Ísafold - 21.09.1882, Blaðsíða 1

Ísafold - 21.09.1882, Blaðsíða 1
Árgangurinn, 32blöð, kostar 3 kr. innanlands, en í Danm., Svíþjóð og Norvegi um 31/; kr., i öðrum löndum 4 kr. Borgisti júlim. innanlands, erlendis fyrir fram. ÍSAFOLD Auglýsingar kosta þelta hver lína : aur- Ímeð meginletri ... 10 með smáletri..... 8 {með meginletri ...15 með smáletri.....12 BufO. t Pönt'un 'e'r'bindandi fyrir ár. — Úppsögn tií áraskipta með tveggja mánaða fyrirvara. 3t0> IX 22. Reykjavík, fimtudaginn 21. septembermán. 18 82. Útlendar frjettir. Khöfn 23. ágúst 1882. •foað gerist lítið sem ekkert sögulegt í ófriðn- um á Egiptalandi. Lið Breta er ekki meira en svo saman komið þar, að austan og vest- an, landherinn 30 — 40 þúsundir og sjólið eitthvað um 14 þúsundir. J?eir hafa Zúes- skurð á sínu valdi og búast þaðan til fram- sóknar á hendur Arabi. Soldán er búinn að taka saman bannfæringarskrá gegn Arabi, svo lagaða sem Bretum líkar, en hefir tek- izt að draga birtingu hennar til þessa. 0- fullgerður er og samningurinn þeirra á milli um samvinnu í leiðangrinum. Bretar vilja hafa þar bæði tögl og hagldir, og munu þeir eflaust ráða því að lyktum. það er haft á orði, að Bismark muni ætla sama fyrir sjer og eptir viðureign Tyrkja og Rússa síðast: að taka í taumana þegar Bretar eru búnir að ljúka sjer af og sjá svo um með kænsku- legum ráðum og fylgi hinna stórveldanna, að þeim fjenist minna á förinni en fyrir er ætlað. En honum verður eflaust töluvert vandleiknara við Breta en Bússa. Hann heitir Duclerc, hinn nýi ráðaneytis- formaður á Erakklandi, þingmaður úr öld- ungadeildinni, gamall maður og reyndur að stillingu og varfærni. Sessunautar hans hin- ri nýju, eitthvað 4 eðað, eru allir fylgismenn Gambetta. Hinir eru úr fyrra ráðaneytinu, sátu kyrrir. þingi er nú frestað fram til veturnátta. A Englandi var og þingi frestað fyrir fám dögurn um viðlíka langan tíma. Svo fórum landskuldalögin handa írum, að Gladstone hafði þau fram óbreytt að kalla; lávarð- arnir ljetu undan sem fyr. írar afhjúpuðu 15. þ. m. í Dýflinni líkneski frelsishetju shm- ar O. Connels (i 1847) með mestu viðhöfn og fjöhnenni. Daginn eptir var einn af þing- görpum þeirra, Gray að nafni, yfirskíris- greifi í Dýflinni og eigandi að helzta blaði þeirra þar, dæmdur í 3 mánaða fangelsi og mikil fjárútlát fyrir meiðyrði í blaðinu um dómnefndir. Ekki mýkir það skap þeirra. Sama dag var þeim Parnell og Dillon af- hent kjörbrjef til heiðursborgara í Dýflinni. það er afráðið, að fá Cetewayo Zítlúkaffa- konungi aptur í hendur ríki sitt, og skal hann gjörast undirkonungur Bretadrottningar. Hinn 10. þ. m. voru liðin 25 ár síðan fyrsta skáldrit Björnstjerne Björnsons birt- ist almenningi. f>að var Synnöve Solbakken. í. minningu þess var hátíð haldin á búgarði hans, Aulested í Guðbrandsdölum, og var þar saman kominn fjöldi manna af öllum Norðurlöndum, en fagnaðarkveðjurstreymdu að honum hundruðum saman úr ýmsum átt- um, þar á meðal frá íslendingum í Khöfn. Khöfn 29. ágúst 1882. Wolseley hershöfðingi stefnir liði sínu vestur á leið frá Zúes-skurði til Kairo. Hef- ir fundum borið saman tvisvar eða þrisvar vikuna sem leið með honum og uppreistar- hernum egiptska, og Bretum veitt betur. Voru þó einn daginn 10 Egiptar um einn af liði Breta. Annað ekki að frjetta af ófriðn- um. Dáinn nýlega Ducrot hershöfðingi, fransk- ur, nafnkenndur úr ófriðnum síðasta við þjóðverja. Tvær nýjar morðsögur frá írlandi, hver annari voðalegri. Tíu illvirkjar komu á nátt- arþeli, aðfararnótt hins 18. þ. m., á kotbæ einn fram til fjalla á vesturkjálka landsins og myrtu bónda, konu hans, móður hans hálfníræða og dóttur hjóna unga, og særðu syni þeirra 2, annan til ólífis. pað eitt til saka að sögn, að bóndi hafði staðið í skil- um með eptirgjald sitt. Morðingjarnir hafa náðst