Ísafold - 14.02.1882, Blaðsíða 4

Ísafold - 14.02.1882, Blaðsíða 4
12 efað betra að stunda nautpeningsrækt- ina með batnandi meðferð á mjólkinni, svo að hún geti orðið verzlunarvara. í þorp- um þar sem beitiland alveg vantar (t. d. í Reykjavík, á Seltjarnarnesi, Álpta- nesi, Skipaskaga á Akranesi o. v.) ætti að stunda jarðeplarækt fremur en gras- ræktina, að svo miklu leyti jarðvegur- inn leyfir. En á þeim jörðum sem lagaðar eru fyrir hvortveggja nautbú og sauðbú, verður búskaparreikningur- inn að kenna mönnum hlutfallið. fað er búskaparreikningurinn sem komið getur í veg fyrir skakka búnaðarháttu, oghrundið þeimílag; en rjettur búnað- arháttur er skilyrði fyrir góðum land- búnaði. Sjávarútvegur landbændanna hefir mjög skaðleg áhrif á búnaðarháttuna víða um land, þó mest beri á þeim um þau hjeruð, sem næst liggja stærri ver- stöðum, eða í þeim sveitum, sem að nokkru leyti ná til sjávar en búa þó einnig að landbúnaði (t. d. landsveitir Gullbringusýslu, Kjósarsýslu, suður- hluta Borgarfjarðarsýslu og Mýrasýslu, sjávarsveitir Árnessýslu o. s. frv.). þeg- ar bæði á að stunda landbúnað og sjáv- arútveg verður optast hvorttveggja van- rækt, því hvorugu verður sýnd nægi- leg alúð, heldur verður hvort annars hjáverk, og stendur það öllum veru- legum framförum í vegi. Sjósókn land- bændanna hnekkir búnaði þeirra á þann hátt, að þegar beztu menn heimilisins eru mikinn hluta ársins við sjó, en heima eru einungis gamalmenni, konur og börn, þá verður ekkert gjört að jarðrækt eða jarðabótum, fjenaðurinn verður eigi hirtur svo vel sem skyldi, og fellur þá fyrir vanhirðingar sakir. þ>egar jörðin er í óhirðu og fjenaður- inn, sem er aðalbústofninn, þannig mis- heppnast (sem svo er nefnt), hneigist hugur bóndans enn meir að sjónum, en landbúið er vanrækt, stundum þang- að til það er gengið til þurðar. Af því leiðir að bóndi flytur sig í húsmennsku að sjónum. Veldur það þrengslum í verstöðum og vandræðum, ef sjórinn bregzt, eins og dæmin hafa sýnt. Allt þetta leiðir af skökkum búnaðarháttum. Eitt hið helzta ætlunarverk búnaðar- skólanna á að vera að koma lögun á búnaðarháttuna í landinu. Jeg hefi nú farið nokkrum orðum um hina mismunandi búnaðarháttu eptir ásigkomulagi jarðanna. J>etta getur nú haft mikla þýðingu fyrir einstakar jarðir, fyrir heil hjeruð, en þó einkum fyrir fjórðunga landsins innbyrðis. Olíkt landslag og landskostir og þar af leið- andi ólíkir búnaðarhættir, álít jeg að sje hið helzta, sem verulega geti mælt fram með því, að stofna fleiri en einn búnaðarskóla. Að suður- og vestur- íjórðungarnir eins vegar og norður- og austurfjórðungar landsins hins vegar, eru yfir höfuð lagaðir fyrir misjafna búnaðarháttu, getur að nokkru leyti rjettlætt þá tilhögun að tvískipta lands- ins litlu kröptum með stofnun tveggja búnaðarskóla á sama tíma. Annars hefði mjer þótt hyggilegra að byrja að eins með einn á suðurlandi, þar sem jarðveg- ur, loptslag, aðflutningar og samgöngur, og aðrar kringumstæður benda til betri þrifa fyrir hinar fyrstu tilraunir. þ>eg- ar þessi hinn fyrsti skóli væri algjörlega grundvallaður og spáði góðum fram- gangi, væri tími til að setja annan á stofn á norður- eða austurlandi. En þetta virðist eigi að geta samrýmst hlutdrægnisanda fjórðunganna. Jeg á- lít það óheppilegt að stofna búnaðar- skóla í hverju amti. Tveir opinb. bún- aðarskólar álít jeg að mundu samsvara betur kröptum landsins, og með góðu fyrirkomulagi einnig bezt fullnægja þörfum þess að svo stöddu. Suðurland, og að miklu leyti vestur- land, er vel fallið til nautræktar, en þar á móti náiega allt norður og aust- urland betur lagað fyrir sauðræktina, sakir góðra afrjetta og sumarhaga. Suður- og vesturland ættu því að sam- einast um einn búnaðarskóla á hentug- um stað í þverárþingi hinu forna. Jörð- in sje valin þannig að höfuðbústofn skólans gæti verið kýr, en mætti þó einnig hafa