Ísafold - 08.09.1882, Blaðsíða 4

Ísafold - 08.09.1882, Blaðsíða 4
84 þakklátir fyrir, að þeir hafa varðveitt afarmikið (skjala)safn um trúarbrög'ð, sögusagnir, lög og háttu hinna fornu norðurlandabúa, sem að öðrum kosti mundi hafa glatazt. En þeim sem hvorki hafa verið á íslandi, nje lesið hin fornu fræði þess, þeim getum vjer sagt með sanni, að íslendingar eru vingjörn, ráðvönd og gáfuð þjóð, sem ber hlutskipti sitt, sem þó er hart, þegar bezt er, með einstöku hugrekki og gleði, og eru ávallt hugglaðir þrátt fyrir hina miklu örðugleika, sem þeir eiga við að búa í hinni afskekktu auðn þeirra (því eyðimörk er landið vissu- lega þrátt fyrir fegurð þess og yndi); þeir standa á háu menntunarstigi, sem mundi vera samboðin hjeruðum, sem náttúran hefur gjört miklu betur úr garði; og vjer verðum að muna eptir því, að þessi þjóð er í svo miklum vanda stödd, án þess þó í minnstu að hafa sjálf valdið þvi. Gjöfum, til þess að bæta úr bágind- unum á íslandi verður veitt móttaka af Mrs. Magnússon, 31, Bateman-street, Cambridge; af Messrs. Mortloc & Co., University bankers, Cambridge; og af sjálfum mjer í Kelmscott House, Upper Mall, Hammersmith. Jeg afsaka mik- illega að hafa skert yðar dýrmæta tíma, og er yðar skuldbundinn Villiam Morris Kelmscott House, Upper Mall, Hammersmith 5. ág. * * * * * * ❖ * * Bins og sjá má af framanprentuðum rit- gjörðum hafa hr. Eiríki Magnússyni verið skrifaðar miklar hörmungasögur hjeðan af landi, í því skyni að hann leitaði eptir styrk og gjöfum handa mönnum hjer; þegar ösku- fallið varð í Múlasýslum áriðl875 sýndi hr. E. M. eigi að eins einstaka mannúð með því að spara enga fyrirhöfn til að leita þeim sem fyrirþviurðu hjálpar, heldur og framúrskar- andi dugnað bæði í að safna stórfje handa þeim og að verja því svo, að hlutaðeigend- um varð það að sem mestu gagni bæði í bráð og lengd, og honum var það manna mest að þakka, að sá voðalegi atburður hafði eigi varanleg vandræði í för með sjer. þetta er mönnum einnig minnisstætt, og því hafa einhverjir Yestfirðingar í sumar snúið sjer til hans og beðið hann að safna gjöfum handa hjeruðum sínum, en þeir hafa án efa gjört meira úr þeim vandræðum, sem þar eiga sjer stað, heldur en ástæða er til; að t. d. nokkurstaðar á Vesturlandi sje sú hungursneyð, að fólk muni eigi geta þolað venjulegan mat, er hreint eigi satt; og heldureigi, að fjöldamörg tún í Strandasýslu og Húnavatnssýslu sjeu alveg óljábær. En hvað sem því líður, þá er ástand ýmsra hjeraða án efa mjög athugavert; þeir, sem forstöðu veita sveita- og hjeraðsmálum, einkum sýslunefndirnar, mega eigi leiða hjá sjer í tæka tíð að gjöra það, sem í þeirra^valdi stendur, til þess að koma í veg fyrir háskalegar afleiðingar af hinu harða árferði, og ritgjörðir hr. E. M. innihalda ýmsar góðar bendingar því viðvíkjandi bæði fyrir yfirstandandi og eptirfarandi tíma. það er sem sjálfsagður hlutur, að þegar al- menn vandræði bera að höndum, þá verð- ur landið í heild sinni að styðja að því, að menn geti klofið svo sem auðið er fram úr þeim; í því skyni hefir einnig ráðgjafinn fyrir Island 18. júlí skrifað landshöfðingjan- um um að veita úr viðlagasjóðnum hinum einstöku hjeröðum svo mikið hallærislán, sem þörf væri á, með þeim kjörum, sem síðar yrðu ákveðin er alþing væri komið saman. En það er að eins sýslunefndin 1 Snæfellsness- sýslu, sem enn hefir óskað eptir hallærisláni úr viðlagasjóði, að upphæð 10000 kr., sem hún hefir fengið loforð fyrir. Borgfirðingar sem í vor báðu um hallærislán hafa hætt við að óska eptir því, þegar sumarið rjeðist hjá þeim eins og það hefir orðið; Dalamenn, sem fengið höfðu loforð fyrir 4000 kr. láni, hafa eigi látið til sín heyra síðan snemma í sumar; sýslunefndin í Barðastrandarsýslu hefir með atkvæðafjölda samþykkt, að eigi væri ástæða til að biðja um hallærislán fyr- ir þá sýslu, ogí Isafjarðarsýslu hefir sjávar- aflinn verið svo ágætur og árferði yfir höfuð svo, að þar getur varla verið um neitt útlit fyrir hallæri að tala. Um Stranda- sýslu mun líkt mega segja, eins og þau hjer- uð í Norðurlandi, þar sem heyskapurinn hefir mest brugðizt, að mönnum mun þarveramest þörf á, að geta selt fullu