Ísafold - 07.02.1883, Page 3

Ísafold - 07.02.1883, Page 3
11 f»ó hafstraumar kringum landið sjeu talsvert breytilegir eptir árstíðum og sjávarföllum, þá mun sú vera aðalregl- an að hlýr straumur kemur suðvestan að landinu og klýfur sig nálægt Reykja- nesi, aðalgreinin heldur austur með landinu, því nær austur að Fuglaskerj- um, suðaustur af Berufirði, en hin grein- in gengur vestur og norður fyrir land- ið með talsverðum hraða að Horni í ísafjarðarsýslu, eptir það fer straumur- inn hægra og óreglulegra þaðan austur að Langanesi, þá fer nokkuð af honum austur í haf, en nokkuð afhon- um beygist við og heldur suður með austfjörðum allt að Geirfuglaskeri, og mætir þar hinni greininni, er áður var nefnd, þær báðar sameinast þar og halda svo þaðan norðaustur í haf. Mjög skamma stund hefir straumn- um umhverfis landið verið veitt eptir- tekt og er því margt, sem að því efni lýtur, lítt rannsakað enn þá, en þó vita menn nú ýmislegt um það, nokkru glöggvar en áður. Nýlega hefir fund- izt straumur mjög kaldur, sem rennur eíns og í stokki eða mjóum ál norð- austan úr hafi og stefnir upp að landi fyrir sunnan Geirfuglasker eystra, hann er nálægt 2 mílur á breidd og liggur suðaustur af Seyðisfirði 20 mílur undan landi. Hitinn i hafinu beggja megin við ál þennan er vanalega 5—7gr.\ en í sjálfum álnum er hitinn ekki meiri en 1—V2 gr. og stundum ber það við að í honum er 1. gr. kuldi. Áður en sjófarendur þekktu þennan kaldaál, varð þeim opt hverft við og hjeldu að þeir væru komnir fast að ísnum, þegar þeir voru að halda til landsins og voru ný- lega búnir að mæla að hitinn í hafinu var 5—7 gr., en svo litlu síðar ráku sig á, að hitinn var kominn niður í V* g'r- en eptir að þeir höfðu haldið áfram um stund og fundu að hitinn í hafinu var aptur orðinn 5—6 gr. og enginn ís sást, þá vissu þeir að þessi mikla hitabreyt- ing í hafinu orsakaðist af óþekktum haf- straumi en ekki ísnum. (Niðurl. í n. bl.). (Aðsent). Yísaii í Tímariti bókm.fjelagsins, III. árg. bls. 159, „Aldan rjúka gjörði grá“ etc, mun vera í Grettisrímum, ept- ir Magnús Jónsson skáld á Laugum. Rnb. Df. ÚE HÚNAVATNSSÝSLU. I brjefi 16. sept. í haust skrifaði sýslu- maður L. Blöndal öllum hreppsnefndum sýslunnar og skoraði á þær að senda sjer fyrir næsta aukafund sýslunefndarinnar, sem átti að haldast 24. okt. næst eptir, ítarlegar uppástungur um, hverjar ráðstaf- anir þær álitu hyggilegast að gjöra til 1) pað sem hjer er tilfært um hita og kulda er miðað við Celsius hitamæli. þess, að afstýra eða mæta yfirvofandi hall- æri í sýslunni, og kvaðst hann fulltreysta því, að hreppsnefndimar, sem mál þetta að lögum næði til, sýndu þessu þýðingar- mikla velferðarmáli þann einlæga áhuga og alvörugefni, sem það í sannleika út- heimti, og að þær með tilstyrk annara nýtra og góðra manna í sveitunum leituð- ust við að undirbúa það svo vel og vitur- lega undir sýslunefndarfundinn, sem fram- ast væri kostur á. Elestar hreppsnefndir sinntu þessari áskorun og sendu álit sitt og uppástungur á sýslufundinn; niðurstað- an þar varð sú, að sýslunefndin samdi reglur fyrir hreppsnefndir, sem mest fóru fram á, að þær hefðu nákvæmt eptirlit með heybirgðum manna og bjargræði, og í því skyni skyldu þær útnefna tvo heyja- skoðunarmenn, sem að minnsta kosti tvisvar á vetrinum (eptir að farið væri að hýsa, og svo um miðjan vetur) áttu að skoða og meta heybirgðir, og ráða mönnum til hyggilegrar ásetningar, samt grennslast eptir matarbirgðum á hinum fátækari heimilum. Við heyjaskoðanir þær, sem samkvæmt þessu hafa fram farið, hefur það komið fram, að öll hey, taða og úthey, eru meira og'minna skemmd af bruna og illri verkun, að töluvert af sauðfjenaði var víða mjög fóðurtæpt eða fóðurlaust, og að hestar voru því nær alstaðar settir á tóm- an útigang; heyjaskoðunarmenn hafa að vísu ráðið mönnum til að skera, en það hefur þótt verða í útideyfum, því vegna hinnar miklu fjárfækkunar, sem þegar var orðin, og fyrir því, að veðráttan var lengi fram eptir hagstæð, þá hafa menn kynokað sjer við að skerða þennan eptirlifandi bú- stofn sinn. En þegar veðuráttan fór að harðna um jólin og sýslumanni var orðið kunnugt um ástandið, rjeði hann af að halda nýjan sýslufund 9.