Ísafold - 21.09.1882, Blaðsíða 4

Ísafold - 21.09.1882, Blaðsíða 4
V 88 ið gjörðar ráðstafanir til þess, að sýslur þær á vesturlandi og suðurlandi, er orðið hafa fyrir mestum skepnufelli á síðastliðnu vori og borið hafa upp vandræði sín, geti orðið hluttakandi i ofannefndri gjöf nú í haust til að kaupa skepnur. I Noregi hefir einnig verið safnað gjöfum til að bæta úr bágindum hjer á landi og hefir nefnd í Kristjaníu, er gengist hefir fyrir samskotunum, sent hingað 2000 kr. þessum gjöfum hefir eptir skýrslu nefndar- innar verið safnað einkum fyrir tilstilli síra Mattíasar Jochumssonar í Odda«. ^ Skilyrði það, sem eptir því, sem hjer er sagt, er sett fyrir því, hvernig verja skuli gjöfunum frá Danmörku álítum vjer að nokkru leyti miður heppilegt; það er auð- sætt, að það er vilji þeirra, sem gjafirnar hafa sent, að þær skyldu eigi verða að eyðslueyri, er menn lítil not hefðu af, nema í svip ; þess vegna hafa þeir án efa ætlast til, að þær skyldu verða til að bæta bústofn þeirra manna, sem harðindin hafa komið á fallandi fót. Af þessum mönnum eru nokkrir, sem í vor felldu allan eða mestallan fjenað sinn, en ef þeir hafa eigi haft efni á að kaupa aptur nýjan stofn, þá munu þeir flestir þegar í vor hafa fiosnað upp og hætt búskap, og annaðhvort farið að sjó eða leitað annað fyrir sjer; að minnsta kosti hafa þeir eigi heyjað fyrir þeim skepnum, sem þeir eigi áttu til, og þeim verður því eigi gagn að því fje, sem að eins má verja til að kaupa sjer bjargræðisstofn, en eigi til að kaupa fóður handa honum; þessu næst eru þeir, sem í vor hafa misst margt af fjenaði sínum, en eiga þó talsverð- an stofn eptir, og þessir menn eru miklu fleiri en hinir, en að því leyti sem þeir lifa á landbúnaði, þá er það einmitt þessi stofn, sem þeir nú í hanst eru neyddir til að skerða, til þess að byrgja sig upp með bjargræði til vetrarins, og þeir þurfa að gjöra það því fremur, sem sumargagnið hefir orðið óvenjulega htið af þeim skepn- um, sem horaðar gengu undan í vor; þess- ir menn þurfa því yfir höfuð síður að halda á styrk til fjenaðarkaupa, heldur en styrk til bjargræðiskaupa, svo að þeir eigi þurfi að skerða þann stofn, er þeir sjálfir eiga nú. þá eru enn fremur þeir, sem annaðhvort hafa ekkert misst í vor eða semeigi hafamisst meir en svo, að þeir hafa vegna grasleysis, nýtingarleysis, eða mannfæðar (sökum veik- inda eða fátæktar) eigi getað aflað nægilegs fóðurs handa þeim skepnum, sem þeir hafa, og því slður handa fleirum; þessir menn eru neyddir til að eyðileggja ef til vill stór- um bjargræðisstofn þann, sem þeir hafa, þó eigi megi hann minni vera, svo framar- lega sem þeir eigi vilja setja skepnur sínarí voða fyrir að falla komandi vor, og þeir geta sannarlega verið eigi síður hjálparþurfandi en hinir fyrtöldu, en sú hjálp, sem þeim má að gagni verða, er eigi styrkur til fjen- aðarkaupa, heldur er það styrkur til að geta fengið útlent fóður fyrir skepnur sínar, sem þessir menn þurfa mest með. Vjer erum öldungis samdóma því, er hr. Eiríkur Magnússon hefir tekið fram í greinum þeim, er prentaðar voru í síðasta blaði Isafoldar, að fóðurkorn handa skepn- um er hinn nauðsynlegasti styrkur, er menn þurfa að fá, þar sem heyskapurinn hefir orðið lítill; sá styrkur, sem forðar felli, er til langtum meira gagns en sá styrkur, sem menn kunna að fá, eptir að menn hafa fellt skepnur sínar, eða fækkað þeim svo, að þær eigi geti nægt mönnum til atvinnu og bjargræðis. jpað er enn eitt athugavert við skilyrði það, sem áður er getið, og það er, að hætt er við, að einn og annar, sem áður hefir fellt skepnur sínar fyrir ógætilegan ásetn- ing og sem eigi á nú meira fóður en þörf er á handa skepnum hans kunni að taka á móti peningum til fjenaðarkaupa, þegar hann fær þá að gjöf, og leiðast við það til að setja fleiri skepnur á fóðurbyrgðir sínar en skynsamlegt er, en þá yrði það, sem gefið er af góðum hug, eigi