Ísafold - 21.06.1882, Blaðsíða 1

Ísafold - 21.06.1882, Blaðsíða 1
Argangurinn kostar 3 kr. innanlands, en 4 kr. er- lendis. Borgist í júlímán. ÍSAFOLD. Póntun er bindandi lynr ár. Uppsögn til áraskipta með tveggja mán. fyrirvara. Auglýsingar í blaðinu kosta 10 aura fyrir hverja línu með meginmálsletri, en 8 aura með smáletri. 1X13. Reykjavík, miðvikudaginn 21. júnimán. 18 8 2. Utlendar frjettir. Khófn 29. maí 1882. Stjórnarherrann nýi fyrir írland, Frið- rik Cavendish lávarður, fjekk þær við- tökur þar, að hann var myrtur í Dýfl- inni samdægurs sem hann var þangað kominn að taka við embætti sínu, 6. þ. m., og með honum landritari írlands, Thomas Burke. þeir voru á gangi saman í skemmtigarði einum miklum, er kallaður er Phönixpark, skammt frá aðseturshöll jarlsins yfir írlandi, er stend- ur í útjaðri garðsins. Fjöldi manna annara var á gangi um garðinn víðs- vegar, svo sem vandi er til á slíkum stöðum; en enginn kunni frá tíðindum að segja um illvirkið annað en það, að sjest höfðu álengdar ryskingar milli nokkura manna, og að þeim lauk svo á skömmu bragði, að 4 þeirra stigu í vagn, sem þar beið nærri og óku burt í snatri, en 2 lágu eptir hreifmgarlaus- ir. Hugðu þeir, er þetta sáu, eigi ann- að um að vera en algeng áflog ölvaðra manna eða þá að þeir fjelagar í vagn- inum hefðu átt hendur sinar að verja fyrir einhverjum óþokka þorpurum, er þar lægju í roti eptir. Maður einn, er var á vegi fyrir vagninum, er þeir fje- lagar óku leiðar sinnar, ávarpaði þá og sagði: „þið hafið komist í hann krappan!" „Svo er víst" svöruðu þeir. Síðan bar einhverja aðra þar að, er mennirnir lágu eptir og sást þá, að þeir fiöktu allir í sárum, eptir rýtinga, og að þetta voru tveir æðstu embætt- ismenn landsins. Var Burke örendur, en Cavendish sást ljúka upp augunum snöggvast, og gaf síðan upp öndina þegar í stað. þessi hryhilegi viðburður fjekk flest- um mikils, utanlands og innan. Par- nell og hans fjelagar, forstöðumenn Bændafjelagsins, kváðu landa sína hafa gert hinn mesta óvinafagnað með jafn- níðingslegum glæp, og rengir enginn, að slíkt muni mælt af fullri alvöru. En hitt er annað mál, að ekki mun hægt að bera á móti því, að þessi og þvílík glæparáð kunni að eiga rót sína að rekja óbeinlínis til æsinga þeirra Par- nells að undanförnu. í annan stað er Parnell engan veginn einráður yfir aðgjörðum landa sinna, þótt voldugur sje. þar í landi, á írlandi, eru ýms leynifjelög, sem hann hefir ekkert yfir að segja, og þau hálfu ver viljuð í alla staði en hans fjelag. Sumum þeirra er stjórnað vestan úr Ameríku, og fá drjúg- um fjárstyrk frá írum þar. pykir mega ganga að því vísu, að þar muni helzt til að leita um upptök þessa síðasta og versta illvirkis. Stjórnin lagði 180,000 kr. til höfuðs morðingjunum, en enginn hefir enn orðið til að segja til þeirra. Er það eignað ótta almennings á Ir- landi við grimmilegar hefndir af hálfu þeirra, er gert hafa morðingjana út, fremur en hinu að þeim takist að leyn- ast svo vel af sjálfs sín rammleik. Af slíkum toga ætla og margir það spunn- ið, að morðingjunum verður auðvelt fyrir um undankomu eptir illvirkið inn- an um mikinn mannfjölda um hábjart- an dag. En ekki hefir verið annað að heyra á almenningi um Irland allt en að þar þætti jafhhörmulegt um illræði þetta sem á Englandi. Mannaskiptín í stjórn landsins áttu að vera vottur þess, að nú skyldi hafin ný öld og betri í viðskiptunum við Ira af hálfu Breta, og hafði þeim Cavendish og jarlinum nýja, Spencer lávarði, verið fagnað