Ísafold - 25.03.1882, Blaðsíða 2

Ísafold - 25.03.1882, Blaðsíða 2
18 hins vegar £>jóðverja og líklega Aust- urríkismenn og Tyrki. Höfðingjum Rússa og Tjóðverja, keisurunum, farast jafnan friðsamlega orð og vinsamlega; en það er ekki einhlftt. Tað er al- kunnugt og hefir lengi verið, að með þjóðunum hvorumtveggju býr undir hinn megnasti rígur og kali, eða rjett- ara sagt með Slöfum yfir höfuð og Tjóðverjum. Kemur það jafnan fram að öðru hvoru f ummælum merkra blaðamanna á báðar hliðar og ýmissa mikils háttar manna annara endrum og sinnum. Nýtt dæmi þess um þessar mundir hefir valdið miklum bollalegg- ingum og skotið mörgum friðarvinum skelk í bringu. Hneixli þvf veldur Skóbeleff hershöfðingi, garpurinn mikli úr Tyrkjastríðinu síðasta og stórum frægur þar á ofan fyrir hernað sinn á Mið-Asfu síðan, sagður átrúnaðargoð al- mennings á Rússlandi. Hann mælti fyrir minni í veizlu í Pjetursborg í vet- ur, afmælisveizlu sigursins við Geok Tepe 24. jan. 1881, og minntist þar uppreistarinnar í Dalmatíu með hjart- næmilegum vinmælum til uppreistar- manna, svo löguðum, að þvf var líkast sem Rússar væri að eins ófarnir af stað til liðs við þá. Skömmu síðar var hann kominn vestur í París, sumir segja að boði keisara fyrir vanþokka sakir vegna bermæla þessara, en aðrir annað; og þar árjettaði hann þau í á- varpssvari við Serbska stúdenta þar f borginni og kvað svo að orði, að þ>jóð- verjar væri svarnir óvinir Rússa og þá og aðra Slafa þyrsti sáran í blóð þeirra eða þvf um líkt. Við slík býsn urðu fiest blöð á Týzkalandi ókvæða og jafnvel á Englandi líka og skoruðu á stjórnina f Pjetursborg að segja til skýrt og skorinort, hvort Skóbeleff talaði frá hennar bijósti eða sjálfs sín eingöngu. Hún svaraði, dræmt nokkuð, en sem nærri má geta í þá átt, að Skóbeleff hefði einn ábyrgð orða sinna, en stjórn- in ekki. Nú er hann á heimleið til Pjetursborgar aptur, til þess að standa þar reikningsskap tiltækis síns, að mælt er, þótt vant sje að vita hvort nokkur sannindi eru fyrir þvf. Um samdrátt með Rússum og Frökkum hefir annars ekki verið mikið talað, nema hvað því hefir verið fleygt, að þeir Gambetta og Skóbeleff og ef til vill fleiri mikils háttar menn rússneskir muni hafa hittzt að máli í haust einhversstaðar, er Gam- betta var á ferð um Týzkaland með dularnafni og svo lítið bar á, og mun hafakomizt allt austur að landamærum Rússlands. Annað áhyggjumál friðargoða álfunn- ar er stjórnarbyltingarumleitun á Egipta- landi. þ>ar hafa ýmsir stjórnendur Norðurálfuríkja haft í samfjelagi tölu- verð afskipti af landstjórnarmálum að undanförnu, mest þó Frakkar og Eng- lendingar, meðal annars vegna skulda, er auðmenn í þeim löndum eiga þar til að kalla. f>ví unir soldán í Mikla- garði miðlungi vel og slíkt hið sama Egiptar sjálfir, sem við er að búast. Af þeim toga var spunnið hermanna- upphlaup það, er gjörðist í Kaíró f haust er var. Var þar oddviti fyrir, hershöfðingi sá, er Arabi Bey nefnist. Hefir lifað f þeim glóðum síðan, og það gjörzt nýlega, í öndverðum f. m., að jarli var þröngvað til að taka sjer til ráðaneytis Arabi Bey og helztu fje- laga hans, þá er hann nefndi til. f>að var ráðgjafarþing, er jarl hafði hvatt til fundar um jólin, að undirlagi fylgis- manna Arabi Bey, sem setti jarli slík- an kost, og hefir auk þess kallað til meiri ráða um lög og landstjórn, en erindrekum stórveldanna virðist hollt þeirra vegna eða tiltækilegt. Skömmu áður en Gambetta fór frá völdum, hafði stjórn Frakka og Englendinga fyrir hans forgöngu ritað Egipta jarli sam- eiginlegt brjef þess efnis, að þeirmundu sjá um, að engum hjeldist uppi að skerða ríki hans og völd, og var svo til ætlazt, að skipalið franskt og enskt kæmi þar við land, ef þeir .Arabi Bey eða aðrir óeirðarseggir færu að sýna sig líklega til einhverrar óhæfu. En er Gambetta var farinn frá, kom aptur- kippur i þessa fyrirætlun, og því færi sættu hinir. Nú er mælt að stórveldin