Ísafold - 21.06.1882, Blaðsíða 4

Ísafold - 21.06.1882, Blaðsíða 4
52 í „hinu franska Akademii“ og þar á- kveðið að velja nefnd manna, til að rannsaka þetta efni nákvæmlega. Sem sönnun fyrir að getgáta þessi væri rjett, var meðal annars það tilfært, að Jardine síldin, við strendur Bretagne (á Frakk- landi) væri horfin, en þar hefði áður árlega veiðst síld fyrir 11 millíón krónur. Framhald síðar. Til íslendinga. Á fundi deildar hins íslenzka bókmennta- fjelags í Kaupmannahöfn 16. maí, var sam- þykkt uppástunga um, aðlátaprentaaðnýju kvæði Jónasar Hallgrimssonar, sem uppseld eru fyrir löngu, svo sem kunnugt er, og bæta þar við ritum eptir hann í sund- urlausu máli, og æfisögu hans. Vjer undir- skrifaðir höfum verið kosnir í nefnd til að búa ritin undir prentun, og eru vinsamleg tilmæli vor til allra þeirra, sem eiga óprent- uð rit eptir Jónas, kvæði eða annað, eða eiga eða kunna eitthvað eptir hann eða honum eignað, að senda oss það að láni. Sömuleið- is þætti oss máli skipta að fræðast um sjer- hvað, sem að kvæðunum lýtur, eða ritum hans öðrum, og ekki síður um öll atvik í æfi Jónasar. Vjer biðjum alla þá, sem verða við bón vorri, að gjöra svo vel að senda það, sem til er mælzt, til skrifara nefndarinnar, svo fljótt sem auðið er. Kaupmannahöfn, 24. maí 1882. Björn Jensson. Hannes Hafstein, skrifari. Jón Sveinsson. Konráð Oislason. Sigurður Jónasson, forseti. Embættaskipun. io. maí veitti landshöfðingipresti í Saur- bæjarþingum, síra Jóni Thorar- ensen, lausn frá embætti sakir sjóndepru. s. d. veitti landsh. prestinum að Rafnseyri, Jóni Ásgeirssyni lausn frá emb. sakir elli og lasleika. u.maí veitti landsh. síra Eyjúlfi Jóns- syni á Melgraseyri Mosfells- prestakall í Árnessýslu. s. d. samþykkti landsh. þá bráða byrgðarráðstöfun á brauðaskip- un og prestaþjónustuíDalasýslu, 1. að prestsþjónusta í Saurbæjarþing- um verði fyrst um sinn falin prest- inum að Garpsdal. 2. að prestsþjónusta í Staðarfellssókn verði fyrst um sinn falin prestinum í Skarðsþingum; en 3. prestsþjónusta í Hvamms og fyrver- andi Ásgarðssóknum verði sömul. falin prestinum að Hjarðarholti. Aðsent. Heiðursgjöí'. f>egar kvennaskólan- um í Reykjavík var sagt upp í vor, 13. maí, gáfu 33 stúlkur, er tilsagnar höfðu notið í skólanum næstliðinn vet- ur, forstöðukonu skólans, frú póru Melsteð, prýðilega vandaða stunda- klukku (Taffelúr). Gjöfinni fylgdi brjef, í hverju gefendurnir vottuðu forstöðu- konunni virðing sína og þakklæti, bæði fyrir það, að hún hefði orðið fyrst til þess, að koma hjer á kvennaskóla í landinu, og líka fyrir stjórn hennar á skólanum yfir höfuð. Gjöfin er hvor- umtveggja, bæði gefendum og við- takanda til sóma. Auglýsingar. AUGLÝSING FBÁ STJÓRN pJÓÐVINAFJELAGSINS. þetta ár, 1882, fá þjóðvinafjelagsmenn fyrir tillag sitt, 2 kr., þessar bækur : Verð þjóðvinafjelagsalmanak um árið 1883......................... 0.50kr. Andvara, VIII. ár.............. 1.50 — Um vinda, höfuðþátt almennrar veðurfræði, eptir C. F. B. Björ- ling, háskólakennara í Lundi. Með 18 myndum................ 