Ísafold - 13.05.1882, Blaðsíða 4
4
40
f
Sigríður HafLiðadóttir
frá Hjörtsey. Dáin 2^!jan. 1882.
Bg stend nú fast við stirðnuð móður-brjóst,
þar stundin kom og vara mun hún lengi.
Eg man þá tíð, sem mjer þú ungum bjóst
það munarblóm, er vors míns prýddi engi.
Eg megna þjer ei makleg gjöra skil,
því máttinn lama veður storms og hreggja;
en eina grein, sem á eg blómga til,
eg ætla þó á kistu þína’ að leggja.
A moldir þínar megin falla tár,
þar margra vina sorgin slær á hjarta,
og hnýpinn faðir hærum búinn stár,
hann horfir á þinn legubekkinn svarta;
hvað sárt hans blæðir endurhöggvin und,
þá aldrað stynur brjóst af lífsins þunga.
En ó hve fögur ertu hryggðar stund,
þú áminnir og temur fjörið unga.
f>ó syrti að eli sízt skal tefja ferð,
því sunna hlær á bak við jelja-raðir;
til lands hins bjarta lífsins braut er gerð,
og liggja þangað tímans straumar hraðir,
að vinna’ í trú þá tíð, er drottinn gaf,
og trúin sanna þrautir allar linar;
en skrauti búnum skila ferðastaf
það skartar bezt á leiði dáins vinar.
En sof nú móðir—sofðu vel og rótt,
og sæt er hvíld þín eptir daginn blíða;
þitt líf var prýtt sem lauf und vorsins nótt,
er laugað hefir sumardöggin fríða;
þú lifir enn og lifa’ eg skal þjer hjá
þar ljóma búinn skín þinn hreini andi.
I þeirri sælu þig að finna’ og sjá
eg þrái mest—og óðum ber að landi.
Sigurður Jónsson.
f
Herborg Ólafstlóttir,
frá Vilborgarkoti (fyr í Elliðakoti); fædd 16.
nóv. 1821, gipt Ólafi Halldórssyni 15. nóv.
1844, og átti með honum 6 börn ; af þeim
dóu tvö ung, enn fjögur lifa. Hún varð
ekkja vorið 1870, en andaðist aðfaranóttina
24. febr. 1882, með þeim sorglega atburði,
að hún í heimleið frá Reykjavík varð úti í
frostbyl milli bæja.
Hve varstu köld og voðagrimm
ó, vetrarnóttin heljardimm
með stríðu stormbyls æði,
þá ísa svölu svelli hjá
þú sveiptir vorrar móður ná
í kaldrar mjallar klæði.
f>ar lá hún frosinn, fölur nár
og felt við að eins gátum tár
og hneigt oss hærri vilja,
því mannlegt hyggjuvit er valt,
af vizku helgri skeður allt
þó menn ei megni’ að skilja.
Nú hylur moldin hennar bein,
sem hvers eins vildi græða mein
með ástar alúð sinni,
sem góðsemd æfði, gæzku, tryggð,
og gestrisninnar kærleiks dyggð.
það lifa mun í minni.
Sú huggun er oss hörmum í,
að himin guðs er bak við ský,
og dimma dauðans bylji;
frá leiði þangað lítum nú
í ljúfum kærleik, von og trú,
og verði svo guðs vilji.
/. Ó.
Auglýsingar.
Hafi Árni nokkur, sem mun hafa
andast árið 1873-74 eða um það skeið,
frá Briðjuholti í Árnessýslu, átt erf-
ingja á lífi, Guðrúnu að nafni, þá
óskar þ>orsteinn sýslumaður Jónsson í
Reykjavík, að ná sem fyrst tali af
henni eða erfingjum hennar, og verður
hún eða þeir þá að hafa meðferðis ó-
rækar sannanir fyrir skyldleika þeirra
við nefndan Árna.
Sömuleiðis vill hann fá vitneskju um,
hvar þ>uríður nokkur Guðmundssdóttir,
skyldmenni Höllu Jónsdóttur frá Götu
í Hrunamannahrepp, sem mun hafa
látist 1874 eða 1875, á heima, ef hún
(J>uríður) er á lífi, eða þá erfingjar henn-
ar, sje hún látin.
ÚRSMÍÐAR.
Hjer með leyfi jeg mjer að gefa
almenningi til vitundar, að jeg hefi lært
úra- og klukkusmíði í Kaupmannahöfn
árið sem leið, og er nú seztur að f húsi
Sigmundar prentara hjer í bænum. Jeg
tek allskonar úr og klukkur til aðgjörff-
ar, og hefi ennfremur:
njíptúr oj kihrtilsiBÖjÉwji.
Reykjavík, 10. maí 1882.
Björn Símonarson.
