Ísafold - 25.03.1882, Blaðsíða 3

Ísafold - 25.03.1882, Blaðsíða 3
/ ugt, að þeir dönsku læknar, er hjer hafa verið hafa yfir höfuð reynzt allt annað en vel; þeir hafa eigi getað fellt sig við háttu manna hjer eða lag- að sig eptir því, sem menn þurfa hjer við að búa, og jafnan haft hugann í Danmörku, enda hafa þeir jafnaðarlega flutt sig þangað aptur innan skamms, ýmist við það, að þeir hafa fengið þar annað embætti eða að þeir hafa fengið lausn með eptirlaunum. En hafi það eigi reynzt vel að skipa hjeraðs- læknisembætti útlendum mönnum, þá væri það þó miklu ísjárverðara, að það eindæmi væri gjört í sögu landsins að skipa landlæknisembættið dönskum manni og fela yfirstjórn allra heil- brigðismálefna landsins manni, sem eigi að eins aldrei hefði haft hjer á landi nein læknisstörf á hendi, held- ur og manni, sem ekkert þekkti hinar 'sjerstaklegu ástæður lands og þjóðar eða hver kjör almenningur hjer á landi býr við og verður að búa við. þetta væri þvf ísjárverðara sem landlæknirinn engin hjeraðslæknisstörf hefir á hendi og mundi því heldur eigi hafa mikið tækifæri til í embættisstöðu sinni að bæta úr greindri vanþekkingu. Hvaða traust gætu menn borið til þess, að til- lögur hans um sóttvarnir innanlands eða önnur heilbrygðismálefni væru lagað- ar eptir ástæðum og að þvi leyti á góðum rökum byggðar ? Hvernig væri þess að vænta, að hann gæti með fullri nærgætni dæmt um, hvað með sann- girni mætti heimta af hjeraðslæknun- um og hvað eigi mætti ætlast til af þeim c. s. frv. Og þegar hann nú á hinn bóginn yrði þess var, að menn gæfu orðum hans minni gaum en hon- um þætti ástæða til, væri þá eigi eðli- legt, að það meðal annars gæfi honum tilefni til, að skoða dvöl sína hjer eins og nokkurskonar útlegðartíma, og þyrfti hann þá eigi að vera neitt ó- skyldurækinn maður þótt hugur hans hallaðist eigi svo eindregið að velferð íslendinga, sem óskandi væri. Stæði svo á, að um engan íslenzkan mann væri að ræða, er fær þætti til þessa embættis, þá væri nokkru öðru máli að gegna, en hinn setti landlækn- ir J. Jónassen hefir á sjer almennings- orð fyrir að veragóðurlæknir ogmjöglip- ur kennari og með ritum sínum viðvíkjandi heilbrigðismálefnum hefir hann sýnt, að hann hefir áhuga á að gjöra gagn með fleiru en þvi, sem beinlínis eru embættisstörf hans; eins og menn því töldu hjer sjálfsagt áður en póstskip kom, að hann mundi verða landlæknir, svo er og vonandi að það bregðist eigi; en skyldi svo fara, þá væri breyt- ingin eigi að eins i því fólgin, að vjer fengjum danskan landlæknir, heldur væri þá og eigi lengur von um að halda Guðna lækni Guðmundssyni, er hefir reynzt hjer í vetur mæta vel og það get- ur verið sagt, en er þó eigi sýnt að það 19 skarð yrði bætt með dönskum manni, þó góður þætti erlendis, þar sem hann getur fengið þá aðstoð og haft þær að- ferðir, sem óvíst er að yrði komið viðhjer. J>að væri og að öðru leyti mjög í- skyggilegt, ef farið væri að skipa út- lenda menn i hin helztu Og tekjumestu embætti landsins; því hefir verið hald- ið fram, að það væri veruleg ástæða til þess að hafa einstök embætti tölu- vert tekjumeiri en önnur, að þá mætti með þeim launa dygga þjónustu í tekju- minni embættum og að vonin um að geta fengið þau hvetti menn til að sýna því fremur alúð og árvekni í stöðu sinni, en af þessum tilgangi miss- ist öldungis, ef farið væri veita þau útlendum mörtnum; að því erlandlækn- isembættið sjerstaklega snertir, þá má það heita hið eina embætti hjerálandi sem er þeim mun tekjumeira en önn- ur lækna embætti, að vonin um það í peningalegu tilliti geti hvatt læknaefni til að verja fje og fyrirhöfti til að afla sjer frekari kunnáttu f læknisfræði, heldur en þarf til að standast próf við læknaskólann hjer ; væri þvf veikt sú von, sem íslenzk læknaefní gætu gjört sjer um að öðlast einhvern tíma á æfinni þetta embætti, þá er hætt við, að það drægi úr áhuga þeirra, sem annars bæði vildu og gætu aflað sjer meiri kunnáttu í læknisfræði en kostur er á hjer á landi; enn fremur hlyti það og að vera særandi fyrir þjóðernistil- finningu