Ísafold - 03.03.1883, Side 3

Ísafold - 03.03.1883, Side 3
19 L haustið gott, fram um veturnætur. Af þessum ástæðum varð bæði heyafli lít- ill og það sem fjekkst, mikið hrakið og skemmt, var því enn það eina úr- ræðið að fækka því fáa sem eptirlifði, má því heita að stofninn sje farinn hjá mörgum fátæklingi, og enda hjá sum- um hinum; yfir höfuð er nú að eins fóðrað innstæðu kúgildi og kýr sem almennt eru hjer fáar. J>annig er nú statt með landbúnað hjá oss ísafjarðarsýslubúum og munu margir sem ókunnugir eru, álíta það öðruvísi. Öðru máli er að gegna um sjávarútveginn, bæði þessi og undanfar- in ár, má heita að hann hafi verið með bezta móti, i öllum veiðistöðum hjer við djúpið, og verð á fiski hátt; þess vegna lifa menn hjer yfir höfuð neyð- ar lítið eins og stendur, nema hvað ó- fáanlegt er hjer feitmeti um allar ná- lægar sveitir; af því sem áður er ávik- ið um, hvað mikið af dýrri matvöru hef- ir verið brúkað til skepnufóðurs, þá mun það ugglaust, að skuldir manna munu ekki hafa minkað til muna, þó bæði afli og prísar hafi verið í góðu lagi, kaupmenn eru hjer ótrauðir að lána, og brúka það margir, þó það sje ekki hollt til að fjörga verzlunina og gjöra hana frjálsa. Sleppum nú þessu, en áður en jeg loka miðanum, er mjer hugfast að minnast lítið eitt á landbún- að okkar meir en búið er, og er það í þá átt að mjer finnst ísafjarðarsýsla hvergi nærri ná jafnrjetti við aðrar sýsl- ur landsins, ef hún fær ekki einhvern lítinn styrk, af öllum þeim gjöfum, sem landinu hafa verið gefnar, og verða gefnar til að afstýra hallæri, jeg meina þó einkum til gjafa þeirra, sem send- ar hafa verið frá Danmörku og eru að sögn, með því skilyrði að þeim sje út- hlutað helzt til þeirra, sem hafa misst skepnur sínar og ekki eru færir fyrir efnaleysi að útvega sjer kvikfjárstofn ; hjer i ísafjarðarsýslu eru vissulega marg- ir þeir fátæklingar, sem ómögulegt er að kaupa sjer fjárstofn nema með ann- ara hjálp, og er það því stór furða, ef þetta hjerað verður alveg afskipt frá útbýtingu gjafanna. Að líkindum kem- ur það nú til af því, að hjeðan hafa engar skýrslur komið um fjenaðarfell- irinn, en það að þær hafa ekki komið, er sjálfsagt af því, að menn eru alls ó- vanir að gefa neinar skýrslur um það, þó menn tapi meira eða minna af bú- um sínum, líka hafa menn ekki búist við gjafasamskotum, en að safna skýrsl- um til að reyna að fá hallærislán úr landsjóði, þykir flestum hjer viðurhluta mikið, nema auðsjáanlega sje um lifið að tefla; það má kalla það hræðilegt að verða að leggja þungar skuldabyrð- ir á eptirkomandi kynslóð 20 — 30 ár- um eptir að menn eru dauðir, og vita þó alls ekki, nema þeir hafi við allt eins mikið harðæri að stríða, eins og vjer nú, en mjer sýnist allt öðru máli að gegna, um þessar veglyndu gjafir frá fleiri stórrikum þjóðum, og væri óskandi að þær kæmu sem jafnast nið- ur, eptir kringumstæðunum. f»að eru nú margir hjer að vona eptir að sýslunefnd- in hjer skori á landshöfðingja um að veita þessari sýslu eitthvað af þessu gjafafje, en verið getur það verði um seinan, því hún heldur ekki fund fyrri en seint í vetur, þó er nú von- andi að landshöfðingi útbýti ekki að öllu leyti gjöfunum fyrri en vorar, því nú lítur út fyrir almennan felli hjer. (A.