Ísafold - 03.03.1883, Side 2

Ísafold - 03.03.1883, Side 2
18 kaupa skip fyrir og vjer getum heldur ekki búist við að geta rekið þennan útveg í nokkrum samjöfnuði við aðrar þjóðir í fyrstunni, en þau peningaráð eru þó til í landinu, að vel mætti byrja, og vel gætu menn keypt nokkur skip ef menn með einbeittum vilja sameina krapta sína. Margir hafa líka fast- eignir i landinu til að veðsetja mót peningaláni til að kaupa skip fyrir; að landssjóður mundi lána peninga mót fullu veði til þessa fyrirtækis þarf varla að efa, og væri enda ekki ó- hugsandi, að hann vildi styrkja að því með beinni fjárveitingu, að meiru eða minnu, og svo þegar ábyrgð á skip- unum er fengin, sem sjálfsagt er að fá, og sem öllum stendur líka frítt fyrir að fá, þá geta menn veðsett skipin sjálf; þá eru þau orðin á við fasteign og jafnvel betri en jarðeign, því farist skipið, fæst það útborgað, en þó jörð á einhvern hátt eyðileggist fæst ekkert fyrir það. Ábyrgðarsjóður fyrir skip er heldur ekki einasta í því fólg- inn að borga skip út, efþau farast eða laskast og gjöra á þann hátt skipin að vissri eign; hann er líka sparisjóður, því farist eða laskist ekkert af skipum fjelagsins, þá á hver og einn þá pen- inga, sem hann leggur í sjóðinn, ó- eydda, fær af þeim fulla leigu og get- ur samkvæmt lögum fjelagsins fengið þá útborgaða, þegar hann vill, eða er ekki lengur fjelagsmaður. Til að gjöra mönnum enn ljósara, að hægt sje að eignast þilskip, ef vilji og samtök eru, og að það borgi sig að eiga þau, þá vil jeg benda mönnum á þilskipaútveg Færeyinga, það var um 1870—-72, að þeir fengu sjer fyrst þil- skip og það að eins tvö í byrjun. Áð- ur höfðu þeir ekki reynt þilskipa út- gjörð, heldur stunduðu bátaútgjörð líkt og hjer. þeir sóttu hjer undir land á þessum skipum sínum og heppnaðist vel; þilskipaútvegurinn varð þeim brennandi áhugamál, og þótti bátaút- vegurinn einkis virði hjá honum, og nú hafa þeir allt að 20 þilskip, sem öll reka fiskiveiðar hjer við land. Fær- eyingar eru fátækt og fámennt fólk ekki síður en vjer; þó gátu þeir kom- ið upp þessum skipastól á fáum árum, einmitt af því eindreginn og einbeittur vilji og áhugi var hjá þeim til þess. þ>eir sáu stax, að þilskipaútvegur við ísland var hlutur, sem borgaði sig vel, og er það sláandi dæmi fyrir íslend- inga, hvað þetta mál snertir, að ein- mitt á fiskiveiðum hjer við land hefur þessi fámenna og fátæka þjóð stórum aukið eignir sfnar. Ekki stóðu Færeyingar heldur nokk- uð betur að vígi en vjer með æfða og góða sjómenn á þilskipin; áður en þeir fengu sjálfir skip gáfu þeir sig að vísu margir út með Englendingum fyr- ir háseta við fiskiveiðar, lærðu nokkuð af þeim verklega sjómennsku, og það, sem fyrst hvatti þá til að eignast þil- skip sjálfir, var sá hagur, sem þeir vissu að Englendingar höfðu af að reka fiskiveiðar við strendur íslands. Vjer íslendingar megum hreint ekki álíta oss svo auma, að vjergetum ekki stjórnað eða lært að stjórna þilskipi, og það erum vjer heldur ekki. þ>að er auðvitað, að sjómennska vor á stærri skipum er ófullkomin bæði bók- lega og verklega, en reynsla hefur þó sýnt, að vjer getum vel hagnýtt oss þilskip; bæði Norðlendingar og Vest- firðingar hafa nokkurn þilskipaútveg, (enda Sunnlendingar lika, þó það sje minna), og sem öllum er haldið út af innlendum skipstjórum og heppnast mörgum ágæta vel. Og það mundi alls ekki þurfa að óttast, að með vax- andi þilskipaeign og vaxandi áhuga á þilskipaveiði, yrðu ekki nægir sjómenn á skipin; þá mundi heldur ekki langt að bíða, að sjómannaskóli kæmist á stofn i landinu, þar sem fengist bæði bókleg og verkleg kennsla, svo í fullu lagi væri, en sem eins og nú stendur, ætti alls ekki að kosta fje til, þvi ef þilskipaútvegurinn er ekki aukinn eða bættur úr því sem nú er, hefur sjó- mannaskóli ekkert að þýða. Auðveldasti vegurinn til að koma upp þilskipaútveg að fullu gagni, er, að minni meiningu sá, að stofnað yrði reglulegt fiskiveiðafjelag með hluta- brjefum; með þvi geta allir, sem vilja, tekið