Ísafold - 08.09.1882, Blaðsíða 1

Ísafold - 08.09.1882, Blaðsíða 1
1/ Árgangurinn, 32blöð, kostar 3 kr. innanlands, en í Danm., Svíþjóð og Norvegi um 3V2 kr., i öðrum löndum 4 kr. Borgist í júlím. innanlands, erlendis fyrir fram. ÍSAFOLD. Auglýsingar kosta þetta liver, lina": "" aur, Ímeð meginletri ... 10 með smáletri..... 8 Ímeð meginletri ... 15 með smáletri.....12 t Pðntun e'r'bindandi fyrir ár. — Uppsögn til áraskipta með tveggja mánaða fyrirvara. a| )/-\ iimiiiii'iitimmimiiiimmit.....nmmnm............i.....iiiiiiiiiiinimii........imiiiiiiiiminiuiiiiiiTimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimmiiiiimiiiiiiiimi tiiimiiimTiltlltlllltiilllN'Mt.....iiitiiiin....."i».....iiiiiiuiiiiinin.....iit.....iimii'iii..........111111111111111.....iimiiiiimiiiii'Miimmmiim^"^)rj) IX 21. Reykjavík, föstudaginn 8. septembermán. 18 8 2. Útlendar frjettir. Khöfn 7. ágúst 1882. I viðureign Breta og Egipta hefir ekki mikið til tiðinda borið frá því síðast. Bretar ljetust hvorki mega nje vilja fara frekara í sakirnar öðru vísi en að fengnu umboði til þess frá hinum stór- veldunum og í fjelagi við eitthvert þeirra, eptir samkomulagi þeirra á milli á erindrekastefnunni í Miklagarði. En þar hefir allt lent í vafningum og úrræðaleysi, og í annnan stað Frakkar gengið alveg úr skaptinu, þrátt fyrir endurnýuð einkamál þeirra á milli fyr- ir fám vikum. þegar til kom, synjaði þingið frakkneska, fulltrúadeildin, fjár- framlögu til leiðangursins, og það með öllum þorra atkvæða, efiaust mest fyrir ótta sakir við Bismarck, en meðfram af friðarhug og sparnaðar. þykjast nú Bretar sjá í hendi sjer, að sjer muni einum ætlaður vegur og vandi af mál- inu, nema hvað soldán hefir nú seint og síðar meir boðist til að senda her til Egiptalands að stilla þar til friðar, eptir því sem farið hafði verið fram á við hann áður. Bretar óttast nú, að þar búi óheilt undir, og vilja láta hann lýsa áður Arabi sekan i landráðum, til þess að hrinda öllum grun um laun- mök við hann. En soldán færist und- an, og er við því búið, að Bretar varni fyrir þá sök liði soldáns landtöku á Egiptalandi, er þar kemur, og er þá auðvitað sundursagt friði með Bretum og soldáni sjálfum. pá vex vandinn Bretum á hendur, einkum er vandsjeð hvernig hin ríkin snúast við þeim tíð- indum; en það er á þeim að heyra og sjá, eptir hernaðarviðbúnaði þeirra, að þeir horfi nú ekki í stórræði, ef til þarf að taka. þótt svo vel skipist, að ekki verði nema við Egipta eina um að eiga, búast Bretar ekki við skjót- um umskiptum eða fyrirhafnarlitlum, með því Arabi á sjer góða hjálpvætt þar sem er áin Níl, en nú fer vaxtar- tími hennar í hönd og má þá vinna meiri spell með fióði úr henni en ó- vígum her. Súezskurð hafa nú Bretar á sínu valdi. peir tóku fyrirfám dög- um herskildi bæinn Súez, við suður- enda skurðarins. Arabi hefir lýst jarlinn, Tewfik, landráðamann, stefnt saman þingi í Cairo og tekið sjer ráða- neyti. Hann kallar sig drottnara lands- ins í nafni soldáns í Miklagarði. Höf- uðliðsafii Breta er á leiðinni suður til Egiptalands, og stýrir leiðangrinum Wolseley hershöfðingi. Við fjársynjan þingsins frakkneska sagði Freycinet af völdum, 29. f. m., og hefir enginn fengizt enn til að taka við af honum. Lávarðarnir ensku hafa hálfónýtt fyrir Gladstone frumvarp hans um eptirgjaldsuppgjöf við írska landseta. Flestir spá honum þó sigur í því máli að lokum. Cetewayo Zúlúkaffakonungur er kom- inn til Englands í orlofi drottningar. pað er haft á orði að fá honum aptur ríki sitt að ljeni. Hún er dáin, Anna Parnell, oddviti kvennafjelagsins írska, systir Charles Parnells, hins nafnkennda formanns Bændavinafjelagsins. Hún var frábær skörungur. Hún var á ferð í Vestur- heimi, er hún ljezt, í erindum fyrir fjelag sitt. Einhverjir ónafngreindir efnamenn hjer í