Ísafold - 12.02.1883, Page 3
i/
lands, þá fer hafið að kólna, og var i
gr. kaldara en að meðaltali undanfarin
ár.
petta sýnir að Gólfstraumurinn liefir
ekki kólnað, en íshafsstraumurinn hefir
verið fyllri af ís og kaldari en vana-
lega.
Nokkuð af því sem hjer er sagt um
ís og strauma næstl. sumur, hefi jeg
eptir sögn ýmsra skipstjóra, svo skeð
getur, að eitthvað sje ekki fullkomlega
rjett og vil jeg því vera þeim þakk-
látur er leiðrjetta það, eða gefa ná-
kvæmari upplýsingar i þessu efni, en
hjer er gjört. Mest af þessu hefi jeg
þó sjálfur sjeð, og vona, að jeg hafi
tekið rjett eptir því. Jeg var 12. júní
og 12. júlí við Seyðisfjörð, 7., 11. og
13. júní og 8. júlí við Reykjanes, 17.
júni og 5. júli við ísafjörð og Horn
(Cap Nord), og á Eyjafirði frá 15. júlí
þangað til seint í septberm.
Engir eiga hægra með að taka eptir
hafstraumum og ísreki en sjómenn sem
liggja úti í hafi lengst af frá því í apríl
til júlí og ágústm. loka. þ>að er sjálf-
sagt að þetta er mjög breytilegt, en
með margra ára nákvæmri eptirtekt
er vonandi að finna mætti nokkurn
veginn aðalreglu í þessu efni, er síðar
gæti orðið til gagns og fróðleiks.
ritað í janúar 1883.
Búnaðarskólinn í Ólafsdal.
Af því að jeg hefi orðið var við, að
margir gjöra sjer allranga hugmynd
um ýmislegt viðvíkjandi stofnun þess-
ari, þá vil jeg með fám orðum leitast
við að sýna hana í rjettri mynd, því
jeg hefi verið á henni, og reynslan
hefir því sýnt mjer hana eins og hún
er. Jeg þykist að vísu vita að flestum
sje fullkunnugt um fjárstyrk þann sem
stofnun þessari er veitur af hálfu hins
opinbera; en um kennsluna og ýmsa
tilhögun á vinnu o. fl. gjöra margir
sjer þær hugmyndir sem alveg eru
gagnstæðar því rjetta.
Bóknámstíminn er 8 tímar á dag frá
20. okt. til 14. maí, og þeir sem eru í
eldri deildinni fá bóknámstíma þangað
til burtfararprófið er haldið.
Hið bóklega sem kennt er, er þetta:
l. reikningur, 2. landmcelingar, 3. upp-
dráttur, 4. grasafrœði, 5. efnafrœði. 6.
eðlisfrœði, 7. um jarðveginn (um eðli og
etnasambönd hans, og helztu jarðlaga-
myndanir), 8. um framrœslu og vatns-
veitingar, 9. um áburðinn, 10. um akur-
yrkju, 11. um garðyrkju, 12. um verk-
fœri, 13. hagfræði, 14. húsdýrafrœði,
Á sumrin er kennt hið verklega, svo
sem plceging, framrœsla, vatnsvcitingar,
garðyrkja. o. s. frv. Vinnutíminn var
meðan jeg var í Olafsdal, frá kl. 7. f.
m. til kl. 8,30' e. m.; 1 kl.st. stund var
ætluð til morgunverðar og 1 kl.stund
til miðdagsverðar, einnig 15 mín. um
hádegið, og miðaptanið til að drekka'
15
kaffi. Á þeim tfmum að vetrinum sem
eigi eru ætlaðir til bóknáms, eru pilt-
arýmist hafðir við smíðar eða fjárhirð-
ingu.
Jeg hefi nú lýst hinni helztu tilhög-
un á stofnun þessari sem margir hafa
gjört sjer svo ranga hugmynd um. Jeg
hefi þó enn ekki talið það sem jeg á-
leit hinn mesta kost við stofnun þessa,
og það er það, að eiga annan eins kenn-
ara og Torfi er, því hann er sá snill-
ingur sem ekki mun geta sinn jafningja
á hverju strái. Hann er það mikilmenni,
sem er jafnan fyrirmynd hins fegursta
manndóms. Hann gjörir sjer allt far
um að efla gott siðferði og góðann fje-
lagsskap meðal piltanna, og áhuga á
menntun og framför. Jeg get ekki
stillt mig um að benda mönnum á þetta,
þar sem jeg hefi orðið var við, að sum-
ir álíta, að Torfi gjöri sjer mest far um
að nota vinnuafl piltanna, en lítið um
framfarir þeirra. Jeg get ekki stillt
mig um að benda mönnum á sannleik-
ann, þegar hann, sem jeg, og við allir,
sem höfum verið á stofnuninni í Ólafs-
dal erum skuldugir um hið mesta þakk-
læti, verður fyrir slíku vanþakklæti.
þ>að kann margur að ímynda sjer,
að jeg segi betur frá skólanum i Ólafs-
dal en vert er, sökum þess að mjer sje
vel til kennarans, en jeg hefi þó ekki
sagt það öðruvísi en það er; en í ann-
an stað mælir ekkert betur fram með
skólanum, en það að þeir sem hafa
verið á honum minnast kennarans með
ást og þakklæti.
Sæm. Eyjúlfsson.
Fiskiveiðasamþykktin
fyrir ísafjarðarsýslu og kaupstað.
