Ísafold - 21.10.1882, Blaðsíða 4

Ísafold - 21.10.1882, Blaðsíða 4
96 Akureyri með 300 smálestir, sem hann ætlar að skipta á milli hjeraða þeirra, sem liggja að verzlunarstöðum þessum. Gjafir frá Englandi sem ætlaðar eru til Suðurlands og Vesturlands á hann von á að komi með gufuskipi frá Slimon, sem menn vænta nú eptir á hverjum degi. pegar hr. E. M. fór frá Englandi voru gjafirnar þar orðnar 4800 £ (86, 400 kr.), en hann væntir eptir að mik- ið muni hafa við þær bætzt síðan. 17. þ. m. kom póstskipið Valdimar aukaferð beinlínis frá Kaupmannahöfn hlaðið með gjafavörur frá Danmörku, sem eiga að leggjast upp í Vestmannaeyjum, Reykjavík, Stykkishólmi, Skagaströnd, Sauðárkrók, Akureyri og Húsavík; enn fremur hefir það að sögn með- ferðis töluvert af peningum, sem lands- höfðingja er ætlað að úthluta. peg- ar skipið fór voru gjafirnar í Danmörku alls orðnar 150,000 kr. ; er svo skrifað að mjög mikið haíi munað um gjafir þær sem gefizt hafi í kirkjunum við uppskeruprjedikunina eptir brjefi kirkju- málaráðherrans 13. f. m. pessar miklu gjafir er vonandi, að bæti töluvert úr hinni yfirvofandi neyð. Með Valdimar kom meðal annara cand. Schierbeck sá, sem nú sækir um landlæknisembættið, og mun hann ætla að taka hjer prófið í íslenzku. VEÐURÁTTUFAR í Reykjavík í ágústmánuði. í þessum mánuði hefir veður mátt heita stirt og óhagstætt, þar sem framan af rétt daglega var meiri eða minni úr- koma og seinna norðanveður mikil með kulda. 1. var útsynningur með sudda; 2. sama veður, nokkuð hvasst; 3. bjart veður, við norður; 4. landsynningur með rigningu; gekk síðan til útsuðurs; 5. austan, dimmur, með regni; 6.—10. sunnan útsunnan, dimmur með úrkomu ; ii. hægur áútnorðan, með úrkomusíð- ari hluta dags; 12. logn, rigning, norð- ankaldi til djúpanna; 13. landnorðan, hægur, dimmur; 14., 15., 16. hvass á norðan, gekk síðari hluta dags hinn 16. til austurs; 17. austan, bjartur; 18. hvass á norðan til djúpa, dimmur ; 19. —26. norðanveður, opt hvass mjög; 27. hægur á austan, dimmur ; 28.—31. optast bjart veður og hægur. Hitamælir hæstur (um hád.) 5., 6. + 10°B. Hitamælirlægstur(umhád.)Í6.,22. -f 5° - Meðaltal um hádegi .................. +7,1°- Meðaltal á nóttu...................... +3,4° - Mestur kuldi á n. (aðf.n.16.,24., 29.) -5- J° - ensk. þuml. Loptþyngdarmælir hæstur 15.,29.,30. 29,90 ----------------------— lægsturlO.......... 29,30 Að meðaltali................................ 29,67 Reykjavik 1./9. 1882. J. Jónassen. Auglýsingar. Eins og þegar hefir verið getið í Isafold (XI, 20.) 25. f. m. hefir stórkaupmaður W. Fischer gefið 5,000 kr. til útbýtingar meðal þeirra af íbúum Mýra- og Borgarfjarðar- sýslna, er á síðast liðnu vori annað hvort hafa gjörfellt fjenað sinn eða misst meiri hluta hans og sem því mætti búast við að mundu líða neyð á komanda vetri eða og verða að þiggja styrk úr sveitarsjóði; af gjöf þessari verða 2,000 kr. greiddar af hendi í raatvörum og 3,000 kr. í peningum, en fyrir úthlutun peninganna er það skil- yrði frá hálfu gefandans að þeim verði ein- göngu varið til þess að kaupa fyrir þá fjen- að, kýr eða sauðfje, annaðhvort til niður- lags, ef þess er brýn þörf, eða til ásetnings, þar sem nægilegur heyforði er fyrir ; hefir herra yfirkennari H. Kr. Friðriksson í um- boði gefandans ákveðið að hver sýslan fyrir sig fái helming gjafarinnar eða 2,500 kr., en þar næst er sú ráðstöfun gjörð, að gjöfin verði látin af hendi á þann hátt, að greiddar verði hvoru sýslufjelagi fyrir sig 1,500 kr. í peningum og 1,000 kr. virði ímat- vörum. Fyrir þessa einkar mannúðlegu og stór- kostlegu gjöf, sem á svo verulegan hátt styð- ur að því að bæta úr hinum miklu bágindum, er leitt hafa af fjárfellinum í vor er leið, votta jeg hjer með hinum veglynda