Ísafold - 19.12.1882, Side 2

Ísafold - 19.12.1882, Side 2
118 hinar raörgu fyrirhafnarsömu athuganir á göngu Venusar fyrir sólina fyrra miðvikudag, kunni síðar að verða und- irstaða undir merkilegum uppgötvun- um, er auka vald mannlegs anda yfir kröptum náttúrunnar. Harðindin eptir næstliðin aldamót i Húnavatnssýslu. (Framh. frá bls. 11 f>). Kaupafólk fór nú að koma í sveitir nokk- uð ; fieira var það að vestan en að sunnan ; það var helzt úrvalsfólk að dugnaði, en kaupgjald var allt að 3 fjórðungar eða sauð- ur góður á viku ; kaupakonur voru sárfáar; líka var til nokkuð af lausamönnum ýmis- lega og sumir græddu góðan bústofn á fáum árum ; aðrir lögðust í svall eða drykkjuskap o. 9. frv. Bnn þá má geta þess, að klæðnaður var mjög ókostbær og indigóskaup lítil; fáir voguðu að breyta út af móðnum ; sparnað- arföt voru sortuð -- fað var hvorttveggja, að klútar og klæði var ofur dýrt, en þetta var líka sparað og geymt máske allan sinn aldur og vanalega ekkert af útlendum varningi brúkað hvers- dagslaga. Yefnaður fór að verða almennur í (útlendum) vefstólum, er allir voru enn tvíbreiðir, en brekán ofin í íslenzka vef- staðnum og pokaverk, því þetta þótti for- eyða skeiðinni, en hvalbeinsskeiðarnar ís- lenzku þoldu, þó hart væri barið.------ (Sumarið 1800 varð heyfengur f minna lagi, en fymingar vom miklar eptir blíðu- veturinn á undan; veturinn 1800—1801 var harður frá allraheilagramessu til þriðja sunnudags í Einmánuði og varð þá fellir nokkur sumstaðar í Húnavatnssýslu um vorið. Sumarið 1801 var gott grasár og nýting var hin bezta, en með vetrinum 1801—1802 byrjuðu aðalharðindin). Haustið 1801 var í meðallagi stóríkasta- laust; í nóvember og desember óstöðugt með blotum og hörkufrostum, snjó og köf- öldum á milli, en jörð var nóg til nýárs. 2. jan. 1802 kom í landsynningshríð fönn mikil, svo að fje vann lítið á — en með jporra gjörðu smáblotar hreint jarðlaust alstaðar, og voru þá öll hross inntekin nema á Hjaltabakka — á jporrra miklar hríðar ýmist á norðan eða vestan, svo með bág- indum urðu skepnur inni hirtar. Hafís mikill kom á miðjum vetri, er þó ekki færði neitt gott með sjer; í fyrstu viku Góu gjörði mikinn rigningarblota; þó hnjótar kæmu upp sletti í það með norðanhríð; annan blota gjörði í slðustu viku Góu og hann lyktaði eins; nú var almennt farið að spara hey og jafnvel skera talsvert sum- staðar, þvi gaddkyngjan spáði eigi bata snemma með ís-hafþökum að utan ; allt af hjeldust stórhríðar með köflum. — Sunnu- daginn fyrstan í sumri þriggja daga norðan- stórhríð með brunahörku. Gaddur var nú svo mikill, að elztu menn höfðu aldrei sjeð þvílíkan; sljett var yfir allar lægðir milli ása 1 og borga; í Holti1 var 15 faðma langur snjórangali í brunninn; hús og bæir voru *) í Svínadal. víða niðri í gaddinum og óttalegt yfir að líta. A sunnudag 1. maí kom fjögra daga hláka mikil — og jörð kom upp, svo sauðir í standi lifðu úr því gjafarlaust; þar á eptir voruþokur, ísing og hörkur, svo hjarn- aði, en eptir náttúrunni þiðnaði af sólar- hlýindum og jarðarvarma smátt og smátt, en hláka kom þó eigi fyr en á Trínitatis í 8. viku sumars og þangað til var ís á vötn- um og brýr á ám; opt kom norðanhríð um vorið, en þó fardagahríðin mest; margur heylaus átti bágt með að ná heyi langar leiðir, því aldrei varð hesti við komið; hey fór þá á 13 bæi frá Holti — um mitt sumar fór gaddur af túnum í djúpum lægðum eður undir brekkubörðum, en ekki allt sumarið á Hrafnabjörgum, og í smágiljum var gaddur allt sumarið. Ekki varð í Svínavatns- eður Hlíðarhrepp fellir um vorið, en hjá mörg- um varð nærri lambalaust, og fáir þeir, er ekki skáru nokkuð; lambær hýstar og gefið fram í 8. viku sumars, og þótti mjer það leiðinlegt starf, en ekkert lamb fórst og þau í vænsta lagi á fráfærum; en þær voru í 11. viku sumars; um Jónsmessu fyrst sauðgróður; eptir mitt sumar fór gras að spretta; sláttur byrjaður í 15. viku; allt sumarið þurviðri og nýting bezta. Taða varð hjer um þriðjung minni en í meðal-ári; en úthey fengust eigi hálft við það ; þurlendar mýrar mót sól urðu skárst- ar. Göngur urðu þvi nær engar ; lömbum var sleppt heima; geldfje slæddist sjálft skammt frá; fyrir jafndægur hirtu menn sinn litla heyfeng; hafísinn fór í ágústí lok og skip komu seint í september norðan- lands. Fimmtudag í 20. viku kom hret mikið ; snjór lá á neðra 3 daga; á föstudag 1. október kom norðan hríð og stór-fönn 4 daga og eptir það ófært yfir jörð og vatns- föll