Ísafold - 08.09.1882, Blaðsíða 2

Ísafold - 08.09.1882, Blaðsíða 2
82 norðan um, austur að Vopnafirði og ef til vill lengra suður á bóg er nú á sama reki og Vesturland; munurinn er, að það er ekki komið alveg eins langt fram í voðann. Bng- um er leynt að í Strandaýslu og Húnavatns- sýslu eru fjölda mörg tún alveg óljábær þetta sumar. Mun ekki sama verða ofan á þegar skygnzt er lengra norður og austur eptir ? það má vera undarlegur hafís, sem í haf- þökum kemur að landi þegar vorsins veiki broddur er fyrst að gægjast úr mold, og skilur við Stranda- og Húnavatnssýslu í beru flagi í júní, ef hann skilur ekki eptir líkan vott komu sinnar, þegar lengra dregur norður. Engum þarf að vefjast hugur um það, hver heybjörg verður um Norðurland þetta sumar. það þarf ekki að leiða nein- um getum að því, hvaða gagn er í því grasi til heygjafar, sem hefir verið að kala fram í júlí-mánaðar byrjun. Nú bætist hór við, að þegar ísinn fer, þá koma mislingarnir, og leggja hvert mannsbarn í riimið, alla 36 ára gamla og þaðan af yngri, og er að þessu allan sláttinn. Með aðstoð sultar og seyru og læknisleysis og hjúkrunarleysis drepa þeir fólk eins fast út um land, eins og þeir hafa gjört í Rvík, að öllum likum fastar, 3—4 af hundraði, eða svo sem 2,800 manns, að minnsta kosti. Hvernig heyannir muni ganga frá hendi, og hirðing þess litla hí- ungs sem sleginn verður, munu menn geta nærri. Hvað eiga nú Norðlendingar að gera í haust ? Allir vita, hvernig þeir sluppu undan vetrinum í fyrra, og allir vita hvernig þeir hafa sloppið undan síðasta vetri og vori. það er óþarfi að eyða orðurn að því, að þeir eru í opnum óumflýjanlegum hung- ur-voða, ef þeim kemur ekki hjálp í haust, og hún svo mikil, að þeir þurfi ekki að drepa af sér í haust sökum fóðurskorts, en geti haldið bústofni sínum, hverju sem viðr- ar til næstu grænna grasa. þetta er öld- ungis nauðsynlegt að sýslunefndirnar íhugi í tíma, og setji hugrökk ráð við og forsjá- leg. Bf þörf krefur, skyldu þær ekki hika við að taka stórlán, nje blikna þó upphæðin yxi í augum; þær mega taka drjúglega til varasjóðs ef það tiltæki verður þeim og öllu landi þyngra en kollfellir á næsta ári, sem að öllum líkum verður annað vorhafíss- árið til, ef eptir vanda lætur—því aprílíss-ár fara venjulega tvö eða þrjú saman, eptir því sem annálar og árbækur vísa til, og við þær ískomur eru öll hungursdauðaár Islands bundin—. Hvað væri, t. a. m. 3—400,000 króna lán með skynsamlega vægum kjörum —og ekki þarf að óttast að alþingi yrði þar of þungt á togunum—á móti því, að taka við öllu Norðurlandi, eða meginhluta þess, jafn-úthungruðu og sumir hlutar Vestur- lands eru nú ? þá verður eigi lánað lengur, þá verður að gefa. Jeg vona fastlega, að bæði landshöfðingi og þeir sem þetta mál stendr næst fyrir norðan fjallláti ekki þessa aðvörun falla á dauf eyru. þeir eiga að góðan mann Norðlingarnir í vini mínum Tryggva Gunnarssyni, sem óhætt er að fá það umboð í hendur, er að öllum hjer að lútandi ráðstöfunum lyti, og það skyldi gleðja mig, að heyra, að hann hefði skorizt 1 málið. Askorun þeirri er eg hefi fengið frá Vestfirðingum, að styðja að samskotum hjer reyni eg að gegna sem bezt verður; en meðan allt fólk er burtu verða þau því miður seinfara. Eiri kur M agnvsson. Jafnframt framanprentaðri ritgjörð höf- um vjer frá hr. Eiríki Magnússyni feng- ið svo hljóðandi brjef, er hann hefir óskað að vjer auglýstum : Af innlagðri áskorun, sem þjer gjörið svo vel, ef til vill, að kynna íslending- um, sjáið þjer, að verið er að reyna að safna hjer einhverju handa hinum nauð- stöddu. En áreiðanlegar fregnir frá stjórninni komu ekki fyr en fólk var allt farið á sumarflökt víðs vegar, svo við litlu er að búast um sumartímann. Jeg verð að leyfa mjer að fara nokkr- um orðum um þetta hallærismál. Jeg byrja þar, að það er næsta gagnslítið að vera að senda fólki aðframkomnu úr sulti og seyru peilinga til að lifa af. Hin eina björg, sem því er nokkur veru- leg hlít að, er matbjörg og skepnu- fóður. Jeg vona mjer lánist að skýra þetta svo öllum skiljist. þegar menn láta dragast svo von úr viti, eins og Dalamenn og Snæfellingar hafa gjört, að leita opinbers hallæris- styrks, þá er þegar svo komið fyrir hinu hungraða hjeraði, að