hið bezta í Dýflinni, er þeir hje2du innreið sína í borgina að morgni þess dags, er morðið var framið um kvöldið. Gladstone heldur áfram eptir sem áð- ur nýmælum sínum upp uppgjöf á jarð- arafgjöldum við fátæka leiguliða á ír- landi, en hefir jafnframt borið upp á þingi frumvarp um að herða svo á lög- reglustjórn í landinu, að óaldarfiokk- arnir verði yfirstignir. Styðja Tórý- menn það mál af fullum trúnaði, en þingmenn íra andæfa því af fremsta megni. Ofsóknir þær við Gyðinga, er hóf- ust á Rússlandi í fyrra vor, hafa vak- ist upp aptur á þessu vori með engu minni grimmd og ódæmum en þá. þeir fiýja úr landi þúsundum saman vestur í Austurríki og annað. Yfirvöld- in rússnesku veita þeim litla eða enga vernd. Nú er afráðið að hætta við hina fyr- irhuguðu krýning Rússa-keisara í sum- ar, fyrir þá sök, að örvænt þykir um að takast megi að vernda keisara og gesti hans fyrir hinum voðalegu morð- ráðum gjöreyðenda. það komst upp, að forstöðumaðurinn fyrir fjelagi einu, er stjórnin hafði falið á hendur að lýsa borgina til hátíðabrigðanna, var einn af höfuðoddvitum morðræðismannanna við Alexander II í fyrra, er allt afhafði leynzt þangað til. þótti slíkt greini- legur vottur þess, að ofætlun væri að sjá við ráðum þeirra til hlítar. það er sögð von drottningarinnar hingað til Danmerkur í sumar í kynn- isför til foreldra sinna og keisarans manns hennar nokkuru síðar að sækja hana. Enn standa stórveldin í stímabraki við stjórnina á Egiptalandi. Jarl er þeim hollur og auðsveipur, en ráðherr- ar hans, þeir Arabi og hans fjelagar, vilja losa landið undan þeirra ráðum og afskiptum, og þann fiokk fyllir þorri landsmanna, þeirra er skyn bera á málavöxtu og nokkurs eru um komn- ir. það hefir síðast orðið til tíðinda þar, að Frakkar og Englendingar hafa sent herskip nokkur til Alexandríu til þess að ógna Egiptum ; en svo er að sjá, sem þeir muni ekki láta það á sjer festa, enda munu þeir hafa eitthvert veður af að hinum stórveldunum getist miðlungi vel að þessu tiltæki vestur- ríkjanna; og Tyrkjasoldán, lánardrott- inn Egiptajarls hefir mótmælt því skýrt og skorinort. Bandamenn í Vesturheimi hafa tek- ið í lög gjörsamlegt bann gegn mann- fiutningum þangað í land frá Kína um 10 ára tímabil. Kínverskir verkmenn eru hálfu ódýrri á vinnu sinni en þar- lent fólk og hefir því lengi þótt mesti atvinnuspillir að þeim, einkum í Kalí- forníu og öðrum vesturríkjum Banda- fylkjanna. Fjárlagastælunni hjer á þingi lauk skaplegar en áhorfðist. Hægrimenn í samþingisnefndinni treystust eigi að halda sínum kreddum til streytu, er eigi lá annað við en ný bráðabirgða- fjárlög, sem almenningur telur ólögleg. Varð það að samkomulagi, að ekki skyldi auka launabót við hærri laun en 2500 kr., að veita skyldi ekki meira en 3 milj. kr. í þetta sinn til að smíða fyrir nýtt herskip og það sem háskól- innn þyrfti til kostnaðar sjer um fram sínar tekjur og styrk þann úr ríkis- sjóði, er vinstrimenn hafa viljað skammta honum, 50,000 kr., skyldi tekinn að láni til bráðabirgða. Voru fjárlögin svo síðar samþykkt í báðum deildum 10. þ. m. Höfðu vinstri menn fullkominn sig- ur í launamálinu, og því nær í hinum ágreiningsatriðunum. Una þeir því allvel málalokum, en hinir miður og bregða hver öðrum um samhaldsleysi og þrekleysi. En almenningur hrósar happi að undan er stýrt vandræðum að sinni.—þingi var slitið 20. þ. m. Ávöxt- ur þingvinnunnar sárlítill nú sem að undanförnu. Ráðherrarnir kyrrir í sín-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.