Ísafold - 14.03.1883, Blaðsíða 2

Ísafold - 14.03.1883, Blaðsíða 2
J 22 efni því, er Mn hafði tekizt á hendur að styðja. Og ekki er enn sjeð fyrir endann á afleiðingunum af því. Herra ritstjórinn segir: »að kvennaskól- inn í Beykjavík hafi frá upphafi beinlínis verið ætlaður landinu í héild sinnu. En þessu get jeg ekki verið samdóma. Að sönnu var »ávarpið« er hin upphaflega nefnd gaf út árið 1871, sent út um allt land, en, það kom ekki til kvennaskólans einn eyrir úr Norffur- og Austur amtinu, enda komu amtsbúar þar sjálfir upp hjá sjer kvenna- skóla litlu síðar, með innlendum og utlend- um samskotum, eíns og hjer syðra. Frá þeim tíma er kvennaskólinn í Beykjavík í raun rjettri einungis skóli fyrir Suður- og Vestur amtið, og hefir þess vegna aldrei fengið styrk frá jafnaðarsjóðum Norður- og Austur amtsins, heldur að eins frá Suður- og Vestur amtinu, og heyrir því beinlínis undir amtsráðin sunnan og vestan. Hitt er annað mál þó einstaka stúlkur að norðan komi hingað í kvennaskólann, eins og að stúlkur hjeðan að sunnan færu í kvenna- skólann nyrðra. Beykjavík 13. febr. 1883. Thora Melsted forstöðukona kvennaskólans. * * * Að því leyti sem framan prentuð grein á að vera leiðrjetting við orð vor hjer áður í blaðinu, þá höfum vjer eigi viljað meina henni að komast að, þó vjer á hinn bóginn hefðum mikillega óskað, að hún hefði aldrei verið rituð. þau orð kvennaskólanefndarinnar, sem forstöðukona skólans vitnar til, má eigi slíta út úr því sambandi, er þau standa í; niðurlagið á brjefi nefndarinnar 27. sept. 1881 til amtmannsins yfir Suður- amtinu er í heild sinni þannig : «1 Henhold til det Anförte tillade vi os herved at meddele Hr. Amtmanden at Komi- téen herved giver Afkald paa den i æret Skrivelse af 6 Juli dette Aar anmeldte til Kvindeskolen i Beykjavik bevilgede Under- ■stöttelse fra Sönderamtets og Vestamtets Bepartitionsfond, forsaavidt denne i Skri- velsen er knyttet til den Betingelse at der forholdes efter de af Amtsraadet for Sönder- amtet trufne Bestemmelser angaaende Ordningen af Skolens Forhold#. Af þessu má sjá að þau orð vor sem forstöðukonan vill bera á móti eru öldungis rjett. það er beinlínis tekið hjer fram, að það er að eins sá styrkur úr jafnaðarsjóðun- um, sem búið var að veita, sem um var að ræða, og að nefndin að eins kvaðst sleppa tilkalli til hans, að því leyti sem hann var bundin sjerstaklegum skilyrðum, sem áður var búið að ræða um. það leiddi af sjálfu sjer, að nefndin eigi gat hugsað til að leita styrks af landssjóði fyrir árið 1881 fyrir stofn- unina meðan hún eigi var búin að fá annað tillag sem styrkurinn í fjárlögunum var bundinn við. þetta sem sjálfsagt var, gat nefndin um í nefndu brjefi sínu og það hefir líklega gefið forstöðukonunni tilefni til þeirra orða, að nefndin hafi afsagt þann styrk, sem af landssjóðnum gat fengizt, sem ann- ars eru tilhæfulaus. Forstöðukonan segir að kvennaskól- inn í Beykjavlk sje í raun rjettri einung- is skóli fyrir Suður- og Vesturamtið og heyri því beinlínis undir amtsráðin sunnan og vestan1; þetta gefur oss tilefni til að taka það fram að það voru einmitt ákvarðanir er snertu eignarráðin yfir skólanum og sjóði hans, er nefndinni virtust svo þýðingar- miklar að hún þóttist eigi mega taka á móti þeim styrk, sem bundinn var því skilyrði, að þær væru samþykktar. Ummæli þau, sem forstöðukonan hefir um nefndina, fyrir að hún var í því tilliti á öðru máli, en for- stöðukonan, eru, einsog auðsætt er, öldung- is ástæðulaus, og þau mundu jafnvel hafa verið það, þótt ákvörðun sú, er nefndin tók, hefði eigi verið byggð á eins góðum rökum og hún var. Bitst. (Aðsent). Kvennaskóli Húnvetninga er í vetur haldinn á Hofi í Vatnsdal, og eru í honum kenndar hinar sömu námsgreinir sem að undanförnu, að söng viðbættum. Aðalkennslukona er ungfrú Anna þ>. Eggertsdóttir frá Kleyf- um við Gilsfjörð. f>að hafði verið áformað að byggja skólahús á Hnausum í Eingi í vor sem leið, og var búið að kaupa talsvert af við til hússins og draga að grjótíkjall- ara og grunnmúr, en þetta fórst fyrir vegna hinnar framúrskarandi ótíðar og siglingaleysis. En nú í vetur er búið að kaupa hentugt hús með vægu verði handa skólanum, af Gunnlaugi bónda Gunnlaugssyni á Ytri-Ey. íbúðarhús þetta er af timbri, ió ál. langt og n ál. breitt, með