Ísafold - 21.09.1882, Blaðsíða 2

Ísafold - 21.09.1882, Blaðsíða 2
86 merkur töðu úr stáli á vetrum, hversu góð sem hún er og vel verkuð. En hversu miklu af útheyi rúg jafngildi, verður eigi sagt með vissu, með því gæði þess eru svo misjöfn, sumt mjög kjarnlítið og auk þess sinublandið, og sumt því nær töðugæft, og svo þar á milli, og verður hver sá, sem ætlar sjer að gefa korn skepnum sínum, að leggja það vel nið- ur fyrir sjer, hversu mikið af útheyi þvi, sem hann gefur, skepnan þarf til fóðurs á móts við töðuna. En jeg ætla þó nær sanni fari, að af meðal-útheyi sinulausu þurfi hver skepna þriðjungi meira en af töðu, ef hún skal jafnvel haldin. Jeg hef nú um mörg ár gefið kúnni 5—6 pund af töðu í mál, eptir því sem taðan hefur verið ljett í sjer, og 6 merkur rúgmjöls, eða með öðrum orðum: Jeg heflátið 6 merkur rúgmjöls jafngilda fjórðungsmeis af töðu, en á- bæti hefur kýrin lítinn eða engan feng- ið. Á þessari gjöf hefur hver kýr vel þrifizt, og mínar kýr verið eins feitar og þriflegar og þær kýr, sem hafa fengið fulla gjöf af töðu. Auk þess hefur mjer reynzt svo, að þær kýr, sem fengju þessa gjöf, haldi jafnvel betur á sjer en af heygjöf einni, og mjólkin verið talsvert kostbetri. J>á er kýr eru fóðraðar á rúgi, verður annað- hvort að mala það eða sjóða. Ef korn- ið er malað, má það vera stórmalað, eða að eins hratað í sundur, en þó mega engin heil korn í því vera ; má þá gefa þeim mjölið saman við vatn það, er þær fá að drekka eptir hey- gjöfina, og þá aðferð hef jeg ávallt haft. Sumir hafa þá aðferð, að gjöra úr því kökudeig, og er það og gott, þótt kosti litlu meiri fyrirhöfn, einkum ef mörgum kúm skal gefa. Rúgið ó- malað kemur kúm því að eins að full- um notum, að það sje látið í vatn, og síðan hitað svo að sjóði, eða þá hellt áþað sjóðandi vatni, og svo látið standa um hríð. Ómalað rúg er heldur eigi gott að gefa sauðfjenaði, nema því að eins, að hann sje vanur kornkjöf frá lambsvetrinum; annars meltir hann það eigi til fulls. Hestum skal alls eigi gefa ómalað og óbleytt rúg, enda er það þeim ofstrembið, og skyldi ávallt held- ur gefa hestum bygg, eða helzt hafra, ef kostur er; en sje rúg haft til hesta- fóðurs, ber nauðsyn til, að hella á það sjóðandí vatni, og láta síðan standa allt að dægri; en rúg þykir lakasta korn- fóður handa hestum. 2. Bygg jafngildir töðu sem i á á móti 3V4. eða með öðrum orðum: 1 pund byggs er jafngott til fóðurs, sem 3x/4 pund eða 6V2 merkur góðrar töðu. Bygg er bezt fóður fyrir sauðfje; það er hægra að melta en rúg, ogætlajeg þvi, að betra sje, að hella á það vatni og bleyta það út nokkrar stundir, áður en það er gefið kindum, einkum ef kindurnar eru óvanar korngjöf; en því fremur þarf þessa að gæta, ef rúg er gefið, sem það liggur þyngra í mag- anum, og örðugra veitir að melta það. þ»egar sauðfje er gefið korn, hvort heldur er bygg eða rúg, verður vand- lega að gæta heygæðanna. Ef kind- inni er t. a. m. gefin taða, og henni ætlaðar 4 merkur á dag1, en eigi er taða til meiri en svo, að hver kind get- ur að eins fengið 2 merkur á dag, en fyrir hinar 2 verður að gefa korn, þá verður það 7—8 lóð, en með því að jeg hef áður talið meðalúthey þriðjungi ljettara til fóðurs en góða töðu, og fengi kindin að eins 1 pund slíks útheys, þá þyrfti að gefa henni 10—12 lóð korns, rúgs eða byggs, En jeg vil taka það fram, að til þess að korngjöfin komi sauðkindum að tilætluðum notum, verð- ur að gæta þess vandlega, að ekkert gangi til spilla, og haga korngjöfinni þannig. Haganlegast og fyrirhafnar- minnst verður, ef mörgu fje skal korn gefa, að taka 2 borð, og negla annað borðið á röndina á hinu, eins og gjöra skyldi úr stokk eða rennu; má rennu þessa hafa svo langa eða stutta, sem henta þykir, t. a. m. jafnlanga garðan- um, sína hvoru megin, og yrði þá hæg- ast, að hafa bönd í henni, sem gengju upp í mæni-ásana, svo að hleypa mætti niður, er gefið er, og draga þær upp, er fjeð hefði jetið. jþað er alkunnugt, að korntegundir, hverjar sem eru, eru misjafnar að gæðum, og segir þunginn til, og þó eigi fyllilega, því að 100 pund af því korni, sem tunnan vegur af 200 pund, eru betri en af því, sem tunnan vegur af að eins t. a. m. i88pund, en þess gætir næsta lítið, er um svo lítíð er að ræða sem um korngjöf handa kindinni. Bygg má og gefa hestum, en þá verður að bleyta það vel fyrst, því að annars melta þeir það eigi til fulls, einkum ef þeir eru eigi vanir korngjöf frá unga-aldri, og kemur það því eigi að fullum notum. 