Ísafold - 19.04.1882, Blaðsíða 4

Ísafold - 19.04.1882, Blaðsíða 4
28 að málþráður til íslands sje alveg ómiss- andi vegna veðurspár. Hovgaard lautenant, einn af förunautum Nordenskjölds með Vega, danskur maður, hefir komið fram með þá kenningu, að norðan við Asíu muni vera eylönd tvö mikil ókennd, er muni ef til vill ná alla leið norð- ur að heimskauti, og mjótt sund á milli norður undan Tjeljuskinhöfða, norðurodda Asíu. £>etta markar hann á flugi fugla, straumum og sjávardýpi o. fl. er þeir fje- lagar á Vega rannsökuðu. J>etta sund muni hin eina tiltækilega leið norður að heim- skauti. Hann heldur að Franz-Jósefs-land muni vera vesturströnd annars hins ókenda eylands og þá hins vestara. Hovgaard brá sjer vestur í Ameríku í vetur og átti þar tal við Edison, hinn mikla hugvitsmann og þús- undvjelasmið. Edison sýndi honum sýnis- horn af pólfararskipi, er hann hafði hugsað upp og taldi óbrigðult í slíka för, enda má það fara jafnt um láð sem lög,- um ís og auð- an sjó. Eafmagnsljós er farið að tíðkast nokkuð hjer í Kaupmannahöfn sem annarstaðar í stórbæjum. |>ví hefir fleygt fram eptir raf- magnsvjelasýninguna í París í sumar. Nú er nýbyrjuð önnur rafmagnsvjelasýning í Lundúnum. Eafmagnsljós er svo miklu bjartara en gasljós, að ekki er þar minni munur á milli en góðum steinolíulampa og koluljósi. í öðrum löndumerþað orðið töluvert algengt. |>eir sem eru að grafa jarðgöngin (brautargöng) undir sundið milli Frakklands og Englands vinna við rafmagnsl_ós. peir voru komnir 3200 fet undan landi Englands megin fyrir mánuði síðan. Hugvitsmaður einn 1 Ameríku hefir kom- ið upp með það nýlega, að fara megi land- veg frá New York til Parísar á 5J degi, að frá skilinni 2 klukkutíma sjóferð. Hann ætlast til að lögð sje járnbraut norður og vestur um Kanada og Aljaska allt að Behr- ingssundi og síðan frá því að vestanverðu vestur um Kamsjatka og Síberíu til Eúss- lands. Málið gegn Guiteau, morðingja Garfjelds forseta, hefir kostað um 112,000 kr. f>að stóð yfir 73 daga, og kviðdómendurnir, tylft manna, lokaðir inni allan þann tíma, þ. e. máttu ekki hafa neitt samneyti við aðra menn fyrr en málið væri útkljáð. Læknarn- ir, sem stunduðu Garfield í legunni, hafa fengið úr ríkissjóði þessa þóknun : Dr. Bliss um 94,000 kr. (25,000 doll.), Dr. Agnew og Dr. Hamilton um 56,000 kr. hvor, Dr. Eeyburn og Dr. Boynton um 37,000 kr. hvor, og konan, sem vakti yfir honum lengst, 19,000 kr. Til máls hefir komið í Ameriku nýlega að leggja nefskatt á alla vesturfara, er á land koma í New York, 1 dollar á mann. Maður Kristínar Nilsson, söngdísinnar frægu frá Svíþjóð, Eouzeaud að nafni, franskur, var einn í þeirra tölu, sem misstu vitið eptir bankahrunið í vetur í Paris, vegna fjárskaða, og ljezt skömmu síðar. Ægisif, musteri því í Miklagarði, er Væringjar nefndu svo, en Grikkir Aja Sop- hia (hagia sophia), og reist hafði Justinian keisari I. á árunum 532—538, liggur nú við hruni. En það kvað standa í Krukkspá Tyrkja, að þá muni ríki þeirra undir lok líða, er Ægisif hrynur, og er mælt að borg arlýður í Miklagarði muni leggja á fullan trúnað. í pjórsárósi fannst 30. des. næstl. flaska, rek- in af sjó: á miða er í benni var, var sagt, að henni hefði verið kastað í gólfstrauminn 21. okt. 1880 á 560 20', n. br. 270 42'^ v. 1. Skýrslu um fund flöskunnar hefir Bogi læknir Pjetursson síðan sent veðurfræðisstofnuninni í K.aupmannahöfn. pað er áríðandi, að þeir sem finna slíkar flösk- ur, skýri frá fundi þeirra, því það getur gefið mikilsverðar upplýsingar viðvíkjandi straumum í höfunum. pað er athugavert, að ef menn eigi geta náð miðunum úr flöskunum án þess að skemma þá, þá ættu menn eigi að hika við að brjóta flösk- urnar. Vcðráttufar í Ecykjavík í marzmán. Veðurátta í þessum mánuði hefir verið cinstaklega stirð; má kalla að stöðugur útsynningur hafi verið, því þótt stöku sinnum hafi brugðið fyrir á annari átt, þá hefir hann skjótt aptur gengið til útsuðurs og það opt á svipstundu með roki (t. a. m. 9. og 14.). 1. var austanátt; 2. logn, fagurt veður; 3. 4. úts. meðbiljum; 5. norðan, hvass; 6. landnorðan með hríð; 7. austan að morgni, en síðari hluta dags genginn til út- suðurs ; 8.