Ísafold - 30.11.1882, Qupperneq 1
Árgangurinn, 32blöð, kostar
3 kr. innanlands, en í Danm.,
Svíþjóð og Norvegi um^1^
kr., í öðium löndum 4 kr.
Borgist í júlím. innanlands,
erlendis fyrir fram.
ISAFOLD.
Auglýsingar kosta þetta
hverj lína : aur#
Jmeð meginletri ... 10
\með smáletri.... 8
, |með meginletri ... 15
'\með smáletri....12
Pöntun er bindandi fyrir ár. — Uppsögn til áraskipta með tveggja mánaða fyrirvara. d
IX 28.
Reykjavík, fimmtudaginn 30. nóvembermán.
18 8 2.
Urn fóðurlbirgðir.
(Framhald frá bls. 108).
Hin önnur mótbára, er eg get í-
myndað mjer að menn komi fram með
á móti reikningi mínum er sú, að það
sje eigi rjett að reikna fóðrið með því
verði sem gjört er, af því, að þótt fóð-
ur það, sem menn afla, sje yfir höfuð
eigi dýrara en gjört er ráð fyrir, þá
sje á hinn bóginn opt eigi hægt að
afla meira fóðurs en að eins svo að
nægi í meðalári handa skepnum þeim,
er menn verða að hafa, og þetta get-
ur aptur komið til af tvennu, annað-
hvort af þvi að meiri slægjur sjeu eigi
til og eigi fáanlegar, eða af því að
menn hafi ekki efni á að afla meira
fóðurs. þ>etta mundi vera gild ástæða
ef það væri fast á kveðin tala af skepn-
um, er menn -verða að haýa, en það er
eigi; að vísu þarf ákveðna tölu af skepn-
um til að geta gefið eins mikinn arð
eins og einn leggur í kostnað sjer
og sínum til framfæris, en efhannmeð
því að hafa þessa tölu leggur á hættu
að missa bjargræðisstofn sinn, þá á hann
þess eins vel kost að fækka skepnun-
um; með því að fara þannig að, getur
hann að vísu eigi gjört sjer von um,
eins mikinn arð, ef vel fer, en hann á
aptur víst, að komast hjá hinum stór-
kostlega skaða sem er við að fella skepn-
ur sínar, ef harðindi gjörir1. En þeg-
ar arðurinn af skepnum þeim, sem hann
þannig hefir, eigi jafnast við tilkostnað
hans, þá verður hann annaðhvort að
sætta sig við það í þetta eina sinn eða
minnka tilkostnað sinn. Með því að
fækka skepnum sinum, þá getur mað-
1) Maður nokkur fátækur, sem átti 2 kýr og
nokkuð af kindum, hafði í fyrra sumar eigi heyjað
betur en svo, að hann átti að eins nóg fóður fyrir
aðra kúna og kindurnar; þegar nágranni hans heyrði
að hann ætlaði að setja á báðar kýrnar auk kind-
anna, þá fór hann til hans og fór að leggja það
niður fyrir honum að þetta væri óskynsamlegt af
honum; honum mundi vera betra að lóga annari
kúnni og vera svo víss um að geta haldið hinum
skepnunum í góðu standi. „þetta getið þið sagt
sem nóg hafið efnin“, sagði maðurinn, „en jeg má
eldci missa kúna ; þó jeg kæmist af með eina lcú i
vetur, þá hefi eg eigi efni til að kaupa mjer kú i
vor“. Maðurinn setti svo báðar kýrnar á; þær
komust i hor og urðu gagnslausar í sumar, en af
hinum skepnunum fjell meira en helmingurinn. Ó-
mögulegt er nú að segja annað en að maðurinn
hefði getað fylgt ráðum granna síns, en í stað
þess skaða, sem hann ætlaði að forðast, þá varð
hann fyrir margfallt meiri skaða með því að fara
sínu ráði fram.
