Ísafold - 21.10.1882, Blaðsíða 2

Ísafold - 21.10.1882, Blaðsíða 2
94 Sjá þú í gegnum sortann, svipleik æfistunda: Hvað er hjör og hlífar holds og auðnugengis ? Flýr það allt er Föbus felur oss myrkva, flýr þegar feigðar nornin flettir oss lánarskrúði. Sjá þú í gegnum sortann, sigurmerkin fornu sett mót synd og dauða og sorgarfári lífsins. Sjá þú í gegnum sortan sálu þína vermi eilíft orð og sjónir ódauðlegra manna. Sjerð ei í gegnum sortann son þinn í heilögu ljósi ? Sjerð eigi brosandi brúði ? Birtir þjer eigi fyrir augum ? Kastaðu höggnum hlífum, hnossið er komið nærri— nærri endir og upphaf : eilífur Drottins faðmur! Odda II. sept. 1882. Mattías Jochumsson. RANNSOKNIR A VESTFJORBUM 1882. (Eptir Sigurð Vigfússon). (Framhald frá bls. 90). Vesteinshaugur er á melunum ofan til við ytri enda Seftjarnarinnar, niður frá Sæbóli. Allar sögur af Gísla Súrssyni ákveða þennan stað, og segja hið sama „norðr frá Sæbóli" er sama og „niðr frá Sæbóli". Jpykkur jarð- vegur var þar enn ofan á melnum og mikil mold undir hæst í miðjunni og lítil þúfa þar sem reyndist að líkið hefði legið undir; haugurinn var á annan veg 28 fet i þvermál, en blásin inn í hann vik á hinn veginn. Jpennan haug rannsakaði jeg nákvæmlega; steinum hafði verið raðað þjett saman ofan á líkið, sem sneri í austur og vestur, og- lágu þeir nokkurn veginn óhaggaðir. Jpó voru nokkrir steinar frá lausir við endann. Jpetta grjót var auðsjáanlega aðfiutt, en ekki tekið þar úr melnum. Steinalagið var 2 7* al. á lengd, en t*/a á breidd. Allt í haugn- um var svo gjörsamlega fúið, að ekkert loddi saman; einungis sáust þeir vana- legu dökku fiekkir í moldinni af lík- amanum og þess konar kennimerki. Jpó spillti það mestu um, að þykkt klakalag var í haugnum, sem jeg varð að höggva í gegnum. Jpað er að von- um, að hjer væri allt eyðilegt, því aurholtið er hin versta jörð í því tilliti, enda haugurinn hjer um bil 920 ára gamall. Nokkra faðma austur frá Vesteinshaugi var annar haugur, en að mestu upp blásinn; jeg kannaði hann og, en allt fór þar á sömu leið, þetta hefir líklega verið haugur Jpor- bjarnar súrs, og Vesteinn verið heigð- ur þar nálægt. Jeg gjörði marga til- raun til að leita að þorgrímshaug, þar sem einhver sáust líkindi, en allt for- gefins; en þó að hann finndist eigi á þeim stöðum, er svæðið hjer um bil auðvitað þar sem hann hefir verið, því hver um sig af Gísla sögum til taka það á þrem stöðum ; hann hefir verið á melunum upp undan innri enda Sef- tjarnarinnar nær ósnum, en þar var ekki til neins að leita, því engin sjást þar kennimerki; haugurinn er allur gjörsamlega uppblásinn. Eg fór fram í dalbotn á Haukadaln- um og fann þar 611 þau smábýli sem Gíslasaga talar um, og við það mun eg gjöra nokkrar athugasemdir í Árbók Fornleifafélagsins. Jeg mældi allar tóptirnar á þingeyri; þær eru 14 að tölu, veggir digrir, dyr víðast út úr hliðinni; kringlótt tótt var þar og, en ofan á hana hafði verið byggður kálgarður, en stóð hálf út undan, var nær 23 fet í þvermál. Jpingið mun hafa verið flutt þangað af Valns- eyri, þegar skriðan hljóp þar á. Frá Jpingeyri fór jeg til Arnarfjarðar og kom að Rafnseyri; mig undraði það, að ekkert sást fyrir grjótvirkinu þar kring um bæinn, sem þó bæði Rafns- saga og báðar Sturlungur tala um. Rafnsskáli er þar kallaður fyrir austan bæinn, en þar sjest ekkert nema kringlótt tóttarbrot, en hjer er ekki rúm að tala meira um það. Jeg fór inn í Arnarfjarðarbotn og fann þar rústir af bænum Eyju, þar sem Bjart- mar bjó. Hofsá, sem nú er kölluð, hefir skipzt þar í 2 kvíslir áður hún rennur í fjarðarbotninn. J?að er víst, að bærinn hefir staðið þar á milli ár- kvíslanna, og er það rjettkölluð Eyja. Síðan fór jeg yfir Dynjandisheiði, sem er einhver hinn versti vegur, og