Ísafold - 14.03.1883, Blaðsíða 3
sem liðsinnis þurftu, hófsmaður í öllu, hátt-
prúður, kurteys og skemmtinn í viðræðum.
Hans er því saknað af öllum er þekktuhann
og minning hans mun að maklegleikum
haldast í heiðri hjá vinum hans og vanda-
mönnum. S. S.
Úr brjefi úr Svínadal í Rvnavatnssýslu.
„Lífsspursmálið er, að reyna að halda
bjargræðisstofninum lifandi, sem nú er
ásettur, því slóri hann af í bærilegu
standi, þó fátt sje, skríða menn fljótt
upp aptur ef árferði batnar, afleiðing-
arnar verða þyngstar næsta ár, því
sárlítið verður vörumagnið, til að verzla
með. þ>að ætti nú við að taka upp
hallærissiðinn forna, að lifa á landsins
gæðum og nota þau sem bezt, með
þeirri breytingu sem þessir tímar hafa
gefið upplýsingu um, að betur má fara
í búnaðinum, tel jeg nú fyrst að stunda
túnræktina af fremsta megni, og brúka
fylgi við heyskapinn, setja skynsamlega
á hey, spara munaðarvörukaupin, þeg-
ar kaupeyrir minnkar, fækka óþörfum
hrossum, sem opt steypa öðrum skepn-
um í harðindum, leggja stund á veiði i
ám og vötnum, lækka kaup daglauna-
manna fremur en vinnufólks, því vinnu-
krapt þurfa bændur eptir efnum ef bún-
aðurinn á að geta þrifizt. það væri
nauðsynlegt að ritað væri 1 blöðin bend-
ingar um, hver ráð væri til að draga
úrafleiðingum af hallærinu, því eigi dug-
ar að hugsa sjer að lifa á gjöfum; menn
verða að reyna að bjarga sjer sjálfir;
hreppsnefndir og sýslunefndir œttu að
brýna pað, sem par að lýtur, fyrir sveita-
go hjeraðsbúum.
Búnaðarfjelögin geta miklu góðu
komið til leiðar, þar sem þau hafa ör-
ugga og hyggna stjórnendur; við á-
kvarðanir þeirra má koma mörgu til
leiðar til eflingar búnaði, svo sem alls
kyns jarðabótum, byrjun sláttatíma,
góðri heyverkun, skynsamlegri á-
setningu, aukning og hagtæring á-
burðar, kynbótum, ástundun veiðiskap-
ar m. fl. og einkum má innræta mönn-
um dugnað og keppni hverjum við ann-
an og að reyna, að vera sjálfbjarga,
sem leiðir af því áminnsta. —
Tveir búfræðingar eiga að ráðast í
sumar upp á kostnað búnaðarfjelags
sýslunnar (Húnavatnssýslu).
Búnaðarfjelag Svínavatnshrepps hef-
ir þar að auki upp á sinn eigin kostn-
að ráðið einn búfræðing í allt vor ög
sumar, meðan vinnufært verður, upp á
400 kr. kaup, hann heitir Sigurður og
lærði hjá Torfa í Ólafsdal; fjelagið hefir
einnig ráðið með honum annan mann
í allt sumar, upp á 1 kr. kaup um
daginn, hann á að læra vinnu af Sig-
urði, og vera á sama stað og hann,
undir stjórn hans. Nokkuð er í ráðist
fyrir okkur1, en menn eru hjer orðnir
I) I sveitinni eru að eins um 30 búendur.
Ritstj.
sannfærðir um nytsemi túnræktarinnar,
og að hún er " grundvöllur fyrir fram-
förum landbúnaðarins, eða aukning
skepnufóðursins, því reynsla er fyrir
því, að vandaðar túnasljettur og vel
hirtar, hafa eigi að mun brugðizt þessi
2 undanfarandi harðæris- og grasleysis-
sumur.
(Aðsent).
Px-estaekkjur og prestaekkiia-
sjóðurinii.
þ>að má, og ekki um skör fram,
heyra kvartanir yfir því, að presta-
ekkjur eigi við bágari hag að búa, en
aðrar embættismannakonur. petta er nú
svo, og almennt viðurkennt; en ráðið
til að bæta úr þessu er enn ekki fund-
ið; að eptirlauna þær af prestaköllunum
frekar en gjört er, mundu þykja þungar
búsyfjar fyrir prestana, sem sjaldnast
þykjast ofsælir sjálfir, og að íþyngja
meira landssjóði þeirra vegna, það getur
heldur ekki gengið; en allt um það,
einhvern veginn verða prestaekkjurnar
að lifa, og allir sjá, að engir ættu frem-
ur en prestarnir, að bera umhyggju
fyrir því, að þær eigi svo gott, sem færu
vonarvöl eptir þeirra dag. Aðrir
embættismenn sjá borgið ekkjum sínum
eptir sinn dag, hví þá eigi einnig prest-
arnir ? Vitaskuld er, að tvennu má
svara; fyrst því, að hinir launasmáu
prestar sjeu eigi færir um að greiða
slíkt fje á ári, sem til þessa útheimtist,
og svo hinu, að því, hvað sem öðru
liði, eigi yrði komið í kring, þar sem
ráðgjafa ekki geðjaðist betur, en svo,
að lagafrumvarpi því, sem alþingii879
samdi og samþykkti um þetta efni, að
hann eigi gat ráðið konungi til, að stað-
festa og gjöra það að lögum. En þótt
nú þetta eigi sje ósatt, þá er hitt samt
víst, að það eigi þiggur nokkurn prest
undan þeirri siðferðislegu skyldu, að
hugsa fyrir framtíð konu sinnar, nje
heldur gjörir honum ómögulegt, að
tryggja hana með öðru móti, að minnsta
kosti að nokkru leyti fyrir örbirgð og
volæði eptir sinn dag, betur, en nú er
gjört. Að prestar geti stigið feti fram-
ar í þessa átt, en þeir gjöra og hafa
gjört er auðsætt, og vjer skulum þá
benda á veg, sem virðist blasa svo op-
inn fyrir.