—14. útsynningur, opt rokhvass ; 15. logn, ofanhríð; 16. hægur á norðan, bjart veður; 17. hægur á landsunnan með nokkurri riguingu; 18. útsunnan, með stöðuguni biljum; 19. útsunnan, en gekk svo í vestur útnorður; 20. 21. norðan, hvass ; 22. landsunnan að morgni, útsunn- an að kveldi; 23. 24. úts.; 25. 26. hægur á austan með snjókomu; 27. útsunnan með biljum, gekk til útnorðurs og varð logn síðari hluta dags; 28. 29. hægur, bjart veður; 30. 31. hægur á landsunnan með nokkurri rigningu. Snjór hefir fallið mikill þennan mánuð, þar sem stundum varla má heita að stytt hafi upp milli útsynningsbyljanna. Talsverður kuldi var um tíma í sjónum; þannig lagði hann fram á miðja skipalegu hinn 20.—21. Hitamælir hæstur (umhád.) 30.31. + 3°E. (í fyrra + 2° -) Hitamælir lægstur (um hádegi) 6. h- 10° - (í fyrra -f- 13° -) Meðaltal um hádegi f. all. mán.... -f- 1,3°- (í fyrra ~ 3,3°-) Meðaltal á nóttu f. all. mán ....... -f- 4,2°- (í fyrra -- 8,3°-) Mestur kuldi á nóttu (aðf.n. h. 6.) +¦ 14° - (í fyrra ~ 20° -) ensk. þuml. Loptþyngdarmælir hæstur 21......... 30,1 --------------------------lægstur 9.......... 28 Að meðaltali................................ 28,50 Reykjavík 1./4. 1882. J. Jónasseti. Auglýsingar. Mjer er ljúft að láta opinberlega í ljósi hjartans þakklæti mitt lil heiðursmanna þeirra, er sýnt hafa ;irni sína og mannkærleika með því að kaupa saumavjel fyrir samskotafje sitt og gefa mjer hana. Sjerstaklega vil jeg nefna frú J. Bernhöft og hennar hús, er ekki hefir að eins nú átt mestan og beztan þátt í gjöf þessari, heldur hefir ætíð reynst mjer manna bezt. Eg get að eins beðið guð að launa þessum vel- gjörðamönnum mínum, og eg er þess fullvisa, að hann mun hjer eins og jafnan launa fyrir fátækl- inginn. Rvik 30. marz 1882. Helga Jónsdóttir. jpegar jeg, sem er bláfátækur fjölskyldu- maður, á síðastliðnu vori rjeðist í að byggja mjer bæ með steinveggjum, lánaði herra organisti Jónas Helgason mjer 122 kr. í peningum fyrir timbur, og fyrir þessa hjálp komst þessi bæjarbygging mín svo langt, að jeg get haft þar skýli fyrir mig og mína. I sumar er leið, þegar bær þessi var kom- inn undir þak, kom velnefndur organisti Jónas Helgason til mín, og tjáði mjer að jeg aldrei ætti að borga sjer þetta peninga- lán, en það skyldi vera mín_eign. Ank þessa hefir hann áður gefið mjer ýms smíðatól, og þar á meðal stórt og allgott skrúfstykki. Sömuleiðis hefir hans góða kona, Margrjet Arnadóttir, auðsýnt mjer og mínum marg- sinnis velgjörðir og velvilja. Pyrir þessar mörgu og veglyndu gjafir og góðsemi, votta jeg hjer með opinberlega þessum heiðurs- hjónum mitt innilegt hjartans þakklæti, biðjandi hinn algóða gjafarann allra góðra hluta, sem ekkert góðverk lætur ólaunað, að umbuna þeim allar þær velgjörðir, er þau hafa látið mjer í tje. Eeykjavík, 6. apríl 1882. Magnús Einarsson. Lýsing á óskilakindum, seldum í Borgar- hreppi haustið 1881. 1. Grábíldótt lamb: stýft og gagnbitað hægra, heilrifað vinstra og biti framan. 2. Hvítt gimbrarlamb: tvístýft fr. gagn- bitað h., sneiðrifað fr. v. 3. Hvít gimbur veturg.: blaðstýft og biti apt. h., sneitt fr. biti apt. v.; hornam.: blaðstýft fr. biti apt. h., sneitt fr. v. 4. Ær hvíthornótt: sýlt gagnfjaðrað h., stýft v. biti fr.; brm. JÓN ODDSSON. 5. Svartbíldótt ær: tvístýft fr. biti a. h., hálftaf apt. lögg fr. v. 6. Hvítur hrútur þrjev.: fjöður apt. eða sneiðrifað aptan h., hamrað v. eða tvístýft apt. og illa gert, tvístigað fr. með gat í hægri stallinn á eyranu og sást til brennimarks, sem ekkert varð úr gert og að nokkru leyti af sagað. Eigendur þessara kinda geta fengið verð þeirra, ef þeir sanna eignarrjett sinn a þeim fyrir ágústmánaðarlok 1882 að frá dregnum kostnaði. Galtarholti 31. desbr. 1881. J. Jónsson. — Til viðbótar við óskilakindalýsingu í |>verárhlíðarhreppi 1881, sjá ísaf, nr. 2. Hvítt hrútlamb, mark: sýlt biti a. h., stýft biti a. v. Útgefandi: Björn Jónsson, cand. phil. Ritstjóri: Eiríkur Briem. Prentuð í prentsmiðju ísafoldar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.