Ísafold


Ísafold - 30.11.1882, Qupperneq 2

Ísafold - 30.11.1882, Qupperneq 2
og sjerlegt happ, er mönnum hafi vilj- að til, í stað þess að skoða hvort um sig sem eðlilegar afleiðingar af ásetn- ingunni að haustinu. Sá, sem setur gætilega á, gjörir sjer með því kostnað, sem hinn sparar sjer, sem setur djarft á, en þess vegna er það því ótilhlýði- legra, að hinn síðar nefndi eigi borgi það fyllilega, þegar hann nýtur gagns af tilkostnaði hins fyrnefnda. Og við- víkjandi því að setja djarft á, í þeirri von, að fá hjálp hjá öðrum, ef illa tekst til, þá er það von, sem auðveldlega getur brugðizt og það þegar sízt skyldi, og að fara þannig að er sama sem að níðast á góðvild annara, sem enginn ætti viljandi að gjöra Hjer hefir að eins verið litið á þá þýðingu, sem nægar fóðurbirgðir hafa til að forða mönnum við skaða, en þess utan má líta á, hvað mikill ábyrgðar- hluti það er að láta saklausar skepnur kveljast til dauða af hor og hungri, þeg- ar hægt er að komast hjá því. Áður en eg skilst við þetta mál vil eg minnast á hinar sjerstaklegu kring- umstæður, sem nú eiga sjer stað svo víða hjer á landi, sem sje að heyskap- urinn hefir orðið svo lítill, að hann víða er naumast nóg fóður fyrir hinn nauð- synlegasta bjargræðisstofn; þegar svo stendur á, þá er hætt við að mörgum hafi orðið að setja heldur djarft á hin litluhey; þetta er eigi að eins eðlilegt heldur og skynsamlegt, ef það er inn- an hæfilegra takmarka; þar sem það venjulega er óskynsamlegt, að setja á fleiri skepnur en svo, að þeim megi gefa svo vel, að þær borgi sem bezt tilkostnaðinn, þá getur í slíku ári sem þessu verið ísjárvert að minnka um skör fram bjargræðisstofn sinn með tilliti til þess að hann verður eigi aukinn aptur í vor ; þegar svo stendur á, þá er til dæmis ástæða til, heldur en að fækka kúm að mun, að draga nokkuð við þær gjöf, þó þær mjólki þá minna en tiltölulega á móts við það að þær hefðu góða gjöf. Með því að spara þannig gjöfina frá upphafi, þá má halda skepn- unum íþolanlegu standi á miklu minna fóðri en ella þarf fyrir þær, og með því geta menn komizt af, án þess að eiga á hættu að fella skepnur sínar, þótt fóðurbirgðirnar sjeu venju minni; það sem mikið getur gjört til í þessu efni, er að kosta kapps um að hafa hirðinguna sem bezta og nota beitina eins og verður, og getur alúð þess, sem skepnurnar hirðir, eigi gjört lítið til í þessu efni. En eins og það getur ver- ið mikil ástæða til, í þetta sinn að reyna að framfleyta svo mörgum skepnum sem hægt er, þá er þó enn þá miklu meiri ástæða til að hafa vaðið svo fyr- ir neðan sig, að eigi sje hætt við nýj- um felli í vor; guð forði því að þau miklu vandræði, sem nú eru, verði meiri, en meiri geta þau orðið, ef menn vísvitandi steypa sjer í háskann. Að hafa nægar fóðurbirgðir er ein hin mesta nauðsyn fyrir nálega hvert heimili á fslandi; það verður eigi gjört án nokkurs kostnaðar, en sá lcostnaður er lítils virði móti háskanum, er hann forðar, og enginn er svo fátækur að hann eigi geti staðizt kostnað þennan. Að setja svo á, að menn eigi hafi næg- ar fóðurbirgðir, er eins og að kasta teningum um velferð sína og sinna. Hver sem hugsar um hag sjálfs sín skyldi gæta þessa, hver sem hugsar um hag sveitunga sinna, skyldi brýna það fyrir þeim með orðum og' eptir- dæmi, og hver sem lætur sjer annt um hag fósturjarðar vorrar, skyldi láta sjer annt um að sá hugsunarháttur yrði ríkj- andi, að fyrirhyggjulaus ásetning er hið mesta glæfraráð og afleiðingarnar af henni sjálfskaparvíti. þ>egar það væri orðið, þá þyrfti eigi að óttast al- mennan horfelli og þá væri afstýrt einu því aðalmeini íslands, sem á öllum öldum hefir haft hinar mestu hörmung- ar í för með sjer. E. Br. Urn fjármörk. í>að hefir opt verið tekið fram, hver nauðsyn væri á þvf, að fjárskil manna á haustum gætu orðið sem bezt, og sá fjöldi, sem árlega kemur fyrir af óskila- fje nálega í hverri sveit, ber vott um, að í þessu efni er töluverðra umbóta vant; án efa nemur