Ísafold - 25.09.1882, Page 3

Ísafold - 25.09.1882, Page 3
einnig hafa komið fram í því, að óska í tæka tíð eptir hallærisláni, ef það hefði verið nauðsynlegt í þetta sinn. En þetta er allt annað en að bágstadd- ar sveitir á Norðurlandi sje eigi þurf- andi fyrir alla þá hjálp, er þær gætu fengið, án þess að þeim yrðu bundnar byrðar fyrirsiðari tímann; mönnum þar mun þykja nógu kvíðvænlegt að horfa fram á hann, þótt það bættist eigi við, því eins og tekið hefir verið fram í ísa- fold þá hafa þeir eptir hinn harðasta vetur og grasminnsta sumar í fyrra, lið- ið næstliðið vor og líðandi 'sumar dæma- lausa ótíð, grasbrest og nýtingarleysi, og eins og einnig bent hefir verið á i ísa- fold þá er þetta því tilfinnanlegra, sem landbúnaðurinn er hinn eini atvinnuvegur flestra manna þar. Af þessu er því auðsætt hvílíkan hnekki búskapur margra þeirra hafi beðið og að þeir eru sannarlega hjálparþurfandi flestum öðrum fremur, en sú hjálp, er þeir þurfa, er eigi ]án. Eirlkur Briem. Frá sýningumii í Edinborg (Niðurlag frá bls. 88). þar sem þess er hér á undan getið hversu mikil stund er lögð á útklekningu lax og silungs erlendis, kann það að vekja löngun hjá mörgum til að bæta hjá sér silungsveiði, sem og líka er æskilegt, og mætti að miklu gagni verða, vil eg því geta þess hjer að hægt er að fá keypt á Englandi silungs- ungviði og flytja það til Islands með gufu- skipsferðum, og hygg eg að sú aðferð muni bezt við eiga í bráð, því lengra mun í því að útkleking ungviðis komist í gang á ís- landi; en til þess að aðflutt ungviði verði að notum þarf þess að gæta, sem hjer segir á eptir : Silunga og laxakyn geta fleiri verið en enn þá er fullþekkt, helzt á Islandi, en höfuð- atriðið er að gjöra greinarmun á þeim sem úr sjó ganga í ár og vötn, til þess þar að útklekja kyni sínu (migratory), það er nátt- úrlegt eðli þeirra fiska, að þeir geta það eigi í sjó, og sækja því í vatn til þess, af þess- um má nefna lax og sjóbirting. Hin önn- ur tegund fiska þessara er sú, sem aldrei fer í sjó, en lifir allan sinn aldur í ám og vötnum, útklekur þar og lifir þar vetur og sumar (non migratory), og má af þessum telja, vatnasilung ogbleikju, og getaaf þess- um verið fleiri kynferði en menn hafa fulla vissu um sem stendur. Af þessum síðari fiskitegundum má vel flytja í ár og læki og vötn ungviðitilað bæta veiði og jafnvel kyn- ferði, en vilji menn tímga þar veiði hvar hún ekki hefir verið áður, þarf sjer í lagi að rannsaka hvort fiskur má þar lifa fyrir ætis- leysi og hvort þar að öðrum kosti er lífvænt fyrir hann ; án efa má með að leggja stund á þessa fiskirækt ómetanlegt gagn vera fyr- ir bendi. það er viðurkennt eðli allra þessara fiski- tegunda að sækja þangað sem það er út- klakið eða uppalið; sje því ungviði aðflutt heldurþað sjer þar að, hvar það var fyrst í vatn látið; en sje það lax eða sjóbirtingur eður önnur sú tegund sem frá sjó sækir í vötn og ár, þá leitar fiskurinn í þá á hvar honum var slept í, þó að hann sje fluttur að frá útlöndum eða annarsstaðar frá, nema tálmanir komi fyrir. A sýningunni voru sýndar ýmsar tilbreyt- ingar á »laxastigum«; eru þeir til þessgjörð- ir að leiða lax og silung upp yfir fossa, hvar hann annars ekki gæti komizt eða af erfið- leikum mundi hverfa frá að leita upp yfir; það er oflangt mál að reyna að lýsa þeim í blöðum, því það yrði og heldur ekki skilj- anlegt án uppdrátta; því skal hjer nægja að geta þess, að mögulegt er að leiða lax á þann hátt upp yfir fossa, jafnvel svo hundr- uðum feta skiptir, og er það eðlilega því dýr- ara sem hærra er, en með þessu móti getur lax og silungur gengið þar í ár, hvar hann aldrei komst áður, og mætti þetta líklega víða að gagni verða ef á kæmist. það hefir lengi verið margrætt víðsvegar um land allt hversu skyldi koma í veg fyr- ir niðurskurð á hákalli, og skal jeg því máli til upplýsingar benda á, að skipstjóri A. Jonassen frá Haugesund í Noregi sagði mjer, að hann hefði á hákallaveiðum við Spitsber- gen frá Noregi bæði brúkað og vitað brúk- að, að sauma samankviðinn á hákalli þá lifr- in var tekin, og blása hann síðan upp með belgi svo hann flyti, og sá hann það fyrst brúkað 1868, og kvað