Ísafold - 21.10.1882, Blaðsíða 1

Ísafold - 21.10.1882, Blaðsíða 1
Árgangurinn, 32blöð, kostar 3 kr. innanlands, en í Danra., Svíþjóð og Norvegi um 3'/2 kr., i öðrum löndum 4 kr. Borgist x júlím. innanlands, erlendis fyrir fram. ISAFOLD. Auglýsingar kosta þetta hver lína : aur> illeni ímeð meginietri ... xo [meo smaletn......... ö ítWir.lmÍmeg:nletri"-15 Imeð smaletri...12 iiliHÍImiiiriúiMllihnilliiiiimliniilMimiliiiiunm^ f Pöntun er bindandi fyrir ár. — Uppsögn til áraskipta með tveggja mánaða fyrirvara. IX 24. Reykjavík, laugardaginn 21. októbermán. 18 8 2. Útlendar frjettir. Khöfn 9. okt. 1882. Nú er til skarar skriðið með Bretum og Egiptum. Höfuðorustan stóð 13. sept., þar sem heitir Tel-el-Kebir, í Gosen hinu forna, miðja vegu milli Ismailia og Kairó. par hafði Arabi búizt um allrammlega með meginher- inn, 28000 manna. Wolseley setti herbúðir kvöldinu fyrir fáeinar mílur enskar austur þaðan, en vakti liðið um miðja nótt og kom í dögun að Egiptum óvörum. Hann hafði hálfu færra lið en Arabi; en eptir rúman fjórðung stundar. brast flótti í lið Egipta og fjellu þeir unnvörpum innan virkja sinna. Arabi komst undan til Kairó, og fátt manna með honum. f>ar komu Bretar þegar í hælana á honnm og gekk borgin þeim á vald orustulaust 15. sept., en Arabi tekinn höndum. Hann hafði eignað sjer sigur af hverj- um fundi við Breta alla tíð áður og látið það síðast spyrjast til Kairó, að sín væri þangað von að ákveðnum degi með höfuð þeirra Wolseley hers- höfðingja og Seymours aðmíráls og hinn mesta sæg hertekinna Englend- inga. En er hann kom þar slyppur og á flóttaferli, veitti lýðurinn honum eptirför með grjótkasti og háðungar- orðum. Nú bíður hann dóms og aðrir oddvitar uppreistarmanna. Jarl vill hafa líf hans, öðrum til viðvörunar; en Bretar munu vilja láta þyrma honum. Eptir þessar miklu og sviplegu ó- farir Arabi fjellst öðrum uppreistar- höfðingjum öllum hugur, og gáfust upp orustulaust, hinn síðasti 23. sept., í Damietta. J>ar með var ófriðnum lokið. Arabi á að hafa haft alls um 60,000 vígra manna, en Bretar hálfu færra eða þar um bil. Er mælt að fallið muni hafa alls af Egiptum i ófriði þessum 5000 manna, en af Bretum 300. Tewfik jarl hjelt innreið sína íKairó 25. sept., við hönd Wolseley hershöfð- ingja og í skjóli hins enska liðs. J>að er ráðgert að 10 eða 12 þúsund manna af Bretum muni verða þar eptir fyrst um sinn að gæta friðar, ef á þarf að halda. Hinn herinn er um það leyti að halda af stað heim á leið. Viktoría drottning hefir tekið þá Seymour aðmírál og Wolseley hers- höfðingja í lávarðatölu, í þakkar skyni fyrir frammistöðu þeirra. J>jóðin himn- um uppi af fögnuði yfir sigrinum, og gengi Gladstones meira en nokkuru sinni áður. Aðrar þjóðir láta og vel yfir í orði kveðnu. Vilja þó sumar leggja orð í belg um tilhögun á endurskipun stjórn- armála með Egiptum, einkum Frakkar. En Bretar láta á sjer skilja, að þeir hafi einir til þess unnið; hafa þó góð orð um, að láta sem minnst haggað því sem áður var og einskis rjett fyrir borð borinn. Tyrkjasoldáns, lánar- drottins Egiptajarls, er að litlu getið. Hann hafði það fyrir dráttinn á sam- komulaginu við Breta um atför að Arabi, að þeir báðu hann heilan heima sitja, er sigurinn var unnin. Sumir eigna þó kænsku Dufferins lávarðar, erindreka Breta í Miklagarði, að samningurinn fórst fyrir. Rússakeisari og drottning hans ferð- uðust til Moskva í f. m., á gripasýn- ing, sem þar hefir staðið í sumar, en ekki til krýningar, svo sem sumir hjeldu; er krýningunni nú algjörlega frestað til næsta vors. í Pressburg í Austurríki brá til of- sókna við Gyðinga í f. m. seint, eins og á Rússlandi í vor. Manntjón þó lítið eða ekki. Allra mesta stórtjón að vatnavöxtum fyrir skömmu á Ítalíu norðanverðri og í Týról og víðar um Austurríki. Jósef keisari lagði einn í samskotasjóð til að bæta úr þeirri neyð 150,000 kr. Járnbrautarslys mikið varð i Baden á J>ýzkalandi 3. sept., skammt frá Hug- stetten; varð að bana 55 manns. Enskur guðfræðingur einhver hinn frægasti á þessari öld, Dr. Pusey að nafni, andaðist 16. sept., á 83. ári. Kosið til landsþingsins hjer í Dan- mörku að helmingi 30. septbr., þar á meðal í Khöfn. J>ær fóru svo, að liðsafli flokkanna varð samur eptir i sem áður, eða rjettara sagt að hægri- menn hjeldu velli, þótt tæpt stæði sumstaðar í kjörmanna-kosningunum, sem fóru fram 6. sept., einkum í 5. kjördæmi hjer í Höfn: sárlítill at- kvæðamunur og hann ef til vill ólögum að kenna. Kjörstjórnin hafði smeygt sjer á bug við kosningarlögin í því skyni, að því er sýnilegt var, að meina verkmannafólki að neyta kosningar- rjettar síns: meðal annars kjörfundi slitið fyrirvaralaust í þeirri andránni, er verkmanna var von frá vinnu sinni um kvöldið. Lögbrigðin voru kærð fyrir landsþinginu, en það gerði kosn- inguna gilda jafnt sem áður. J>ing var sett 2. oktbr. Fjárlög nýlögð fram, með engum misklíðarefnum að sagt er. Til síra Sig. B. Sivertsen á Utskálum. Harðnar nú á hólmi, . hetjan elliprúða, syrtir fyrir sjónum, sjer-at blindur vega; horfinn er hjálmurinn skæri, höggvin var áður brynjan svo að hneit við hjarta heljarvigurinn sári. Grimmlega Föbus forðum fletti kappan griska, er hjálmhvikur Hektor hersvein Akkils felldi. Hvort mun nornin níðast nú á elli þinni grimmilegar en guðinn gjörði á ungri hetju ? Eflaust svo ef ættir engin vopn nje hlífar, yndislaus í elli, utan af þessum heimi. Gamli, hrausti hersveinn herrans máttar orða, guð hefir girt þig sverði, gleymdu því ei í dauða. Halt sem hetjan frá Bjargi höndum um meðalkaflann greyptum í gegnum dauðann með guðshetju krapti. Sjá þú í gegnum sortann hve sólfagur lýsti brandurinn Drottins breiði brautir langrar æfi. Sjá þig í gegnum sortann sjálfan í æskumóði: lofaðu Guð, sem ljeði þjer leiptrandi vopnin; sástú ei fjendur fölna, fækka tár á hvörmum, bölsærð brjóstin huggast, brosandi guðsmenn deyja?

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.