Ísafold - 25.03.1882, Blaðsíða 1

Ísafold - 25.03.1882, Blaðsíða 1
 Árgangurinn kostar 3 kr. innanlands, en 4 kr. er- lendis. Borgist í júlímán. ÍSAFOLD. Pöntun er bindandi fyrir ár. Uppsögn til áraskipta með tveggja mán. fyrirvara Auglýsingar í blaðinu kosta 10 aura fyrir hverja línu með meginmálsletri, en 8 aura með smáletri. 1X5- Reykjavík, laugardaginn 25. marzmán. 1882. Utlendar frjettir. Khöfn, I. marz 1882. pessi vetur, sem nú er langt liðinn, hefir verið óvenju-blíður bæði hjer í Danmörku og annarstaðar víðast, er til hefir spurzt, ay^-blíður, að elztu menn muna eigi anjin eins, þó nokkuð veðra- |amt á stundum. Mest frost hér í Khöfn að morgni dags 30 á C, og það örsjaldan; jafnaðarlega þetta frá 3 til 7° hiti, stundum meir. Húsagjörð og !: annari útivinnu ýmislegri heíir því mátt halda áfram í allan vetur eigi öllu mið- ur en að sumri til. Slíka veðráttu mundu flestir kalla mjög svo hagstæða hvar sem er. En annars eruþó dæmi, þótt ólíklegt megi virðast. Frá Sví- þjóð berast t. a. m. miklar sögur um harðrjetti manna á meðal fyrir þá sök, að vegna þýðanna hefir verkafólki brugðist mjög sú hin mikla og arðsama atvinna, er það hefir að jafnaði á vetr- um við skógarvinnu og fiutninga á ís- um og hjarni. í dag er hjer kafaldshríð í fyrsta sinn í vetur. Engin stórtiðindi hafa gjörzt nein- staðar í vetur, nema ef svo mætti kalla hin skjótlegu ráðherraskipti á Frakk- landi: að Gambetta fór frá völdum rúm- um tveimur mánuðum eptir að hann hafði við þeim tekið. Tilefnið var, að meiri hluti þingmanna, í fulltrúadeild- inni, vildi eigi veita honum fylgi til kosningarlaga-breytingar þeirrar, er hann hafði lengi lagt hug á að koma fram og öldungadeildin hafði hafnað fyrir honum í fyrra vor, eptir nauðu- legan sigur í fulltrúadeildinni, þá fyrir fortölur hans. Viku eptir nýjár fóru fram þingkosningar í öldungadeildina að þríðjungi og urðu nær eintómir þjóð- ríkismenn fyrir kosningu. f>ótti þá eigi þurfa að ugga mótgöngu úr þeirri átt framar. peir sem bezt og skynsamleg- ast lýsa Gambetta og hans ráðum, segja að hann muni hafa vakið af nýju þetta ágreiningsmál í því skyni, að reyna í þingmönnum þolrifin. Veittu þeirhon- um fylgi þar, mundi hann eigi þurfa að óttast liðskort góða stund til að koma fram þeim miklu rjettarbótum ýmisskonar, er hann og þeir félagar í ráðaneytinu höfðu á prjónunum. En brygðust þeir í því máli, mundi valt að treysta þeim til stórræða, og væri þá betra að láta þegar til skarar skríða og falla við sæmd, en að lifa við völd aðgjörðalítill og með þeim hætti að lifa á bónbjörgum um liðveizlu í hverju máli fyrir sig. Auk þess var það og hefir jafnan verið hans sannfæring, að kosningaraðferð sú, er nú er í lögum á Frakklandi, síðan 1875: kjördæmin örsmá, og því að eins 1 þingmaður fyr- ir hvert þeirra, sje skaðræði, af því að þingmenn verði þá of háðir ýmsum annarlegum hvötum, og vildi því láta það vera sitt fyrsta verk að ráða þar á hæfilega bót, með því að hafa kjör- dæmin margfalt stærri og marga þing- menn fyrir hvert þeirra, er allir kjós- endur þar kysi f einu lagi. Úrslit málsins nú þykja hafa sannað þessa skoðun hans; því flestir hafa fyrir satt, að allmörgum þingmanna muni hafa gengið það mest til að hafna nýmæl- unum, að þeir treystust eigi til að ná kosningu aptur, ef þau yrðu að lögum. Sem lög gjöra ráð fyrir, lögðust ein- valdsmenn og óhemjurnar yzt til vinstri handar á eitt band til að ríða Gambetta ofan, og er í flokk með þeim slógust ýmsir aðrir, hreinir þjóðríkismenn, af framangreindum ástæðum, varð hann ofurliði borinn, og baðst jafnskjótt