gefanda innilegasta þakklæti af hálfu sýslunefndanna í Mýra- og Borgarfjarðarsýslum ðg fyrir hönd allra þeirra, sem gjafarinnar eiga að njóta. Herra yfirkennara H. Kr. Friðriksyni, er verið hefir umboðsmaður gefandans og milli- göngumaður milli hans og sýslunefndanna, kann jeg einnig fyrir hönd sýslunefndar- manna kærar þakkir fyrir hinn góða og fram- kvæmdarsama þátt, er hann að sínu leyti hefir átt oss til handa í þessu máli. Skrifstofu Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, 25. sept. 1882. Guðm. Pálsson. UTSKBIPT af Beykjavíkur kaupstaðar bæjarþingsbók. Ár 1882 h. 14. september var fyrir bæjar- þingsrjetti Beykjavíkur í málinu stud. med. & chir. þorgrímur þórðarson gegn gullsmið Benedikt Asgrímssyni út af meiðyrðum gerð á milli tjeðra málsparta svo látandi sátt: Benedikt Asgrímsson lýsir yfir því, að sak- argiptir þær, sem hann hafi borið á stúd. med. & chir. þorgrím þórðarson 1 viðbót við auglýsingu 4 kvenna dags. 14. júlí þ. á. og prentaðri í blaðinu »ísafold« 25. ágúst þ. á. sjeu með öllu ósannar og að hann taki öll þau orð aptur um greindan þorgrím, sem standi í tjeðri auglýsingu, þar eð hann síðar hafi komizt að því, að þau sjeu ástæðulaus og sprottin af misskilningi. Jafnframt lofar Benedikt að borga allan af þessu máli leiddan kostnað og enn frem- ur að lúka í sekt til fátækrasjóðs Beykja- víkur 10 kr. innan 8 daga. Bjetta útskript staðfestir E. Th. Jónassen. þrjú sýnishorn af opnum skipum og eitt af þilskipi, skipasmiðum til fyrir- myndar, er keypt hafa verið á sýning- unni í Edinborg og send til landshöfð- ingjans (sbr. brjef ráðgjafans 19. aprílm. þ. á. St. B. 86), verða fyrst um sinn til sýnis hjá verzlunarstjóra Gunnlaugi Briem í sölubúð Eggerts kaupmanns Gunnarssonar hjer í bænum. Reykjavík, 5. dag októbermán. 1882. Bergur Thorbcrg. Sálmabókin 3. útgáfa, í vönduðu bandi, fæst hjá undirskrifuðum; en þeir, sem vilja fá hana út um landið, eru beðnir að snúa sjer til Sigurðar Kristjánssonar prentara í Reykjavík (ísafoldar prenthúsi). Sigm. Guðmundsson. ENGLISH MADE EASY. Enskunámsbók handa byrjendum eptir Jón Ólafsson. — Kemur út um miðjan næsta mánuð og kostar í bandi 1 kr. 50 a. T^liclríl J°n Olafsson veitir eins ijIIMlcl. og j fyrra yetur tils5gn í ensku, hvort heldur körlum eða kon- um, fleirum eða færrum saman í tíma, heima hjá sjer eða úti í bænum, allt eptir ósk hlutaðeigenda. Til minnisvarða yfir Hallgr, Péturs- son hefi jeg enn fremur tekið við gjöf- um. Frá Mýraþingaprestakalli 18,39 a. — Gilsbakka .... 54,00 -- — herra Lárusi Pálssyni 2,00 -- Bessastöðum 15. sept. 1882. Grímur Thomsen. Sökum þess að jeg sje mjer eigi fært, að lána framvegis eins mikið og jeg hefi hingað til gjört, og eiga það árum saman útistandandi, auglýsist hjer með að eptirleiðis lána jeg hvorki með- ul nje ferðir, og verða því allir, sem mín leita, að búa sig svo út að heim- an, að þeir geti borgað þegar. Húnavatnssýslu, Klömbrum, 21. sept. 1882. Júlíus Halldórsson. hjeraðslæknir Alls konar leður og skinn handa skómiðum og söðlasmiðum, ásamt öðru fieiru er selt með bezta verði; einnig ýmislegt til skósmíðis. Ollu sem um er beðið er gengt skilvíslega. Frí- merktum brjefum er svarað. J. F. F. Lilljequist. Sútunar og saffiansgjörð. Garveri og Saffiansfabrik. Gothersgade nr. II, Kjöbenhavn. EPiLEPSIE grundig Helbredelse af Nervesygdomme ved AuxiLium orientis af Dr. Boas, 5. Avenue de la grande armée, Paris. Dr. Boas Brochure gratis og franco paa Forlangende. Consultationer dag- lig fra 12 til 2 i alle Sprog. Med Udlandet pr. Correspondance. Kur- honorar betales efter Helbredelse. Útgefandi: Björn Jónsson, cand. phil. Ritstjóri: Eiríkur Briem. Prentuð í ísafoldar prentsmiðju.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.