Ísafold - 05.04.1882, Blaðsíða 2

Ísafold - 05.04.1882, Blaðsíða 2
22 þess heldur ætíð nægilega gætt, að af- stýra skemmdum af vatnsrennsli; það getur máske kostað árlegan íburð að eigi hefir verið varið fáum dagsverkum meira í fyrstunni til þess að gjöra nægilegt ræsi fyrir vatnsrennslið meðfram vegin- um. Hvað sjálfri vegagjörðinni viðvíkur, má geta þess, að efnið í veginn verður að nokkru leyti að velja eptir ásig- komulagi jarðvegsins þar sem veginn á að leggja. Einkum er áríðandi, að leggja vegina haganlega, svo að þeim sje sem minnst hætta búin af skriðum, vatnsflóðum eða vatnsrennsli. Til þess að vegirnir standist vatnsrennsli þurfa síður þeirra að vera grasgrónar, og eiga því að vera byggðar af grashnausum (en eigi úr grjóti, sje vatnsrásar von) með miklum halla (minnst 45°), og skal gras- rótar-reinin ná dálítið upp á vegbrún- ina. Eigi vel að vera, er bezt að leggja lag af smásteinum (kastmöl; Puksteen) á veginn, áður en mölinni er ekið á hann. þ>ó vegurinn blotni, veðst hann þá aldrei dýpra en ofan að því smá- steinalagi. þ>að þarf eigi að vera breið- ara en 2/3 vegarins; en liggja skal það eptir honum miðjum. þetta sparar kostnað í viðhaldinu. þ>ar sem brúa á blaut mýrarsund, er það óþarft að leggja grjót undir; það sekkur, en þjettir þó eigi jarðveginn nægilega og er því of dýrt. Mest er um að gjöra að fá slíkar mýrar svo vel ræstar fram, að eigi standi vatn þar sem vegur- inn á að liggja. Verður þvi að grafa verulega skurði fram úr mýrinni og beggja megin vegarins svo langt frá, að eigi sje hætt við að vatniðgrafi undan honum. Fyrst skal þá leggja undirlagið af torfi því og hnausum, er upp úr skurðunum kemur, en fylla sið- an upp í og jafna yfir með leir eða möl. Eigi má steinsetja slíkar brýr fyr en eptir eitt eða tvö ár; því þær verða að verða að vera fullsígnar áður. Standi vegurinn á hörðum jarðvegi, má byggja hann af grjóti að öllu öðru leyti en því, að jafnað sje með möl yfir, og að grashnausar sjeu í brúnun- um; því þegar brúnirnar grasgróa, er siður hætt við að þær rasi út, eða að steinar haggist í þeim. Vegirnir eiga að vera minnst io—I4feta breiðir, svo þeir verði á síðan notaðir fyrir sleða og vagna, ef einhvem tíma kæmi sá tími, að menn færi að nota hjer æki, sem jeg |vildi óska að yrði sem allra fyrst. Einkum ætti sleða-akstur á vetr- um með hestum að vera almennari en er, því þá myndar náttúran víða góða vegi, þar sem annars er ógreiðfært, og þarf engu til þeirra að kosta. Forngripasafnið. Skýrsla um fomgripasafn Islands II. 1. er nýlega komin út og nær hún yfir hluti þá, 236 að tölu, er safnið hefir eignast árin 1871—1875 og fram á árið 1876; skýrsluna hefir umsjónarmaður safnsins, Sigurður Vigfússon, samið; í skýrslu þess- ari er eigi að eins nákvæm lýsing á hlutum þeim, er hún skýrir frá, og ýmsar fróðlegar upplýsingar þeim viðvíkjandi, en hún ber einnig vott um alúð höfundarins og þá rækt, er hann leggur við safnið. Forn- gripasafnið er þegar orðin einhver hin merkilegasta eign landsins, og þvi betra er að vita það í umsjón manns, sem lætur sjer eins annt um það, eins og höfundur skýrsl- unnar. Síðan að menn hafa átt aðgang að því að sjá safnið í hinu nýja alþingishúsi, þá hefir það sýnt sig, að mönnum þykja þar margir hlutir skoðunarverðir,. því þá tíma, sem safnið hefir verið opið (kl. 1—2 á miðvikudögum og laugardögum) hefir þar optast verið fjölmennt, laugardaginn 4. f. m. jafnvel yfir 100 manns. það er bæði óskandi og vonandi, að eigi líði á löngu áður en framhald komi af skýrslunni um safnið, er nái yfir þá hluti, er safnið hefir eignast í næsthðin 6 ár. Landsbókasafnið var opnað til afnota fyrir almenning á hin- um nýja stað sínum í alþingishúsinu 6. f. m., og er svo ákveðið, að það framvegis verði opið kl. 12—3 á mánudögum, mið- vikudögum og laugardögum, og á hver, sem er þokkalegur og hreinn, kost á að fá þann tíma, sem safnið er opið, að lesa á lestrar- salnum þær bækur safnsins og handrit, er hann óskar eptir, og eigi eru þá hjá öðr- um. A lestrarsalnum eiga allir að hafa hljótt um sig, svo að þeir eigi trubli aðra. Bækur geta bæjarmenn fengið að láni heim