vora og veikja þá tilfinningu fyrir sjálfri sjer og það traust á kröft- um sjálfrar sín, sem þjóðin þarf að hafa, ef hún yrði að sjá útlendan mann f einu helzta embætti landsins, einkum þegar þess væri engin þörf. — Síðan að framanprentuð grein var skrifuð, höfum vjer sjeð brjef frá Kaupmannahöfn þar sem þess er getið, að maður sá, sem sækir um landlæknis- embættið sje sjerlega vel lærður og er svo að sjá að ýmsum löndum vorum í Khöfn þyki æskilegt, að honum yrði veitt embættið einkum af þeirri von að læknaskólinn hjer muni vinna mikið við að fá hann hingað. En til þess að veitalandlæknisembættinu góða forstöðu þá þarf meira en lærdóminn einan, það þarf praktískt vit og praktískan dugn- að, sem eigi er sagt að lærdóminum sje samfara, og þessutan þá praktísku þekkingu á því, hvernig hjer stendur á, sem ómögulegt er að maður þessi hafi. Viðvíkjandi því að læknaskólinn muni vinna mikið við að fá hann, þá er þess að gæta, að kennslan á hon- um er að eins eitt meðal annars af störfum landlæknisins og svo æskilegt sem það væri að hafa sem lærðastan kennara, þá mun það, sem læknakennsl- unni hjer kann vera ábótavant, án efa helzt liggja í því, sem lærdómur kennaranna eigi getur bætt úr, sem sje að lækna- efnin geta eigi fengið þá æfingu og þá reynzlu, sem þörf væri á, af því að ýmsir þeir sjúkdómar eða sjerstakar myndir þeirra, sem erlendis má sjá á mánuði hverjum, kom ahjer eigi fyrir svo árum skiptir, vegna mannfæðarinnar, af því að hjer er af sömu orsök svo sjald- an færi á að æfast óvenjulegum hand- læknisstörfum og af því að menn geta eigi fengið þá yfir höfuð æfingu í að fara með sjúkdómana eins og þar sem þeirkoma opt fyrir. PÓSTSKIPIÐ kom hjer 19. þ. m.; með þvi komu Sveinn Sveinsson búfræðingur og kaupmennirnir Jón Jónsson frá Brákarpolli og Jón Guðnason í Eeykjavik. FEJETTIE hafa nú komið viðsvegar að úr landinu með ferðamönnum þeim, er hing- að hafa komið. Siðan á nýjári hefir tíðar- far hvervetna verið styrt nema í Múlasýsl- um; þaðan er oss skrifað 24. jan.: »Nú í dagstæðan hálfan mánuð hafa verið sífeldar hlákur og blíðviður, enda er nú eins snjó- laust í byggð sem þá er bezt er í maímán- uði.—Arður af atvinnu manna til lands og sjávar hefir næstliðið ár verið hjer yfirhöfuð í lakara lagi, en útlit er á að landbúnaður líði þó lítinn sem engan hnekki vegna vetr- arfarsins. Slys hafa orðið hjer venju frem- ur; tvö hús á Seyðisfirði skemmdust mikíð af snjóflóði og tvö börn dóu 1 því; verður að rífa bæði húsin og flytja úr stað; nokkra menn hefir kahð og einn orðið úti, Helgi Magnússon, bróðir Eiríks meistara Magnús- sonar í Cambridge«. A Isafjarðardjúpi varð í fyrra mánuði skiptapi; formaður var Halldór bóndi Pálsson í Hnífsdal og drukkn- aði hann 1 fiskiróðri við 6. inann. Hjer við Eaxaflóa hefir nú um stund ver- ið mjög stirð tíð, hagleysur til sveita og aflalaust af sjó. Ný lög frá sfðasta alþingi, staðfest af konungi. jan. 13. Víxillög fyrir ísland. jan. 13. Lög um vixilmál og vixilafsagnir. jan. 13. Lög um borgun til hreppstjóra og annara sem gjöra réttarverk. febr. 16. Lög til bráðabyfgða um breyt- ing á 9. gr. í lögum 4. nóv. 1881 um útflutningsgjald af fiski, lýsi o. fl. þessi bráðabyrgðalög eru svo hljóð- andi: „Afli sá, sem hefir fengist á árinu 1881, skal því að eins undanþeginn spítalagjaldi samkvæmt tilskipun 12. febr. 1872, að hann sje fluttur út úr landinu eptir 1. jan. þ. á. og þar með leggist á hann útflutningsgjald eptir lögum 4. nóvember 1881. Lög þessi öðlast gildi daginn eptir að það tölublað af stjórnartíðindunum, deildinni B. er útkomið, þar sem aug- lýst er að login sjeu komin út“. Síðast talin lög hafa eflaust verið út- veguð í góðu skyni til að láta landssjóð- inn eigi missa af gjaldi af afla þeim, sem aflaðist eptir ágústmánaðarlok f. á. og fluttur hefir verið út áður en lögin um útflutningsgjaldið náðu gildi; en hvort full ástæða hafi verið til svo óvenjulegra laga getur þó verið efamál; hið helzta er hjer er um að ræðaer síldaraflí Norðmanna

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.