Ísafold - 21.10.1882, Blaðsíða 3

Ísafold - 21.10.1882, Blaðsíða 3
95 öllum Arnarfirði, og allt út að Selárdal; kom nær á hvern bæ til að reyna að safna saman gömlum hlutum, fjekk margt í þessari ferð, og þar á meðal merka hluti; er þetta mest allt komið hingað til safnsins; allir hinir beztu menn hjetu og góðu um að reyna að ná í það, sem eptir kann að vera, og að það fari ekki út úr landinu, sem mál er til komið. þ>annig reyndist nú Gísla saga Súrs- sonar; við sumir hjer lítum þannig á málið, að það sje jafnvel nytsamara fyrir vora fornu fræði, að finna vora merku sögustaði alveg rjetta, nær því sem söguritarinn hefði verið áhorfandi, held- ur en þó við fyndum mikla fjármuni, sem enginn vissi hver hefði átt, og engar sögur væru af. Jeg tók og uppdrætti (kort) og mynd- ir af öllum þeim stöðum í Gísla sögu, sem mjer þóttu merkir, þar sem jeg gat því við komið. Hjer er ekki nema í fám orðum sagt, en aðalskýrsla um þessa ferð er ætlazt til ásamt myndum, komi í Árbók forn- leifafjelagsins fyrir næsta ár. (Ritgjörð sú er hjer fer á eptir, er, eptir því sem síðar segir, samin eptir ósk fundar, er haldinn var í sumar í Stykkishólmi af tilkvöddum mönnum úr Snæfellsness- Dala- og Barðastrandarsýslum, einkum í því skyni, að verða hreppsnefndum í sýslum þessum til leiðbeiningar til að koma með ákveðnar uppástungur til sýslunefndanna um það efni, sem greinin ræðir um, í því skyni að síðan yrði gjörður undirbúningur til að málið verði tekið til meðferðar á næsta alþingi). Nokkur orð um svcitastjórn og fátækra framfæri. Eptir ‘Jakob Gnðmundsson. þ>að hafa bæði heyrztog sjest á seinni árum allmargar umkvartanir yfir því, að hreppsþyngslin færu árlega vaxandi og að allt af hækkuðu útsvör bænda í mörgum ef ekki flestum hreppum, meir og meir, ár eptir ár. pegíir menn gæta þess, til hvers útsvörunum er varið, sem í mörg- um meðal hreppum, með 30 til 40 bú- endum, munu vera ár hvert núáseinni árum allt að 1000 kr. að meðaltali, þá menn að mestum hluta af útsvörum þessum er varið til fátækra framfæris ; því að þótt nokkur kostnaður til vega- bóta, eyðingar refa, við hreppsnefndina og má ske líka sumstaðar sýslusjóðs- gjald, sje lagt á með aukaútsvörum, þá er allt þetta minnstur hluti útsvar- anna, enda er margt af þessu lagt á sjerstakiega eða greitt með niðurjöfn- unarvinnu af hreppsbúum víða hvar, og kemur því alls ekki inn í sveitarreikn- ingana. Mestur hluti allra útsvara á landinu, má ske að fáeinum hinum stærri kaup- stöðum undan teknum, gengur því til fátækra framfæris, og ef fje þetta skyldi vera á öllu landinu, hátt á annað hundr- að þúsund krónur, þá er það ærið mik- ið fje, í samanburði við efni og ástæð- ur landsmanna og útgjöld þeirra til annara landsþarfa. En er það ekki eitthvað undarlegt, að kostnaður til fátækra framfæris skuli hafa vaxið svo mjög nú á seinni árum, þar sem efni landsmanna hafa þó tals- vert blómgazt, atvinnuvegirnir smátt og smátt tekið talsverðum framförum og kaupverzlunin batnað að stórum mun. J>að er að sönnu eðlilegt að hrepps- ómögum og þurfamönnum fjölgaðinokk- uð að því skapi sem fólkið í landinu fjölgaði yfir höfuð, ef að allar aðrar á- ástæður hefðu haldið áfram að vera líkar að tiltölu eins og áður, en því er sannarlega ekki svo varið, því hvað sem hinir óáreiðanlegu framtalstöflur segja, þá hefir peningurinn fjölgað að tiltölu talsvert meira en fólkið og sjáv- ar útveg og kaupverzlun farið talsvert meira fram, heldur en að tiltölu við fólksfjölgunina, og eptir því hefði hreppsómögum og þurfamönnum átt að fækka en ekki fjölga.