til sín á tímanum 2—3; en þeir, sem eigi eru embættismenn eða húseigendur í Beykjavík, verða að fá ábyrgð einhvers slíks manns fyrir bókunum; menn geta fengið að láni 5 bindi í senn og mega halda þeim allt að mánaðartíma; handrit og þær bækur, sem erfitt væri að fá aptur, ef þær glötuðust, o. fi., verða þó eigi ljeðar burtu. Styrkur af landssjóði til hrúargjörða. Af fje því, sem alþingi í sumar veitti til að styrkja aðgjörðir á sýsluvegum á aðal- póstleiðum, hefir landshöfðinginn 6. febr. þ. á. ákveðið, að verja skuli 2500 kr. í sumar í norður- og austuramtinu; af þeim fær amts- ráðið 1900 kr. til úthlutunar, en 600 kr. hefir hann veitt sem styrk til að brúa Vala- gilsá í Skagafirði. Shkar brýr eru einhverjar hinar nytsömustu vegabætur, þar sem þeim verður komið við án of mikils kostnaðar; slæmt er að þurfa að fara um illan veg, en verra er að geta alls eigi komið ferð sinni áfram eða þurfa ef til vill til þess að leggja líf sitt í hættu; og víða eru það að eins smá-ár, er brúa mætti með litlum kostnaði, sem þessu valda; meðal þeirra eru eflaust engar, er gjöra eins mörgum mönnum farar- tálma eins og Elhðaárnar, af því umferðin er hvergi eins mikil og þær einatt illar yfir- ferðar að vetrinum; það er því bæði ósk- andi og vonandi að sýslunefnd Gullbringu- og Kjósarsýslu sjái sem fyrst um, að þær verði brúaðar og ætti henni að vera það því hægra sem nú mun mega fá til þess mikinn styrk úr landssjóði, því allar aðal- póstleiðirnar liggja yfir ár þessar. — ÚB BBÉFI (frá E. M.). Æfiminning Pjeturs prófasts Pjeturssonar eptir Jón prófast Konráðsson er að vísu laglega sam- in; en mjer þykir hún of stutt og mundi hún hafa orðið fróðlegri og skemmtilegri, ef hún hefði borið fleiri merki huga og handar útgefandans sjálfs. Enda hlýtur margt að vera skemmtilegt að segja um svo merkan mann, því annar eins snillingur til bragar og latínukveðskapar og forspár þar að auki, hlýtur að hafa verið fágætur og framúrskarandi maður og hafa komið merkilega fram í lífinu bæði innan og utan heimilis. Tækifærisvísa hans eptir Jón þorláksson er ein meðal hinna meistara- legustu sömu tegundar, er ortar hafa verið á íslenzku. það væri sannarlega fróðlegt að hafa öll hans kvæði saman, því þetta' fáa, sem nú er prentað, er allt snillingsins verk, þó í litlu sje. Bls. 30, vísan um Kristjönu, á víst að byrja þannig: Kynn þjer jafnan kristna trú, eða : Kynnstu jafnan kristni—trú. I næstu vísu á að vera komma eptir »saknar næðisd. (Aðsent) Úr brjefi úr Húnavatnss., dags. 4, f. m. Sýslufundur Húnvetninga er ný- lega afstaðinn; hann var haldinn að Hnausum 21.—24. f. m., og komu þar fyrir 34 mál, stærri og smærri. Meðal annars var rætt tilboð Skagfirðinga, að taka þátt í búnaðarskólastofnun á Hól- um í Hjaltadal* 1, en nægar upplýsingar vöntuðu á fundinum um fyrirkomulag skólans og samning við búfræðinginn, og enginn mætti frá Skagafirði, til að skýra frá því, eða hvort Eyfirðingar mundu vilja styrkja tjeðan skóla; en afstaða Hóla virtist hagkvæmari væru 3 sýslur um hann, heldur en ef hann væri einungis fyrir Húnavatns- og Skagafjarðarsýslur, því svo hefir nefnd- in áður litið á það mál, að 2 skólar mundu nægja í norður- og austuramt- inu, og að þingeyjarsýsla gæti verið með Múlasýslunum. Á fundinum var yfir- höfuð gjörður góður rómur að stofnun búnaðarskóla á Hólum, en það var engin föst ákvörðun tekin um það að því sinni, heldur kaus sýslunefndin 3 menn úr sínum flokki til að semja við Skagfirðinga síðar um stofnun skólans ogstyrk til hans. (Fyrir kosningu urðu sýslum. Lárus, B. Blöndal og Erlendur Pálmason), og ef 1 búnaðarskóli yrði stofnaður fyrir Skagafjarðar- og Húna- vatnssýslur, þá stakk sýslunefndin upp 1) Landshöfðinginn hefir 9. febr. þ. á. samþykkt að Skagfirðingar fái sinn hlut af búnaðarskólasjóðnum og búnaðarskólagjaldið framvegis til að stofna búnaðarskóla á hinu forna biskupssetri Hól- um í Hjaltadal og var búist við að Húnvetn- ingar og Eyfirðingar mundu ef til vill taka þátt i stofnun skólans. Enn fremur hefir verið veitt 9000 kr. lán til stofnunar þessarar. Ritst.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.