Ísafold - 31.01.1883, Qupperneq 4
8
yl
fastur á Sauðanesi. Hann tók stúdents-
próf 1844, embættispróf á prestaskól-
anum 1850 og 1852 var hann vígður
sem aðstoðarprestur afa síns síra Gunn-
ars Gunnarssonar í Laufási; við fráfall
hans 1854 var honum veitt það presta-
kall. Nokkur ár var hann prófastur í
þingeyjarsýslu; á þjóðfundinum 1851
hafði hann sæti sem fulltrúi þingey-
inga. Hann kvongaðist 1851 Sigríði
Einarsdóttur; af börnum þeirra lifa
Vilhjálmur bóndi i Kaupangi, er hlotið
hefir verðlaun fyrir dugnað af gjöf
Kristjáns konungs 9. og kand. þórhall-
ur, sem var að taka embættispróf í guð-
fræði við háskólann, þegar póstskipið
fór þaðan. Síra Björn heitinn var orð-
lagður kennimaður, og skáld gott; í
hjeraði sínu var hann atkvæðamikill og
hvervetna vinsæll og mikils metinn.
23. þ. m. andaðist hjer í Reykjavík
frú Ragnheiður Smith, kona konsúls
Smiths; hún var dóttir hins nafnkunna
merkismanns Boga stúdents Benedikts-
sonar á Staðarfelli, systir Benidiktsens
heitins í Flatey og þeirra systkyna.
8. þ. m. dó hjer í Reykjavík Guð-
mundur bóndi Eiriksson frá Kalmans-
tjörn 48 ára að aldri.
15. þ. m. andaðist Vigfús Hjörtsson
bóndi á Hliðsnesi á Álptanesi 75 ára
að aldri.
Frjettir innlendar eru þær helztar
að næstum alstaðar að er að heyra, að
menn sjeu mjög tæpt staddir með fóður
fyrir skepnur sínar, ef nokkur harðindi
gjörir, en yfir meiri hlut landsins hefir
tíðarfar verið gott fram undir þennan
tíma. 21. nóvember gjörði logndrífu
mikla í Múlasýslum og Austur-Skapta-
fellssýslu og stóð í 4 daga; gjörði þá
víðast jarðlaust um fjörðu og lágsveitir
en eigi eins til fjalla, því þar var snjór-
inn þurrari; hin yngstu brjef úr þess-
um sveitum eru skrifuð hálfum mánuði
síðar og voru þá engin umskipti orðin,
en verið getur að þar hafi þó batnað
skömmu síðar í norðanhláku þeirri, er
leysti mikið snjó í norðurlandi. Með
jólaföstu gjörði í Strandasýslu illviður
og jarðbannir voru engin umskipti orð-
in þar fyrir norðan Bitru rúmri viku
eptir nýjár; annarstaðar um norður-
hluta landsins var tíð góð fram að sól-
stöðum; þá gjörði um tíma jarðskart
þar víða þangað til í hlákunum eptir
þrettándann; á suðurlandi hefir hver-
vetna verið góð tíð og jarðir nógar
fram að þessum tíma.
Heilsufar manna er hvervetna að
heyra gott.
Póstskipið Laura kom hingað 26.
þ. m. og hafði gengið vel ferðin ; það
hafði komið við bæði á Skotlandi og á
Færeyjum, þó að það væri eigi tekið
fram í ferðaáætluninni.
Einhættayeitingar:
Landlæknisevibættið er veitt settum
landlækni hr. G. Schierbeck.
Skaptafellssýsla er veitt settum sýslu-
manni hr. Sigurði Ólafssyui.
Breiðabólstaðar prestakall á Skógar-
stönd er veitt kand. Magnúsi ILelgasyni
(frá Birtingaholti Magnússonar).
Embættispróf í lögum hefir hr. Hall-
dór Daníelsson (frá Hólmum Halldórs-
sonar) tekið með 1. einkunn.
Hr. Eiríkur Magnússon M. A. bóka-
vörður í Cambrigde hefir verið sæmd-
ur riddarakrossi dannebrogsorðunnar og
er það makleg viðurkenning á hinni
drengileguframmistöðu hans til að reyna
að bæta úr neyð manna hjer á landi.