langan tíma; fönnin lá til veturnátta; þá tók vel upp, og auð jörð til jólaföstu, optast; með desember hríð og fönn út jólaföstu, þó jörð ; á þriðja blotaði og var þá ei farið að gefa fje, nema í innistöðum. Bjargræðis útvegir urðu nú bágir; sjávar- afli allur brást norðanlands, svo fáir sem engir fóru suður um veturinn; afli þar varð líka í versta lagi; í lestaferð suður komst ekki nema einstöku maður um mitt sumar; allt vorið jörðin ófœr og hestar víða dauðvona; þó fóru margir vestur eptir Jónsmessu, en lítið var þar um fisk. Mál- nyta varð sumstaðar engin, og annars sár- lítil; kýr urðu víða geldar, sem haldið var lífi í á hrísi og urningi lengi; um Jóns- messu fóru þær út þar þeim varð gefið ; öll lömb voru skorin um haustið; þau voru bæði fá og misjöfn; mikið væn þar hey entist, og sárt þótti mjer að sjá afbragðs væn lömb öll skorin niður í Mikaelsmessu- hríðinni. Sauðir voru nú líka niður skorn- ir, magrir eins og kvíaær, með 8—12 merk- ur mör, vart að færi yfir fjórðung ; — kýr og tarfar af heyskorti. Höndlunin í Höfða fór illa; þar áttu að koma 4 skip í staðinn fyrir vanalega 1; en tvö fórust; eitt lá á Djúpa- vog um sumarið með 900 tunnur matar, | leiddist hjer veran og seldi þar farminn og fór sína leið; fjórða kom um göngur; ös og vöru-innvikt varð mikil, en þegar minnst varði þraut matvaran; með harðneskju náðu þeir seinni út vörum sínum og fóru svo búnir heim aptnr; — þeir, er matinn fengu ekki, fóru sumir vestur í kaupstaði1, aðrir norður í Hofsós, sumir á Akureyri; allir Svíndælingar lögðu norður í Hofsós fyrir Mikaelsmessu hríðina; teptust þeir fyrir norðan Hjeraðsvötn og voru hálfa þriðju viku burtu; fengu mestpart grjón 9 rd. tunnan, en tólg og ull á 12 sk., en rúg og mjel var á 7 rd.2. |>egar kom til kúnna, mátti eigi gefa þeim nema lífgjöf fyrir töðu- skorti, en þó var taða og úthey í allra bezta lagi til gæða; haustafli hjer ytra varð enginn; fellir og skurður í útsveitum og af- taks grasleysi steypti svo Yindhælishrepp, að bágastur varð hjer í sýslu, og hefði lík- lega orðið mannfellir, hefði ekki forsjónin sent hjer sem aunarstaðar mikla hvalreka á eptir.------ Árið 1803 byrjaði með góðri vetrarveður- átt, þíðum, blotum, og þar á milli frost hægt og stillt; snjóalítið til miðþorra; síð- an óstöðugt mjög með vestan-blotum og hríðarbyljum; þriðjudaginn 1. í Einmán- uði mikil norðanhríð; strax þar á eptir bati góður og auð jörð á Einmánuði, en ó- stöðugt, um sumarmál skipti um til land- nyrðingskulda og storma eða náttfrosta og gróðurleysis, svo gefa þurfti fram til far- daga; 3. maí norðanhríð, og 13. mikil sunnanhríð; norðanátt og kuldatíð hjelzt fram að slætti; fært frá 10 vikur af sumri, var þá fyrir gróðurleysi eigi rekandi á fjöll; með 15. viku var farið að slá; var gras- brestur mikill, þó eigi aldeilis eins og fyrra sumar; óþurrkar og norðanfúlviðri tíðast; framan af 18. vikunni góður þerrir, svo töður náðust þá inn og dálítið af góðu út- heyi; úr því mesti óþerrir sumarið út; í 19. og 20. viku tvisvar stórhret og leið dagur á milli; tók úr slætti allt að viku í miðlungs-sveitum; miklu meira til fjalla. Jörðin flóði, svo gott þótti, ef þurrt var á túnum, að flytja á seinsleginn útheyissalla, er inn var svælt í 22. viku sumars; helzt þurrkað þann sunnudaginn. Haustið allt af vott og óstöðugt; mikil hríð og fann- koma á Mikaelsmessu; föstudag fyrsta í vetri ofsalegt vestanveður; síðan góð tíð til jólaföstu, nema kafalds íkast á hverjum föstudegi og nokkuð óstöðugt; snjór og frost seinustu vikuna; allan desember allra bezta veður, stillt og þítt, aldrei kom föl eða frost mikið og auð jörð. — Afli lagðist nú frá hjer ytra. Kauphöndlun varð hjer lítil og slæm; pris sem í fyrra; gagnslítil málnyta og töðuskortur; fjárfæð mikil og lömb ofurfá sett á; hey bæði lítið og meira part slæmt. * Með haustinu 1803 mátti heita að aðal- harðindunum væri lokið; veturinn 1803— 1804 var eigi harður, og þótt heyskapur sumarið 1804 væri eigi góður sumpart vegna grasbrests og sumpart vegna skorts á nýt- ingu, þá var hann þó eigi mjög slæmur, og af því að gróður kom snemrna, þá var fje í bezta lagi og gagnsmunir af hinum fáu skepnum yfir höfuð voru góðir. f>að virð- ist sem sje vera almenn regla, að þegar snemma vorar, þá verður fje vænt, af því *) I Snæfellsnessýslu. 2) Af ullu og tólg hafa þurft 72 pd. fyrir tunnu af grjónum, en 56 pd. lyrir tunnu af rúgi eða mjöli.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.