ofan í Geirþjófsfjörð; fjarðarbotninn er sem hálf-kringlóttur fyrir, allur skógi vax- inn nær sem eitt skógarhvolf; þar er mjög einkennilegt og fallegt. Bærinn Botn stendur upp frá fjarðarbotninum, fyrir norðan ána, sem rennur í stórum gljúfrum, þegar fram dregur, túnið sljett. Framan til í túninu nær ánni, undir lítilli brekku, eru fornar tóptir, sem enn kallaðar eru ,.Auðarbær"; það er eiginlega ein tópt, sem skiptist í þrent, dyr út úr hliðinni; hún er á lengd 60 fet, 26 fet á breidd, er mjög sígin niðr og fornleg; mig undraði það, að enginn, sem í Geirþjofsfjörð hafði komið áður, það eg til veit, hafði getað gjört sjer neina rjetta hugmynd um hvar kleifarnir eru, og þá var ekki von um fylgsnin, því að finna kleifarnar, er skilyrðið fyrir því að finna fylgsnið fyrir sunnan ána -r kleifarnar blasa þó við rjett í landsuður frá Auðarbæ, og eru auðþekktar; þar eru kiettahæðir upp frá ánni að sunnanverðu; þar gengur fram klettanef, sem Gísli varðist á; er þar allgott vígi; frá ánni og upp á kleif- arnar eru 120 faðmar, frá Auðarbæ og að ánni eru fáir faðmar; þetta fer því allt vel. Jeg leitaði að fylgsninu eptir sögunni, og fann það líkt og Börkur, „sem vísat væri til"; hún segir að það var fyrir sunnan ána við kleifarnar, bl. 125, fylgsnið var millum skógarrunna grafið inn undir barð í hvammi við ána, 28 faðma niður frá kleifunum; jeg rannsakaði fylsnið nákvæmlega, það var 9 fet á annan veg, en 8 fet á hinn. Jpakið var auðsjáanlega fallið niður í fylgsnið og áreptið þar enn fastí, og ekki allt fúið, mænirásinn var kominn til hliðar, og hafði verið úr eik; hann var ekki fúnari en svo að jeg gat þó feng- ið úr honum nokkra búta sem loddu saman, áreptið var úr birki, tók jeg til sýnis nokkuð af öllu þessu. það var í þessu fylgsni, sem Gísli sofn- aði síðast, og dreymdi hinn síðasta draum, og kvað vísuna þegar hann vaknaði: „mjer bar hljóm í heimi", o. s. frv. Einhamar er einstakur klett- ur upp undir hlíðinni á snið, í útsuður frá kleifunum, og er þangað i2ofaðm- ar, gegnum þykkan skóg að fara; Ein- hamar er að framan nær allur stand- berg, fram úr honum gengur mikið klettanef, að innanverðu við það er gjá sem komast má eptir upp á ham- arinn; fram á nefinu hefir Gísli varizt, og er þar hið bezta vígi, verður engu við komið nema spjótalögum, það er eins og sagan segir, þeir sóttu að hon- um tveggja vegna, og lögðu hann spjót- um, hjer er svo allt hnitmiðað niður, að með vissu má ákveða staðinn á nefinu, er Gísli stóð, annarstaðar er ekki ó- hætt að standa, og niður 1 þessa skor eða gjá hljóp Gísli síðast, eptiraðhann hafði kveðið vísuna, og hjó þórð frænda Eyjúlfs banahögg. og fjell svo sjálfur á hann ofan, dauður, niður fyrir ham- arinn. pessa gjá fór jeg opt upp og ofan með mikilli ánægju. Fylgsnið fyrir norðan ána fann jeg (sjá söguna bl. 125 og 148), og kannaði það, það er fram og upp undan bænum í stóru og djúpu grashvolfi, sem áður hefir verið skógi vaxið, fylsgnið er 8 fet á annan veg en 7 fet á hinn, eins og hitt í lög- un, og líka grafið inn undir barð, dyrn- ar inn í það lágu á snið með jarðföst- um steini, og hlaðið á móti; hinn kamp- urinn, og dyrnar ekki breiðari en svo, að renna hefir mátt sjer á hlið inn í fylgsnið; þegar niður kom, fann jeg vott af ösku, og lítið lag af dökku garð- lagi, líkast fúnu plöntulagi, mun þetta vera úr þakinu og það hjer verio líka fallið niður eins og í hinu, en allt ann- að var fúið; þegar dýpra var grafið, kom upp lítil og tær uppspretta. Fyrir þessu fylgsni sást ljós vottur, því þar var djúp hola eða lægð niður nær ferskeytt. Síðan kvaddi eg alla þessa sögustaði í Geirþjófsfirði rneð mikilli virðingu, og fór út að Otrardal, og þaóan út með

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.