Utlendar frjettir, er bárust nú með
póstskipinu voru litlar, en hvervetna var
friðsamlegt sem stendur. þ>að sem mest
þótti tíðindum sæta var fráfall Gambetta,
hins mikla þjóðskörungs Frakka; hann.
dó eptir stutta lega á nýársnótt í blóma
aldurs síns 44 ára gamall; æfiágrip hans
er f almanaki f>jóðvinafjelagsins fyrir
þetta ár. í Egiptalandi voru Englend-
ingar að festa vald Kedivans, skipa mál-
um landsins og koma lagi á eptir ófrið-
inn, stóð Dufferin lávarður fyrir þeim
störfum. í byrjun Decembermánaðar
fjell dómur í málum Arabis ; var hann
og ýmsir af fylgismönnum hans dæmd-
ur til útlegðar og er mælt að honum
sje bústaður ætlaður á eyjunni Ceylon
við Indland og allmikið fje til uppeld-
is; þykir norðarálfumönnum þeim, er
eiga um sárt að binda fyrir manndráp-
in og ofsóknirnar í Egiptalandi, dóm-
urinn ærið vægur og segja hætt við,
að slíkur dómur muni eigi fæla aðra
frá að taka upp lík ráð gagnvart norð-
urálfumönnum, ef svo ber undir. Við
rannsókn málsins hafði það komið fram
að Arabi hafði verið örfaður til stór-
ræða sinna úr ýmsum áttum og þar á
meðal af mönnum, er standa í nánu sam-
bandi við soldáninn í Miklagarði ogjafn-
vel að soldán sjálfur hafi verið í vitorði
um ráð hans. í írlandi þykir nú vera
minna farið að bera á óspektum held-
ur en að undanförnu, enda hafa stór-
eignarmennirnir ensku á margan veg
sýnt tilslakanir við leiguliða sína. í
Norvegi höfðu kosningar til stórþings-
ins gengið svo að vinstri menn hafa
enn meiri atkvæðafjölda á þinginu en
áður. í Danmörku hafði það sem af
var vetrinum verið kalt og frostasamt.
I Bandaríkjunum í Ameríku hafa kosn-
ingar gengið mjögívil ríkjavaldsmönn-
um (demokrötum).
Vopnasala Larsens,
Dronningensgade 34, Kristianía,
er hefur einkarjettindi til þess að selja í Skandinavíu vopn frá
byssusmið H. Larsen, Drammen og
rifflafjelagi Larsens, Liege,
mælir fram með:
RÍffllim. ýmislega löguðum einkaleyfis-rifflum til skotmarksskota og dýraveiða.
Einkanlega má taka fram Salóns-riffla, sem á vetrum má nota inni í herbergjum.
Haglabyssuin, sem eru holaðar eptir hinni nýjustu aðferð, bæði fyrir messingshylki og papphylki.
Við „Internationale Jagd-austellung“ i Cléve 1881 hlutu rifflar Larsens
gullmedallu,
og voru settir nr. 1 í prófskotunum.
Við 5 fyrstu verðlauna-samkomurnar, sem voru haldnar 1881 í Noregi, var heitið
365 verðlaunum,
og þar af fengust 249 verðlaun með rifflum frá smiðju Larsens, 109 verð-
laun fengust með rifflum frá 14 öðrum byssusmiðum, og 7 þekkja menn eigi. Menn unnu
því með rifflum frá verksmiðjum Larsens meira en tvöfalt fleiri verðlaun en með
rifflum frá öllum öðrum vopnasmiðum til samans.
Verðlistar á rifflum með 74 teikningum og á haglbyssum með 71 teikningu verða sendir undir-
gjafarlaust eptir beiðni. Að minnsta kosti 1500 vopn eru ávallt til smíðuð eða í smíðum.
Alls konar vopn eru smíðuð eptir beiðni manna.
Umburðarbrjef
og kort yfir Rauðárdalinn (á íslenzku og
dönsku) verða send og borgað undir með
póstum til Islands hverjum, sem sendir
utanáskript til sín eða vina sinna til
A. E. Johnson,
Com. of Emgr., St. P., M. & M. R. R.
St. Paul. Minn. America.
Medicinal ægte Tokayer (M.3269).
(den mest nærende og styrkende Vin) samt mine
övrige allerede i 17 Aar til Norden dírekte im-
portede ungarske röde, hvide og Dessert-
vine anbefales og garanteres med mit Navn i
Lakken: J. Bauer, Tordenskjoldsgade 19.
Kjöbenhavn K.
M. L. Möller & Meyer
(xotlicrsgade 8 i Kjöbenhavn
anbefaler alle Husholdnings- og Deli-
katesse-Varer; Farvevarer, Spirituosa,
som Rom, Cognac og Banco; — Apo-
thekervarer. Andre Varer besörges
uden Avance. Priskurant tilsendes
franco. (M. 7401).
Útgefandi: Björn Jónsson, cand. phil.
Ritstjóri: Eiríkur Briem.
Prentuð í ísafoldar prentsmiðju,- Sigm. Guðmundsson.