lausn- ar og fjelagar hans í ráðaneytinu allir með honum. pað var 26. janúar. Jafnframt hafði verið í efni endurskoð- un stjórnarlaganna, og vinstri menn, hinir heimtufrekustu, farið þar langtum lengra og óvarlegar en Gambetta þótti ráð, en einvaldsmenn tekið þar og í sama streng honum til falls. Við stjórn- arformennsku tók Freycinet, aldavinur Gambetta; hefir hann haft það embætti áður. Ekki hefir neitt sögulegt orðið til tíðinda á þingi síðan, og búast marg- ir við, að ekki muni á löngu líða áður þingmenn sjái sig um hönd og Gam- bettta taki aptur við völdum, enda er haft eptir Grévy, rikisforsetanum, er þeir fjelagar báðust lausnar, að það mundi líklega ekki verða nema snöggva ferð. pví að um það er allur þorri manna á einu máli, bæði utanlands og innan, að Frakkar eigi engum manni á að skipa til landsstjórnar jafnfærum sem Gambetta, og að enginn sjeíjafn- miklu gengi rneðal alþýðu manna, og það engu síður nú eptir að honum var hrundið frá völdum. Bankahrun mikið varð í vetur f París og Lyon, um miðjan janúar. Höfðu þar staðið fyrir fjárplógsstofnun mikilli ýmsir höfuðgæðingar Hinriks greifa af Chambord, konungsefnis lögerfðamanna, og páfasinnar, og skyldi vera honum til styrktar og heilagri trú til efiingar. Hafði páfinn lagt yfir stofnun þessa blessun sína, og alþýða látið ginnast til að leggja þar í fé til ávaxtar, en guldu nú sáran auðtryggni sinnar, er stofnun- in fór um koll fyrir misindis háttalag forstöðumannanna eða óráðvendni. Fjöldi manna rjeðu sjer bana vegna fjármiss- isins; aðrir misstu vitið. Frá Englandi er lfkt að frjetta og áður : viðureignin við íra það sem bezt ber á sí og æ. ping hófst 7. f. m. í Lundúnum. par kom ekki Parnell nje 2—3 aðrir höfuðþingsskörungar íra; voru löglega forfallaðir, í dýflissu f Dýflinni. Ospektasögur og glæpa spyrjast frá írlandi að öðru hvoru. Stjórnin segir þó vera mikið farið að draga úr því; en aðrir rengja það. Gladstone hefir nýlega fátið ekki með öllu ólfklega um nokkura tilslökun við íra í stjórnarfyrirkomulagi, ef þeirkynnu sjer hóf í stjórnarbótaikröfum sinum; en hefir hlotið fyrir það ámæli þorra manna á Englandi. — Bradlaugh, guð- leysinginn, gerði enn atreið til að taka sjer sæti á þingi, eptir kosningu, en var synjað eiðs sem fyrri og vísað burt. Hann laumaðist síðan til á öðrum fundi að vinna þingeiðinn; en meiri hluti þingmanna urðu æfir við slíka óhæfu, ljetu reka hann af þingi og ónýttu kosningu hans. Landsbúar í Dalmatíu sunnanverðri hafa hafið uppreisn í vetur snemma gegn Austurríkiskeisara. peir vildu eigi þýðast landvarnarskyldulög, er ganga skyldu jafnt yfir allt ríkið, en þeir verið undanþegnir að undanförnu. Hefir verið gerður leiðangur aflöflugur til að bæla níður uppreisnina, en iítið á unnizt tif þessa, og helzt búizt við að hún muni dreifast austur um Bosníu Hersegowina, lönd þau, er Austurríkis- menn tóku á sitt vald undan Tyrkjum 1878, í umboði friðarfundarins f Berlín og í því skyni í orði kveðnu að koma þar á friði og reglu og réttum lög- um, en í raun rjettri til fullra eignar- umráða, svo sem nú þykir koma í ljós, er þar skal einnig meðal annars lög- leiða almenna iandvarnarskyldu. Með því að reynslan hefir gjört menn smeika við hverja óspektarumleitun á Balkanskaga, stendur mörgum stuggur af þessari uppreisn, og spá þvf, að hún verði íkveikjuefni í þann mikla ófriðar- loga, er Norðurálfan eigi enn fyrir höndum innan skamms, áður kyrrð komist á eptir hin miklu umbrot og yfirgang pjóðverja, og hugsa sjer þá Frakka og Rússa annars vegar, en

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.