ur á tvennan hátt aukið fóðurbirgðir
sínar; fyrst með því að fóður það, sem
skepnur þær, er lógað var, mundu hafa
þurft, gengur til að auka fóðurbirgð-
irnar fyrir hinar, og svo með því að
verðið fyrir skepnur þær, sem lógað er,
má hafa til að útvega fóður fyrir það
t. d. með því að bæta við verkamanni
til heyskapar. J>etta sem hjer var um
að ræða, getur því eigi haggað lögun-
inni á reikningi þeim, sem áður var
gjörður, yfir tilkostnað við að hafa næg-
ar fóðurbirgðir og þess er enn fremur
sjerstaklega að gæta, að þær ástæður,
sem hjer var um að ræða, eiga sjer
eigi nærri eins opt stað, eins og í
fljótu bragði kann að virðast, enda
sýnir reynzlan, að þeir lenda eigi öðr-
um fremur í heyskorti, sem efnalitlir
eru eða sem búa á rýrum heyskapar-
jörðum. Fyrst og fremst getur það
eigi átt sjer stað í neinu því ári, þegar
heyskapurinn er mun meira en í
meðailagi, og sje slíkt ár tekið til að
koma fyrir sig nægum fóðurbirgðum,
þá þarf eigi að gjöra það aptur, nema
birgðirnar eyðist upp, en þá hafa þær
einnig margborgað sig, með því að
afstýra því tjóni, sem af því hefði leitt
að hafa þær eigi til. í annan stað er
það, að það er mjög víða, að menn
vinna eigi svo upp slægjur sínar, að
menn eigi gætu heyjað meira án þess
kostnaðurinn færi fram úr því, að það
væri tilvinnandi; enn fremur er það,
að menn opt og einatt gætu án nokk-
urs baga sparað hey sin meðan menn
væru að koma heyjum fyrir sig, t. d.
það, sem gefið er eldishestum, trypp-
um o. s. frv.; svo er og, að þar sem
eigi er erfitt að sækja í kaupstað, er
hægt að ná í korn til að gefa með í
staðinn fyrir hey, og yrði hey það,
sem sparaðist við að kaupa jafngildi
þess af korni, eigi öllu dýrara en hey-
ið er reiknað hjer að framan, að
minnsta kosti gætu menn birgt sig
upp með korni í þessu skyni til von-
ar og vara. Að því leyti sem menn
eigi hafa efni til að kaupa þetta á
annan hátt, þá er mönnum þó allt af
innan handar, eins og áður er getið,
að taka eitthvað af þeim skepnum til
þess, sem annars væru í voða.
Með þeim fyrirvara, sem áður er
getið, þá verður því naumast með rökum
haft á móti reikningi þeim, sem áður
var gjörður; ef verðlagðar eru skepn-
ur þær framgengnar, sem áður voru
teknar til dæmis, þá verður það eptir
verði þeirra á sama stað, sem reikn-
ingurinn var miðaður við;
4 kýr......................400 kr.
80 ær . . 1200 —
70 veturgamlar kindur . . . 700 —
30 tvævetrir sauðir..........480 —
Samtals 2780 —
Tilkostnaðurinn við að hafa nægar fóð-
urbirgðir handa þeim var 32 kr. 38 a.;
sje nú þessi tilkostnaður skoðaður sem
ábyrgðargjald fyrir því, að missa eigi
fyrir harðindi greindan höfuðstól, þá
nemur það rúmlega 1%. En það, að
hafa jafnan nægar fóðurbirgðir, veitir
mönnum meira en það eitt, að það
tryggir fjáreign manna fyrir felli; sá,
sem eigi hefir nægar fóðurbyrgðir get-
ur opt og einatt af kvíða fyrir hey-
skorti farið að draga fóður við skepn-
ur sínar meira en hann mundi annars
hafa álitið gagnlegt og þannig orðið
fyrir gagnsmuna missi, sem hann ann-
ars hefði komizt hjá. Við þetta bætist
það, sem eigi verður til peninga reikn-
að, að geta jafnan verið kvíðalaus fyrir
því, að missa bjargræðisstofn sinn fyrir
fóðurskort og þurfa eigi að ásaka sig
fyrir að hafa með fyrirhyggjuleysi
stofnað sjer og sínum í þá eymd, sem
af því gæti leitt.
Við þetta sem hjer er sagt má þó
gjöra ýmislegar athugasemdir og þar á
meðal er þetta, að einhver kann að
segja : þótt eg setji svo á, að eg hafi
nægar fóðurbirgðir fyrir mig, þá helzt
mjer eigi á því, þegar aðrir í grend við
miglenda í fóðurskorti, og þó það eigi að
borgast þá fer misjafnl. um borgunina,
en þótt eg setji svo á, að eg kunni að
lenda í fóðurskorti, þá er hættan eigi mjög
mikil, því ætíð verða einhverjir, sem eg
get náð til, sem geta hjálpað mjer.
í>etta hvorttveggja er því mjög mikið
til fyrirstöðu að menn kosti kapps um
að hafa nægar fóðurbirgðir. Svo er
fyrir að þakka, að flestir eru svo hjálp-
samir, að þeir hika eigi við, efþeirhafa
hey aflögu, að hjálpa öðrum um það,
sem vantar það, en því er miður að
menn kunna eigi ætíð að meta slíka
hjálp eða endurgjalda hana eins og
vert er. þetta stendur ef til villísam-
bandi við það, að eins og menn einatt
skoða fóðurskort sem slys, er eigi hafi
mátt gjöra við, svo skoða menn einn-
ig það, að menn hafa hey aflögu, eins