3. Hafrar. 1 pund af höfrum jafn- gildir að fóðurgæðum 3 pundum af töðu. Til fóðurs hestum eru þeir tald- ir einna beztir af korntegundum þeim, sem hjer er um að ræða; þeir eru ljett- ir og auðmeltir, því að hismið er mik- ið; en hestar þurfa að fá slíkt fóður, ef að fullum notum á að verða. Hafra má gefa hestum þurra, einkum ef þeir eru vanir korngjöf; þó er sjálfsagt rjett- ara, að láta standa vatn á þeim um stund (nokkrar klukkustundir), áður en þeir eru gefnir hestunum, einkum ef þeir eru gefnir sjerstaklega, eða eigi ásamt heyinu. Hafurgjöfinni verður að 1) Athugasemd. Ef einhverjir taka þessi orð mín svo, að jeg ætli hverri kind 4 merkur töðu á dag, þá vil jeg geta þess, að jeg tek eigi þessa hey- gjöf tilíþví skyni, heldur að eins til að sýna hlut- fallið á milli korns og töðu. Jeg skal geta þess, að jeg hef ávallt haft þann vana, að gefa kindinni 2^/3 mörk vegna af töðu eða töðuhristingi, og 4 — 4j/2 lóð byggs á dag, og verður það jafngildi hjer um bil 3J/4 merkur töðu eða góðs töðuhristings, og það hefur mjer reynzt góð gjöf. haga svo, að hestarnir eigi spilíi; en við því er næsta hætt, ef þeir eiga að jeta hann úr íláti einhverju, og er því rjettast og hagfelldast, að hafa jötuna úr borðum, og láta hafrana í hana, og væri bezt að hafa fyrir ofan jötuna grindur, sem heyið mætti láta í, og gefa hvorttveggja í senn, hafrana og heyið. Með því er það unnið , að hestarnir hvorugu spilla, hvorki heyinu nje höfrunum, og jeta hvort með öðru. Hestum skal eigi gefa vatn þegar eptjr hafrana. fað er auðvit- að, aðhafra má gefa bæði kúm og sauð- fje, en mala verður þá handa kúm. eða bleyta vel. Sama er að segja um hlut- fallið milli hafra og útheys, sem áður hefir sagt verið um hlutfallið milli út- heys og rúgs eða byggs, að það verð- ur að kveða á um eptir gæðum á móts við töðu. 4. Ertur (matbaunir). það er auð- vitað, að misjöfn eru gæði erta til fóð- urs eins og annara korntegunda, en vanalega má telja svo, að 1 pund af vanalegum matarertum jafngildi hjer um 4 pundum af töðu eða fullt það. þ>ær má gefa bæði kúm, sauðfje og hestum; en ef þær eru gefnar kúm, Verður annaðhvort að mala þær, eða sjóða, eigi minna en svo, að úr verði því nær grautur. Handa sauðfje og hestum verður og að bleyta þær vel, ef gefnar eru ómalaðar skepnum þess- um. Er þá bezt, að hella á þær sjóð- andi vatni, og láta þær standa með vatninu á mála á milli, eða 12 stundir. Aðferðin að ertnagjöfinni handa sauðfje og hestum verður hagfelldust hin sama, sem jeg hef áður talið við bygg og hafra. 5. Mais. jpessa korntegund hef jeg lítið reynt til fóðurs, enda er ný- lega farið að flytja hana hingað til lands. Korntegund þessi mun betri til holda enmjólkur; munu því aðrar þjóð- ir, t. a. m. Danir, lítt nota hana til fóð- urs handa kúm. Jeg hef eigi reynt hana svo, að jeg þori með fullri vissu að segja um fóðurgæði hennar, en það sem jeg hef reynt hana, hefur mjer virzt svo, sem hún mundi fullum fjórð- ungi lakari til fóðurs en rúg, eða að 1 pund af mais væri eigi betra til fóð- urs en 3/4 partar úr pundi (hálf önnur mörk vegin) af rúgi, eða ef miðað er við góða töðu, að 1 pund af mais sje þá jafngildi hjer um bil eigi fullra 3 punda (6 marka) af töðu, og vil jeg ráða þeim, sem vilja nota mais til fóðurs handa skepnum, að telja það hlutfallið rjett, unz reynslan kennir þeim annað rjettara. 6. í fyrra-sumar flutti herra kaup- maður Eggert Gunnarsson fóðurtegund, sem Englendingar kalla Feeding-meal, eða á íslenzku fóðurmjöl, eða fitumjöl, eins og sumir hafa kallað það, og seldi hann það við vægu verði. Mjöl þetta mun vera úrgangur frá mjölmylnum, og samsafn af ýmsum korntegundum;

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.