aldrei þessu vant. Fólkið á öðrum bæ, þar sem þeir fóru um um nóttina, hafði orðið vart við för þeirra, og tók bóndi og vinnumaður sig til og veittu þeim eptirför í humátt, sáu þá fara heim á bæinn og heyrðu ópið í fólkinu, þegar verið var að myrða það; leyndust síðan burt og sögðu tíðindin. þeir báru kennsl á morðingjana, höfðu komist svo nærri á leiðinni, að þeir sáu hverjir það voru. Tveim dögum síðar komu 15 menn með grímur fyrir andliti heim á annan bæ þar í nánd, laust eptir háttatíma, ruddust inn og drógu bónda fram úr rúmi sínu og skutu hann í ásýnd konu hans og vinnufólks. Síðan spurðu þeir ept- ir syni bónda. En hann hafði brugðið sjer til næsta bæjar og var ekki kominn heim aptur. Varð honum það til lífs. Morðing- arnir fóru eptir það leiðar sinnar og eru ó- höndlaðir enn. Maður nokkur enskur, Laigh Smith að nafni, ungur og auðugur, hefir verið í norð- urförum í mörg sumur um Spitsbergen, Franz-Jósefssland og víðar, til landkannana o. fl. Í fyrra fór hann en sem fyr norður í höf, á nýju skipi, er hann átti sjálfur og Eira hjet. Hann kom ekki aptur í haust svo sem hann hafði ætlað sjer, og óttuðust menn að Eira hefði farið sömu för og Jeannette. Voru þá gerð út í vor tvö skip frá Englandi að leita hans. Heitir annað Hope og fyrir því Allen Young, gamall norðurfaramaður og frægur. Hope kom aptur til Peterhead 20. þ. m., með skipshöfnina af Eira alla með lífi, en slippa að öðru leyti. Eira hafði brotnað í ís og eokkið við Franz-Jósefsland 21. á- gúst í fyrrasumar, skipshöfnin komist á land, reist sjer þar skála og setið þar til vors; skotið seli og bjarndýr sjer til matar og bjarg- ast allvel. Fóru síðan á bátum í surnar er ísa leysti suður til Novaja Semlja og voru þar komnir degi áður en þeir Allen Young komu þar að, 3. ágúst. Nýlega byrjaði í Norvegi kjörmannakosn- ingar undir stórþingskosningar í haust. þær ætla að ganga vel, frelsisflokknum í vil, sem vita mátti, slíka óhæfu sem hinir berast fyrir. — Uppreist á Kórea. Konungur og drottning myrt. Um korngjöf handa fjenaði. Jeg hef áður ritað grein um þetta efni, fyrst í Norðanfara, nr. 20—21 fyrir árið 1864, og síðar í pjóðólfi, 26. ár, nr. 1.—.2, 5. dag nóvembermánaðar 1873. En af því að almenningur held- ur eigi slíkum blöðum saman, mun mörgum þegar hafa gleymzt greinir þessar, enda munu fæstir bændur til sveita nú hafa aðgang að þeim. Jeg ætla nú eptir áskorun ýmissa málsmet- andi manna að rifja upp fyrir almenn- ingi efni greina þessara, því að eptir því sem sumarið hefur verið, munu margir um landið verða að farga tals- vert af fjenaði sínum, ef þeir skulu fóðra á heyi eingöngu, ýmist sökum grasbrests eða illrar nýtingar, og "sum- staðar sökum hvorstveggja. En ,,bú er landsstólpi", og fjenaðurinn er það, sem sveitabóndinn lifir á, og því er allt undir því komið fyrir hann, að hafa svo mikinn fjenað, að hann hafi næga atvinnu af fyrir sig og sína. En þá er heyafiinn bregzt, verður hann að leita annara bragða í, til að afla fóðurs handa fjenaði sínum, og komast hjá, að eyða bústofni sínum, og eptir því sem til hagar hjá oss, verður eigi til annars tekið, en korns ýmissar tegundar, að- fengins frá útlöndum, hvort heldur það er keypt hjá kaupmönnunum eða feng- ið hjá öðrum. Korntegundir þær, sem helzt verð- ur um að ræða til fóðurs skepnum hjer á landi, einkum á vetri þeim, sem nú fer í hönd, verða: 1, rúg eða rúgmjöl; 2, bygg; 3, hafrar; 4, ertur ; 5, maís; 6, ef til vill fóðurmjöl (Feeding meal); 7, Úrsigti (Klid), og skal jeg nú skýra frá fóðurgæðum hvers fyrir sig, að svo miklu leyti sem mjer er um þau kunn- ugt. 1. Rúg eða ri'igmjöl. Jegheffulla reynslu fyrir því, af eigin raun um mörg ár, að 1 pund af rúgi eða rúgmjöli er eins gott til fóðurs og 3% pund eða 7

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.