Af því að samþykkt þessi verður að lík-
indum á dagskránni fyrst um sinn, þá vil
jeg stuttlega taka fram tilveru hennar og
æfiatriði. Fyrir nokkrum árum var það
eitthvert hið mesta áhugamál við Isafjarð-
ardjúp, að koma fiskiveiðunum þar í annað
horf, en þær þá voru; var þá sýslunefnd-
inni skrifað aptur og aptur áskoranir frá
flestum hreppum sýslunnar um, að reyna
að ráða bót á þessu, en þar eð sýslunefndin
sá sjer ekki fært að verða við áskorunum
hreppanna í þessu efni, þá rjeð hún til, að
fundur yrði stofnaður áður en 2. þingmaður
Isfirðinga færi á þing 1877 og var það af-
ráðið, og samdi þá almennur fundur á Isa-
firði bænaskrá til alþingis um, að gefa út
lög um þetta efni; út af þeirri bænaskrá
komu út lögin frá 14. desember 1877 um
ýmisleg atriði, sem snerta fiskiveiðar á opn-
um skipum; lögin líkuðu vel og eru sann-
arlega frjálsleg, þar sem hvert hjerað má
búa sjer til lög í þessu efni, og leysa þau
sjálft upp aptur. þó þetta mál væri nú
komið vel á veg, þá var þó eptir að semja
samþykktina. Nú komu nýjar áskoranir
frá hreppunum til sýslunefndarinnar, að
semja samþykkt, og hafði hver hreppur
gefið sínum fulltrúa hugvekju um aðalefni
samþykktarinnar; byrjaði þvf sýslunefndin
ásamt bæjarstjórninni á Isafirði að semja
samþykkt um fiskiveiðar á öpnum skipum,
og var samþykktin rædd með miklu athygli
á tveimur sýslufundum; var síðan saman-
kallaður almennur fundur samkvæmt lög-
unum og varð hann fjölmennari en nokkurn
tíma er vanalegt um almenna fundi í Isa-
fjarðarsýslu; kjörskrár voru við hendina
frá öllum hreppum sýslunnar; fram fór svo
atkvæðagreiðslan eptir stafrófsröð og var
samþykktin samþykkt því nær með öllum
atkvæðum. Til þess nú að gjöra þessa
sögu skiljanlegri þeim, sem lítið þekkja
hjer til, þá verð jeg nú að byrja þar sem
fyr var frá horfið, nefnilega, að menn vildu
koma fiskiveiðunum í annað horf en þær
voru fyrir nokkrum árum. það, sem menn
vildu helzt fá lagfært af því, sem orðið var
að venju, var það, að menn vildu láta
hætta að afhausa og slægja fisk út á djúp-
miðum á vetrardag, meðan fiskur er í fyrstu
og beztu aðgöngu, þvf það var sannreynt í
mörg ár, að þegar sú aðferð var brúkuð f
yztu veiðistöðunni, nefnilega Bolungarvík,
þá gekk ekki fiskur til muna á grunnmið
eða sem menn kalla inn á djúpið, þar sem
þó gengur til fiskjar mikill fjöldi af smá-
bátum, sem geta róið svo að kalla frá
hverjum bæ, og fiska opt vel, en það er
sannur málsháttur, að »hollt er heimræðið«, f
og mun það vera eitthvað það notalegasta
bjargræði hjer við, hvað margir geta róið
heiman að, þegar fiskinum er ekki tálmað ;
nú var ekki þar með búið, að þessir bátar
ekki fiskuðu, heldur færðist fiskurinn svo
djúpt, að hann náðist ekki nema í bezta
veðri í yztu veiðistöðinni; annað, sem menn
vildu lagfæra, var það, sem orðið var að
gömlum vana, nefnilega, að láta lóðir liggja
í sjó nótt og dag, viku eptir viku og mánuð
eptir mánuð veturinn út, nema bara vitja
um þær, þegar gaf, og nýja þá upp beituna.
þetta álitu menn einnig tefja mjög fiski-
gönguna, þar sem margar þúsundir lóða
lágu allt af beittar á botninum; af þessum
vana varð fiskurinn allt af daufur og sein-
látur, en hjer bættist lfka við, að þeir, sem
lóðirnar áttu, höfðu margir óþolandi skaða
á færunum, þar eð langir stormar og stund-
um ísar, og einnig hákall, eyðilögðu allan
útveginn, fyrir utan það að þó ekki tapaðist,
þá slitnuðu færin miklu meira. þannig er nú
saga sú, sem hvatti sýslubúa til að semja
samþykktina, en nú er eptir að minnast
Iftið eitt á, hvernig hún hefur verið haldin.
Aður nefnd samþykkt var staðfest af
Vesturamtinu 16. dag ágústmánaðar 1879
ogkom til eptirbreytni 1. október sama ár.
þá vorum við ísfirðingar nýbúnir að fá út-
lendan sýslumann sem ekkert þekkti hjer
til, og því síst til fiskiveiða, og fannst hon-
um þessi samþykkt heldur lítilsverð sem
lög; þetta urðu sjómennimir varir við, og
bar því við, að einstaka maður braut sam-
þykktina þó ekki til muna; þegar hinir sáu
að þeir, sem brutu komust sektalaust eða
sektalítið af, þá urðu þeir ekki eins ná-
kvæmir með að halda samþykktina, þeim
tókst líka mörgum vel að segja sýslumanni
okkar, dönskum manni, ýmsar sögur af sjó-
ferðunum, sem urðu til að frýa þá við að
borga sekt; þó gekk fyrsta árið svo, að ekki