það fje stórmiklu, sem lendir svo í óskilum, að fjáreigend- ur fá aldrei neitt fyrir það, og er ein helzta orsökin til þess það, að mörkin eru ekki svo glögg sem skyldi; við þetta bætist hrakningur sá á fjenu og fyrirhöfn, sem leiðir af misdrætti í rjett- unum. Fyrir nokkrum árum kom í ísafold uppástunga um að bæta úr þessu með því að taka upp sýslumörk og hreppa- mörk; grein um þetta efni var undir- rituð af nokkrum Miðfirðingum, en höf- undur uppástungunnar mun verið hafa Arnbjörn hreppstjóri Bjarnason á Osi í Miðfirði. Uppástungu þessari mun al- mennt hafa verið mikill gaumur gefinn, og hún mun hafa gefið tilefni til þess, að menn eru í nokkrum sýslum búnir að taka upp sýslu- og hreppa-brenni- mörk; en að öðru leyti mun mönnum hafa virzt það miklum erfiðleikum bund- ið, að fara eptir uppástungunni, þótt menn könnuðust við, að ef farið væri eptir henni, mundu fjárdrættir verða miklu greiðari og rjettari og fjárskilin eptir því betri. Vjer ætlum að mönnum hafi vaxið í augum þau vandkvæði, sem því eru samfara, að fara eptir uppástungunni. Vjer höfum heyrt menn taka það fram, að þá yrði eigi hægt að afmarkakind- ur, sem skiptu um eigendur, og vjer höfum einnig heyrt þess getið, að erfitt mundi verða að finna svo margar til- breytingar á mörkunum í hverjum hreppi, sem þörf væri á. Enn fremur hafa menn álitið að þessu yrði eigi komið fram nema fyrir tilhlutun lög- gjafarvaldsins. Vjer viljum þvífaraum þetta efni nokkrum orðum. Fyrir sýslumark álítum vjer, eins og tekið var fram í hinni upphaflegu upp- ástungu, hagfeldast að hafa yfirmark á hægra eyra, en fyrir hreppsmark yfir- mark á vinstra eyra. Undir eins og álengdar verða sjeð yfirmörkin, þá má sjá úr hvaða hreppi hverkinder; fyrir yfirmörk verður að velja þau mörk, sem bæði eru glögg og svo lítil sær- ingarmörk sem unnt er; þær sýslur og hreppar er næst liggja hver öðrum, ættu að hafa yfirmörkin sem ólikust. í engri sýslu munu vera fleiri en 14 hreppar, og þurfa því yfirmörkin eigi fleiri; því vel geta sýslur á Vestfjörð- um haft sama mark sem Jfingeyjarsýsla eða Múlasýslur; en annars geta fjár- samgöngur átt sjer stað þó langt sje á milli; dæmi eru til, að í Reykjavik hefir komið saman fje úr Skaptafells- sýslu, Skagafirði og Snæfellsnessýslu, og væri þá gott að komast hjá að nokkuð af því væri sammerkt. Yfir- mörk þau, sem oss hefir dottið í hug að rjettast væri að hafa fyrir sýslu- og hreppamörk, eru þessi: stýft, stúfrifað, heilrifað, sýlt, miðhlutað, sneitt fram- an, sneitt apt., sneiðrifað fram., sneið- rifað apt., blaðstýft fram., blaðstýft apt., hvatt, tvístýft fram., tvístýft apt. Með því að hafa á öðru hvoru eyranu eitt- hvert annað yfirmark t. d. geirstýft, geirstúfrifað, geirsýlt, hálft af, stýfðan helming, hamrað, hamarrifað, sýlt í ham- ar, hvatrifað, tvírifað í heilt, stýft, sneitt o. s. frv. geta menn búið sjer til svo mörg soramörk, til að afmarka kindur undir, sem mönnum þætti þörf á; hvaða mörk sem eru á eyrunum að öðru leyti, þá fer markið ekki í bága við sýslu- og hreppa-mörkin, og sama er að segja um það, ef ekkert yfirmark er á öðru hvoru eyranu.—Hver sem markar kind- ur sínar með öðru marki en sýslu- og hreppamarki á það við sjálfan sig, að hætt er við, að eigi verði eins góð skil á þeim eins og öðrum kindum. Sum af áðurnefndum soramörkum væri annars æskilegt að legðust niður með tímanum, því bæði eru það mikil sær- ingarmörk, og svo geta önnur mörk orðið mjög lík þeim, ef það kell ofan af eyrunum. Að því er snertir undirmörkin, sem greina milli hinna einstöku markeig- enda í hverjum hreppi, þá er bezt að hafa að eins bita, hang.fjöður og stand- Qöður, því þessi mörk eru svo glögg, að eigi er hætt við, að þeim verði blandað saman. Tilbreytingar þær, sem gjöra má með mörkum þessum eru 2551 að tölu, þótt hvergi sje nema 1) Sá sem vill gjöra sjer þetta ljóst, getur látið tölustafinn i merkja bita, 2 hang.fjöður, 3 stand-

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.