (hvílíkt voða- hneyksli!!). Og til þess að skemma eigi málverkið fyrir höf., mun vera bezt að bæta hjer við öðrum þeim hneykslanlegum atvikum, sem hinngjör- huguli og góðgjarni vandlætari nefnir, þó þau eigi ekki öll beinlínis við þann hátíðisdag, þegar hann hugsar sjer Krist koma inn og skoða „ræningja- bælið,,; þau er þá þessi: „ófagur og óhreinn stigi" upp við vegg fyrir fram- an kórinn nokkra helgidaga; eitt sinn allar sálmatölur skakkt settar [-við kvöld- söng, þegar alls ekki er venja að setja sálmatölurnar upp-]; svo skuggsýnt víða í kirkjunni við kvöldsöng, að ekki var bóklæst; og svo þessi meistaralega at- hugasemd: að prestur gefur meðhjálp- ara litla bendingu, og hann svo skrýðir og afskrýðir prestinn fyrir altarinu. Já, lesari góður: £>arna eru öll þau stórhneyksli saman komin í einn hóp, sem eptir skoðun höf. gjörir dómkirkj- una sem líkasta ræningjabæli! Margt er nú smátt hjer á meðal; þó væri það sök sjer, ef allar þessar útásetning- ar væru hreinn óflekkaður sannleiki, en það eru þær ekki. — J>að er fj'arri því, að jeg skuli mæla bót nokkru óhrein- læti eða óþrifnaði í kirkjunni, því jeg hefi stundum óskað þess sjálfur, að hreinlætið væri enn meira en verið hefir, og það er aldrei ofmikið; en mörg rök liggja til þess, að mjög torvelt er að halda kirkjunni ávallt jafn hreinni: af ljósunum kemur reykur og frá ofnun- um ryk, stundum einnig reykur, þegar vindur er óhagstæður, þó allt sje gjört, sem unnt er, til að varna því, og þessi reykur og ryk sezt eðlilega á gólf, lopt og veggi; fólkið ber óumflýjanlega með sjer vætu og óhreinindi inn á gólfið, og eru eðlilega mikil brögð að því, þegar kirkjan er svo troðfull, sem frekast má verða, svo sem optast er á kvöldsöngum og hátíðum, ekki sízt þegar menn koma inn snjóugir og votir. Ætlast höf. nú til, að kirkjan sje ávallt sem bezt hrein þrátt fyrir allt þetta ? Ætlast hann til þess, að gólf, þiljur og sæti sje allt þveg- ið á jólanóttina eptir kvöldsöng og nóttina milli jóladaganna, sömuleið- is á nýársnótt ? J>að gjörir hann naumast. Og sje slík krafa í fram- kvæmdinni nær því ógjörningur og að minnsta kosti sú ósanngirni, sem fáum, nema ef til vill höf., mun koma í hug, þá geta menn ekki hneykslazt á því, þó kirkjan sje ekki svo hrein sem æskilegt væri, þegar hver messudagur- inn rekur annan, eins og á hátíðum. Eptir þvi sem höf. farast orð um hinn hneykslanlega óþrifnað í kirkjunni, skyldu menn ætla, að hún sje aldrei þvegin nje sópuð, en því fer fjarri. Á kirkjunni fer fram aðal-þvottur að vorinu, sem samsvarar io—12 dagsverk- um fyrir 1 kvennmann; þess utan er kirkjan hreinsuð á hverjum laugardegi og á undan öllum hátíðum, og sam- svarar þetta verk allt árið nærfelt 30—36 dagsverkum, og er þá um árið varið til hreinsunar 40—48 dagsverkum. Aukahreinsanir fram yfir þetta hafa og komið fyrir við sjerstök tækifæri, svo sem í janúar og í mars 1880. Jpetta er þó nokkuð; allt fyrir það hefði jeg stundum óskað, að enn meira væri að gjört í þessu efni, eins og jeg sagði fyr ; en þetta er vandkvæðum bundið, þar sem kirkjustjórnin, eins og hver annar, verður að líta nokkuð á kostnaðinn, og leitast við að halda honum innan hæfilegra takmarka, og komið hefir það fyrir, að endurskoð- andi kirkjureikninganna hefur fundið að því, að of miklu fje virtist varið til þvotta og hreinsunar, þar sem það eitt árið voru frekar 97 kr. Af þessu mun hver, sem vill, geta sjeð, að lýsing höf. á óþrifnaðinum í kirkjunni sje „að minnsta kosti" blandin stórfelldum ýkj- um, sem sumir kynnu að leiðast til að nefna: hrein og bein ósannindi. Jeg segi alls ekki, að engin tilhæfa sje í þessu, og að ekki væri óskandi, að í sumu tilliti hefði hreinsunin verið full- komnari en hún hefir verið; hefði höf. á rjettum tíma komið með athugasemd um þetta, ýkjalausa og í sæmilegu sniði, þá skyldi jeg síztur manna hala til orðið að andmæla honum. En sæmi- legur ritmáti, gýfuryrða- og ýkjulaus, virðist ekki vera honum eiginlegur, enda verður hver og einn að tjalda því sem til er. Höf. setur á sig helgan vand-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.