Ísafold - 02.03.1882, Side 1
Árgangurinn kostar 3 kr.
innanlands, en 4 kr. er-
lendis. Borgist í júlímán.
ISAFOLD.
Pöntun er bindandi fyrir
ár. Uppsögn til áraskipta
með tveggja mán. fyrirvara.
Auglýsingar í blaðinu kosta 10 aura fyrir hverja línu með meginmálsletri, en 8 aura með smáletri.
IX 4.
Reykjavík. fimtudaginn 2. marzmán.
18 8 2.
Um al]>ýðuskóla.
Á næstliðnu alþingi setti neðri deild-
in nefnd til að íhuga skólamál, að því
er snertir menntun alþýðunnar, og er
nefndin hafði skýrt frá áliti sínu um
það, ályktaði deildin að senda nefnd-
arálitið til landshöfðingja, þar eð hún
væri samdóma aðalskoðuninni í því, í
því trausti að hann hefði það til hlið-
sjónar við fjárveitingar til menntunar
alþýðu.
Auk |)eirrar þýðingar sem nefndar-
álitið þannig hefir fyrir landsstjórnina,
þá er það einnig eptirtektarvert fyrir
almenning, að því leyti sem það lýsir
þeirri skoðun, sem mikill hluti alþingis
hefir um það málefni, sem hjer er um
að ræða, og þar eð greind þingsálykt-
un var samþykkt með miklum atkvæða
fjölda, þá eru allar líkur til að sama
skoðun verði framvegis ráðandi við fjár-
veitingar úr landssjóði málefni þessu
viðkomandi; vjer viljum því taka hjer
fram nokkur aðalatriði þess.
Nefndin vill eigi að úr landssjóði sje
lagður neinn styrkur til þeirrar upp-
fræðingar, sem lögboðin er fyrir öll
ungmenni. Kostnað við slíka uppfræð-
ingu má telja tii kostnaðar við sjálft upp-
eldið og er eðlilegast, að sá leggi hann
fram, sem að öðru leyti á að kosta upp-
eldið, án þess að kostnaður þessi sje
lagður á herðar almennings; og þar eð
gjöra má ráð fyrir, er framlíða stundir,
að flestir fullorðnir menn hafi þá kunn-
áttu, sem hjer ræðir um að veita ung-
mennum, þá getur uppfræðing þessi
jafnaðarlega orðið veitt á kostnaðar-
minni hátt á heimilunum heldur en með
sjerstökum stofnunum (barnaskólum);
en þar sem slíkar stofnanir þykja nauð-
synlegar, þá á bezt við að hlutaðeig-
andi sveitafjelög hafi að öllu leyti með
þær að gjöra og kosti þær, að því
leyti sem tillögur einstakra manna (t.
d. kennsluborgun) hrökkva eigi til
þess.
Á hinn bóginn þótti nefndinni nauð-
syn bera til, að settar væru á fót víðs-
vegar um land kennslustofnanir fyrir
ungmenni, bæði pilta og stúlkur, er
komin væru yfir fermingu, og að til
þess að þær gætu komist á fót og við-
haldist, yrði eigi komist hjá að leggja
fram töluvert fje úr landsjóði; alþýðu-
skólar þessir ætlaðist hún til að stæðu
undir umráðum sýslunefndanna eða
manna, er þær kysu. Á þennan háttverð-
ur um þrennskonar almennar menntunar-
stofnanir að ræða; i. þær stofnanir fyrir
landið allt t. d. gagnfræðaskóla, þar
sem kennsla er veitt, er fer lengra en
svo, að almenningur geti notað hana;
þær eru kostaðar af landssjóði, og
standa að öllu leyti undir umráðum
landsstjórnarinnar. 2. þær stofnanir
fyrir einstök hjeröð, þar sem kennsla
er veitt, er vænta má að miklum
hluta almennings geti orðið til nota;
þær standa undir umsjón sýslunefndanna,
er sjá um kostnaðinn til þeirra að því
leyti þörf er á, en úr landssjóði er
lagður styrkur til þeirra. 3. barna-
skóla þá fyrir einstakar sveitir, er að-
eins veita uppfræðingu í því, er ætlast
er til að öll börn nemi, eða lítið meira;
til þeirra leggur landssjóður ekkert.
Að því er upphæð styrksins úr lands-
sjóði snertir, lagði nefndin það til, að
hver alþýðuskóli fengi allt að 1000 kr. en
þó að öllum jafnaði eigi meira, en %
alls kostnaðar þess, er skólahaldið á
hverjum stað hefði í för með sjer1.
