Ísafold - 14.02.1882, Blaðsíða 2

Ísafold - 14.02.1882, Blaðsíða 2
10 lætisblæ og byrjar með ritningargrein, en mest sýnist honum ríða á því, að gjöra sem verst úr öllu og kasta sem mestum skugga á þá menn, sem hafa þjónustu í kirkjunni og umsjón um hana. Hann sýnist vera að telja mönn- um trú um, að nú nýlega sje upprunn- in einhver hin megnasta óþrifnaðar-öld yfir dómkirkjunni, sem eigi hafi fyr verið dæmi til; en hið sanna mun vera, að öll hin síðustu ár hafi fullt svo mikið verið starfað að hreinsun á kirkjunni eins og að undanförnu um langan tíma, og er þá „að minnsta kosti“* ósann- gjarnt, að kasta þeim, sem nú standa að kirkjunni, slíkum áburði í nasir. Jeg þori að fullyrða, að samlíking höf. á kirkjugólfinu og „baðstofugólfi í sveit í rigningatíð á sumrum um hásláttinn“ er í raun og veru megnari óþverri en allt það óhreinlæti, sem hann fárast um í kirkjunni. — J>að er annars eptir- tektarvert, til að sýna anda og innra mann höf., að greinin kemur út 3—4 vikum eptir að búið er að rdða svo bót sem unnt mun vera á peim göllum, sem verið hafa á hreinsuninni; og sízt á sá maður, sem þetta hefir gjört með mikilli fyrirhöfn og með þeirri alúð, vandvirkni og samvizkusemi, sem hann er alkunnur að, sízt á hann skilið að fá slíka vanþökk fyrir verk sitt. Leyti hinn grannskyggni höf., ef hann vill, að kongulóavef og öllum þeim óhreinind- um, sem hann er svo margorður um; hann mun hvorki finna þetta, nje hinn „ófagra stiga“ (sem annars er málaður lipur innanhúss-stigi, hafður við kveik- ingar á ljósahjálmunum, svo að þótt hann nokkra messudaga hafi staðið upp við vegg í kirkjunni, hafa eigi þau stórlýti að honum verið, sem höf., vill láta koma fram). Og hið gleðilegasta fyrir aðra, en hið leiðasta fyrir höf., er það, að allt petta var horfið úr kirkj- unni löngu áður en grein hans birtist, og ef til vill áður en hún var rituð. Hafi hann úthellt galli sínu með penn- anum á Eldbjargarmessu eða 7. janúar, eins og hann segir, hví kom greinin þá eigi út í „Skuld“, sem birtist 13. janúar? Má vera, að dagsetningin sje óviljandi misrituð ; slíkt kemur fyrir hjá fullt svo vandvirkum mönnum sem þessum höf. En hitt er víst, að sje greinin svo gömul, sem hann segir, þá hefði hann helzt átt að lóga henni vikugamalli og brenna á eldi; því ó- fyrirgefanlegra er honum, að hann ljet þessa skepnu verða 3 vikna og kom- ast á prent; því eins og það er ofseint að byrgja brunninn, þegar barnið er dottið ofan í hann, eins er það of seint, að fárast um eitthvað, sem miður kann að hafa farið, löngu eptir að búið er að bæta úr því. Höf. hlýtur að hafa *) Jeg get varla stillt mig um, að nota við og við þessi orð, sem höf. eru svo kær, og sem fara svo snildarlega í grein hans. vitað, byrgi hann ekki vísvitandi fyrir augu sjer, að grein hans var „að minnsta kosti“ orðin ótímabær burður hálfum mánuði áður enhún birtist; hví stytti hann henni þá ekki aldur, svo sem góðum dreng sómdi ? Annað- hvort hefir honum tekið svo sárt til þessa andlega afkvæmis síns, þó það vissulega sje ekki geðslegt, að hann gat eigi fengið af sjer að gjöra það að brennifórn á altari sannleikans, eða hann hefir einungis hugsað um það, að koma ýkjum sínum og gífurmælum á framfæri, hvort sem pau, eins og á stóð, áttu við eða ekki. — J>á eru hinar ákærurnar. Hin skakksetta sálmatala eða sálmatölur er meiri hjegómi en svo, að orðum sje eyðandi að sliku. Um dimmuna í kirkjunni er það að segja, að heilbrigðum augum mun hún naumast vera hættuleg; þegar kveykt er á öllum ljósahjálmum og ljósastikum, sem til eru í kirkjunni—og meira verð- ur ekki gjört—þá logar á fullum 140 ljósum, og svo var bæði þau skipti, sem höf. talar um. Oheilum augum —og svo er að sjá sem höf. hafi þau— getur margt orðið að vanda. Betri hefir þó sjón hans verið, þegar hann hefir sjeð „meðhjálparann hoppa í kringum prestinn og hrinda honum til og frá“ við skrýðinguna, því þetta eru helber- ar ofsjónir, hlutur, sem ekki er til, nema í vanheilum huga höf.; og sama er að segja um „óróleg læti prestsins fyrir altarinu og