landi hafa tekið sig saman um að leggja Dr. Georg Brandes úr sín- um sjóði 4000 kr. samtals á ári í 10 ár til þess að hverfa heim aptur hing- að frá Berlin til fósturjarðar sinnar og halda fyrirlestra á háskólanum. Hann ætlar að þiggja það. Vígð var 22. júlí járnbraut úr þránd- heimi austur yfir Kjöl. það gerði konungur, Oscar, sem vandi er til, og skrafaði mikið um landsins gagn og nauðsynjar í þeirri ferð, allt af toga hægrimanna, og þykir hann vera orð- inn miklu fremur forkólfur þeirra held- ur en höfðingi landsins. Halldór Briem, kand. theol., skipað- ur af konungi 2. kennari við Möðru- vallaskólann. Efnt til samskota i Noregi og Sví- þjóð handa íslendingum vegna hins yfirvofanda hallæris. Cambridge, 9. ágúst 1882. — Nú er Vesturland búið að sýna, svo að ekki geta villzt nema blindir, hversu vís- dómslega og mannúðlega því er skipað, að láta sig erigu skifta, hvort heyuppskera árs er næg, eða allsendis ónæg, til að bjarga lífs- stofni manna vetrarlangt. |>að er ekki erfiður reikningur, að finna það út, hvar þessum stofni muni komið að vori, þegar á vetur er lagt með hann með hálfa björg, eða minni. Jeg skrifaði kunningjum á Islandi í fyrra, er skýrðu mér frá grasleysinu, að það væri happalegt, að alþing skyldi vita þetta í tíma, svo það gæti falið stjórninni að ráð- stafa fóðurbjörg til landsins áður en i sýn- an voða ræki. Slík ráðstöfun mundi víst hafa orðið þingi eins sómasamleg til af- spurnar, eins og sumar löggjafarathafnir þess—ekki sízt þær, er settu kórónuna á hin síðustu dagsverk þess—og landinu vissu- lega eins holl. Sannarlega er þó kominn tími til að landsmenn sjálfir og stjórnin kasti af sjer sinnuleysi fyrri alda, þegar fólk drapst niður í afskiptalausum hallær- um eins og fiugur, og menn andvörpuðu »verði Guðs vilji« ! þegar það, sem varð, var bein afleiðing af aðgjörðaleysi og pín- andi verzlunarskrúfun, en saklausum guði var um kennt. Nú eru tímarnir aðrir. Nú hafa menn efni fyrir hendi, til að af- stýra hallæri, hve nær sem á það horfist, og þarf ekki annað til, en að hafa vakandi auga og eptirlit á sínum eigin hag. En fyrir jafnsnautt land og ísland er, verður hallæri afstýrt á ódýrastan hátt með því, að vernda þann brunn vel, sem er uppspretta lífsins í landinu, en sá brunnur evfóður- björg skepnanna. Ef landsstjórn sér um, að eptir henni só litið svo, að það sem á vetur er sett, gangi fram hraust og holdugt, og lánar fje til, hvar sem þörf gjörizt, þá er ekki einungis hallæri stíað úti, heldur er búanda gefið færi, að bjargast sjálfur með fjölskyldu sína og borga landssjóði aptur lán sín. Enn með því að bíða þangað til í opinn dauða er komið, og fólk er orðið ó- sjálfbjarga og bjargarstofn er fallinn, þá verður landið að skerast í leik og ala bœði hungrað fólk og hungraðar skepnur fyrir ekki neitt. f>egar öskusveitirnar um árið heyjuðu frá helmingi til sjötta hluta vana- legs heyforða, stóð hagur þeirra rjett við- líka og hagur vesturlands í fyrra, eða þó öllu lakar. Jeg ráðfærði mig þá við stjórn- ina og fjekk það svar, að á engu lægi það ár. Vegna þess að við var brugðið eins og gjört var, varð ekkert úr harðæri á næsta vori. pað er ótrúlegt, og þó er það satt; að vegna þess að ekkert hallæri varð, hafa ónefndir menn afdæmt verkið svo sem óþarfa ótilkvadda frammistöðu. Hefði ekkert verið gjört, og svo sem þrjú, fjögur hundruð manns drepizt úr hor á slæðingi niður á Fjörðu. það hefði verið viðkunnanlegra, því þá var ekki vananum brugðið. Nú hefir þó Vest- urland komið fram, að bera Austfjarða frammistöðunni 1875 vitni, og eg efast ekki um að mönnum þyki það nú orðið fullvitn- isbært. Eg mæli þannig vegna þess, að það er ekki Dala- og /Snæfellsness sýslur einar sem í eymdinni eru. Allt land frá Horni

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.