þ>að er æskilegt að skólarnir væru
svo víða, að eigi yrði miklum erfiðleik-
um bundið að nálgast þá, * en á hinn
bóginn verður að varast, að þeir á ein-
stökum stöðum verði svo þjett settir, að
kennslan fyrir hvert einstakt ungmenni
yrði of kostnaðarsöm; þessu viðvikj-
andi gjörir nefndin ráð fyrir að alþýðu-
skólarnir ættu að vera svo sem 14 að
tölu á jafnmörgum skólasvæðum, og
1) í fullri samkvæmni við þetta er svo nákvæmar
ákveðið í fjárlögunum fyrir yfirstandandi fjárhags-
tímabil, að styrkurinn úr landssjóði aldrei megi
vera meiri en svo að önnur tillaga, er skólinn nýt-
ur sje eigi minni en helmingur móts við tillagið úr
landssjóði; með þingsályktuninni, er vísaði til nefnd-
arálitsins, er komið í veg fyrir að stjórnin komist
í þessu efni í vandræði, er hún vill grandvarlega
fara eptir ósk þingsins, en með ákvörðun fjárlag-
anna er því varnað, að stjórnin, þó hún vildi gjör-
ráð vera, geti farið að vild sinni.
VAENARRIT
MAGNÚSAE ETATSE. STEPHENSENS.
(Niðurl. frá bls. 8).
Gjörði jeg þá fyrirspum til konungs,
hvernig jeg ætti að hegða mjer, meðan á
stríðinu stæði, ef Enskir tæki Island, og
svaraði H. H, mjer munnlega : »Leyfi þeir
landsins lögum að vera við líði skuluð þjer
sitja kyr í embætti, en að öðrum kosti leggja
það niður; hermaðurinn á að berjast með
sverðinu, en þjer með pennanum, fyrir
rjettindum landa yðar, en ekki gefa yður
varnarlaust lagalausri meðferð fjandmann-
anna á vald«. Jeg treysti því, að H. H.
ekki sje búinn að gleymaþessum orðum; svo
svo mikið er víst að mjer eru þau í föstu
minni.
Jörgensen skipaði nú nokkra ljúflinga sina
í Beykjavík, amtmenn í báðum ömtum, í
skóla og önnur embætti, og fór nú með 4
menn af stað norður, á fund Stefáns amt-
manns Thorarensens. Amtmaður lagðinið-
ur embættið, og ljet Jörgensen hlutlausan,
þótt honum hefði verið hægt með húskörl-
um sínum og tveim hundruðum manns í
nágrenninu að taka piltinn.—Skömmu eptir
það Jörgensen kom aptur til Beykjavíkur,
fjekk jeg í miðjum ágústmánuði brjef frá hon-
um, dagsett 6. ágúst, út af því, að einn af
hans ensku fylgisveinum, hinn fymefndi
Savignac, hafði ráðist áPetræus kaupmann
á Beykjavíkur stræti. Hafði Patræus kært
þetta fyrir bæjarfógeta þeim í Bvík/ sem
Jörgensenhafðiskipað, og síðarfyrir Jorgen-
sen sjálfum. Jörgensen hafði tekið kærunni
á þann veg, að hann skipaði að skjóta Petr-
æus, en hugsaði sig þó um, og beiddist þess
af mjer, að taka málið fyrir í yfirdómnum,
á undan öllum öðrum málum. þessu brjefi
gaf jeg engan gaum.—Nú kom, ekki löngu
síðar, nýtt enskt herskip tilBeykjavíkur, the
Talbot, skipstjóri Alexander Jones, og beiddi
Petræus kaupmaður mig þá að koma, sem
fyrst jeg gæti, til Beykjavíkur, á fund Jon-
es’s, sem var heiðursmaður. Jörgensen og
Phelps hafði verið gjört viðvart, að vara
sig á mjer, og var jeg sá einasti maður
hjer á landi, sem þeir þá óttuðust; enda
gjörðu þeir allt mögulegt, settu verði o. s.
frv. til þess að koma í veg fyrir, að jeg
næði að fá tal af Jones. Allt um það, fór
jeg tafarlaust af stað til Beykjavíkur í því
skyni að gegna dómastörfum mínum, og
gisti hjá Petræus kaupmanni; skrifaði jeg
þar snemma morguns daginn eptir kurteist
brjef til Jones, og mæltist til, að ná fundi
hans, óhindraður af Jörgensen, til þess að
skýra honum frá vandræðum fósturjarðar
minnar, og kom Petræus brjefinu út í Tal-
bot með fiskibát. Klukkan 9 um morgun-
inn, kom Capt. Jones í land og inn til Petr-
æusar, ásamt Phelps. Bjarni Sivertsen o.
fl. voru þar fyrir. þegar við vorum seztir,
hóf jeg ræðu mina, sagði, að Phelps áheyr-
anda, alla söguna um atferli og yfirgang-
Enskra, án þess Phelps bæri neitt til baka,
og skoraði loks á Jones, svo framarlega at-
hæfi þeirra enga heimild hefði, af hálfu
hinnar ensku stjórnar, þá að veita þessu
varnarlausa landi ásjá gegn þessum stiga-
mönnum, en víkja þeim burtu og skila ráns-
fjenu aptur, eður í annan stað láta þáleggja
fram heimild sína, frá Bretastjórn, fyrir
tiltektum sínum. Jeg dró ekki fjöður yfir
neitt af gjörðum þeirra, þó Phelps væri við-