svefn meðhjálparans“; að þetta sje ekki annað en mjög ó- heppilegur og óhnittinn heilaspuni og draumórar höf., til þess að eg viðhafi ekki of hörð orð, það vitna jeg óhrædd- ur ekki einungis undir allan Reykja- víkur söfnuð heldur einnig undir hina mörgu utansóknarmenn, innlenda og útlenda, sem hafa verið hjer við kirkju. Höf. mun nú samt vera nóg boðið; hann mun æpa hárriröddu: „Á! hvað sagði enska konan hjerna um árið, sem var við messu í dómkirkjunni?" Jeg held nú annars, að það hafi verið í lík- húsinu, þegar þar var messað, á með- an stóð á aðgjörð dómkirkjunnar; en þetta skiptir minnstu. Kona þessi á að hafa sjeð „ýmislegt svo afkáralegt í þjónustu prestsins (minni) fyrir altar- inu, að það hlaut að hneyksla hvern þann, sem vanizt hefir þeirri siðprýði [taki menn vel eptir! ], sem menn gæta við messur í öðrum löndum“. Hjer er það fullgreinilega borið fram, að jeg hafi þennan helgidag (og væntanlega optar) gjört mig sekan í afkáralegu og ósiðsamlegu háttalagi eða látæði í kirkj- unni, í messugjörð, fyrir altarinu. Væri þetta eigi þvættíngur og lygi, heldur sannleikur, þá væri jeg vissulega mjög vítaverður fyrir, og sorglegt væri það fyrir söfnuðinn, kirkjuna og landið að hafa svo hneykslanlegan prest við dóm- kirkjuna í höfuðstað landsins; meira að segja: yfirboðarar mínir og söfnuður minn væri mjög vítaverðir fyrir að þola slíkt og láta það óátalið. Jeg verð að vera svo djarfur, að skjóta þessum á- burði undir dóm allra kunnugra manna, allra þeirra, sem hafa séð mig í kirkju og fyrir altari, og sem óskakka sjón hafa og ógallaða sannleiksást. Og því næst skora jeg á þennan góða Jón (má- ske jeg megi kalla hann Jónsson?), að hann annaðhvort játi mishermi sitt eða misskilning á orðum hinnar ensku konu, eða játi hitt—og það með fullum kinn- roða, væri honum það unnt—: að um- mæli hennar sjeu svo ástæðulaust og illgirnislegt þvaður, sem innlendum og kunnugum manni sje að minnsta kosti minnkun að, að hafa eptir, móti betri vitund, svo sem væru þessi ummæli á góðum rökum byggð. Jeg vonast fast- lega eptir slíkri játningu frá Jóní, vilji hann ekki heita fullkominn ódrengur. Mönnum eru annars stundum mjög mis- lagðar hendur, er þeir vitna til dóma erlendra manna; opt er því enginn gaumur gefinn, sem heilnæmt er og læra má af í ferðabókum útlendinga, en finni menn aptur einhvern hjegómann, eitthvert mergjað last, einhvern hroða- legan sleggjudóm, er nota megi nafn- greindum mönnum til rýrðar, þá þyk- ir sumum slíkt gullvægt, því er tekið tveim höndum og haldið á lopt, ekki af því að það sé á rökum byggt, held- ur af hinu: að þeim þykir það „passa í sitt kram“, svo sem hjer mun vera. En máske höfundur sje einn afþeimmönn- um, sem varla sjá sólina fyrir Englend- ingum og þykir allt dýrmætt, sem úr þeirri átt kemur, jafnvel þó það kunni að vera sorp. En þangað til Jón fær- ir betri rök fyrir áburðí sínum eða get- sökum en ummæli hinnar ensku konu, neita jeg honum með fyrirlitningu, jeg neita því, að jeg í þetta skipti eða nokkurt annað skipti hafi látið órólega eða ósiðlega fyrir altari, eða að jeg hafi gjört annað en það, sem mjer bar að gjöra samkvæmt lögum og siðum kirkju vorrar. Hvort kirkjusiðir vorir og messuskrúði geðjast vel eða illa inn- lendum eða útlendum gikkjum eða sjer- vitringum, það er mjer alveg óviðkom- andi, og sleggjudóma slíkra manna met jeg að engu. J>ar sem Jón vill fara að laga kirkju- siðina, er hann ekki heppnari en endrar- nær. Hann hneykslast á skrýðingunni fyrir altarinu, vitnar til skrúðhúsa er- lendis og skrúðhússins hjer. Hins gæt- ir hann ekki, að hjer er skrúðhúsið fyrir framan kór, út úr meginkirkjunni, og því nokkuð langt frá altari; en að minnsta kosti i þeim erlendum kirkj- um, sem jeg þekki til, er skrúðhúsið eða herbergið til afnota fyrir prestinn, inni í sjálfum kórnum, út úr hliðar- veggjum hans eða bak við altarið; þar er því næsta eðlilegt að skrýða og af- skrýða prestinn, þar sem hann þarf ekki að fara nema fáein fet frá altarinu, en

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.