—Hjer er því sannarlega komið í eitthvert óeðlilegt óefni; þurfamönnunum fjölgar, auka út- svörin vaxa, hreppsfjelögin eiga engan sjóð, ekkert forðabúr, nema ef einhver guðsmaðurinn hefir gefið hrepp sínum nokkur jarðar hundruð fyrir mörgum árum síðan, og mun þó sumstaðar liggja við borð, að þau einnig verði bráðum uppetin af þessum sífjölgandi engi- sprettum, þurfamönnunum. Fyrir 30 til 50 árum voru þurfamennirnir mikið færri, aukaútsvörin langt um minni, nokkrir hreppar söfnuðu sjóði og sum- ir þeirra keyptu jörð eða jarðarpart fyrir sjóð sinn, svo var þá langt frá að menn ætluðust til að höfuðstóll sjóðsins yrði gjörður að áteyri á einu eða tveim- ur árum. J>egar menn virða allt þetta fyrir sjer, þá er mjög líklegt að sveitar- stjórnin sje ekki í því lagi, sem hún þyrfti að vera og getur slíkt verið að kenna bæði sveitarstjórnarlögunum og þeim mönnum, sem lögum þessum eiga að framfylgja. En hverjir eru þá þessir fjölmörgu hreppsómagar og þurfamenn ? J>að eru börn þeirra sem ekki geta sjálfir ann- azt börn sín og alið þau upp; það eru gamalmenni og fáeinar heilsulausar manneskjur á yngra aldri, sem ekki geta sjálfar unnið fyrir sjer, og sem enga þá náunga eiga að, sem vilji eða geti annazt þá, og loksins eru það fá- tækir búendur, tómthúsmenn og sjálfs- mennsku menn, sem sveitirnar verða að styrkja til búskaparins eða sjálfs- mennskunnar bæði beinlínis og óbein- línis. Flest af börnum þeim, sem á sveit- unum upp alast, eru börn þeirra, sem eru eða hafa verið við bú eða í sjálfs- mennsku, því fæst af sveitarbörnunum, eru börn vinnuhjúa, meiri hluti gamal- menna þeirra, sem á sveit fara, eru lika þeir, sem lengur eða skemur hafa dregið fram líf sitt við öreiga búskap ellegar í tómthúsmennsku eða annari húsmennsku. Flestir sveitar ómagar ogþurfamenn eru því tilorðnir á óráðs og öreiga heimilum þeirra manna, sem í ein- hverri sjálfsmennsku eru eða hafa ver- ið, og sem aldrei hefðu átt að vera í sjálfsmennsku, nema þá með hinni ströngustu yfirstjórn annara ráð- betri, því þó þeir ráðdeildar og reglu- menn sjeu til, sem vegna ómegðar, heilsuleysis eða annara uppáfallandi ó- happa ekki geta komizt af án sveitar- styrks, þá eru þeir langt um færri en hinir, enda verður margur til að rjetta slíkum ráðdeildar - og reglumönnum hjálparhönd, til þess að fría þá við að þurfa að þiggja af sveit, einkum ef þeir eru álitnir að uppala vel börn sín. (Framh. síðar). Frjettir innlendar. Tíðarfarið hefir hjer síðan um rjettir verið hjer mjög votviðrasamt, svo að það hefir mátt heita að aldrei hafi þurr dagur komið, og eptir því sem frjezt hefir, hefir það náð eigi að eins yfir Suðurland heldur og yfir Vesturlandog vesturhluta Norðurlands; það hefir því verið ómögulegt að ná heyjum þeim, sem úti voru um rjettirnar ; á einum bæ í þ>inginu í Húnavatnssýslu vitum vjer til að eigi var búið að hirða einn bagga af útheyi 10. þ. m. Aptur á móti hafa hlýindi verið í veðrinu og mun því hafa tekið upp snjó þann sem kom um 10. f. m. og sem var svo mik- ill, að menn voru sumstaðar Norðan- lands, t. d. kringum Siglufjörð, farnir að ganga á skíðum bæja á milli og farn- ir að draga að sjer nauðsynjar sínar á sleðum. J>að er mjög víða bæði vest- anlands og norðan, að hey sem kom- in voru undir þak hafa stórum skemmzt af hita er komið hefir í þau, sumpart af því að þau hafa verið hirt illa þur og sumpart að þau hafa eigi orðið var- in fyrir að drepa í hinum miklu rign- ingum. Skurðarfje hefir hjer á Suðurlandi þótt reynast bærilega, en í Norðurlandi hefir það verið í rýrasta lagi. Kaup- staðarverð á sláturfje Norðanlands hef- ir verið mun minna að undanförnu. Kaupmaður Coghill hefir keypt allmik- ið fje í nánd við Borðeyri (yfir 6000 i Húnavatnssýslu) og gefið vel fyrir. 12.þ.m. kom hr. Eiríkur Magnússon frá Cambridge hjer með gufuskip frá Eng- landi hlaðið að mestu leyti af gjafa- korni þaðan ; hafði hann lagt upp af >ví um 50 smálestir á Berufirði handa hinum bágstöddu sveitum í suðurhluta Suðurmúlasýsu og austurhluta Skapta- fellssýslu. Hann ætlar hjeðan í næstu viku norður á Borðeyri, Sauðárkrók og

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.