Ísafold - 14.02.1882, Blaðsíða 3

Ísafold - 14.02.1882, Blaðsíða 3
ekki út úr kórnum eins og hér; þar er það ekki heldur fastur siður, eins og hjer er, að prestur standi fyrir alt- ari, á meðan sungið er, heldur altítt, að hann þá setjist inn í herbergi sitt. Hér á landi er það eigi tizka og þyk- ir naumast tilhlýðilegt, að prestur gangi i öllum skrúða inn í kór eðaút úrkór, enda sýnist nokkurt sjervizkubragð að þessum útásetningum á það, sem vjer allir höfum vanizt frá barnsbeini, og sem fram fer með allri siðsemi. Sje nokkuð afkáralegt í þessu, þá má lík- lega með eins góðum rökum kalla allt afkáralegt sem fram fer í kirkjunni. Eptir þeirra manna smekk er ekki vert að semja sig, sem kunna að álíta allt: kristindóm, kirkju og kirkjusiði tóman afkáraskap. f>á er Jón ekki heldur næsta heppinn með tilvitnun sína í lög 27. febr. 1880 ; hann getur engan staf { þeim sýnt, sem bjóði sóknarnefndum að fjalla um breytingar á viðteknum kirkjusiðum, að sópa kolareyk af veggj- nm eða annast um þvott og hreinsun kirkjunnar. Sóknarnefndin hjer mun engrar áminningar þurfa við hjá Jóni, en þekkja fullvel skyldur sínar og gegna þeim; en þess vil jeg óska, að Jón aldrei komist í sóknarnefnd, því jeg óttast, að flest mundi fara öfugt hjá honum í þeim efnum, og að hann muni koma þar fram sem sá óaldar- seggur, er ljeti margt standa á höfði, ef hann mætti ráða. Hin tilvitnuðu lög eru þessu máli öllu alveg óviðkom- andi, svo lengi sem það er ósannað, að guðsþjónustugjörðir hjer fari miður sómasamlega fram; en þetta á Jón enn eptir að sanna, þrátt fyrir allt raus sitt. Lesendur bið jeg að virða mjer til vorkunnar, að jeg hefi orðið nokkuð langorður; að jafnaði þreyti jeg menn ekki með blaðagreinum; en úr því jeg á annað borð fór að sinna rausi Jóns, þá vildi jeg sem rækilegast svara öll- um útásetningum hans, í þeirri von, að þurfa svo ekki bráðum á ný að skipta orðum við hann, því önnur verk eru ánægjulegri og uppbyggilegri. En vitaskuld er það, að þessi von getur brugðizt, eins og margar aðrar vonir; en þá verður þó Jóni en ekki mjer um að kenna. Reykjavík. 1. febrúar 1882. Hallgrímur Sveinsson. Um búnaðarháttu o| stofnunbúnaðarskóla. Búnaðarhátt nefni jeg aðferð bónd- ans við að nota gæði jarðar sinnar. Hver sem byggir jörð, mun ætla sjer að nota gæði hennar eptir beztu þekk- ingu og föngum; en í því er bóndinn optast mjög háður hinu vanalega á þeim stað, þar sem hann er kunnug- astur, eða því sem hann lengst hefir vanizt. Sá búnaðarháttur, sem er al- gengur í hjeraðinu, er optast notaður, því nær jafnt á öllum jörðum, án nægi- legs tillits til þess, að jarðir í sömu sveitinni geta opt verið hver annari svo ólíkar, að hinir fjarstæðustu bún- aðarhættir eiga við hverja þeirra. Sitt hentar hverjum stað. Landbúnaðar- háttunum á að haga eptir því, með hverju móti gæði hverrar jarðar verða bezt notuð, án þess að rýra hana. Sum- ar jarðir eru lagaðar fyrir sauðfjárbú eingöngu, aðrar fyrir nautbú sem höfuð- bústofn, og enn aðrar fyrir bæði naut- bú og sauðbú, að vissu hlutfalli. Sum- ar minni jarðir eða lóðir í sjávarþorp- unum, eru betur lagaðar fyrir jarðepla- rækt en grasrækt,—allt eptir ásigkomu- lagi jarðanna frá náttúrunnar hendi; en þetta hlutfall getur opt breyzt nokk- uð við ræktun jarðarinnar. Hnignun margra jarða, og því einnig landbúnaðarins yfirhöfuð í sumum hjer- uðum, leiðir af röngum búnaðarháttum. Jörðunum hefir opt verið, og er enn, misboðið með því, að hafa á þeim sauð- fje og hross, þar sem aðalbústofninn ætti að vera kýr. Við þetta spillist jörðin, því túnin eru þá vanrækt. Jeg gjöri ráð fyrir, að rýrnun margra jarða hafi orsakazt af því, að þegar bóndi flytur af fjallajörð á mýrarjörð og flyt- ur með sjer bú sitt, þá heldur hann þar áfram hinum sömu búnaðarháttum, er hann áður hafði; hann hefir miklu færri kýr en áður voru á jörðinni, ofl teður völlinn því eigi nægilega—því hinu litla fjártaði, sem safnast að vetrinum, hefir verið brennt, eins og tíðkazt hefir til þessa