öll muni vera að sammælast um að skerast f leikinn f samfjelagi, hvað sem úr því verður. Vikuna sem leið hefir staðið yfir í Pjetursborg málsrekstur gegn tuttugu og tveimur mönnum, körlum og kon- um, er grunaðir voru um banatilræðin við keisarann sálaða, síðustu árin sem hann lifði, og ýmsa höfðingja meðal stjórnenda landsins. Urðu menn þar margs fróðari en áður um það athæfi allt, þótt eigi þyki hér f frásögu fær- andi. Tíu voru dæmdir af lffi, í gær, en hinir f hegningarvinnu æfilangt flestir. Látizt hefir f vetur þýzka skáldið Berthold Auerback, sjötugur. Guiteau, morðingi Garfields forseta, var loks dæmdur af lífi í Washington 4. f. m. og á að hengja hann í sumar 30. júní. þ>að hefir orðið sögulegt hjer á ríkis- þinginu í vetur, að ýmsir mestu mátt- arstólpar hægrimanna hafa snúist til mótgöngu gegn sfjórninni í sumum mikilsverðum málum, t. d. landvarnar- málinu o. fl. Er þar til að nefna þá Krieger, Ploug og Ussing í landsþing- inu, og Klein f fólksþinginu. Hafa vinstrimenn tekið því mjög svo fegins hendi, en hinir þó eigi viljað kannast við, að þeir ættu óskilið mál við þá eða vildu ríða ráðherrana ofan. þ>ó hefir Klein látið á sjer skilja, að nú mundi ráði næst að skipt væri um ráða- neyti, úr því að engu yrði áleiðis snú- ið að öðrum kosti að lögum. Ymsir hægrimenn hafa tekið í sama streng í blöðum og bæklingum, með hálfum hug þó, enda hefir Klein fengið að kenna dirfsku sinnar: hægri blöðin mörg veitzt að honum sem úlfar að bráð og látið sem honum mundi með engu móti geta annað gengið til en að hann langaði til að komast í sæti Es- trups. Flestir munu búast við, að ráð- herrarnir muni engan veginn ætla sjer að skila af sjer völdum í bráð, heldur hafi þeir í hyggju að gefa út bráða- byrgðafjárlög af nýju í vor og halda öllu í sama horfi og áður. Regluleg- um fjárlögum mun enginn búast við í þetta sinn; í fjárlaganefndaráliti fólks- þingsins, sem nú er nýkomið út, er haldið sama strykinu og áður, haldið fram sömu ágreiningsatriðunum og í fyrra. Stjórnin lagði fyrir þing í vet- ur, landsþingið, nýtt landvarnalagafrum- varp, og er þar gjört ráð fyrir víggirð- ing um Kaupmannahöfn, er kosta muni 66 milj. kr. Málið er nú þar í nefnd. í Finnmörk norðanverðri urðu stór- skemmdir í vetur af stórviðrum og sjávargangí, 16. jan. og 4. febr., bæði á húsum, skipuin og skepnum, um 7—800,000 kr. að á er giskað. Stór- þingið hefir veitt 100,000 kr. úr ríkis- sjóði til að bæta úr bráðri neyð manna. Auk þess samskot um öll Norðurlönd. — Konungsfólkið frá Stockhólmi hefir verið á ferðinni í Kristíaníu nýlega, nýgiptu hjónin, Gústaf konungsefni og Viktoría, til þess að sýna sig þar. Bæjarstjórnin veitti 25,000 kr. úr bæjar- sjóði til að prýða borgina og til ann- arar viðhafnar þeim til fagnaðar, og ýmsir auðugir fylgismenn síjórnarinnar lögðu fram stórfje í sama skyni; en aðrir gáfu sig lítið að þeim glaumi og kváðu nær að hugsa um að hjálpa aumingjunum í Finnmörk en að vera að sóa út fje í eintóman hjegóma eða þaðan af verra: til að blekkja auga konungs með glysi og fagurgala til þess að hann sæi eigi hvernig almenningi liggur hugur til hans fyrir andróður hans og ráðgjafa hans gegn vilja þings og þjóðar í nauðsynjamálum landsins. Viffb. 3/3. — Banatilræði við Viktoríu drottningu í gær í Windsor á heimleið þangað frá Lundúnum: skotið á hana í vagni á leiðinni frá brautarstöðvunum heim til hallarinnar af töturbúnum manní i fólksþyrpingunni, er reyndist j verzlunarþjónn frá Lundúnum og hálf- í brjálaður. Skotið reið fram hjá vagni drottningar og sakaði hvorki hana nje aðra. í Vínarborg brann í vetur leikhús mikið, og fórust þar um 400 manns. Lamllæknisembœttið. Með póstskipinu frjettist, að einhver danskur maður sæki um landlæknisem- j bættið, og það með að verið geti að hann fái það. Að svo verði virðist oss j þó mjög ólíklegt, því það er alkunn- T\l

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.