það vel dugað hafa til þess að skrokkarnir ekki spillti veiði. Lík- lega mætti þessi aðferð geta komið að notum á Islandi ef við væri höfð á hákarlaskipum. þó margskonar væri að sjá á sýningu þess- ari af ýmsu og víðsvegar að, hefi og hjer upptalið allt, sem mjer fannst Islendinga mest um varða. þó í stuttu máli sje, vildi eg óska að það mætti verða til að leiða at- hygli manna að því er til framfara mætti stefna með fiskiveiðar vorar, sem jeg er sannfærður um að standa á lægra stigi en vera ætti, hvað útbúning og aðferð snertir. Guðm. Lambertsen. Innlendar frjettir. Um næstliðin mánaðamót gjörði þur- viðri nokkra daga um norðurhluta lands- ins ; náðu þá flestir töðum sínum, sem þær áttu úti og víðast nokkru af út- heyjum ; vestast í Húnavatnssýslu og í Strandasýslu og ef til vill víðar á út- kjálkum, fengu menn þó eigi ráðrúm til að hirða töðurnar, áður en votviðri gjörði á ný. Um io. f. m. gjörði norð- anveður með kafaldi og frosti; gjörði þá hnjesnjó við ísafjarðardjúp og það- an af meira sumstaðar norðanlands; frost- ið var svo að sagt var að kvíslar af Norðurá sunnanundir Holtavörðuheiði hafi verið riðnar á ís og sömuleiðis Laxá í Dölum fremst; mönnum sem þá voru á ferð í Húnavatnssýslu þótti nauðsyn- legt að fá hey handa hestum sínum ; snjóinn tók þó innan skamms upp apt- ur í byggðunum og síðan hefir veðurátt verið svo, að menn munu víðast hvar hafa getað hirt um hey þau er menn áttu úti. Úr brjefi úr Fljótsdalshjeraði 4. sept. Tíðindi eru fá hjeðan að austan, en þau heldur erfiðleg, sem eru. Grasvöxt- ur lítill á öllu votlendi, en betri á harð- velli og harðlendum túnum; nýting mjög slæm almennt, þó hefir nú undir þessi mánaðamót breytzt til batnaðar, og munu flestir hafa náð því afheyjum er undir lá. Fellir varð hjer enginn í Norður-Múlasýslu í vor, sem teljandi var, og lambadauði heldur vægur í sam- anburði við aðrar sýslur, sem jeg hefi haft frjett af; jeg get þess til að farizt hafi að meðaltali í sýslunni 7.—8. hvert lamb. í suðursýslunni var lambadauði miklu meiri c. ‘/3 allra lamba. Fiski- afli í betra lagi, en síld lítil. Póstskipið Romny kom hjer í gær og hafði þá komið á allar hafnir, sem því var ætlað. ís var nú loksins eng- inn orðinn fyrir Norðurlandi. Kaupskip voru öll komin, sem von var á, og vörurn- ar í þeim flestum lítið eða ekkert skemdar. Camoens kom hjer i gær á leið til Stykkishólms og Borðeyrar; með því frjettist, að Englendingar væru búnir að vinna fullkominn sigur á Egiptum og taka Arabi höndum. U111 fóðurlbirgðir. í því lýsa sjer meðal annars yfir- burðir mannsins yfir dýrin, að hann kann með viti sínu að nota öfl náttúr- unnar sjer til hagsmuna og að varna því að þau verði honum hættuleg. þetta kemur því betur fram, sem þjóð- irnar ná meiri þroska, meiri menntun og kunnáttu; en lítils mundi maðurinn þó vera um kominn í baráttu sinni við höfuðskepnurnar, ef hann í hvert skipti þyrfti að finna ráð til að verjast þeim hættum, er þær ógna honum með, en hefði eigi fyrirhyggju með að búa sig undir það fyrir fram, og þess vegna er það stöðugt einkenni þeirra þjóða, sem eru á framfaraskeiði, að menn hafa þar meiri og meiri fyrirhyggju fyrir ókomna tímanum og viðbúnað til að geta mætt ýmiskonar hættum og erfið- leikum, er fyrir menn kunna að koma. Jafnvel i hinum beztu löndum og í hinni blíðustu náttúru lifa menn við örbirgð og volæði og verða opt og einatt fyrir hungursneyð, ef menn eigi kunna að hafa þessa fyrirhyggju; en því fremur er hún nauðsynleg þar, sem óblíða náttúrunnar er mikil; þar reynir mest á vit og kjark mannanna til að láta náttúruna lúta sjer og sumpart láta í tje gæði sín og sumpart varnaþví að hún beri menn ofurliði. Land það, er vjer byggjum, er með rjettukennt við ís, en kuidinn, sem er förunautur hans, er óvinur lífsins, enda er það hið harðasta land, sem nokkur menntuð þjóð bygg- ir; en á þessu landi, þar sem engín kornstöng þroskast og heita má að ekkert trje geti vaxið, þar er það hlut- verk þjóðar vorrar að halda uppi sig- urfána mannvitsins í stríðinu við hina blindu krapta náttúrunnar. Með því að vinna sigur í þessu striði eiga menn

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.