þátt í skipseign með nokkru til- lagi, þó þeir búi efst uppi í landi, og í öðru lagi hefur hlutafjelag þann kost í sjer fólginn, að þó eitthvert skip ekki afii og á því verði tap eítt ár, þá vinnst það aptur upp á öðrum, sem vel gengur, svo fjelaginu verður það ekkert tilfinnanlegt, en þegar skipin eru einstaks manns eign, getur það verið alveg eyðileggjandi. Jeg ætla þá að þessu sinni ekki að fara fleiri orðum um þetta mál; til- gangi mínum er náð, ef menn vildu athuga það, sem hjer að framan er sagt, vildu rita og ræða um málið og leggja allt kapp á að koma því áleiðis. Jeg þykist hafa sýnt fram á, að hjer er stórt velferðarmál um að gjöra, og og sem menn ættu að leggja miklu meira kapp á, heldur en alla „vestur- heimsku“. Og gott væri, að menn vildu íhuga, hvort ekki væri eins gjör- legt að leggja peninga í þetta fyrir- tæki sjer og ættjörð sinni til vegs og gengis, eins og kasta þeim út þús- undum saman til alveg óvissrar inn- tektar af Vesturheimsferðum. (Aðsent). Kafli úr brjefi frá ísafjarðardjúpi. Ur því jeg er farinn að minnast á almenn tíðindi hjeðan frá Djúpinu, þá þykir mjer rjettast að byrja á harðinda- vetrinum 1880 — 81; hann var eins og öllum er kunnugt, einhver sá harðasti bæði að frosthörkum og stormum, sem gjörði svo mikið að verkum, að almenn- ur fóðurskortur var kominn á Góu, skáru þá sumir bæði' hross og gemlinga, en margir björguðu pening sínum ákorn- gjöf, en það kostaði þá ærna peninga, misstu þó margirafþeim töluvert, ept- ir það að búið var að eyða í það korn- inu, því bæði þraut kornið, og náð- ist sumstaðar ekki fyrir isum. í Páska- vikunni kom hjer gott fiskihlaup, sem bætti mikið úr fiskileysinu, sem verið hafði um veturinn. Sumarið 1881, var hjer fjarskalegur grasbrestur, þó eink- um á túnum, svo að á fæstum stöðum fjekkst þriðjungur við það sem verið hafði í meðalári, var því um haustið 1881 fækkað skepnum töluvert, þó bjuggust menn ekki sem skyldi við þeim vetri sem kom, því nú byrjaði veturinn strax um veturnætur, fyrst með stórhretum, síðan með sífelldum umhleypingum; stundum voru bleytuslög með fjarska stormum, en þess á milli ákafa útsynn- ingsfannir; af þessu leiddi að skepnur megruðust fljótt á vetrinum og fóður- skortur varð fyr en menn varði, og mik- ið almennari en hinn fyrra veturinn; var nú enn gripið til korngjafa, ogjók það skuldir manna töluvert, en kom ekki að notum svo sem skyldi, því marg- ir gjörðu það of seint. Litlu fyrir pásk- ana komu hláviðri nokkra daga, svo þá leit út fyrir að margir hefðu haldið fjen- aði sínum ef það hefði staðið nokkuð, en það var öðru nær. því á páskadag- inn gekk upp norðan stormur, sem stóð með jöfnu harðviðri og frosti um 14 daga, síðan var vorið allt með sífelld- um kuldanæðingum, svo að gróðurlaust var fram á Jónsmessu; kýr urðu horað- ar og nytlausar, á flestum stöðum kropn- aði út af meiri partur. unglamba, á nokk- uð mörgum bæjum drapst allur helm- ingur af sauðfje, en kalla mátti að það yrði alstaðar gagnslaust; á nokkrum bæj- um í Grunnavíkurhrepp voru kýr fyrst leystar út fullar 12 vikur af sumri, og höfðu þær þá staðið inni 42 vikur, og má nærri geta hvort til þess þurfi fóð- urbyrgðir. Af því kuldar og gróður- leysi var svo lengi fram eptir vorinu, varð ekki byrjaður hjer sláttur fyrri en f 15. viku sumars, mátti þá kalla að ó- þurkar byrjuðu strax, syo töður urðu víða mikið skemmdar, og þar að auki víða mjög litlar, því túnin voru víða mjög skaðlega brunnin frá fyrra árinu. Út- engi spratt á endanum í meðallagi, en stórhretið. sem byrjaði fyrst í septem- ber gjörði það að verkum að allur hey- skapur hætti í hálfan mánuð, og kýr voru inni í viku, fönn varð svo mikil, að ekki varð farið á hestum nema með sjó fram, og þó ekki sumstaðar, varð þá mikið af heyjum undir fönninni, og náðist margt af því aldrei, en reifst upp af hrossum og öðrum útigangspeningi, því á flestum stöðum var hagleysi; ept- ir það snjóinn leysti upp, mátti kalla

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.