Ísafold - 08.09.1882, Blaðsíða 3

Ísafold - 08.09.1882, Blaðsíða 3
83 óákveðna tíð með því að vera skrúfa út úr því fje, sem það varð ríkinu skuld- ugt um, ekki að eigin YÖlduin, heldur að völdum aðvofandi sameiginlegs ó- vinar, sem ríkið varð að hrökkva við að verjast, svo hann ekki næði að verða að almennri landplágu. Landið er að verja sjált't sig, er [tað yerst hallæri, og landvarnarkoatnað sinn á það allt að bera. í þessari grundvallarreglu liggur aptur sú fólgin: að stjórnin er skyld að vaka yfir því, að hallærishjálp- in verði til fnllra lilíta, en landi þó um leið eins ódýr og verður. þ>essari reglu verður að eins komið fram með þeirri bjargar-aðferð, er jegþegar hefi nefnt, því hún varnar því, að bjargþrota aum- ingjar verði rúnir, eða þeim verði þrýst til að borga mat sinn mörgum verðum. Á þenna hátt, og engan annan, er það skylda stjórnarinnar að snúast við hall- æri því, er nú vofir yfir. Hjeruðin eiga fyllstu mannúðar- og rjettlætis-kröfu á á því. Hafa þau ekki borgað þegar í landssjóð og til almennra þarfa eins mikið og skynsamlega veitt hjálp gegn hall- ærinu kostar. Meir að segja: eiga þau ekki í varasjóði eins mikið fje og þau þurfa til að bjarga lífi sinna hungruðu íbúa? Jeg get ekki efast um það, að bæði Landshöfðingi, viðriðinn amtmaður og stjórnin sjálf fari með líf hungrandi fólks og fje landsins eins og hjer er bent á. Málið er ofur einfalt. Efni eru nóg fyrir hendi til að láta áreiðanlegan um- boðsmann leigja skip og hlaða það nauð- synja matvöru keyptri á ódýrasta mark- aði, þar á ineðal miklu af niðursoðnu kjöti og niðurflóaðri mjólk, sem hvort- tveggja er öldungis ómissandi, ef hung- ursóttum skal varizt til hlítar. Jeg ætla nú reyndar að ekki veiti af tveimur skiphleðslum til Vesturlandsins, því þar býr miklu meira í þokunni enn upp er komið enn. Landshöfðingi ætti að hafa tök á nógum áreiðanlegum og einbeitt- um mönnum tilaðsjá um, að útbýtingin færi rjettlátlega og mannúðlega úr hendi.Kaupmenn yrðu vissuleg'a fúsir á að leigja pakkhús sín gegn góðri borgun, meðan verið væri að koma forðanum frá hendi, því enginn skyldi láta sjer detta í hug, að skynsömum kaupmanni þyki illa ráðið það sem hjer er ráðlagt og taki það svo sem sjer í skaða gjört. íslenzkir kaup- menn — það hef eg opt reynt — eru miklu skynsamari menn en íslenzkir blaðamenn vilja við kannast opt. Kaup- maður sjer vel, að hans hagur stendur allur á því, að hagur þess hjeraðs komizt upp sem fyrst, er hans kaup sækir. Og jeg reyndi það á Eskifirði 1875, að það getur enda verið kaup- manni ljúft að sjá því hjeraði bjargað, sem ekki sækir einu sinni vörur til hans. Hinn bráði ábati, sem kaup- manni kynni vera að dýrtíðarsölu og dýrtíðarlánum með geysi-háum „prís- um“, veit hann mjög vel er að eins langframa-skaði. — Menn kunna að spyrja: hvað mikið á að senda, hvað mikið á leggja út af landsins fje? Enginn tími er til að hnitmiða þetta niður, enda á ekki að spyrja slíks. Hægt ^r að ætlast á, hvað hjer um bil þurfi til að ala svo og svo margar þúsundir manns í heilt ár og svo og svo margar þúsundir fjár, þar sem fjáreldisskortur er. J>að er óþarfi að vera ná-pínast um slíkt. J>að sem á ríður er að fá |>að sem þarf — það sem menn eru vissir um að nægí. — Landshöfðingi hefir í höndum umboð ráðgjafans að láta til fje úr landssjoði eins mikið og þurfa þykir til að hall- ærinu verði afstýrt. Hér er því ekk- ert til fyrirstöðu, að við hallærinu verði snúizt eins og að framan er bent á bæði fljótt og vel. Og jeg bæti því hjer við, er mjer þykir máli skipta. — Jeg er fús til að útvega áreiðanlegan mann—hvort sem vera skal í Skotlandi eða Englandi—til að leigja þegar hvort sem vill, eitt eða tvö skip með mat og fóður til Vesturlandsins og skyldu menn ekki gleyma þá Strandasýslu í þeirri svipan. Jeg tel til að 300 smálestir yrðu fengnar —• því stærra sem kaupið er, því ódýrara verður borgað — mætti senda allt á einu skipi ef vildi og jafn handhægt væri fyrir