að þeim notum, sem ætlað væri, ef það styddi að því, að menn felldu á ný skepnur sínar sakir fóður- skorts. Samkvæmt þessu viljum vjer skora á þá, sem áðurnefndar gjafir fá til útbýtingar, að þeir leiti leyfis til, að nokkru af pen- ingunum megi verja til að kaupa meira korn sumpart til manneldis og sumpart til skepnufóðurs. það virðist oss enn fremur æskilegt, að nokkuð af gjöfunum væri geymt óútbýtt í peningum eða korni fram á veturinn og komandi vor til að bæta úr þeirri neyð, er þá kann að koma fram. Frá sýninguimi í Edinborg Jafnvel þó þunnskipað væri sýnismunum frá Islandi á sýningunni í Edinborg, sem orsakazt hefir af því að allt varð í ótíma með að sinna því, frjetti jeg að kaupmað- ur Hjálmar Jóhnson á Flateyri hefði fengið heiðurspening úr silfri, fyrir það er hann hafði þar. jpetta ætti að vera hvöt fyrir Islendinga að gefa meiri gaum að sýning- um erlendis en gjört hefir verið, og ekkihvað sízt að fiskisýningu þeirri, er verða á í Lund- únum að vori komanda, sem ætla má að verði bæði fjölskrúðug og merkileg. Frá Friðrikshöfn í Danmörku hafði »1. C. Isager« sent á sýninguna hálfa tunnu af kola og rauðspettum; einhverrar gleymsku vegna, var hún ekki opnuð fyrri en 27. dag aprílm. tveim dögum áður en sýningunni var lokið. Fiskar þessir lágu í legi sem lítið saltbragð var af, og vóru þó eptir að sex vikur vóru liðnar frá því þeir vóru send- ir, alveg eins góðir sem nýdregnir úr sjó, til reynzlu voru nokkrir steiktir strax á veitinga- húsi sýningarinnar, og reyndust óaðfinnan- legir. Tilbúningi á legi þessum er haldið heimuglegum að sinni, enn allt fyrir það er líklegt að með tímanum mætti nota aðferð þessa til að senda frá Islandi lax og annan fisk sem nýjan, og mættu þaraðverða mikl- ir hagsmunir; á sama hátt mætti lax og sil- ungur fiytjast frá sveitum í kaupstað sem nýr. Eg hefi síðar komizt eptir því, að háfur (á Austfjörð. Hamar) flattur sem fyrri er getið, fyrst lítið saltaður og síðan hertur, er brúkaður nokkuð til manneldis á Orkn- eyjum, og er hann þá annaðhvort etinn soð- inn eða steiktur á glóð eða rist, en hvað helzt notaður af fátæku fólki þar, og þykir ekkert sælgæti; ekki er þess getið að háfsát verði mönnum þar að meini, má ske vegna þessarar meðferðar. Framh. síðar. Inntökupróf við hinn lærða skóla í Rvík verður haldið laugard. 30. sept. 16/9 82. Jón þorkelsson. Sökum þess að hinn síðari ársfundur búnaðarfjelags suðuramtsins varð eigi hald- inn á ákveðnum tíma í júlímánuði í sumar, verður hann haldinn 27. dag þessa mánað- ar, á hádegi (kl. 12) í prestaskólahúsinu hjer í bænum. A fundi þessum verður lagður fram reikningur fjelagsins fyrir hið umliðna ár (1881), skýrt frá aðgjörðum fje- lagsins, og rædd önnur þau mál, er kunna að verða borin upp. Keykjavík 15. dag sept. 1882. H. Kr. Friðriksson. 1 iást mjög- ^ 1 doalstr*u °£ vandaðtí hattar fyrir mjög lítið verð. |>ar eru miklar byrgðir af allskonar höttum, af allri stærð, og ekki minna en 12 tylftir af enskum ullar-höttum, sem kosta einung- is 3 kr.; sömuleiðis talsvert af mjög fínum og vönduðum þýzkum hérahárshött- um. sem jeg sjerílagi vil benda mönnum á. þ>ar að auki „Franske moderne“ silkihattar frá 7—i2kr., ásamt vetrarhúfum. Rvík 14. sept. 1882. Jóel Sigurðsson. Með því að herra Jón Árnason hefur afsalað sjer þvott á rúmfötum o. fl. hins lærða skóla frá 1. degi næstkomandi mánaðar, eru þeir beðnir að gefa sig fram, sem vilja taka að sjer þvott þennan framvegis. Yerða þeir, sem þennan þvott vilja fá, að senda um það skriflega beiðni, stýlaða til stiptsyfirvaldanna innan 25. þ. m. Reykjavík JJ- 82. H. Kr. Friðriksson. LEIÐRJETTING. í síðasta blaði Isafoldar, bls. 84, hefir úr upphafinu á síðustu línu í rniðdátkin- um, fallið úr orðið : „víða“. Útgefandi: Björn Jónsson, cand. phil. Ritstjóri: Eiríkur Briem. Prentuð í Isafoldar prentsmiðju.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.