sauðfje að nokkru leyti. Aptur ætti norður og austurland að sameinast um skóla á hentugum stað. Jörðin sje sauðjörð góð og ætti sauður að vera aðalbústofn skóla þessa, með styrk af kúm. Við val búnaðarskólajarðar er margt að athuga, og þó einkum að jörðin hafi sjálf sem flest það til að bera, sem einkennir góða bújörð, svo sem nægan jarðveg til yrkingar, nóg og hentugt beitiland, nægilegt mótak o. s. frv. Auk þess er hægur aðflutningur einn hinn mesti kostur. Að jörðin sje vel valin hlýtur að hafa mjög mikla þýð- ingu fyrir skólastofnunina. í því efni varðar miklu að „undirstaðan rjett sje fundin“. Eptir dómi flestra þeirra, er þekkingu hafa á því máli, er engin jörð á suður- og vesturlandi betur löguð fyrir sameinaðan búnaðarskóla fyrir báða fjórðungana en Hvanneyn í Borg- arfirði. Jeg hefi nú fyrir hönd ábúend- anna samið um kaup á jörðu þessari fyrir sanngjarnt verð, einkum i peim til- gangi að jörðin gcetifengist til að stofna þar búnaðarskóla, og því býðst nú hlut- aðeigandi sýslunefndum og amtsráðum hið bezta tækifæri tii að sameina krapta sína, og hrinda málinu áleiðis í heppi- lega stefnu. Er vonandi að menn láti eigi þá veiði, er með naumindum náð- ist undir borði, aptur renna úr greip- um sjer. Reykjavík, 28. janúar 1882. Björn Björnsson, (búfræðingur). PRESTAKÖLL. Veitt: SAUEBÆR í Eyjafirði 8. þ. m., síra Guðjóni Hálfdánarsyni, presti í Landeyjaþingum. MIKLHOLT 10. þ. m., síra Odd- geiri Guðmundsen, presti í Sól- heimaþingum. Óveitt: LANDEYJAþlNG í Eangárvallas., metin 1099 kr. 39 a.; augl. 9. þ. m. REYNISþlNG í Skaptafellss. (Sól- heima, Dyrhóla, Reynis og Höfða- brekku sóknir), metin 1253 kr. 3 a.; auglýst 11. þ. m.; veitist frá næst- komandi fardögum. Auglýsingar. ENSKA. Málfræði, lestrarbók og orðasafn enskt— íslenzkt, með framburði, og íslenzkt—enskt, eptir Jón A. Hjaltah'n. Orðasöfnin hafa hvort um sig nálægt 9000 orða, það er, öll hin helztu orð í hvorutveggja málinu. Bók- in fæst í sumar hjá öllum bóksölum á landinu. Herra landfógeti Arni Thorsteinson og herra kaupmaður Geir Zoéga hafa í fyrra mánuði sem gjöf frá herra kaupmanni R. D. SlimoníLeith afhent fátækrastjórninni hjer 10 tons (þ. e. rúm 60 skippd.) af steinkol- um til útbýtingar meðal fátæks fólks hjer í bænum. Fyrir þessa heiðarlegu og góðu gjöf votta jeg hjer með gefandanum skyld- ugt þakklæti fyrir hönd þeirra, er gjafar- innar hafa notið. Skrifstofu bæjarfógeta í Reykjavík, h. 10. janúar 1882. E. Th. Jónassen Jörðin Bústaðir á Seltjarnarnesi fæst til ábúðar frá næstu fardögum. Lysthafendur snúi sjer viðvíkjandi byggingarskilmálum til faktors Larsens í Reykjavik. Hjer með bið jeg alla þá landa mína, sem ekki hafa enn gjört mjer grein fyrir Biblí- unni 1859, sem jeg hefi sent þeim að beiðni þeirra, að gjöra mjer skil fyrir henni ann- aðhvort með peningum eða óspjölluðum exemplörum ekki seinna en með fyrstu gufu- skipsferð, sem fellur kringum landið í vor. Reykjavík, 5. febrúar 1882. Jón Arnason. Svo er mál með vexti, að síðastliðið vor neitaði hreppstjóri Jón Jónsson á Lopts- stöðum í Gaulverjabæjarhreppi mjer um út- tekt á eignarjörð minni Rútstöðum í sama hreppi. Út af þessari neitun hreppstjórans neyddist jeg til, að kalla hann fyrir sátta- nefnd nú í haust í nóvembermánuði, og komst þar sú sátt á milli okkar, að nefnd- ur hreppstjóri galt til Gaulverjabæjarhrepps 5 krónurfyrir rjettarsynjunþá, erhannhafði í frammi haft við mig. Sömuleiðis neyddist jeg og til að kalla Guðmund Isleifsson á Stóruháeyri fyrir sátt- anefnd út vir meiðyrðum við mig, og sætt- umst við einnig, upp á, að hann tók aptur orð sín, sem of töluð, og galt 10 krónur til Stokkseyrarhrepps. Reykjavík 27. dag janúarm. 1882. ________________Eiríhur Asmundsson. Útgefandi: Björn Jónsson, cand. phil. Ritstjóri: Eiríkur Briem. Prentu ð í prentsmiðju ísafoldar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.