1.00 — 3.00 — Bækur þessar voru sendar frá Khöfn með maíferð póstskipsins »Valdemar« (28. maí) á ýmsar hafnir umhverfis landið til útbýting- ar meðal fjelagsmanna, sem nú eru eða verða þetta ár. í Andvara (IV+ 180. bls.) er: I. Um þangbrennslu, eptir Björn Jensson. II. Sólin og Ijósið, eptir þorvald Thor- oddsen. III. Um jarðskjálfta, eptir sama. IV. Um landbúnað á Islandi, eptir Svein Sveinsson. V. Um lánfæri og lánstraust, eptir Arn- ljót Ólafsson. Nýir fj elagsmenn geta f engið framangreind- ar bækur á þessum stöðum : í Reykjavík hjá bókaverði fjelagsins, bók- sala Kr. Ó. þorgrímssyni; á ísafirði hjá hjeraðslækni þorvaldi Jóns- syni; - Akureyri hjá bókbindara Frb. Steinssyni; - Seyðisfirði hjá verzlunarstjóra Sigurði Jónssyni; og í Kaupmannahöfn hjá forseta fjelagsins, Tryggva kaupstjóra Gunnarssyni (í fjar- veru hans í sumar hjá Birni ritstjóra Jónssyni, H. C. Andersensgade 3 Khavn K). Enn fremur hefir ýmsum öðrum umboðs- mönnum fjelagsins verið send nokkur exem- plör af bókunum aukreitis, til miðlunar við nýja fjelagsmenn. — Nefndir herrar hafa og til lausasölu flestar eldri bækur þjóðvinafjelagsins, flest- allar með niðursettu verði, sjá kápuna um þ. á. þvfl.almanak1. þessa árs bækur fjelagsins eru og til lausasölu bæði hjá þeim og ýmsum öðrum umboðsmönnum fjelagsins, og Almanakið auk þess hjá flestum kaupmönnum og bók- sölum landsins. Áheiti til Strandarkirkju afhent á skrifstofu undirskrifaðs biskups frá 1. janúar til 1. júní 1882. kr. a. Aheiti frá ónefndum í Eeykjavík 1 » i) f>að heíir misprentast þar, að bækurnar sjeu til sölu hjá prestaskólakennara Eiríki Briem. ¥ - 2_8 “1 ¥ - 21 ~S~ ¥ - 28 ~s~ 4 6 5 11 ~3- 13 ~5~ 13 3~ 21 ~3~ 28 ~5~ 6. 5 10 5" — ónefndri konu í Svík ... 1 » — ónefndri stúlku í Hafn- arfirði ................. » 50 — ónefndum í Dalasýslu 5 » — ónefndri stúlku á ítang- árvöllum........... 5 » — ónefndum í Kjalarnes- hreppi............. 2 » — ónefndum í Miklaholts- hreppi .................. 5 » — ónefndum að austan ... 2 » — Guðrúnu i Grímsnesi 1 » — ónefndum í Rosmhvala- neshreppi ........... 8 » — ónefndri stúlku í Bisk- upstungum.......... 1 » — ógiptri stúlku í Gnúp- verjahreppi......... 1 » — Reyðfirðingi sent með austanpósti......... 5 » — einhverjum Borgfirð- ingi afhent af H. J. ... 2 » — ónefndum í Mosfellssv. 1 » — ónefndum Húnvetningi sent biskupsskrifaran- um ...................... 10 » — Hanna í koti ........... 2 » — ónefndri stúlkuí Njarð- vík ...................... 1 » — ónefndum manni í Sandvíkurhreppi ......... 3 » — gamalli konu fyrrum á Suðurnesjum ............. 4 » — einum Skagfirðingi sent með pósti ................ 3 » — ónefndum í Sauðanes- sókn................. 25 » — ónefndum í Arnessýslu 2 » — bónda í Skagafirði ... 5 » Reykjavík 1. júní 1882. P. Pjetursson. ftoíÉr Murfalar: Guðbrandsbiblía pr. 1584 á 15 kr., þorláksbiblía pr. 1644 á 10 kr. og fi. elztu prentaðar bækur ís- lenzkar, allar óskemmdar og í góðu bandi. Sigm. prentari Guðmundsson vísar á seljanda. Síðari ársfundur búnaðarfjelags suður- amtsins verður haldinn miðvikudaginn 5. dag júlímánaðar næstkomandi kl. 12 á há- degi í prestaskólahúsinu. Verður þar skýrt frá fjárhag fjelagsins og aðgjörðum þess, og rædd önnur málefni, sem fjelagið varðar. Reykjavík 17. dag júním. 1882. H. Kr. Friðriksson. Aðalfundur í Verzlunarhlutafjelaginu í Reykjavík verður haldinn 6. dag næstkom- andi júlímánaðar, kl. 4. e. m. í húsum verzl- unarinnar, og þar skýrt frá hag fjelagsins, og forstöðunefnd kosin. Reykjavík 17. dag júním. 1882. H. Kr. Friðriksson. Medicinal ægte Tokayer (den raest nærende og styrkende Vin) (M. 3269), samt mine övrige allerede i 17 Aar til orden direkte importerede ungarske röde, iivide og Dessertvine anbefales og garanteres med mit Navn i Lakken: J. Bauer, Torden- skjoldsgade 19. Kjöbenhavn K. En solid og dygtig Forhandler for Reykja- vik söges mod höj Rabat. Útgefandi: Björn Jónsson, cand. phil. Ritstjóri: Eiríkur Briem. Prentuð í Isafoldar prentsmiðju.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.