—12. jan., og var þar meðal annars afráðið að skrifa lands- höfðingja og æskja tilhlutunar hans til þess, að seint í marz eða snemma í apríl yrði sent gufuskip (eða seglskip) til Húna- vatnssýslu með 2500 hálfsekki (á 100 pd.) af kornvöru, sumpart sem gjafakorn að því kostur væri á (af hinu útlenda sam- skotafje) og sumpart til kaups með gjald- fresti til ágústmánaðarloka; enn fremur óskaði sýslunefndin (að fengnu amtsráðs- leyfi) að fá lán úr viðlagasjóði á peninga- upphæð, sem samsvaraði andvirði þeirrar kornvöru, er sýslan þyrfti að kaupa. Betur að hvervetna hefði verið með annari eins alvöru gát haft á ástandinu og leitazt við í tíma að varna óförum þeim, er af því getur leitt. SAMSKOTANEFNDIN í Kaupmanna- höfn var, þegar póstskipið fór á stað, að leitast við að fá skip til að flytja korn til matar og fóðurs til Ólafsvíkur, Stykkis- hólms, Eeykjarfjarðar og Borðeyrar, en það hafði enn eigi tekizt, því ábyrgð var eigi fáanleg fyrir skipið. Samskotin í Dan- mörku voru orðin alls 290000 kr. og þar af var óeytt hjá nefndinni 136000 kr. Úr Dalasýslu skrifar merkur maður oss 20. f. m.: Hjálmur (Pjetursson á Hamri í Mýrasýslu) er búinn að bjóða sig hjer fram fyrir þingmann og verður eflaust kosinn. Ollum sem þekkja Hjálm mun eflaust þykja vænt um, að hann komi aptur á þing og sjerstaklega þeim sem áður hafa unnið sam- an með honum á þingi. Auglýsingar. Næstliðið haust var mjer dreginn sauður, sem jeg eigi átti, með marki: geirstýft bæði eyru, og brm.: J. F. J. S. og getur rjettur eigandi gefið sig fram og fengið andvirði sauð- arins hjá mjer. Geitaskarði í Húnavatnssýslu, þf 82. Á. Á. porkelsson. Umburðarbrjef og kort yfir Eauðárdalinn (á íslenzku og dönsku) verða send og borgað undir með póstum til íslands hverjum, sem sendir utanáskript til sín eða vina sinna til A. E. Johnson, Com. of Emgr., St. P., M. & M. E. E. St. Paul. Minn. America. Medicinal ægte Tokayer (M 3,6g)_ (den mest nærende og styrkende Vin) samt mine övrige allerede i 17 Aar til Norden d rekte im- portede ungarske röde, hvide og Dessert- vine anbefales og garanteres med mit Navn i Lakken: J. Bauer, Tordenskjo dsgade 19. Kjöbenhavn K. M. L. Möller & Meyer Gíotliersgade JYA 8 i Kjöbenhavn anbefaler alle Husholdnings- og Deli- katesse-Yarer; Farvevarer, Spirituosa, som Rom, Cognac og Banco; — Apo- thekervarer. Andre Varer besörges uden Avance. Priskurant tilsendes franco. (m. 7401). Til vesturfara! þeir, sem hafa í hyggju að flytja til Ameriku í ár, ættu að innskrifa sig hjá mjer eða agentum mínum svo tímanlega, að jeg gæti fengið nafnaskrá yfir þá og inn- skriptargjöld meðmarzpósti næst 1883, því þá mun jeg gjöra allt, sem í mínu valdi stend- ur, til þess að fá tilslökun á fargjaldinu fyrir þá, sem fyrir þann tíma hafa skrifað sig. Agentar mínir eru á Suður- og Norður- landi: Andrjes Fjeldsteð á Hvítárvöllum, Magnús Sigurðsson vestanlandspóstur, Kristján Tómasson á |>orbergsstöðum í Dalasýslu, Guðmundur Guðmundsson á Ljárskógum í Dalasýslu, Asgeir Jónsson á Stað í Hrútafirði, Daníel Sigurðsson á Holtastöðum í Húna- vatnssýslu, Friðbjörn Steinsson á Akureyri. Eeykjavík 30. janúar 1883. Sigfús Eymundourson.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.