ðsent). Úr brjefi að vestan. Nú hafa Ögurþingasóknamenn fengið góðan prest eptir langvar- andi prestaþörf; jeg læt hjer nokkr- ar línur úr brjefi til mín frá áreiðan- legum manni þar i sóknunum; þær hljóða þannig : „Guði sje lof fyrir það að hann hefir nú litið á okkar miklu þörf, og sent okkur ágætan prest, síra Sigurð Stefánsson; hann er fyrst svo ágætur ræðumaður, að það má fullyrða að hann er þar í fyrstu röð ‘; hann hús- vitjar mikið reglulega, hefir mikinn á- huga og alúð við að uppfræða ung- dóminn, enda hefi jeg ekki heyrt börn- um farast eins jafnvel við fermingu eins og hjá honum, þar að auki er hann mikið vel fallinn og vel viljaður til að styrkja öll góð fyrirtæki, stjórn hreppanna, framtakssemi og fjelags- skap i því veraldlega, svo hann er heldur ekki utan við það sem þarf til að viðhalda lífinu, þó hann sje góður klerkur; yfir höfuð að segja, hefir hann áunnið sjer á þessum stutta tíma, ást og virðingu allra sóknarmanna undan- tekningarlaust, og heyri jeg nú engan hjer minnast á prestskap nema með á- nægju; það einungis hreifir sjer kvíði fyrir því að missa slíkan snildarmann, sem óttast má fyrir, þar eð brauðið er bæði ljelegt og fjarska erfitt“. Aðsent. (Frá frú Th. Melsed). Skólastiilkur í Reykjavíkur kvenna- skóla veturinn 1882—83. II. Bekkur. • 1. Sigríður Narfadóttir frá Klafastöðum í Borgarf j arðarsýslu. -2. Ólöf Einarsdóttir frá Hraunum í Skaga- fjarðarsýslu. 3. Elín þorleifsdóttir frá Ármóti í Arnes- sýslu. 4. Ingibjörg Zakaríasdóttir úr Reykjavík. ' 5. Svanborg Lýðsdóttir frá Hlíð úr Árnes- sýslu. 6. Ingveldur Guðmundsdóttir frá Yogsós- um í Árnessýslu. I) Hann fjekk afbragðseinkunn fyrir ræðugjörð, þá er hann útskrifaðist af prestaskólanum. Ritstj. - 7. Kristln Snorradóttir frá Siglufirði í Ey j af j arðarsýslu. j ■ 8. Ingibjörg Jónasdóttir frá Staðarhrauni í Mýrasýslu. • 9. Guðrún Vigfúsdóttir frá Ytrivöllum í Húnavatnssýslu. •10. Guðrún Gísladóttir frá Lokinhömrum í Isafjarðarsýslu. •11. Sigrún Daníelsdóttir fráEfraási 1 Skaga- fjarðarsýslu. I. Bekkur. 12. Ingunn Loftsdóttir úr Reykjavík. 13. Steindóra Björnsdóttir frá Vatnshorni í Borgarfjarðarsýslu. 14. Helga Jónsdóttir úr Reykjavík. 15. Rannveig þorvarðardóttir úr Reykjavík. -16. Helga Sigurðardóttir frá Saurbæ í Rang- árvallasýslu. 17. Helga Sigurðardóttir úr Reykjavík. 18. Anna Jóhannsdóttir frá Húsabakka í Skagaf j arðarsýslu. 19. Nikolíne Petersen úr Reykjavík. '20. þóra þórarinsdóttir úr Reykjavík. '21. þóra þorvarðardóttir úr Reykjavík. 22. þórdýs Brandsdóttir úr Reykjavík. þessar einungis í söng. 23. Guðný Borgfjörð úr Reykjavík. •24. þóra Hjörleifsdóttir frá Undirfelli í Húnavatnssýslu. -25. Guðný Jónsdóttir úr Reykjavík. 26. Kristín Guðmundsdóttir úr Rangárvalla- sýslu. Síðan skóli þessi ; byrjaði (1874) hafa gengið í hann alls 141 stúlka, af þeim hafa verið dætur embættismanna 31, verzlunar- manna 22, bænda 72, iðnaðarmanna 16, og 39 hafa verið 2 vetur í skólanum, en hinar allar 1 vetur. (Niðurlag síðar). Frá suðurálfu. Egiptar eiga nú við að snúast nýjum ófriði, uppreisn suður i Súdan, er hófst f vor, en þá var enginn kostur á að gefa sig við. Súdan er afarmikið Jand og fjölbyggt, með 15 milj. manna að sögn, og gekk undir Egipta á dögum Ismails jarls, föður Tewfiks. Ófriðnum stýrir falspámaður, Mahdi, er þykist vera annar Múhamed, og eigi að endurreisa ríki Múhameds- trúarmanna, en hrinda áður af stóli soldáni í Miklagarði og öðrum hötðingj- um rjettrúaðra manna. Segja svo fom- ar spár, að á aldamótum 13. og 14. aldar að tímatali Múhamedsmanna muni hinn nýi spámaður birtast, á hvítum hesti o. s. frv. með mikilli dýrð, og allur líður hneigjast að honum. þessi aldamót voru 12. nóv. f, á. Uppreisn- armenn áttu orustu við setulið Egipta þar syðra í sumar snemma og söxuðu niður 6000 manna. Landráðandi í Túnis, Múhamed Es Sadok bey, dó 28.okt., og bróðir hans kom þá til ríkis, ef ríki skyldi kalla. Frakkar höfðu komið á nýjum samn- ingi í sumar við Sadok á laun og tek» ið þar að sjer alla fjárstjórn landsins og gert hann að prófentumanni sínum

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.