Flestallir vita, að til er sjóður, sem
heitir prestaekknasjóður, og þeir, sem
fletta vilja upp í stjórnartíðindunum,
geta af reikningum þeim, sem biskup-
inn árlega lætur þar prenta, sjeð, hvern-
ig fjárhag þessa sjóðs er varið. Eignir
sjóðsins voru við síðustu árslok nálægt
16000 kr., og má það reyndar heita ekki
svo sára lítill höfuðstóll, þegar haft er
tillit til hinna tiltölulegu fáu ára, sem lið-
in eru, síðan sjóðurinn fór að þróast að
marki. Menn skyldu því halda, að prest-
ar hefðu hjer almennt haft drjúga hönd
í bagga með, með því að styðja sjóð-
inn með stærri og smærri árstillögum.
En reikningar undanfarinna ára sýna,
að það fer mjög fjærri, að svo hafi
verið, og að tillög þeirra yfir höfuð
hafa verið ótrúlega fá, smámunaleg opt
og við neglur skorin. En þetta sýnir
aptur annaðhvort litla umhugsunar-
semi og rækt presta við ekkjur sín-
ar, eða þá hitt, að þeir eru almennt
lítttrúaðir á, að sjóðurinn, þótt þeir i
hann legði, yrði ekkjum þeirra að liði
og ætla því, að fje því, er þeir styrktu
hann með, væri svo gott sem kastað í
sjóinn, eða þá hver um sig ímyndar
sjer, að að sjóðinn muni ekki um fá-
einar krónur frá einstökum mönnum ;
en hitt sje ofætlun að ætla prestunum
að stækka sjóðinn verulega.
Nú er þó auðsjeð, að það væri eng-
um sjerlegum torveldleikum bundið fyrir
prestana, að stækka sjóðinn svo drjúgum
og ummynda, að hann eptir fá ár yrði
fær um að styrkja prestaekkjur veru-
lega, meir að segja, þegar fram liðu
stundir sjá þeim fyrir nokkurn veginn
eða alls kostar sómasamlegri afkomu.
En hvernig má þetta ske? mun spurt
verða. Galdurinn er ekki eins mikill,
og margur kann að ætla, og þessu
mætti vel framgengt verða með sam-
heldni og lítt tilfinnanlegum fjárfram-
lögum. Margar höndur vinna Ijett verk,
og ef allir eða allflestir prestar á land-
inu, annaðhvort væru skyldaðir til með
lögum, að greiða eða greiddu af eigin
hvöt, þó ekki væri meira, en gemlings-
virði á ári í sjóðinn, er auðsjeð að hann
yrði ekki lengi að vaxa, svo að rentur
hans með haganlegri meðferð yrði góð-
ur styrkur. Setjum svo —og það mun
sízt fjærri sanni— að 140 prestar, sum-
part giptir og sumpart ógiptir dánu-
menn, er styrkja vildu fyrirtækið af göf-
uglyndi sínu, greiddu árlega 10 kr. hver.
þ>etta er ekki hátt árstillag, en safnast
þegar saman kemur, og þetta yrði þó
1400 kr. tekjuauki á ári fyrir sjóðinn;
væri nú öllum rentum eytt, en ekki
meiru, ykist höfuðstóll sjóðsins á hverj-
um 10 árum um hjer um bil 14000 kr.
það þyrfti því ekki að líða margir tugir
ára þangað til sjóðurinn væri orðinn
sannur bjargvættur prestaekknanna, og
jafnframt gæti hann verið nokkurs kon-
ar lífsábyrgðar- eða ekkjusjóður, mættu
þá tillögin lækka. ef svo sýndist við
eiga, eða jafnvel að lokum falla burt.
(Niðurlag í næsta bl)
MANNALÁT.
Snorri Pálsson, verzlunarstjóri á Siglu-
firði, hefir frjezt að sje dáinn.
Ólafur Ólafsson, uppgjafaprestur frá
Fagranesi andaðist í Skagafirði 9. f. m.;
hann var kominn um áttrætt.
Jónas bóndi Kjartansson á Drangshlið
undir Eyjafjöllum er og nýlega dáinn.
GUEUSKIP rneð gjafakorn til Stykkis-
hólms og Borðeyrar kom hjer við 8. þ. m.