verði skepnur þær, er menn þurfa að lóga og fengið fyrir þær nauðsynjar sínar, og að líkindum mundi það í þetta sinn nema svo miklu, að menn gætu fyrir það keypt það korn bæði til mann- eldis og skepnufóðurs, |er menn hefðu bein- línis þörf fyrir og gœtu dregið að sjer, og að því leyti sem kaupmenn eigi geta fullnægt þörfum manna, þá er líklegt, að í hið minnsta allir þeir, sem náð geta til Borðeyrar geti samið svo viðumboðsmann Slimons, Coghill, að hann eins og í fyrra færi þeim vörur þær, er þeir óska eptir, fyrir sauðfje. Skip hans Camoens mun í einni ferð geta flutt hjer um bil 1000 kýrfóður í korni. jpau hjeruð, er hjer ræðir um, munu því naumast að þessu sinni þurfa á hallærisláni aðHíálda; það má miklu fremur búast við, að þess yrði þörf að ári, til þess að menn eigi þurfi þá að skerða þann stofn um skör fram, er menn geta látið lifa í vetur. Út af því góða boði, E. M. að vilja útvega skip með mat ogfóður til Vesturlandsins, þá skal þess getið að eg sýndi hinum setta landsh. brjef hans, en hann áleit að eigi bæri nauð- syn til að nota boðið, eptir þeim skýrslum er honum höfðu borizt, enda væri þess eigi kostur ; sömuleiðis skýrði eg umboðsmanni Snæfellinga, hr.þorleifi þorleifssyni í Bjarn- arhöfn, er hjer var staddur til að útvega þeim kornvörur, frá því, en hann var búinn að semja við Coghill um að færa þeim í þess- um mánuði kornvöru til Stykkishólms. Eiríkur Briem. ABEEBÐI. Grasvöxtur hefir á öllu suð- urlandi mátt heita góður, og sumstaðar aust- anfjalls jafnvel í bezta lagi einkum á harð- velli; nýting hefir sömuleiðis mátt yfir höf- uð heita góð, þótt töður manna hrektust sumstaðar nokkuð. A Yesturlandi mun grasvöxtur óvíðast hafa góður, en þó yfir höfuð skárri en í fyrra og nýting hefir þar verið hin bezta. I Strandasýslu og vestur- hluta Húnavatnsýslu mun grasbresturinn hafa verið mestur, því annarstaðar um Norð- urland og í Múlasýslum er sagt að grasvöxt- ur hafi orðið þolanlegur eða að minnsta kosti eigi öllu minni en í fyrra ; aptur á móti höfðu þegar síðast frjettist gengið stöðugir óþurkar fyrir norðan einkum kringum Húna- flóa og Skagafjörð og fyrir 10 dögum síðan var varla nokkur baggi orðinn þur í Húna- vatnssýslu, en menn vænta þess þó, að hey- in mundu skemmast minna en við hefði mátt búast, vegna þess að óþurkunum voru samfara sífelldir kuldar og öðru hvoru frost og snjókoma. Útlitið með heyskapinn í hjeruðum þessum er því meir en bágt, þó eitthvað kunni betur að skipast en á horfir og er það því tilfinnanlegra, sem landbúnað- ur er hinn eini atvinnuvegur flestra manna þar. PÓSTSKIPIÐ VALDIMAB kom hingað 30. f.m. í fyrsta sinni norðanum land ; hafði hann þá komist á flestar hafnir er hann átti að koma á nema Akureyri; hann komst eigi lengra inn eptir Eyjafirði en að Hrísey. CAMOENS, skip Slimons, er ætlaði til Borðeyrar varð honum samferða þangað, en snjeri þar aptur einkum vegna þess, að vesturfarar er hann hafði innanborðs voru þá orðnir veikir af mislingum. Camoens kom aptur hingaðfrá Englandi 30.f.m. og er nú á förum hjeðan með þúsund hesta; hans er aptur von hingað um miðjan mánuðinn og hjeðan fer hann þá með vörur til Stykk- ishólms og Borðeyrar, þar sem hann ætlar að taka fje. Auglýsingar. Brunabótafjelag Björgrinar (Tryggingarsjóður 2,000,000 kr.) tekur að sjer móti 1% mm árið, að á- byrgjast fyrir eldsvoða hús (hvort sem eru timburhús eða torfbæir), búshluti, vörur o. fi. Umboðsmaður þess er Reykjavík 16. ág. 1882. Al. Jóhatmessen. íbúðarhús úr timbri, 14 ál. á lengd 10 ál. á breidd, tilheyrandi dánarbúi M. A. Th. Clausens í Hafnarfirði, fæst til kaups nú þegar. Lysthafendur eru beðnir að snúa sjer til undirskrifaðs, er í umboði skuld- heimtumanna semur um kaupin. Keflavík 24. júlí 1882. H. J. Bartels. Umburðarbréf og kort yfir Bauðárdalinn (á íslenzku og dönsku) verða send og borgað undir með póstum til íslands hverjum, sem sendir utanáskript til sín eða vina sinna til A. E. Johnson, Com, of Emgr., St. P., M. & M. R. R. St. Paul. Minn. America. Útgefandi: Björn Jónsson, cand. phil. Ritstjóri: Eiríkur Briem. Prentuð í ísafoldar prentsmiðju.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.