Óskilafje,
selt i Strandasýslu haustið 1881.
í Bæjarhreppi:
1. Hvítur sauður þrjevetur, m. fj. fr.
biti apt. heilrifað v.
2. Hvítur sauður 2. v., m. blaðrifa h.,
biti apt. v.
3. Hvít ær, m. hamrað h., afeyrt v.
4. Hvít gimbur: sýlt fj. a. h., stýft fj. a. v.
5. Hvitur lambhrútur, m. stýft 2 bitar
fr. stúfrifað v.
6. Hvít lambgimbur, m. gagnfjaðrað
h., sýlt biti fr. v.
7. Hvít ær mylk, m. heilrifað fj. a. h.,
heilrifað fj. a. v. Hornamark: bragð
fr. h., gat v.
8. Hvítur lambgeldingur, m. blaðstýft
a. h., stýft gagnbitað v.
9. Hvítur lambgeld.: sneitt a. h., gat v.
10. Hvítur lambgeldingur, m. Q. ogbiti
a. h., stýft stig a. v.
n.Hvítur lambgeldingur, m. miðhlut-
að í stúf h., biti fr. v.
12. Hvít lambgimbur, m. hálftaf fr. h.,
hálftaf fr. v.
13. Hvítur lambgeldingur, m. stýftlögg
fr. biti apt. v.
14. Hvítur lambhrútur, m. stúfrifað h.,
tvístýft apt., biti fr. v.
15. Hvít lambgymbur, m. sýlt gagnb. v.
16. Grár lamgeldingur, m. stúfrifað h.
17. Grátt gimbrarlamb, m. hamrað h.,
sneitt biti fr. fj. apt. v.
18. Hvít lambgimbur, m. stýft gat h.,
geirstýft v.
19. Hvítur lambhrútur, m. sýlt biti a.
h., sýlt fj. fr. biti a. v.
20. Hvítur lambhrútur, m. þrístýft a. fj.
fr. h., þrístýft a. v.
21. Hvít ær hyrnd, m. sýlt gagnbitað h.,
hálftaf apt. fj. fr. v.
22. Hvít ær, m. tvístýft apt. biti fr. h.,
geirstýft v.
23. Hvít ær, m. sneitt a. biti fr. h., lögg
v. Brm.: J. Jons.
24. Hvít gimbur 1 v., m. tvírifað í stúf
gagnbitað h. geirstýft v.
25. Hvítur sauður 1 v., m. tvístýft a.
biti fr. h., sýlt v.
26. Hvítur sauður, 1 v. m., sýlt fj. a. v.
27. Hvítur sauður 1 v., m. tvístýft a. biti
fr. h., óglöggt geir- eða tvístýft a. v.
28. Hvítur sauður 1 v., m: sneitt biti a.
h., stig apt. v.
29. Hvítur sauður 1 v. m. sama.
30. Hvít lambgimbur kollótt, m. sneitt
apt. lögg fr. h., biti a. v.
31. Hvít gimbur 1 v. hyrnd, m. sneitt
a. h., hvatt v.
í Broddneshreppi:
1. Hvít ær hyrnd, m. blaðstýft apt.
h., sýlt í hálftaf apt. v.
2. Lamb, m. sama.
3. Hvítur lambhrútur, m. sýlt h., sýlt
gagnbitað v.
4. Svart lamb, m. stýft stig fr. biti a.
h., stýft v.
5. Hvítt lamb : heilrifað h., stúfrifað v.
í Kirkjubólshreppi:
1. Svartbýldótt gimbur kollótt 1 v., m.
sneitt fr. h., sneitt fr. gagnbitað v.
I Hrófbergshreppi:
Svart. sauð. koll. 1 v.; tvíbit. a. h., stýft. v.
í Kaldrananeshreppi:
1. Hvít gimbur 1 v. hyrnd, m. sýlt h.,
sneitt fr. fj. apt. v.
2. Hvítur lambhrútur, m. sneitt a. h.,
blaðstýft a. v.
3. gimbur 1. v.: stúfrifað h., sýlt gagnb.
v.; hornamark: stýft h, sýlt gat v.
þ>eir sem sanna eignarrjett sinn til
til þess selda, geta fengið andvirðið
hjá hlutaðeigandi hreppsnefnd, til næst-
komandi septembermánaðarloka.
Kjörseyri, 16. apríl 1882.
Finnur Jónsson.
Nýsilfurbúinn tannbaukur hefir fund-
ist hjá Fjarðarhorni í Hrútafirði, og
getur rjettur eigandi vitjað hans, ef
hann borgar fundarlaun og þessa aug-
lýsingu, til Ogmundar bónda Bjarna-
sonar á Fjarðarhorni.
Útgefandi: Björn Jónsson, cand. phil.
Ritstjóri: Eiríkur Briem.