Ísafold - 15.07.1882, Blaðsíða 3

Ísafold - 15.07.1882, Blaðsíða 3
65 um Idealisme, þetta realistiska trje, sem breiðir sín lauf út yfir allar þj .ðir, jafnáþreifanlegt huga sem hönd — höf- undurinn getur sjeð það í verkum g iðra manna, í allri notkun náttúrukraptanna, sem hin heiðna fornöld ekki fann nje náði — af hverju ? af því hún var rea- listisk í skilningi höfundarins, en ekki idealistisk. þ>etta „óljósa og dulda hugsjónarlíf, sem átti að vera fólgið á bak við hið sýnilega Hf“, það er nú einmitt það lif, sem sálmaskáldin kveða um ; en það er nú einnig auðsjeð, að höfundurinn ruglar Rómana-skáldskap saman við ,.Idealismus“ — en heldur hann virkilega, að Alexander Dumas og Eugéne Sue hafi verið „Idealistar“ ? Jeg tek til dæmis tvo menn, sem hafa ritað einna stærsta og algengasta Róm- ana og haft með þeim afar ill áhrif, og spillt mörgum mönnum. En ímyndar höf. sjer, að þessi áhrif hafi komið af „Idealismus“ ?! Alexander Dumas og Eugéne Sue voru hvorki Idealistar nje Realistar, þeir voru ekkert/ þ>eir voru ekkert nema blekbullarar, sem voru fljótir að smyrja upp stórum lygasög- um, sem ekkert voru skyldar neinni heimspekilegri hugmynd, en sem voru vel lognar, svo fjöldi fólks tældist til að lesa þær — þessir menn rituðu ekki vegna heimspekinnar, heldur vegna peninga, og bygðu sjer svo dýrðlegar hallir og lifðu i vellystingum praktug- lega. Hvað er nú „Realismus“ höfundar- ins? Hvað er þessi Realismus frá 1870? Ekkert annað en Materialismus, Atheis- mus, sjergæðingsskapur, hljómandi málmur og hvellandi bjalla, ef hann annars verður dæmdur á heimspekileg- an hátt. Höfundurinn segir með ber- um orðum, hvað þessi Realismus sje, þar sem hann segir, að hann vilji taka hlutina og lífið eins og það er. það er að skilja, ekki trúa neinu nema því, sem maður getur þreifað á, ergo ekki neinu nema það sje líkamlegt. Með þessu er Materialismusinn og Atheis- musinn gefinn. — þ>að er enginn vandi að vera svona Realisti; það er enginn vandi að neita öllu, það er enginn vandi að neita guði, enginn vandi að segjast einn vita allt — enginn vandi annar en að vera hugmyndalaus. þ>að er miklu meiri vandi að játa að maður viti ekk- ert í rauninni, og það er torvelt að trúa, en ekki ómögulegt. J>að er tor- veldara að hafa hugmyndir, en að vera hugmyndalaus. En höfundurinn hefði átt að sleppa því, að fræða menn um að það sjeu einmitt pessir Realistar, sem berjist fyrir hugsunarfrelsi, per- sónurjetti og þess konar. Er hann slíkt barn, að hann ímyndi sjer að það sje ókunnugt, hversu margir hafi barizt fyrir þessu, sem voru Idealistar og Realistar hins gamla skóla? f>að er einmitt hann sjálfur, sem hefir hrams- að ofan í þessar dönsku og norsku skáldabækur, sem liöfundarnir að „Verð- andi“ hafa þýtt nokkuð úr, og svo vill ha'in sjá/fur að öllum lítist á það.sem honum sjátfnm lfzt á. þ>að má vera einhver, sem hefir tölu- vert að segja í þ>jóðólfi, þessi rithöf- undur. En það er raunar ekki víst, hversu velkomið þetta langa glamur er öllum, heldur ekki þessum upp renn- andi skálda-hetjum, sem höfundurinn hefir þarna fyrir skóflur til þess að ryðja öllum öðrum niður í fyrirlitning- una. Ekki er heldur víst, að útgefend- urnir að „Verðandi“ sje visvitandi „Rea- listar“, en hitt er víst, að margur heim- spekis-asni hefir klínt heimspekilegu nafni á margt það, sem því kom ekk- ert við. Höfundurinn ætlar sjálfsagt, að jeg sjái ofsjónum yfir því lofi, sem hann lýkur á „Verðandi11. En það gjöri jeg ekki, mjer þykir margt í henni mæta fallegt; jeg furða mig á þeim formlega styrkleik í máli og meðferð, sem þar kemur víða fram, og jeg gleð mig yfir þessu. En þar sem höfundurinn ímynd- ar sjer, að náttúrulýsingar sje eintóm- ur „Realismus“—mig varðar ekkertum hvaða Realismus — þá sýnir hann bezt, hvaða heimspekingur hann er. Höf. getur þá allt eins