íbúðarherbergjum uppi og niðri og kjallara undir. Einnig fylg- ir pakkhús pappaklætt, með kjallara undir, skúr til að geyma i eldsneyti, hesthús og fl. Enn fremur fylgir hús- eign þessari túnblettur í kringum húsið sem gefur nú af sjer allt að kýrfóðri í meðalári, og landspilda niður til sjávar (hjer um bil 2 hundr. að dýrleika) og er þar skipsuppsátur; mótak fylgir líka. f annig hefir þá skólinn eignazt hent- ugt og fullnægjandi húsrúm á sinni eigin lóð, og virðast því líkur til að hann eigi góða framtíð fyrir höndum. Skólinn er líka vel settur á þessum stað bæði hvað alla aðdrætti snertir og eins ef Skagfirðingar skyldu sameina sinn kvennaskóla við þennan, sem að vísu er enn óráðið Stofnun þessi hefir annars frá byrj- i) Með þessu er útilokað eigi að eins norður- og austuramtið, heldur og Reykjavík (sem eigi er í suðuramtinu og engan þátt á í kosningu amtráðs- ins). Að öðru leyti kemur hjer eigi til skoð- unar hverjir geíið hafa fje til skólans, held- ur í hverju skyni það var gefið og það var eigi til kvennaskóla fyrir einn sjerstakan part af land- inu, en það var aptur skylda nefndarinnar, að sjá um, að tilgangi gefendanna yrði sem bezt fullnægt. pess má enn fremur geta, að Korðlendingar og Austfirðingar hafa einnig lagt fje til kvennaskólans, þar sem hann heíir fengið styrk af landssjóði. un átt mjög örðugt uppdráttar vegna fjeleysis og eins og flest annað sem nýtt er, átt við marga hleypidóma að stríða, en þrátt fyrir það hefir henni þó miðað stöðugt áfram en aldrei aptur á bak, og má telja það sem vissan vott þess að þetta góða málefni muni sigra fullkomlega um síðir og komast í það horf sem því upphaflega var ætl- að og munu þeir æ verða fleiri og fleiri sem sannfærast um nytsemi skólans og kvennamenntunarinnar yfir höfuð. S. Nóttina milli hins 9. og 10. næstliðinn Septembermánaðar fórst áttæringur úr Ar- neshreppi á stöndum með 6 mönnum á Húnaflóa á leið af Skagaströnd; rak sumt af farangrinum og skipsbrotin á Steingríms- firði. A skipinu voru bændurnir þorsteinn þorleifsson frá Kjörvogi, Ingimundur Sæ- mundsson frá Veiðileysu, Jón Sigurðsson frá Beykjanesi, Sigurður Hjaltason frá Stóru- Avík og Magnús Magnússon vinnumaður frá Finnbogastöðum og Bogi Bóasson lausa- maður frá Beykjarfirði. Formaður og eig- andi skipsins var þorsteinn bóndi þorleifs- son frá Kjörvogi og þar eð hann að mörgu leyti var merkur maður virðist tilhlýðilegt að minnast hans með fáum orðum. þor- steinn sál. var fæddur 7. júh 1824 og voru foreldrar hans þorleifur þorleifsson og Helga þórarinsdóttir búandi á Grundarkoti í Vatnsdal í Húnavatnssýslu og dvaldi hann hjá þeim framan af æfinni. Snemma var hann hneigður til smíða, en þar eð hann í átthögum sínum ekki hafði tækifæri til að taka þeim framförum í smíðum, er hann hafði löngun og hæfilegleika til, þá rjeði hann af að fara suður til Beykjavíkur, hvar hann lærði járnsmíði og tók sveinsbrjef í þeirri iðn árið 1848. Árið 1850 sigldi hann til Kaupmannahafnar og kom sjer þar fyrir hjá meistara einum til þess að verða sem bezt að sjer í járnsmíði og fjekk hann hjá honum sveinsbrjef 1851; sama árið sigldi hann til Islands og giptist þá um haustið 17. október sinni nú eptirlifandi ekkju, Her- dísi Jónsdóttur frá Undirfelli; áttu þau sam- an 11 börn og eru 6 þeirra á lífi. Fyrst bjuggu þau hjón á Hjallalandi í Húnavatns- sýslu, en fluttust þaðan 1858 að Kollafjarð- arnesi í Strandasýslu hvar þau dvöldu þang- að til þau 1862 fluttu norður að Kjörvogi í Arneshrepp, og hafa búið þar síðan. Sveit- arfjelagið hefur nú misst einhvern hinn þarfasta og nýtasta fjelagsbróður með frá- falli þorsteins sál. Hann mun hafa verið með beztu járnsmiðum hjer á landi og þótt hann einkum legði þá iðn mest fyrir sig, þá stundaði hann þó jafnframt trjesmíði; hann var hugvitsmaður mikill, fjölhæfur og úrræðagóður ef á þurfti að halda. Við lækn- ingar fjekkst hann í mörg ár og heppnaðist honum þær opt vel, enda var hann jafnan boðinn og búinn til að liðsinna öðrum í því, er hann mátti. Ábúðarjörð sína bætti hann í ýmsu tilliti, og stundaði jafnan bú sitt bæði til lands og sjávar með sóma og dugn- aði. Sem húsfaðir var hann hinn ástúðleg- asti og menntaði börn sín sómasamlega; hann var gestrisinn og hjálpsamur við þá

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.