svo að segja hver maður er kominn í botnlausa skuld við kaupmenn og við landsmenn, sem ekki hafa reynzt hingað til linari á hungurtökunum i hallærum en kaup- mennirnir. J>egar nú peningum er hlut- að út meðal þessa fólks, þá fara þeir þá leið, er jeg nú skal sýna. Sýslu- nefndin leggur að kaupmanni, að birgja sig sem bezt hann getur með matvöru að hausti, og kaupmaður lofar að gera allt er hann getur. Hann veit að hjer um bil hver króna, sem sýslunni er veitt, verður að koma til sín á endanum. En hvernig stendur nú hagur kaupmanns? Hjeraðið hefir ekkert að leggja í kaup- stað, en á ‘innleggi’ landsmanna hvílir lánstraust kaupmanns, erlendis; á láns- traustinu aptur vörubirgðirnar heima fyrir, en eptir gnægð birgðanna fara ‘prísarnir’ í hallærum. Kaupmaður get- ur því að eins birgt sig eptir láns- trausti því, er hann hefir ytra, og eptir fjemagni því, er hann veit vændir á í vörzlum fjelagsins. J>að er: hann get- ur ekki byrgt sig' til neinnar hlítar. Og eins og almenn reynd hefir sýnt hing- að til í hallærum, ná kaupmannabirgð- ir mjög skamt fram úr því að æra upp hungur, og æra út peninga. J>etta er öldungis eðlilegt.—Hinn hungraði lýður rífst nú um hinn litla forða, þegar hann loks kemur, allir bjarga lifinu til hins ýtrasta, og húngur spyr ekki að, hvað munnbitinn kostar. Vöruverð kaup- manns hleypur brátt upp í dýrtíðar- verð; hann getur elcki að því gert, hann tekur það sem boðið er í vöruna, ella verður flogið á hann og hann bar- inn og meiddur. Hungurkvölin ræður hjer lögum, en kaupmaður fær engu við ráðið. Annar straumur peninganna fer í vasa ríkisbubbanna í nágrenni fá- tæktarinnar, og er ekki saga þess fjár fegri. Niðurstaðan verður, að kaup- menn og einstakir menn, sem ekki þurfa fjárins, eru auðgaðir í andvaralausri blindni að eins til þess, að lengja hung- ur fólksins, ekki til þess að ljetta því af. J>egar peningunum sleppur taka við lánin með dýrtíðarprísum, og hinn ósjálfbjarga aumingi sekkur dýpra og dýpra í sitt botnlausa skuldafen; hann deyr út af ef, til vill í miðju kafi; jörðin, ef hann á nokkra, fer í skuldirnar, en skulda- liðið á hreppinn og þannig leiðir landinu af þessu peningaláni ein þýngd á aðra ofan. — J>essa, sem hjer er sagt, ber saga landsins glöggan vott: á óársöld- unum koma upp einstakir stór-auðmenn á Islandi.— Mjer þykir vænt um stór- auðmenn þegar þeir eru duglegir, en þegar þeir rýja hungraðan fjölskyldu- mann um jörð sína fyrir hálftunnu af korni, þykir mjer hlýða að af þeim sje tekið borgaralegt frelsi. Er nú þetta rjett og ráðvönd ráðstöf- un á fje landsins? er þessi aðferð til að ljetta af hallœri og yfirvofandi mann- dauða lír hungri samboðin menntaðri stjórn á 19. öld? Ef það er rétt og ráðvant aðjegtaki óhnögglega til fjár, sem mjer er trúað fyrir að fara með skilvislega, og fái það ráðleysingja — því allir eru ráðlausir, þegar þeir berj- ast við hungurdauða—til að sóa út ept- irlitslaust, þá er það rjett og ráðvant, að fá hungruðum hallærissýslum pen- inga landsins til að auðga með kaup- menn og sjerplægna sveitarhúska. Hvað rjettlátlega endurkrafa slíks notalauss fjár komi niður á sýslubúa eptirá, ligg- ur í augum opið. ' Síðari spurningunni get jeg því ó- trauðara svarað með neii, sem mjer eru vel kunnugar grundvallarreglur Breta- stjórnar, heimsins menntuðustu og mann- úðlegustu stjórnar, þegar hallærum er að mæta. Jafnskjótt og umboðsleg vitn- eskja kemur um yfirvofandi almennan bjargarskort, sendir stjórnin valda um- boðsmenn í hjeraðið, að kynna sjer hvers við þurfi, þeir senda aptur hrað- boð um þörfina, og mat- og fóðurbjörg er keypt samán að stjórnarfyrirlagi og sendí hjeraðið hið bráðasta að við verð- urkomið, ogersíðan hlutað niður með- al fólks af hjeraðsstjórninni með eptir- liti umboðsmanns stjórnarinnar. Kostn- að þessar hjálpar ber ríkið, en ekki hið útarmaða hjerað. J>að er farið með hann eins og hvern annan uppákom- andi almennings kostnað, eins og t. a. m. herkostnað, sem allir bera jafnt, af því öllum stóð voði af hættunni. J>etta styðst við þá mannúðlegu grundvallar- reglu, að hallærishjeraði skal hjálpa á fætur aptur sem fyrst, en því skal ekki haldið í einheldu armingjaskapar um

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.