vel tekið kaffekönnu eða kolsköru, og sagt, að það væri „Realismus". Ný halastjarna. Maður nokkur í Norður-Ameríku, Wells að nafni, fann 18. marz hala- stjörnu, er ekki var áður þekkt. þ>egar hann sá hana fyrst, var hún nálægt stjörnunni Vega 35 mill. mílna frá jörðunni og 40 mill. mílna frá sól- unni. Hún fór fram með mjög mikl- um hraða og stefndi næstum beint á sólina. í byrjun maímán. hafði hún þeyzt fram svo langa leið á 7 vikum, að ekki var lengra frá henni til sól- arinnar en 25 mill. mílna, og til jarð- arinnar 18 mill. mílna. í lok mánað- arins var hún ekki nema 8 mill. frá sólunni og 18 mill. mílna frá jörðunni. Frá því fyrsta að stjarna þessi fannst, spáðu stjörnuvitringar því, að 10. júní kæmi hún næst sólunni, ná- lægt 1 mill. mílna nálægð ; þeir sögðu og, að hún mundi sjást með berum augum fyrst í júní; þetta stóð líka alveg heima. Á leiðinni milli Orkneyja og Fær- eyja sáum vjer farþegjar með póst- skipinu „Valdemar“ stjörnuna með beru auga, oss til mikils gamans; þetta var kvöldið 2. júni kl. 11 'j2 ; veður var gott, heiður himinn og lopt- ið bjart af dagsbrún í norðri og vestri, eigi að síður sást stjarnan nálægt há- norðri, skammt frá sólunni, spölkorn fyrir ofan hafsbrúnina. Hún var silfur- björt að lit—ekki rauðleit—og á stærð við stjörnu í öðrum flokki; meðal annars var það merkilegt, að halinn, sem var talsvert langur, stóð lóðrjett upp, en ekki aptur af henni, eins og á halastjörnu þeirri, er sást hjer á landi árið 1858. Upp frá þessum degi var hvert kvöld skýjað lopt, svo vjer gátum aldrei sjeð stjörnuna framar. Svo er reiknað, að frá 10. til 14. júní hafi stjarnan farið fram hjá sólunni; eptir það fjarlægist hún aptur og þýtur út í geiminn með geysilegum hraða. Af því halastjarna þessi getur ekki sjezt með berum augum vegna fjar- lægðar nema í júnímán., en nóttin er þá björt hjer á landi, og stjarnan mjög nálægt sólunni, þá er líklegt að fáir hjer á landi hafi vitað um eða sjeð þennan ljómandi langferðagest. Ritað 15. júní 1882. Tr. G. Nellemanns-riddarinn og vindmylnurnar. Herra ritstjóri! — þ>jer hafið leyft hinum nýbakaða Nellemanns-riddara að ávarpa mig ókurteislega í 14. bl. ísafoldar þ. á. og reyna að gjöra mig tortryggilegan í augum þeirra af les- endum „ísafoldar“, sem eigi hafa lesið „Skuld“, með því að eigna mjer kenn- ingar, sem eru tómur heilaspuni sjálfs riddarans; vona jeg því að þjer mun- uð finna yður skylt, að ljá svari þessu rúm í blaði yðar. Herra Tryggvi Gunnarsson hefir auðsjáanlega allt af verið i Kára-móð síðan í vor ; það kom einhver angur- blíðu-svipur yfir hann, er hann sá, að jeg vildi ekki gjörast „Björn á baki“ hans. þ>að er auðsjeð á grein hans, að hann er ekki búinn að fyrirgefa mjer það enn. En úr því að hann hafði nú gjört þá uppgötvun, að hann væri eiginlega skapaður til að vera Kári, þá var líka nauðsynlegt að finna sjer einhvern Björn, sem hann gæti varið með berserksmóði sínum; jeg brást honum, en—þá kemur hann auga á herra Nellemann—Gefundenes fressen! —hann bregður við, og 17. mai heldur hann hlífiskildi fyrir herra Nellemann og bráðabirgðarlögunum í „Morgun- blaðinu“; Nellemann kinkar náðuglega kollinum og dubbar hann til riddara tveim dögum seinna (ig. maí). — A! loksins ! J>að lang- þráða hnoss ! þ>að er aldrei nema skiljanlegt, að hjarta riddarans fyltist þakklætistilfinningu, svo að hann hafi einsett sjer, að hjeð- an af skyldi vera sjer að mæta, ef andað væri að hr. Nellemann. þ>að er ávalt fallegt að vera þakklátur. — Nú, og svo á ráðgjafinn ef til vill ráð á fleira þessleiðis dinglum-dangli, sem fer vel í neslu . . . eða ., . hvað ? .. . . -ráð ? ... kammer-. .. jústits-... he ? Nei, það var víst ekki neitt, líklega ekki annað en suða fyrir eyranu ! ... . þ>að er draumríkur blærinn í angandi

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.