viðtakendur. Jeg tel að kostnaður yrði milli 70 og 80000 krónur og ætti maður að hafa glögga tilvísun, hvar fjenu væri ávísað. Fái jeg nú boð með skipi Slimons um hæl um þetta, þá geta Vestfirðingar haft björg sína í sláttarlok, einmitt þegar bezt gegnir. Mjer virðist í alla staði nauðsynlegt, að þessu færi sje nú ekki sleppt, nema annað jafn gott sje fyrir hendi. Cambridge g. ág. 1882. Eiríkur Magmísson. Áskorun sú til samskota, sem getið er um í fram- anprentaðri ritgjörð, stendur í Daily News 8. ág., og hljóðar þannig: Hungursneyð á íslandi. Til útgefanda blaðsins „Daily News“. Enda þótt margar og merkileg- ar greinir fylli nú dálkana í blaði yðar, dirfist jeg þó að snúa mjer til yðar viðvíkjandi bágindum þeirrar þjóðar, sem bæði er merkileg og svo oss skyld, og biðja yður að leyfa mjer að knýja á mannúð manna í blaði yð- ar. Fyrir tveimur eða þremur mánuð- um höfum vjer fengið hryggilegar frjettir um ástandið frá einstökum mönnum á íslandi, og þessi illu tíðindi eru nú staðfest, samkvæmt opinberum skýrslum, er landshöfðinginn hefir sent ráðaneytinu í Kaupmannahöfn. Hjer setjum vjer aðalinntak úr brjefi, er stóð í „Berlinga Tidindum“ 27. júlí: •„Hinum ódæma harða vetri 1880-1881 fylgdi kalt sumar, svo að heyfengur árið 1881 varð eigi helmingur af því, sem venja er til, og þar af leiddi, að miklu meira af sauðfje en vant var og jafnvel mörgum kúm, varð að slátra um haustið. Hinn síðastliðni vetur 1881—1882 var svo stormasamur, að eigi var hægt, að láta fje og hesta ganga úti, eins og vant er á suður- landi, en þegar það var látið út, fjell það niður hundruðum saman. Hafís- inn fyllti firðina á norður- og austur- landi í apríl, og liggur þar enn (í byrjun júlímánaðar samkvæmt síðustu frjettum); hann rak einnig inn á suður- firðina á austurlandi og er það mjög óvanalegt, svo að vorið naumlega var byrjað í lok júní. Sökum þess að íbúana síðast liðið ár skorti bæði hey og forða, þá hafa þeir eigi efni á að kaupa korn og mais, sem hefir verið flutt upp til fóðurs, og þar að auki hafa samgöngur þeirra við verzlunarstaðina hindrazt af illviðrunum. f>ess vegna hefir pening- ur þeirra svo þúsundum skiptir fallið, sauðburður misheppnast, sauða- og kúamjólk, sem er aðalfæða Islendinga, skortir, hin vanalega haustverzlun þeirra fjársala, tólg og ull, sem þeir verða að hafa í staðinn fyrir peninga, tilþess að kaupa fyrir aðfluttar nauðsynjavör- ur, mun algjörlega bregðast þeim. Síðast í apríl kom ofsaveður, sem var- aði í tíu daga, og sökkti í kaf með sandroki mörgum bæjum í sveitunum kringum Heklu. Og að lyktum komu mislingarnir; þeir gengu þar fyrir 36 árum, og rnunu þeir verða banvænn og enginn smáræðis-sjúkdómur á þeirri þjóð, sem eigi er þeim vön; þeir komu fyrst í Reykjavík, og liggur þar nú nálega helmingur íbúanna, en margir eru dánir, og nú eru þeir að dreifast út um landið. Svona er nú í stuttu máli ástatt, og er það staðfest af landshöfðingjanum til ráðaneytisins í Kaupmannahöfn. „Dagblaðið“ 2. ágúst skýrir frá því, að ráðaneytið sje að yfirvega hvað gjöra skuli, og að byrjað sje að safna sam- skotum í Noregi og Svíþjóð. Allir þeir, sem hafa ferðast á íslandi og það í meðalárum munu vel skilja hina ógurlegu þýðingu þessara sann- inda, sem afdráttarlaust hefur verið skýrt frá hjer að framan; það verður að veita alla þá hjálp, sem unnt er, og það skjótt, til þess að hún verði að notum; hún má eigi koma seinna til íslands en fyrst í október. Hvað við- víkur kröfum þeim, sem þessi fátæki lýður hefur til vor, þá er jeg viss um, að þeir sem hafa dvalið meðal þeirra, muna eptir þeirri gestrisni, sem þeim var hvervetna sýnd, og hinni sjerstöku velvild, sem þeir sýndu oss Englend- ingum, og munu skoða þá nú sem sanna vini á neyðarinnar tímum, og jeg hygg, að þeir sem eigi hafa sjeð þá heima hjá sjer, muni eigi gleyma, að þeir eru afkomendur sagnaritara Norðurlanda, heldur muni vera þeim

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.