tíma, jafnvel á þeim stöðum, þar sem mótak er auðfengið, en hrossatað- ið kemur túnunum að litlu haldi á úti- gangsjörðum. Hættir túnið þá að spretta og gengur úr sjer ár frá ári vegna áburðarleysis. En sauðbúið gengur einnig til rýrnunar á slíkum jörðum. Sauðfjenu bregður við beitina og verður því rýrara og gjörir minna gagn. Opt er hætt við horfelli vegna þess að of mikið er treyst útiganginum, sem er ljettari á þessum stað. en þar sem það var áður. Við þetta og ann- að því líkt hnignar búinu, og það má- ske þangað til bóndi er orðinn öreigi. Hefir hann þá með röngum búnaðar- hætti eyðilagt búið og jörðina. En jörðin á þá naumast viðreisnarvon; því hún byggist eigi öðrum en þeim ein- um, sem eigi eru færir um að bæta hana aptur, heldur níða hana enn meir. Hafa á þenna hátt jarðir, sem fyr voru álitnar höfuðból, orðið að örreitiskotum. Má finna þess mörg dæmi þarsemjeg þekki til á suðurlandi. Víða eru móar áfastir við túnin með gerði umhverfis, sem sýna hvað túnið hefir einhvern tíma verið stórt, og menn kunna opt munnmælasögur um að á þessum eða hinum tíma hafi þar verið 10, 12 og sumstaðar allt að 20 kýr í búi á hinni sömu jörð, sem nú fóðrar aðeins 3—4 kýr. Á þeim jörðum sem, þannig voru á sig komnar, og eigi gátu framfært naut- bú vegna töðuleysis, og eigi sauðbú vegna beitilandsleysis, var það eitt til, að stunda hrossauppeldi á útigangi á mýrunum, sem nú er næsta almennt. En afleiðingin hlaut að vera hnignun landbúnaðarins yfir höfuð; því þegar hrossabúin fóru að tíðkast á mýrajörð- unum, breiddist sá búnaðarháttur einn- ig út til þeirra jarða og hjeraða, er sízt þola hann, og líða nú undir því oki. Saga landbúnaðirins á þessari öld, í það minnsta á suðurlandi, mun því vera í fám orðum (sbr. Árajöfnuð ept- ir Grím Thomsen í tímar. h. isl. bók- menntafjel. 1880): Nautbúin rýmdu að miklu leyti fyrir sauðbúum, en sauð- Qeð sýktist og ffjell fyrir vanhöfn og drepsóttum (o: megurð, óþrifakláða, lungnasótt, maurkláða, bráðdauða eða bráðapest o. fl.). £>á spratt upp stóðið, af því túnin voru komin í órækt og gátu eigi fóðrað kýrnar, en hrossin gátu lifað við sömu kjör og sauófjeð, nfl. á útigangi og útheyjum. J>ess gjörist eigi þörf að fara mörg- um orðum um það, hve óheppilegur þessi siðasti búnaðarháttur sje. J>að eru nú margir farnir að viðurkenna, að hross geti eigi álitizt neinn bústofn, einkum þá um tíund af þeim er að ræða. Hrossin eiga að vera verkfæri til að vinna fyrir aðalbústofninum, hvort held- ur það er fjenaður eða hlynnindi til lands eða sjávar. J>að er því jafn óeðli- legt að hafa fleiri hross en til þess þarf, eins og að hafa amboð, skip eða önnur áhöld yfir þörf fram, til kostnað- ar og órýmis, og til fyrirstöðu öðru, sem betri arð gæti borið. Hrossasalan blelckir almenning. £>ó það sje gott að geta selt það, sem er um of af hross- um í landinu, og fækkað þeim, ætti eigi almennt að stunda hrossaverzlan sem atvinnuveg; því það er fyrir landbún- aðinn hið sama sem að spara eyrinn en eyða krónunni; því hrossaverzlanin stendur að miklu leyti jarðræktinni, nautaræktinni, sauðfjárræktinni, og að öllu leyti sjálfri Yie.gta.rœktinnifyrir þrif- um. Hross geta eigi almennt ver- ið bústofn eða haft önnur áhrif á bún- aðarháttuna en sem verkfæri eða vinnu- kraptur, sjeu þau rjettilega notuð. J>ví getur hjer eigi verið um að ræða ann- an aðal-landbústofn en naut eða sauð- fje, og á stöku stöðum máske jarðepla- rækt. Landbúnaðarhættirnir ættu aptur að vera misjafnir, eptir því hvað á hverj- um stað getur verið aðalbústofninn, en það fer eptir því hvort jörðin er sauð- jörð, nautjörð eða hvorugt. J>etta er opt auðráðið af ytra ásigkomulagi jarðanna, því þar sem hagbeit er góð, einkum á fjalljörðum, eru sauðbú optast arðsöm- ust, enda þótt kúafóður sje auðfengið, og á þá sauðfjeð að njóta þess, efþað borgar fóðrið betur en kýrin; en þar sem sauðiand er rýrt, en nógur jarð- vegur til að rækta sem töðuvöll, er ó-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.